Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 12
jjfísturinn Föstuda9ur 22. október 1982 99 Senniieaa vxri eg ð kali ( lolvunum 99 Þessa dagana hugsar Björgvin Halldórsson um það fyrst og fremst að slappa af. Hann er, eins og alþjóð veit, nýkominn úr mikilli reisu um Sovétríkin, og eftir að hafa flogið 22 þúsund kílómetra í 16 flugferðum og haldið 27 konserta á 25 dögum veitir ekki af nokkrum dögum til að ná úr sér þreytunni. í Sovétríkjunum var hann kallaður Bo Halldórsson, og þrátt fyrir að ferðin hafi verið erfið, var hún stórkostleg. Hún byrjaði að minnsta kosti glæsilega. „f»egar við komum inní flugstöðvarbygginguna", segir Björg- vin, „þá sjáum við að þar er mætt stærðar lúðrasveit sem hóf leik þegar við birtumst og stór móttökunefnd beið þar útá gólfi. „Nú, það er bara svona“, hugsum við með okkur og vorum ekkert óhressir með þetta. En þetta tilstand var reyndar ekki fyrir okkur. Skyndilega sáum við að inní flugstöðvarbygginguna komu um leið og við félagar úr körfuboltalandsliði Sovétríkjanna, sem voru að koma frá Suður-Ameríku, þar sem þeir höfðu unnið heimsmeist- aratitilinn. Pað voru þeir stærstu menn sem ég hef nokkurntíma séð. Tilstandið var fyrir þá. Við komum mjög hljóðlega inn í landið“. Það er auðheyrt á því hvernig Björgvin talar um Sovétferðina, að hún verður honum óg samferðarmönnunum eftirminnileg. „Áður en við fórum vorum við oft spurðir: „Hvað eruð þið eigin- lega að vilja til Rússlands? Hvað hafið þið að sækja í svoleiðis krummaskuð? Það er ekkert uppúr því að hafa“. Þetta er kannski rétt að einhverju leyti. Að minnsta kosti urðum við ekki auðugir af þessu. Við vorum þarna á sovésku læknakaupi, sem telst ekki hátt á okkar mælikvarða. Við fórum þarna út fyrst og fremst til að prófa eitthvað nýtt. Til að skoða okkur um í landi sem við myndum sjálfsagt ekki fá tækifæri til að heimsækja annars. Ef eitthvað verður af plötuútgáfu þarna, sem alls ekki er reyndar útilokað, — þá verður það bónus“. Hljómsveitin fór fyrst til Moskvu, þaðan langt inní Síberíu, og svo aftur suður á bóg- inn, í héruð nálægt landamærum íran og frak. Lengsta flugið í ferðinni tók fimm og hálfa klukkustund, þ.e. álíka og það tekur að fljúga héðan og til New York. Slíkar eru fjar- lægðirnar þarna. Allan tímann fylgdu þeim menn sem sáu um að þá vantaði ekkert og til Björgvin biðst undan því að ræða um stjórnmál í framhaldi af heimsókninni í „móðurland“ kommúnismans. Af diplómat- ískum ástæðum án efa. Og þegar hann er spurður hvort hann sé e.t.v. orðinn KGB- agent, svarar hann: „Hver veit?“ og lítur flóttalega í kringum sig. „Hver veit?“ Þau voru mörg pariíin — Hvernig er fvrir óreyndan drengstaula úr Hafnarfirði að verða skyndilega jafn of- erlendis. Lag í eina viku í áttugasta og fyrsta sæti á topp hundrað í U.S.A. Margt af því sem við höfum verið að gera hérna á íslandi er betra en sumt sem fer inná þessa lista. Sumar þessar hljómsveitir úti eru bara færi- bandagrúppur. íslenskir hljómlistarmenn standa sumir þeim mönnum langtum framar". iicigarpósisvioiaiið: Björgvin naiidórsson að passa uppá að allar áætlanir héldust. Og það stóðst. „Það klikkaði eiginlega ekkert í skipulaginu hjá þeim“, segir Björgvin. I eitt sovéskt partí komust þeir. Það var í Kemerovo í Síberíu. „Við hittum plötusnúð í klúbb þarna í borginni“, segir Björgvin, „og hann bauð okkur heim. Hann bjó í dæmi- gerðri rjómatertublokk, sem var alveg ný, en virkaði gömul. Þarna var sest niður og boðið uppá ávexti og vodka, sett músik á. Svo var dansað. Það fylgdist greinilega vel með þetta fólk, — það þekkti tónlistarmenn af vestur- löndum og lög þeirra. í Moskvu vissu allir um Bítlana og Elvis til dæmis“. Spíon En nú er Sovétferðin búin og allt sem henni fylgir. Eða hvað? „Það gæti nú reyndar verið að ég færi aftur“, segir Björgvin. „Það er verið að vinna í því að fá gefið út efni með mér á-plötu þarna og rétt áður en við lögðum af stað heim var ég beðinn að koma í sjón- varpsstúdíó til að taka upp einhverskonar kynningarefni. Við vorum bara orðnir á síð- asta snúning og ég hafði ekki tíma, svo það var rætt um að ég kæmi aftur þegar hlutirnir væru komn '- meira á hreint“. Björgvin segir markaðinn þarna vera gríð- arlega stóran enda eru Sovétmenn uppundir 250 milljónir talsins. Og Bo Halldórsson og félagar virtust falla vel í