Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 14
Tviburarnir Haukur og Ilöröur sitja ekki auðum höndum þessa dag-
ana: Myndlistarsýning i Galieri Lækjartorgi, vinna i danshópnum o.fl.
Langar þig í rannsóknarhóp?
Hreyfilist sem
byggir á samhæfingu
sálar og likama
Hefurðu áhuga á sérkennilegu
fristundagamni? Hér á höfuð-
borgarsvæðinu býðst varla
óvenjulegra gaman en að taka
þátt i rannsóknardanshóp sem
þeir tviburar Haukur og Hörður
standa að ásamt fleirum. Þátt-
taka i hópnum er að visu háð skil-
yrðum: bú verður að hafa ein-
hverja undirstöðu i ballett, eða
dansi eða Kimewasa, — með
öðrum orðum að hafa gott vald á
likama þinum. Þetta er ekki fyrir
ineðalskussa.
Að sögn Guðna Guðnasonar,
eins úr hópnum, eru þau að æfa
einskonar hreyfingastafróf eftir
tviburana. „Þessi hópur var
eiginlega stofnaður til að geta
framkvæmt hreyfilist sem byggir
á samhæfingu sálar og likama.
Við förum eftir ákveðnu hreyf-
ingakerfi sem i aðalatriðum er
frjálst, þ.e. aöeins byggð á tilfinn-
ingum, en þó er ákveðið stafróf
haft aö leiðarljósi”, sagði hann.
Guðni sagði um 15 manns vera i
hópnum, en sjö þeirra eru i sér-
stökum sýningarhópi sem t.d.
kom fram i Norræna húsinu um
siðustu helgi.
Ekki vantar lesefnið
Þótt island sc ef til vill ekki
akkúrat miðdepill alheimsins, er
enginn ástæða fyrir fólk að loka
hann (alheiminn) úti. Hér i
Iteykjavik er samkvæmt upplýs-
ingum Hauks Gröndal hjá Inn-
kaupasambandi bóksala hægt að
kaupa 130 til 150 erlend timarit að
staöaldri. Það ætti að nægja
ílestum.
Allir sem farið hafa i bókabúð
vita hvaða blöð þetta eru. Andrés
önd er ennþá metsölublaðið, þó
afc undanförnu hafi hallað undan
fæti hjá honum blessuðum. Hann
■elst þó i um 3000 eintökum á viku
liverri. Mikið fer einnig af
„dönsku blöðunum” svokölluðu
þ.e. dönskum afþreyingar-
blöðum, sem einkum eru ætluð
konum.
Ensk blöð eru þó sennilega enn-
þá fleiri að titlafjölda en þau
dönsku og drjúgur hluti þeirra er
einnig af afþreyingartaginu,
einkum þó blöð sem i eru frá-
sagnir af frægu fólki.
Karlablöðin svokölluðu eru
einnig flestöll ensk eða amerisk,
svo og hobbiblöðin. Hér er nú
orðið hægt að fá fagblöð i ólikleg-
ustu tómstundagreinum. I
Bókabúð Braga við Hlemm er .
t.d. áreiðanlega tugur timarita
sem aöeins fjalla um tölvur og
tölvuleiki. önnur fjalla um klass-
igka tónlist, ballett, karate, skot-
vopn, módelsmíði og hér er einnig
hægt að fá blað sem eingöngu
fjallar um brúðarkjóla.
baö vekur athygli að frönsk
timarit er yfirleitt ekki að fá hér-
lendis. Þau eru öll á ensku eða
skandinavisku málunum, auk
nokkurra þýskra blaða.
Þó Andrés önd seljist ennþá
grimmt, verður ekki sagt hið
sama um öll þessi blöð. Sum fara
i örfáum eintökum, og enn önnur
seljast alls ekki. bá er þeim
auðvitaö hætt, og ný taka við. Al-
gengt er að erlend timarit á Is-
landi seljist i 100 til 200 eintökum.
