Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 22
Flottræfilsháttur eða Rað vakti litla athygli þegar í lítilli klausu á ' baksíðu Helgarpóstsins var sagt, að stjórn 1 kísilmálmverksmiðjunnar á Reyðarfirði væri orðin einn af bestu viðskiptavinum Ferðaskrifstofu ríkisins. f síðustu viku birtist önnur klausa um stjórn verksmiðjunnar og brá þá svo við, að iðnaðarráðuneytið setti sig í stellingar og krafði stjórnarmenn um skýr- ingar. Innihald klausunnar var á þá leið, að meiri hluti stjórnarinnar hafi að undanförnu tekist á hendur tvær ferðir um Evrópu til að kynna sér starfsemi verksmiðja af þessu tagi og skammtað sér heldur rífleg laun á meðan á ferðunum stóð. í að minnstakosti aðra ferð- ina fóru sex af sjö stjórnarmönnum og tveir starfsmenn. Sjöundi stjórnarmaðurinn - Halldór Árnason stjórnarformaður og fyrr- verandi iðnaðarráðgjafi á Austurlandi, fór hinsvegar hvergi. Astæðan var sögð sú, að Stjórn kísilmálmverksmiðjunnar á Reyðar- firði hefur úr fimm milljónum króna að spila til að undirbúa byggingu verksmiðju, sem margir telja fyrirfram dauðadæmda. honum hafi blöskrað flottræfilsháttur stjórnarinnar en þarna er um að ræða skatt- peninga almennings. Ríkissjóður er eini að- ilinn sem hefur lagt fé í fyrirtækið og hefur þegargreitt til þess5. millj. króna af þeim 25. millj. sem hlutaféð hefur verið ákveðið. Samkvæmt heimildum okkar greiddi stjórnin sér ekki aðeins venjulega dagpen- inga í ferðinni heldur líka hótelpeninga, risnupeninga og 60% af taxta verkfræðinga (230-250 krónur á tímann) ofan á venjuleg stjórnarlaun sem stjórnin hefur skammtað sér sjálf, þvert ofan í það sem venjulegt er. Og samkvæmt heimildum okkar varð heildarkostnaðurinn við þessi ferðalög 400 þúsund krónur. PállFlygenring ráðuneytisstjóri í Iðnaðar- ráðuneytinu hefur þegar fengið upplýsingar um þetta mál frá Agli Skúla Ingibergssyni framkvæmdastjóra ktsilmálmverksmiðj- unnar væntanlegu , málinu er ekki lokið þar með. „Mér finnst eðlilegt að fengnar verði frek- ari skýringar hjá stjórnarmönnum. Okkur ber skylda til að skipta okkur af stjórn slíkra fyrirtækja þótt þær séu kosnar af Alþingi. Þetta er í rauninni eins og hvert annað hluta- félag og þar sem ríkið er enn eini eigandi hlutafélagsins um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði er það iðnaðarráðherra sem fer með æðsta valdið“ sagði Páll FIygenring,en vildi ekki að öðru leyti tjá sig um málið þar eð iðnaðarráðherra ætti eftir að taka afstöðu til svars framkvæmdastjórans. Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra sagist hafa fengið gögn um þetta mál en ekki hafa haft tíma til að kynna sér þau. „Þetta verður athugað þeg- ar tími gefst", sagði ráðherra. „En mín fyrstu viðbrögð við þessu voru þau, að enda þótt stjórnin fari með fjárreiður félagsins getur hún ekki ákveðið sín eigin laun“, sagði Páll. Halldór Árnason stjórnarformaður vildi ekkert um þetta mál tala og hvorki staðfesta eitt né neitt og heldur ekki neita; þó staðfesti hann að hann hefði ekki farið í umræddar ferðir með stjórninni - en á hvaða forsendum það var vildi hann ekkert urn segja. Páll Flygenring staðfesti hinsvegar að nefnd klausa í Plelgarpóstinum hafi verið í aðal- atriðum rétt,' nema hvað stjórnarmenn fengu i „aðeins“ greidda 2/3 hluta af ferðapeningum. j Þó vildi hann ekki staðfesta að heildarkostn- i aður hafi numið 400 þúsund krónum, afí þeirri einföldu