Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 5
5
-ýjSsturinn. Föstudagur
24. september 1982
jónsson, stjórnarformaður Is-
cargo hf. færðist undan að svara
spurningum HP og visaði á Krist-
in.
Fulltrúi ráðherra tekur af
skarið
En hvort sem það var nú Krist-
inn eða séra Kristinn, sem átti i
hlut, þá vildi honum, Iscargo og
Crtvegsbankanum til happs i þess-
um svifum, að til sögunnar kom
Kári Einarsson, verkfræðingur,
fulltrúi Steingrims Hermanns-
sonar samgönguráðherra i stjórn
Flugleiða hf.
,,Ég var einhverju sinni að
ræða það við Magnús Gunnars-
son, þáverandi framkvæmda-
stjóra Arnarflugs, að heppilegast
væri að he'r væru á markaðinum
tvö flugfélög i utanlandsfluginu,
annað stórt og hitt litið. Það væri
óheppilegt að hafa þriðja aðilann
þar inn i milli”, sagði Kári
Einarsson i samtali við Helgar-
póstinn.
„Það endaði með þvi, að ég
sagði við Magnús hvort ég ætti
ekki bara að fara til Kristins og
ræða við hann”, sagði Kári. „Ég
fór svo á skrifstofuna til hans og
spurði hann hreint út hvort hann
vildi selja Arnarflugi Iscargo, Jú,
þvi ekki það, svaraði Kristinn.
Svo voru nokkrir umræðufundir
Kristins og Magnúsar en það
gekk ekki vel, þvi Kristinn reynd-
ist ekki tilbúinn að leggja spilin á
borðið”.
Kári segir það af og frá, að
hann hafi tekið að sér þessa milli-
göngu fyrir orð eða hvatningu
nokkurs aðila. „Frumkvæðið kom
eingöngu frá mér”, sagði hann.
„Það kom ekki frá Flugleiðum og
þvi síður frá samgönguráðherra.
Ég taldi einfaldlega skynsamlegt
að sameina Arnarflug og Iscargo.
Ég taldi einnig, að sú samkeppni,
sem ég taldi að sameiningin
myndi leiða af sér, yrði báðum
félögunum til góða — ekki sist
Flugleiðum: mér fannst liklegt að
hæfileg samkeppni gæti lagað
móralinn innan Flugleiða. Mitt
mat var og er enn, að ég hafi gert
rétt gagnvart Flugleiðum þótt ég
þykist vita að ekki séu allir sam-
stjórnarmenn minir þar mér
sammála”.
//Ekki aö bjarga Kristni"
Kári sagði hugmynd sina hafa
verið þá, að Arnarflug keypti
meirihluta hlutabréfa i Iscargo
og stjórnaði samsteypunni þannig
að ekki væri hætta á að Iscargo
héldi áfram erfiðum rekstri i
samkeppni við bæði Flugleiðir og
Arnarflug. Sú niðurstaða, sem
fékkst á endanum, hafi þvi ekki
verið sér sérstaklega að skapi.
En ef frumkvæðið kom allt frá
Kára hvernig ber þá að skilja
það, sem Steingrimur Hermanns-
son sagði i viðtali við Helgarpóst-
inn 13. ágúst sl„ er hann neitaði
að hafa átt nokkurn þátt i þessum
viðskiptum: „Kári spurði mig
hvort ég hefði á móti þvi, að hann
aðstoðaði við þessi mál eins og
félögin höfðu beðið hann um...”
Við spurðum Kára hver hefði
beðið hann um að hafa milligöngu
i þessum viðræðum. „Það má vel
segja að félögin hafi beðið mig
um þetta eftir að ég var búinn að
hafa þessa milligöngu, sem ég
nefndi áður”.
Kári Einarsson hefur verið
flokksbundinn framsóknar-
maður i áraraðir. Þvi þótti eðli-
legt að spyrja hann hvort hann
hafi með þessum afskiptum
sinum verið að bjarga flokks-
bróður sinum Kristni Finnboga-
syni úr klemmunni. „Alls ekki”,
svaraði Kári. „Ég hafði enga
ástæðu til þess. Ég er ekki svona
mikill pólitikus og kæri mig alls
ekki um að vinna á þann hátt. Ég
er vitaskuld búinn að vera flokks-
bróðir Kristins lengi, hann var til
dæmis formaður fulltrúaráðsins i
nokkur ár en við höfum aldrei
unnið náið saman. Það er af og
frá, að ég hafi verið að reyna að
bjarga honum”.
1.5 milljón dala fyrir
brota járnið
Þar kom þó, að Kristinn og Is-
cargo lögðu spilin á borðið og
hægt var að fara að semja um
kaup Arnarflugs á félaginu. Allir
möguleikar voru ræddir — meira
að segja var þeim möguleika
kastað fram af Kristni, að Is-
cargo keypti Arnarflug. Mestur
timi fór i að þrúkka um verðið á
flugvélinni. Lockheed Electran
hafði verið keypt á liðlega hálfa
þriðju milljón dala. Perú-
mennirnir ætluðu að borga fyrir
hana liðlega 2.3 milljónir dala.
Gangverð i heiminum var allt frá
1.2 milljónum dala og upp i 2.2
milljónir. Viðurkennt var, að
vélin var i góðu standi — flugtimi
hennar var tiltölulega litill. A
endanum mátu Arnarflugsmenn
hana á um tvær milljónir dala.
Enn er raunar verið að þrátta
um verðið á vélinni. Robert
Fleming, forstjóri Fleming Inter-
national Airways i Florida i
Bandarikjunum, stundar jafn-
framt verslun með fiugvélar.