Engar
megrunar-
pillur þar
Þóttlifmargra Vesturlandabúa j
mótist af endalausri baráttu við
aukaktlóin, er annað uppi á ten-
ingnum á eyjunni Jerba undan
ströndum Norður-Afriku. Þar er
fita utan á fólki talin mjög til
prýði, og þar stendur baráttan
ekki við að ná af sér kilóum,
heldur við að koma þeim utan á
sig.
Þannig borða ungar konur yfir
sig i hverri máltið vikurnar fyrir
brúðkaup, til að verða sem
rúnnaðastar þegar sjálf athöfnin
fer fram. Þetta gerir það að verk-
um að konurnar, eins og menn-
irnir sem eru duglegir við fitun-
ina, eru feitar alla ævi, þvi stað-
reyndin er sú að eftir að likaminn
er einu sinni búinn að venja sig á
ofát, ererfitt að venja hann af þvi
aftur. Sérstaklega þegar enginn
áhugi er fyrir hendi, heldur þvert
á móti.
Föstudagur 24. september 1982
JpSsturínn.
Mamma
ræður
Flóuð mjólk er eftir alltsaman
vægt svefnlyf.
Hinn frægi hljómsveitarstjóri
Zubin Mehta, sem nú veifar
sprotanum framan i Fílharmón-
iusveit tsraels, á stundum i
nokkrum erfiðleikum með að fá
góða hljóðfæraleikara til að leika
i Tel Aviv, þar sem sveitin ku ekki
borga vel fyrir.
Enda þótt margir af bestu
hljóðfæraleikurum heims séu af
Gyðingaættum, dugir ekki fyrir
Mehta að höfða til föðurlands-
ástarinnar. Hann hefur þvi
ákveðið að fara gyðingamömmu-
leiðina. „Ég hringi bara i mæður
þeirra og segi við þær: ég vil fá
son þinn til að koma og leika i
ísrael.” Gyðingamömmurnar
hafa þegar sent inn tvo frábæra
hljóðfæraleikara, pianistann
Daniel Barenboim og fiðlarann
Pinchas Zukerman.
Mjólkin yljar
og slævir
Eitt glas af flóaðri mjólk er
áreiðanlega hið algengasta af
öllum óopinberum svefnlyfjum. t
fljótu bragði ætla eflaust flestir
að þetta ráð við svefnleysi sé bara
gömul þjóðsaga, sem lifi góðu lifi
vegna þess að volg mjólk er jú
ansi huggulegur drykkur fyrir
svefninn. En svo er ekki.
Visindamenn hafa semsagt
komist að þvi að i mjólk er efnið
L-tryptophan, sýrutegund, sem er
likamanum nauðsynleg. t einu
mjólkurglasi er að visu ekki
mikið af þessu efni, en ef saman
er lagt hin róandi áhrif hitans af
mjólkinni, mettunartilfinningin
vegna hinna margvislegu nær-
ingarefna og siðast en ekki sist
trúin á að þetta allt virki — þá
verður ferðin til draumalandsins
auðveld og þægileg.
Þetta efni — .L-tryp-
tophan — notar likaminn til að
framleiða serotonin, sem er i
heila allra manna, en visinda-
rannsóknir hafa leitt i ljós að
serotonin er lykilefni i þeirri at-
burðarás sem verður i heilastöðv-
um manna þegar þá syfjar. >vi
minna sem heilinn hefur af þvi
efni, þvi minni lýkur eru á að
menn verðf syfjaðir. Það er þvi
augljóst að efnið i mjólkinni
eykur Serotoninið, sem aftur
eykur likurnar á þvi að augna-
lokin þyngist. Semsagt: Enga
snafsa fyrir háttinn. Mjólkin er
miklu betri.
Eitraður
danskur húmor
Þótt Dönum hafi sjálfsagt brugö-
ið illilega um daginn þegar danskt
herskip á leið á Nato-æfingu skaut
eldflaug á sumarbústað, leið ekki á
löngu þar til gamli góði danski
húmorinn náði yfirhöndinni.