kramið. Alls sáu þá um 50 þúsund manns í ferðinni, eða að með- altali um tvö þúsund á hverjum hljómleikum. „En það er sama þótt ekkert komi útúr þess- um sölupælingum, eins og ég sagði áðan. Ferðin var frábær útaf fyrir sig“. ViöqerOir a sKrilstoluvclum Við sitjum útvið glugga í Víkingasal Hótels Loftleiða, þar sem Björgvin og hljómsveit hans léku á Sælkerakvöldi í síðustu viku. Sú upptroðsla var eiginlega þakklætisvottur til Flugleiða, sem voru mjög hjálplegir hljóm- sveitinni í sambandi við Sovétríkin. En nóg um hana. Björgvin Halldórsson er nú orðinn gamall í hettunni sem dægurlagasöngvari — er búinn að standa á sviðinu í 15 ár, frá því hann var unglingur í Hafnarfirði. Hann hefur í rauninni aldrei gert neitt annað en að vasast í músík. Var það alltaf ætlunin? „Nei“, segir Björgvin. „Ég var orðinn 15 ára þegar þetta komst á dagskrá. Það var eldri bróðir minn sem fyrst og fremst var í þessu. En svo kom pabbi einu sinni úr sigl- ingu með bítlaplötu, og sú músík hafði eitthvað gífurlegt aðdráttarafl. Ég ætlaði allt- af í nám. Það stóð til að læra viðgerðir á skrifstofuvélum. Það var talið mjög sniðugt. Mikil framtíð í því. Og það er líklega rétt. Sennilega væri ég núna á kafi í tölvunum ef ég hefði lært þetta“. — Hvernig tóku foreldrarnir í þetta? „Ætli það hafi ekki verið svona sitthvað. Þau voru ekkert alhress yfir þessu. En ég var að gera það sem ég hafði áhuga á, og það skiptir ekki svo litlu máli. Auðvitað vissi maður ekki að þetta ætti eftir að loða svona lengi við mann“. boðslega frægur og vinsæll og þú varðst? „Það er góður skóli. Og erfiðari sjálfsagt en flestir aðrir skólar. Maður lærir að þekkja sjálfan sig. Lærir að kunna á sig. Eflaust hef- ur þetta slæm áhrif líka. Öll umræðan um mig mótaði mig líka mjög. Það var skrifað svo mikið um mig í blöð, miklu meira en aðra sem stóðu í þessum bransa. Mikið af því var búið til úr engu“. — Hvernig líf fylgdi þessum vinsældum. Mikið sukk? „Þau voru mörg partíin já. En þetta var ekki eins mikið sukk og margir virðast halda. Það má segja að ég hafi sem unglingur kynnst víninu á réttan hátt, því ég sá hvernig það getur farið með menn, en líka hvernig hægt er að passa sig á því“. — Þið hafið náttúrlega vaðið í stelpum? „Já, eins og aðrir ungir strákar gerðum við náttúrlega í því að ganga í augun á stelpum. Á tímabili skipti það sjálfsagt meira máli en músíkin". — Hvernig hefur frægðin farið í þig? „Ég hef lært að lifa með því að vera þekkt- ur. Það hefur bæði sína kosti og galla. Það getur verið þreytandi að vera allsstaðar þekktur, en það getur líka verið gaman. Ann- ars tek ég ekki eftir þessu lengur. Ég hef verið þekktur öll mín fullorðinsár, svo ég þekki varla neitt annað. Ég reyni bara að láta gott af mér leiða, frekar en að nota frægðina í einhverjum neikvæðum tilgangi“. — Langar þig £ heimsfrægð? „Já og nei. Það kitiar alltaf sá draumur að koma þó ekki væri nema einu lagi á lista Allial að rcyna — Þetta hefur verið sagt lengi, en ekkert gerist. Hvað vantar? „Það vantar fyrst og fremst „publicity", og stóra málið: Aura. Þarna, í Evrópu og Ame- ríku, er svo gríðarlega mikil samkeppni. Þetta tekur tíma og krefst vinnu". — Hefur þú ekki reynt þetta? Voruð þið í Change ekki þarna úti að reyna í lengri tíma? „Jú, jú. Og það hefur verið reynt eftir það. Við gáfum út plötuna Casanova Jones í Bret- landi eftir Change. Það er alltaf verið að reyna. Nýja platan mín var tekin í enskri útgáfu og hún liggur núna á skrifborðum í Englandi. Vonandi eru einhverjir að velta henni fyrir sér“. — Þekkirðu persónulega einhverja þeirra „stóru“ í bransanum? „Nei, það get ég ekki sagt. Ég þekki hins- vegar marga sem hafa unnið með þeim, eins og til dæmis Ray Cooper, sem spilaði með Elton John, og fór einmitt með honum til Sovétríkjanna. Og marga aðra. Niðurstaðan af þessum kynnum er sú að það sé ekkert gaman að vera ofboðslega successful. Ætli það sé ekki skemmtilegast að reyna við topp- inn. Það erekkertskemmtilegtáhonum. Það er að minnsta kosti sú mynd sem ég hef feng- ið af þessu". — Hverju ertu stoltastur af á ferlinum, ef þú lítur til baka? „Ef þú átt við plötur, þá er það líklega vísnaplöturnar. Þær tókust vel. En ég er auðvitað aldrei fullkomlega ánægður með sjálfan mig. Það er alltaf hægt að gera betur“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.