Helgarpósturinn - 24.09.1982, Blaðsíða 9
sturinn
frjstudagur 24. september 1982
Almenna bókafélagið:
ÞRJÁ R VERÐLA UNA BÆKUR
Helstu skrautfjaðrir Almenna
bókafélagsins í útgáfu þessa árs
verða þrjár verðlaunabækur úr
samkeppni sem forlagið efndi til í
tilefni aldarfjórðungsafmælis fé-
lagsins. Riddarar hringstigans
nefnist fyrsta skáldsaga Einars Más
Guðmundssonar sem hefur vakið
athygli fvrir nýstárleg Ijóð sín.
Þetta mun vera þroskasaga drengs í
henni Reykjavík. Séra Bolli Gúst-
avsson er hins vegar á mörkum
Ijóðs og sögu í bók sinni Vorganga í
vindhæringi. Þriðja bókin er Ijóða-
bók eftir ísak Harðarson og nefnist
Þriggja orða nafn.
Onnur íslensk skáldverk sem
AB gefur út eru Lífið er ungt eftir
Kristján Albertsson, Maður dags-
ins eftir Andrés Indriðason, Boðið
upp í dans eftir Ölaf Ormsson sem
hefur gefið út bækur undir nafninu
Fáfnir Hrafnsson og loks er bók
• Guðrúnar frá Lundi, Dalalff I,
væntanleg í nýrri útgáfu.
Þrjár ljóðabækur líta dagsins ljós
fyrir tilverknað AB. Dagbók um
veginn heitir bók Indriða G. Þor-
steinssonar, Erlendur Jónsson er
skrifaður fyrir Heitu árunum og
Sofendadans er eftir Iljört
Pálsson.
Aðrar bækur íslenskra höfunda
eru íslenskt söngvasafn sem Sigfús
Einarsson og Halldór Jónasson
söfnuðu og bjuggu til prentunar,
Jólalögin sem inniheldur nótur í út-
setningu Jóns Þórarinssonar,
Sagnagerð - hugvekjur um fornar
bókmenntir eftir Hermann Pálsson
og Brjóstagjöf og barnamatur eftir
Sigrúnu Davíðsdóttur.
Sé litið til þýddra bóka sést að
Guðbergur Bergsson heldur áfram
að þýða Don Kíkóta frá Mancha
eftir Miguel de Cervantes Saave-
dra og koma 2. og 3. bindið út í ár.
en alls munu bindin vera átta að
tölu. Sigrún Eiríksdóttir hefur þýtt
Samúelsbók eftir sænska skáldið
Sven Delblanc sem hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
á þessu ári. Arin dásamlegu heitir
safn smásagna og Ijóða eftir Þjóð-
verjann Reiner Kunze sem Björn
Bjarnason þýðir. Sláturhús fimm
er ein þekktasta skáldsaga banda-
ríska skáldsins Kurt Vonnegut og
hefur verið kvikmynduð. Hún
kemur út hjá AB í þýðingu
Sveinbjörns Baldvinssonar.
Tvö erlend leikrit koma út hjá
AB. Gosi í leikgerð Brynju Bene-
diktsdóttur og 1. bindi leikrita eftir
William Shakespeare í þýðingu
Helga Hálfdanarsonar.
Aðrar þýddar bækur sem AB
gefur út eru Elvis eftir Albert
Goldman í þýðingu Björns Jóns-
sonar og fjallar vitanlega um rokk-
’.kónginn. Frelsi og framtak eftir
bandaríska hagfræðinginn Milton
Friedman er þegar komin út í þýð-
ingu Hannesar Hólmsteins Gissur-
arsonar. Fyrstu ár barnsins nefnist
bók eftir Svend Otto S. sem Sigrún
Eiríksdóttir þýðir og Skíðabók AB
eftir Rúdiger ofl. sem Ingvar Ein-
arsson hefur þýtt.