Hann er fróður maður um flutn-
ingaflugvélar og vöruflutninga i
lofti, enda er Fleming Airways
næst stærsta vöruflutningafyrir-
tæki Bandarikjanna. Hann hefur
nýlega auglýst átta Lockheed
Electra flugvélar til sölu á
1.5—1.8 milljónir dala. Hann
sagði i samtali við blaðamann
Helgarpóstsins, að hann þekkti til
Arnarflugs/Iscargo flugvélar-
innarog teldi hana tvimælalaust i
efri verðflokknum. „Jafnvel þótt
þeir rifu hana i sundur og seldu i
brotajárn, þá fengju þeir 1.5
milljónir dala fyrir hana”, sagði
Fleming.
Bankinn andar léttara
Útvegsbankinn var lika með öll
spjót úti til að verðleggja vélina,
enda gat allt eins farið svo, að
bankinn eignaðist hana ef gengið
yrði að eignum Iscargo og hlut-
hafa félagsins. Upplýsingar
bankans bentu til, að hægt væri að
fá allt að tvær og hálfa milljón
dollara fyrir vél i góðu standi.
A endanum hafði náðst sam-
komulag: Arnarflug fengi eigur
Iscargo, þær sem áður hafa verið
taldar upp, yfirtæki skuldirnar
við Útvegsbankann og borgaði 3.8
milljónir i peningum. Þegar þetta
samkomulag lá fyrir þurfti að fá
samþykki Útvegsbankans um að
Arnarflug yfirtæki skuldbind-
ingar Iscargo gagnvart bank-
anum. Og á bankastjóraskrifstof-
unum við Austurstræti önduðu
mennléttara: bankastjórnin vildi
miklu frekar skipta við Arnarflug
en Iscargo og miklu frekar að
Arnarflug reyndi að selja vélina
en að bankinn stæði i þvi sjálfur.
Útvegsbankamaður sem ekki
vill láta nafns sins getið, aftekur
enn, að bankinn hafi beitt þrýst-
ingi til að koma þessum viðskipt-
um Iscargo og Arnarflugs á. Ef til
vill hafi bankinn þó liðkað örlitið
fyrir, svo Arnarflug gæti
keypt — hann benti á, að Arnar-
flug hefði aldrei verið i viðskipt-
um við Útvegsbankann.
Hvaö var 8—10 milljóna
viröi?
Kaupsamningurinn var svo
undirritaður 3. mars sl.,
og tókendanlega gildi 9. mars.
Enn velta menn þvi fyrir sér,
hvað hafi verið keypt — hvað var
8—10 milljón króna virði? Árni
Gunnarsson er sannfærður um að
Arnarflugsmenn hafi verið vél-
aðir til að kaupa flugleyfi Is-
cargo. Gunnar Þorvaldsson for-
stjóri Arnarflugs segir aldrei
hafa verið um það að ræða, að
flugleyfin þyrfti að kaupa, að-
staða og „óáþreifanlegir hlutir”
hafi verið metnir til fjár. Kári
Einarsson bendir á viðskiptavel-
vilja (good will) i garð Iscargo
sem hafi verið nokkuð mikils
virði. Hluthöfum i Arnarflugi
þykir ýmsum, að kaupverðið hafi
verið of hátt, jafnvel þótt þeir
viðurkenni að ekki verði hægt að
leggia á það endanlegt mat fyrr
en Electran hefur verið seld. Og
hluthöfum i Iscargo þótti og þykir
enn að verðið hafi verið of la'gt,
enda sitja þeir nú eftir með flug-
félag án reksturs og eigna. Krist-
inn Finnbogason er hinn bjart-
sýnasti sem fyrr og hefur nýlega
keypt eitt stærsta ibúðarhús á Is-
landi, Fitjar á Kjalarnesi, þar
sem hann hyggst setja á lagg-
irnar gæsabú.
Samgönguráðherra kvaðst á
sinum tima ánægður með að
Arnarflug væri i stakk búið til að
veita Flugleiðum samkeppni og i
þvi skyni skipti hann flugleiðum á
milli félaganna. Samkeppnin i
sumar leyndi sér ekki, þá flugu
bæði félögin m.a. til Amsterdam
og buðu hin mestu kostakjör. En
hvað er orðið um samkeppnina i
dag? 1 vetur mun Arnarflug
fljúga tvisvar i viku til Amster-
dam og Flugleiðir halda sig á
sinum gömlu leiðum til Evrópu:
London, Kaupmannahöfn, Glas-
gow, Oslo og Luxemborg.
Heiöurslaun
Brunabótafélags
Islands
1983
I tilefni af 65 ára afmceli Bruna-
bótafélags Islands 1. janúar 1982
stofnaði stjórn félagsins til stöðu-
gildis hjá félaginu til þess að
gefa einstaklingum kost á að
sinna sérstökum verkefnum til
hags og heilla fyrir íslenskt sam-
félag, hvort sem er á sviði lista,
vísinda, menningar, íþrótta eða
atvinnulífs. Nefnast starfslaun
þess, sem ráðinn er: Heiðurslaun
Brunabótafélags Islands.
Stjórn BÍ veitir heiðurslaun þessi
samkvœmt sérstökum reglum og
eftir umsóknum. Reglurnar fást
á aðalskrifstofu BI að Laugavegi
103 i Reykjavík.
Þeir sem óska að koma til greina
við ráðningu i stöðuna á árinu
1983 (að hluta eða allt árið)
þurfa að skila umsóknum til
stjórnar félagsins fyrir 10. okt.
1982.
Brunabótafélag íslands.