ástæðu að hann hafði ekki séð | endanlega kostnaðartölu. Ein afleiðing innrásar Sovétríkjanna í Afg- hanistan, í árslok 1979, var að þá slitnaði upp úr viðræðum um leiðir til að bæta sambúð Kína og Sovétríkjanna. Kínverska stjórnin lýsti yfir, að innrásin bæri vott um útþenslu- hug og yfirgangsstefnu af hálfu sovétstjórnar- innar, sem útilokaði árangur af viðleitni til að draga úr viðsjám í Mið- og Austur-Asíu. Nú eru könnunarviðræður stórveldanna tveggja haínar á ný. Undanfarnar vikur hefur Leóníd Iljiséff, aðstoðarutanríkisráðherra í sovétstjórninni, dvalið í Peking og átt þar fundi með kínverskum starfsbróður sínum, Kín Kísén, um sambúð ríkja þeirra. Gert er ráð fyrir að fundalotan standi fram í næsta mánuð. Undanfari þess að forustumenn Kínverja töldu sovétstjórnina viðræðuhæfa á ný, var ræða er Brésnéff forseti flutti í heimsókn til Kákasuslýðveldisins Asérbæsjan. Þar lagði hann sérstaka áhersiu á vilja sovétmanna til að koma samskiptum við Kína í eðlilegt horf, Deng Sjáping Leóníd Bresnéff Kinverjar fengu sovétmenn til að hlusta á klögumál um hernaðarógnun og skilgreindi hugsanlegan umræðugrundvöll á þann hátt, að komið var til móts við sumar mótbárur Kínverja við fyrri afstöðu sovét- stjórnarinnar. Bresnéff lagði einkum áherslu á, að það hlytu að vera sameiginlegir hagsmunir nág- rannaríkjanna beggja að taka upp á ný eðli- leg verslunarviðskipti, tæknisamvinnu og menningarsamskipti. Hann forðaðist að víkja einu orði að pólitísku og hernaðarlegu þáttunum í sambúð Kína og Sovétríkjanna. Eftir að til fjandskapar dró með stórveld- unum tveim undir kommúnistastjórn fyrir rúmum tveim áratugum, var það iengi vel meginmarkmið sovétstjórnarinnar, að beita pólitískum og hernaðarlegum þrýstingi til að knýja Kína til að láta í minni pokann og sætta sig við að lúta sovéskri forsjá. Efnt var til alþjóðafunda kommúnistaflokka, þar sem sovétmenn leituðust við að einangra Kín- verja og fá stuðning kommúnistaflokka í öðr- um löndum við fordæmingu sína á afstöðu kínverska flokksins. Jafnframt var dregið saman sovéskt herlið búið kjarnorkuvopnum við landamærin að Kína, og er talið að það hafi lengi vel talið milljón hermanna. Af og til hafa landamæraskærur átt sér stað milli sovéskra og kínverskra hermanna. Að þessum efnum vék Bresnéff ekki einu orði í ræðu sinni, en eftirgrennslanir frétta- manna hafa leitt til þeirrar niðurstöðu, að á því sviði sé að finna skýringuna á að Kína- stjórn féllst á að taka upp á ný viðræðurnar við Sovétríkin. Greinilegastar fregnir af áþreifingum sem voru undanfari yfirstandandi fundahalda í Peking hafa borist frá Búkarest. Rúmenar Föstudagur 22. október 1982 J-leh flelgai----- jJosturinn „Við teljum okkur ekki hafa neitt að fela. Við höfum verið að kynna okkur verk- smiðjur og ræða við ofnaframleiðendur, kanna sölumöguleika og lánafyrirgreiðslur í bönkum. Þetta er komið á það stig, að við gætum skrifað undir samninga hvenær sem er“, sagði Geir A. Gunnlaugsson prófessor. einn af stjórnarmönnum. „Hér er um að tefla mikla peninga, sem geta tapast ef verksmiðjan er gangsett á röng- um tíma. Venjulega er litið á stjórnir þessara opinberu fyrirtækja sem bitlinga og þær þurfi ekki að starfa nema í mesta lagi einu sinni í mánuði. Við höfum tekiðþettaeins og alvöru vinnu og ætlum að skila skýrslu sem við get- um staðið við”, sagði Geir ennfremur. sögðu ekki sama hvernig þeim peningum