Auk þessa rekur Almenna bóka-
félagið bókaklúbb sem gefur út tólf
bækur í ár. Þar kennir ýmissa grasa
en af innlendum bókum ber að
nefna tvö bindi af íslenskum smá-
sögum sem Kristján Karlsson hefur
valið, M-Samtöl IV, samtalsgrein-
ar eftir Matthías Johannessen.
listaverkabók með verkum Nínu
Tryggvadóttur og inngangi um
listakonuna eftir Hrafnhildi
Schram ogSkálholt I- II eftir Guð-
rnund Kamban. Af erlendum
bókum klúbbsins má nefna Dverg-
inn eftir Pár Lagerkvist í þýöingu
Málfríðar Einarsdóttur. Óhæft til
birtingar eftir Arnaud de Borch-
grave og Robert Moss sem Her-
steinn Pálsson hefur þýtt.
-ÞG
HEINESEN, JOYCE OG MANN
meða/ erlendra útgá fubóka Máls og menningar
Vegna plássleysis í síðasta Lista-
pósti féll niður niðurlag fréttar um
bókaútgáfu Máls og menningar í
ár, en þar var greint frá þýddum
skáldverkum sem forlagið gefur út.
Þar sem útgáfa þýddra öndvegis-
bókmennta hefur löngum verið
kcppikefli Máls og menningar er
rétt að gera hér bragarbót.
Mál og menning gefur út sex
þýddar skáldsögur í ár. Þorgeir
Þorgeirsson heldur áfram að þýða
William Heinesen, að þessu sinni
er það bókin f Svörtu kötlum. Sig-
urður A. Magnússon hefur þýtt I
Dyflinni eftir James Joyce. Felix
Krull eftir Thomas Mann kemur
út í þýðingu Kristjáns Ámasonar.
Barnaeyjan heitir bók eftir P.C.
Jercild sem Guðrún Bachman
hefur þýtt en kvikmynd sem gerð
var eftir bókinni var sýnd hér á
kvikmyndahátíð ekki alls fyrir
löngu og vakti mikla athygli. Vikt-
oría eftir Knut Hamsun kemur út
í 3. sinn og sem fyrr í þýðingu Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðamesi.
Loks ber að geta 8. bindis bóka-
flokksins Skáldsaga um glæp eftir
Sjöwall og Wahlöö. Luktar dyr
heitir það og Ólafur Jónsson þýð-
ir.
Af öðrum erlendum bókum má
nefna Lífið á jörðinni eftir Rich-
ard Attenborough sem þegar er
komin út, en sú bók er byggð á
samnefndum sjónvarpsþáttum
sem sýndir vom hér í sjónvarpinu
s.l. vetur. Svo verða tvær bækur
um kjamorkuvopn og friðarhreyf-
ingar, önnur eftir bandarísku þing-
mennina Edward Kennedy og
Mark Hatfield, hin er af þýskum
uppmna og ber heitið Kirkjan og
kjamorkuvopnin.
Erlendar barnabækur eru sjö
talsins, þar af þrjár eftir Astrid
Lindgren: Leynilögreglumaðurinn
Karl Blómkvist, Ég vil líka eignast
systkin og Víst kann Lotta að
hjóla. Ein er eftir Gunillu Berg-
ström og heitir Útsmoginn Einar
Áskell. Silja Aðalsteinsdóttir held-
ur áfram að þýða K.M. Peyton, nú
er það Englarnir hennar Marion.
Veröld Busters heitir bók eftir
danska rithöfundinn Bjarne Reut-
er sem Ólafur Haukur Símonarson
hefur þýtt og loks hefur Ingibjörg
Haraldsdóttir þýtt barnabók frá
Venesúela, Leikvöllurinn okkar
heitir hún og er eftir Kurusa og
Doppert.