„Það er óhagkvæmt að gera það
með fimm milljón króna eldflaug
sem hefði mátt gera með jarðýtu á
klukkutíma‘% stóð í Aktuelt
tveimur dögum seinna.
Og á baksíðunni er Lodvik í ess-
inu sínu - en þar á hann daglega
lítinn ramma, „Lodvik’s tanke-
box“, og gerir hæðnar athuga-
semdir við atburði dagsins.
„Óhappið með eldflaugina var
ekki vegna mannlegra mistaka.
Þvert á móti verður slíkt að kallast
ómannleg mistök“, segir þessi
danski húmoristi, og heldur áfram:
„Það eru skattgreiðendur sem
borga þessar dýru eldflaugar. Fái
sjóherinn peninga fyrir fleirum
munu víst ekki mörg okkar
sleppa".
Síðasta athugasemdin um eld-
flaugina sem „skaust" á land í Jót-
landi og hafnaði á sumarbústað:
„Það er ekki á færi hvaða asna
sem er að skjóta atómeldflaug. En
einn góðan veðurdag gerir einhver
þeirra það áreiðanlega".
Eitraður þéssi!
Nýr Toyota
Kreppa eða ekki, viðskiptin
verða að halda áfram. Bílavið-
skiptin ekki síður en önnur, og nýj-
ar gerðir koma á markaðinn.
Toyota umboðið í Kópavogi er á
ferðinni með nýja gerð af framhjóla-
drifsbílnum Tercel, og það er
kannski einkennandi fyrir það sem
er að gerast í bílaheiminum, að
þessar fyrstu breytingar sem hafa
verið gerðar á þessum bíl í þrjú ár
eru flestar miðaðar við aukna hag-
kvæmni í rekstri. Og sjálfur er bíll-
inn í flokki með litlum og hag-
kvæmum Japönum eins og Mazda
323.
Þær útlitsbreytingar sem hafa
verið gerðar á þessari 83 árgerð af
Tercel miðast við að minnka loft-
mótstöðu og minnka þar með bens-
íneyslu. Auk þess hefur bíllinn ver-
ið styttur og breikkaður, sem á að
auka á stöðugleika hans í akstri. og
öll hjól eru komin á gormafjöðrun,
sem er slaglengri en í eldri gerðum.
Jafnframt hefursnúningsradíus-
inn verið minnkaður úr 5.1 n (4.8.
Annars má segja, að með þtssum
breytingum séu Japanirnir líka að
laga sig að nútímakröfum Evrópu-
markaðarins og nálgast „Golf-
stílinn“ sem WV-verksmiðjunni
tókst að slá í gegn með eftir að þeir
lögðu „bjölluna" gömlu á hilluna.
Vélin er 1295 rúmsentimctrar,
65 DIN hestöfl. Krafturinn hefur
verið aukinn frá fyrri árgerðum
m.a. með því að auka þjöppunhlut-
fallið í 9.3:1 sem jafnframt gefur
betri bensínnýtingu. Jafnframt er
innsoginu stjórnað af útbúnaði
innan í útblástursgrein, og það er
hitinn frá útblæstrinum sem ræður
loft/bensínblöndunni. Með þessu
er bensínnýtingin enn aukin, en til
viðbótar öllu þessu er það bensín
sem enn kann að vera óbrunnið
leitt til baka í bensíntankinn í stað
þess að láta það leka út í veður og
vind.
Eins og fleiri eru þeir hjá Toyota
farnir að nota plast á þá staði bíls-
ins þar sem ryðhætta er mest, og
auk þess er bíllinn ryðvarinn með
sérstakri meðhöndlun hjá verk-
smiðjunum.
Og verðið: Þriggja dyra, fimm
gíra útgáfan kostar tæplega 150
þúsund, en sá dýrasti, fimm dyra,
sjálfskiptur, kostar tæplega 160
þúsund krónur.