-ÞH
milli einstaka laga og eru
skráðar sem lög. Frumsömdu
lögin eru flest týpisk bárujárns-
lög. Ég verð að játa að lög þessi
snerta mig ákaflega litið en
sjálfsagt eru þau ekkert verri en
gerist og gengur.
Það sem kemur á óvart við
plötu þessa er að á henni skuli
vera að finna ein fimm gömul
lög, sem gerir það að verkum að
heildarsvipur plötunnar er ekki
sem skyldi. Þessi lög, sem
flestum hefur verið gerð betri
skil áöur, eru gamla Kinks lagiö
Where Have All The Good
Times Gone (er nema von að
mennirnir spyrji), svo er þarna
Roy Orbison lagið Pretty
Woman og Dancing in the
Street, sem vinsælt var um
miðjan sjöunda áratuginn i
flutningi Martha & the Van-
dellas en Kinks gerðu þvi einnig
eftir Gunnlaug Sigfússon
hljómsveitarinnar Quicksilver.
Annars er lag þetta samið af
Dale Evans, eiginkonu Roy
Rogers.
Ég veit satt að segja ekki
hvað ég á að láta mér finnast
um samkrull þetta. Mér finnst
það ekkert sérstaklega
skemmtilegt áheyrnar en
kannski er þetta ágæt partý-
plata fyrir „heavy” rokkara.
Spliff—85555
Sjálfsagt kannast einhverjir
við hljómsveitina Spliff sem
fyrrum hljómsveit Ninu Hagen
en með henni léku þeir um tima
og þá meðal annars á fyrstu
tveimur plötum hennar, Nina
Hagen Band og Unbehagen.
Þeir eru hins vegar ekki til
góð skil á plötu sinni Kinda
Kinks. Big Bad Bill er liklegast
frá árunum á milli 1930 og 40, án
þess þó ég geti fullyrt nokkuð
þar um en það er flutt i nokkurs-
konar jug-band-stil, sem náttúr-
lega á litið sameiginlegt með
þungu rokki. Happy Trails
heitir siöasta lagið og þekki ég
það bara áður af betri flutningi
staðar á nýjus_tu plötu hennar og
þykir þar ýmsum skarð fyrir
skildi og þar á meðal mér.
Ég er einnig á þvi að Spliff séu
ekki eins skemmtilegir án Ninu.
Að minnsta kosti hef ég það á
tilfinningunni þegar ég hlusta á
85555, sem annars er vist
óhemju vinsæl i Þýskalandi,
heimalandi hljómsveitarinnar.
Mikið af háttstemmdum lýs-
ingarorðum hafa fokið þegar ég
hef heyrt talað um 85555 en ein-
hvern veginn á ég þó erfitt með
að átta mig á þvi hvað er svona
stórkostlegt viö plötu þessa. Það
eru að visu nokkur ágæt lög á
henni en i heildina finnst mér
hún ekkert sérlega spennandi.
Tónlist Spliff er fyrst og
fremst poppað rokk, sem þó er
kryddað meö hinum og þessum
tónlistarstefnum, svo sem
reggae og tölvutónlist.
Fyrri hlið plötunnar er frekar
létt og auðgripin og bestu lög
finnast mér vera Deja Vu og
Emergency Exit en mérfinnst
hins vegar Tonight, sem sjálf-
sagt er liklegt til vinsælda, likj-
ast og mikið tónlist The Cars til
þess ég hafi gaman af þvi.
Seinni hliðin er öllu þung-
lamalegri ef undan er skiliö
lagið Jerusalem, sem er létt
reggaelag og ágætt sem slikt.
Besta lag hliöarinnar er lagiö
Kill en hin tvö eru leiöinleg.
Hér er sem sé ekkert
meistaraverk á ferðinni en þó
bara nokkuð þokkaleg plata.
L£. _9_
liíóin
W ★ ★ ★
★ ★ ★
framúrskarandi
Ag»t
★ ★ góft
þolanleg
0 léleg
Regnboginn: ***
Siðsumar (On Golden Pond). Bandarisk
kvikmynd, árgerð 1981. Handrit: Ernest
Thompson, eftir eigin leikriti. Leikendur:
Henry Fonda, Katherine Hepburn, Jane
Fonda. Leikstjori: Mark Rydell.
Allt legst á eitt með að gera þessa mynd góða,
leikurinn, handritið, kvikmyndatakan og
leikstjórnin.
Að duga eða drepast. Leikstjóri: Dick Ric-
hards. Aðalhlutverk: Gene Hackmann, Ter-
ence Hill, Catherine Deneuve.
Mynd um trönsku útlendingasveitina.
Varlega með sprengjuna strákar. Banda-
risk. Aðalhlutverk: Keith Carradine, Sybil
Danning, Tom Skerrit.
Brandaramynd um kolruglaða náunga sem eru
að leita að sprengjum. Hvar er eftirtitið núna?
★ ★
Himnaríki má biða (Heaven Can Wait).
Bandarisk. Árgerð 1978. Leikstjórn: Warren
Beatty. Aðalhlutverk: Warren Beatty, Julie
Christie og James Mason.
Petta er ansi hugljúl mynd um mann sem faer
annan séns hér á jörðu niðri, ettir að hata lent í
dauðaslysi. Vel gerð og leikin. Endursýnd.
Bíóhöllin: *
Porky's. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit og
leikstjórn: Bob Clark. Aðalhlutverk Dan Mona-
han, Mark Herrier, Wyatt Knight.
Porky's hetur ekkert nýtt tram að faera. Hún er
stæling á American Grattiti: baldin menntaskóla-
æska, prakkarastrik, kynlifslitl, smávegis andót
við fullorðinsheiminn og slatti af gömlum dægur-
lögum. I heild eins og gamall slitinn slagari.
— ÁÞ
* * *
Staðgengillinn (The Stunt Man). Bandarísk,
árgerð 1981. Handrit: Larry Marcus og Ric-
hard Rush. Leikendur: Steve Railsback,
Peter O’Toole og Barbara Hershey. Leik-
stjórn: Richard Rush.
Staðgengillinn er afskaplega haganlega upp-
byggð mynd. Pað er langt siðan ég hef skemmt
mér jafn vel i bió. - GA.
* *
Klæði dauðans (Dressed to kill). Bandarísk, ár-
gerö 1980. Leikendur: Michael Caine, Angie
Dickinson, Nancy Allen. Leikstjóri: Brian De
Palma. Endursýnd.
Dularfullar simhringingar (When a Stranger
Calls). Bandarísk kvikmynd. Leikendur:
Charles Durning, Carole Kane, Colleen
Dewhurst.
Skólastúlka er fengin til að passa börn, en þá
hringir síminn og ókunn rödd.bammbamm-
bammba. Ótti og örvæntinq.
★ ★★
Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarísk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eigin skálsögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Stjörnubíó: *
Stripes. Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit: Har-
old Ramis o.fl. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðal-
hlutverk: Bill Murray, Harold Ramis, Warren
Oates.
Peir télagar úr National Lampoon-klíkunni, Harold
Ramis, Ivan Reitman o.ll. virðast stelna býsna
hratt niðurávið eftir þá ágætu grínmynd Animal
House. Þeir gerðu skelfing slappa tilraun, Meat-
balls sem sýnd var í Háskólabíói i fyrra og var
„National Lampoon fer úr menntaskóla i sumar-
búðir" og núna gera þeir aðra litt skárri, Stripes,
sem er „National Lampoon ter úr sumarbúðum í
herinn". Allar þessar myndir byggja sumsé á þeirri
aðferð að skella nokkrum manískum karakterum
inná afmarkað sögusvið og láta þá fiflast i einn og
hálfan tíma. Gott og vel. Petta gekk upp í Animal
House. En Stripes er atar hugmyndasnauð og
þreytuleg. Hún virkar eiginlega best fyrst þegar
verið er að lýsa aðdraganda þess að þeir félagar
Bill Murray og Harold Ramis, sem ætti nú ekkert
frekar að leggja leiklist fyrir sig, ganga i herinn.
Murray er letilegur gamanleikari og leggur hér litiö
á sig, enn minna en í Meatballs, og lái honum hver
sem vill.
— ÁÞ
B-salur: * **
Close Encounters of the Third Kind - The
Special Edition. Bandarísk. Ágerð 1981.
Leikendur Richard Dreyfuss, Francois
Truffaut, Melinda Dillon, Cary Guffey. Leik-
stjóri: Steven Spielberg.
Ein frægasta stórmynd síðari ára er hér aukin
og endurbætt. Nýju atriðin auka mjög á stór-
tengleik myndarinnar.
Austurbæjarbíó:
★ ★ ★
Klute. Bandarisk, árgerð 1971 Aðalhlutverk
Jane Fonda, Donald Sutherland. Leikstjórn
Alan J. Pakula.
Þegar að Klute lógga er að leita vinar sins i New
York hittir hann fyrir stelpu sem hann verður
ástfanginn af. Stelpa þessi er simamella og er
leikin af Jane Fonda, sem sýnir sálarástand
hennar á einkar trúverðugan hátt.
Háskólabíó
Kafbáturinn (Das Boot). Þýsk. Árgerð 1981.
Handrit og leikstjórn: Wolfgang Petersen. Að-
alhlutverk: Jurgen Prochnow, Herbert Grön-
emeyer, Klaus Wennemann.
Sú saga sem þarna er sögð er ekki frumleg. Petta
eru í sjálfu sér hrakningar og hættur sem við höl-
um áður séð i ótal myndum. En þetta er svo miklu
betur gert. Hér er ákatlega vönduð tagmennska í
hverri deild, smekkvísi og traust stjórn sem beinir
myndinni hægt og örugglega að lokaatriðinu sem
er áhrifamikið. — ÁP
Laugarásbíó: ***
Okkar á milli - í hita og þunga dagsins. Is-
lensk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur:
Benedikt Árnason, Valgarður Guðjónsson,
Andrea Oddsteinsdóttir, Margrét Gunn-
laugsdóttlr, María Ellingsen, Sirrý Geirs.
Handrit og stjórn: Hrafn Gunnlaugsson.
Styrkur Okkar á milli liggur í djarflegu efnisvali,
nokkuð laglegri kvikmyndatöku, sem sjaldan er
ómarkviss en þó stundum ol höll undir fiff I
linsunotkun og hreytingum, og yfirhötuð góðri
sviðssetningu, þar sem nostrað ervið táknræn
smáatriði.
Leikurinn er ágætur. Benedikt Ámason fer sem
kunnugt er með langstærsta hlutverkið og er
sannfærandi. Leikur hans er lágt stemmdur,
tiltölulega jatn, og á köflum framúrskarandi. Þá
standa þær Maria Ellingsen og Margrét Gunn-
laugsdóttir sig vel í erfiðustu aukahlutverkun-
um. Aðrir leikarar standa svo sem fyrir sínu, og
Sigurður (Þorvaldur S. Þorvaldsson) er
skemmtileg týpa.
-GA
Næturhaukarnir (Nighthawks)
Bandarísk. Árgerð 1981. Handrit: David
Shaber. Leikstjóri: Bruce Malmuth. Aðal-
hlutverk: Sylvester Stallone, Rutger Hauer,
Billy Dee Williams.
Miðlungs þriller um ameriska lögreglumenn í
viðureign við alþjóðlegan hermdarverkamann.
Sum atriði eru fagmannlega af hendi leyst, en
handrit og persónusköpun eru rýr i roðinu. Rut-
ger Hauer er einna skásti pósturinn sem terror-
istinn, en Stallone er einkennilega óaðlaðandi
leikari af stórstjörnu að vera, stirður og óekta.
- ÁÞ.
Hafnarbíó:
Leikur Dauðans (Game of Death)
Mynd meö hinum vinsæla Bruce Lee, sú sið-
asta sem hann lék í.
Tónabíó
Bræðragengi (The Long Riders)
Sjá umsögn i Listapósti
. Nýja bíó:
Mitchell. Bandarísk. Leikstjóri: Andrew
McLagen. Aðalhlutverk: Joe Don Baker,
Martin Balsam, John Saxon, Linda Evans.
Leynilögreglumynd um hörkutólið Mitchell sem
lætur sér tátt tyrir brjósti brenna og á í baráttu
við alls kyns glæpalýð.
fonlisf
Ung nordisk
musik festival:
Föstudagur kl. 17.00 í Norræna húsinu.
Tónleikar með raftónlist eftir Ake Parmerud,
William Brunson og Rolf Enström en þeir eru
allir frá Svíþjóö.
Föstudagur kt. 20.30 í Menntaskólanum við
Hamrahlið
Kammertónleikar með verkum eftir Yngve
Slettholm (N) Atla Ingóltsson (I) Lauri Nykopp
(F) Kaija Saariaho (F) Helga Pétursson (I) Kjell
Perder (S) og Guðmund Hatsteinsson (I).
Laugardagur kl. 14.00 i Haskólabíói
Hljómsveitartónleikar með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands undir stjórn Guðmundar Emils-
sonar. Einleikari á sneriltrommur Roger
Carlsson.
Flutt verða verk eftir Edward Reichel (D) Karin
Rehnqvist (S) Áskel Másson (I) Hans Gefors
(D) Esa-Pekka Salonen (F) og Jan Sandström
(S)
Laugardagur kl. 20.30 í Norræna húsinu
Kammertónleikar með verkum ettir Kristian
Evensen (N) Sten Melin (S) Lilju Ósk Úlf-
arsdóttir (l)lárus H. Grimsson (I) Otto Roman-
owski (F) og Magnus Lindberg (F)
Sunnudagur kl. 20.30 í Menntaskólanum við
Hamrahlið
Hljómsveitartónleikar með hljómsveit UNM,
stjórnandi: Arthur Weisberg. Einleikari á víólu
Diane Kennedy. Flutt verða verk eftir Aaron
Copland, Jakob Druckman og Béla Bartók.
- Og við mætum öll.
Stúdentakjallarinn:
Á sunnudagskvöldi verður léttur djassmórall.
Hinir ungu og efnilegu strákar, Sigurður Flosa-
son, saxótónleikari, Ludvig Simonar víbratón-
leikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari
mæta og verða ekki í vandræðum með að seiða
létta tóna úr tólum sínum. Þetta er kvöld sem
tólk ætti að tjölmenna i kjallarann. Það verður
enginn svikinn al því...
Þjóöleikhúsið:
Vísnakvöld verður á mánudagskvöldið og hefst
það kl. 20.15. Fram koma Arnaldur Arnarsson
gítarleikari söngflokkurinn Hrim, Bergþóra
Árnadóttir ogjljóöskáld. kvöldsins er Vilborg
Dagbjartsdóttir.
Háskólakórinn:
Háskólakórinn er um þessar mundir að hefja
vetrarstart sitt. Stjórnandi kórsins er Hjálmar H.
Ragnarsson. Kórinn helur undanfarin ár lagt
megin áherslu á tlutning nýrri tónverka og verð-
ur sú stetna áfram við lýði næsta vetur. Þeir
sem hafa áhuga á að taka þátt i starfi kórsins i
• vetur eru beðnir um að koma í Félagsstofnun
' stúdenta á mánudaginn milli kl. 17-19 eða á
þriðjudaginn á sama tíma. Nokkur pláss eru
laus í hverri rödd.