er varið. Það hlýtur að vera í verkahring fjölmiðla að afla upplýsinga sem þessara og birta þær almenningi í því skyni að veita þeim aðhald sem fá almannafé til umráða. Og í þetta sinn gerðist það gleðilega, að æðstu yfirboðarar i þeirra sem hér um ræðir brugðu við skjótt og gerðu ráðstafanir til að kanna málið ofan í kjölinn. Það er til fyrirmyndar. En starfsemi þessarar umræddu stjórnar er aðeins forleikurinn af fjárfrekri framkvæmd. Alþingi á eftir að ákveða endanlega hvort i verksmiðjan verður reist, og er þess að 1 vænta, að þeir háu herrar fari varlega í sak- irnar. Egill Skúli Ingibergsson framkvæmdastjóri er einnig á þeirri skoðun, að stjórnin hafi unnið vel, en hinsvegar sé aldrei hægt að vita fyrirfram hvernig verk vinnist, þegar nýir menn séu að verki. „Þetta hafa verið stífar tarnir og nefndin hefur unnið vel“, sagði Egill Skúli, sem ekur nú um á nýjum forstjórabíl af gerðinni Chevrolet Celebrity. Hann var keyptur fyrir gengisfellingu og kostaði þá 350 þúsund krónur. Nú er skýrt kveðið á um það í lögum um kísiimálmverksmiðjuna, að skýrsla sú sem stjórnin vinnur að skuli lögð fyrir Alþingi, sem síðan taki ákvörðun um það hvort verk- smiðjan skuli yfirleitt reist. Spurningin er því sú, hvort það sé ekki að bæta gráu ofan á svart að nota skattfé okkar í slíka lúxusbíla. „Ég er ekki maðurinn til að dæma um það. Ég var ráðinn upp á viss kjör og er meðal annars falið að taka á móti útlendingum. Vit- anlega hefði mátt velja ódýrari bfl. En það var ákveðið að kaupa traustan bfl þar sem hann er m.a. hafður til að fara á honum út úr bænum, auk þess sem þetta er alls ekki sá dýrasti bíll sem hægt var að fá” er svar Egils Skúla við þessu. IV/leð umfjöllun um þetta mál er síður en svo verið að ráðast að einstökum mönnum með ásökunum og hamagangi. En það er stað- reynd að stjórn kísilmálmverksmiðjunnar hefur undir höndum fimm milljónir króna af skattfé okkar og skattborgurum er að sjálf- ItVftfVO E~IV1P) VFIRSVISI piiin foMJrih'g W SÍ iCiBS k hsmér' Hér á þessum sama stað í Helgarpóstinum föstudaginn 3. september voru framtíðar- horfur í stóriðju sem þessari ræddar, og kom þar fram, að horfurnar eru allt annað en góð- ar. Því til viðbótar má benda á, að ekki eru allir á einu máli um hagkvæmni þess að reisa umrædda verksmiðju austur á Reyðarfirði. Þannig höfum við áreiðanlegar heimildir fyrir því að heimsmarkaðsverð á kísilmálmi sé nú 800 dollarar tonnið, en 1200 dollara þurfi til að reksturinn beri sig. Jón Sigurðsson forstjóri Málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga bendir líka á, að milljónir dollara megi spara með því að reisa hana þar, fyrst og fremst varðandi byggingu hafnar og aðveitustöðvar fyrir rafmagn. Einnig mætti spara stórfé með því að hafa aðdrætti á hrá- efni að hluta til sameiginlega. Hann bendir jafnframt á það, að ekki séu uppi áætlanir um að hafa samvinnu við út- lendinga við byggingu verksmiðjunnar á Reyðarfirði, en samvinna við Elkem Spiger- verket við byggingu verksmiðjunnar á Grundartanga hafi verið þeim mjög mikils virði. „Það er auðvitað hægt að kaupa alla þekk- ingu að frá ýmsum fyrirtækjum þar sem ekki er verið að fást við þessa hluti. En ég átta mig ekki á því hvernig á að leysa öll þessi smáat- riði sem koma upp. Það sem bjargaði okkur var að hafa frjálsan aðgang að mönnum sem eru að fást við það sama”, sagði Jón Sigurðs- son forstjóri Málmblendiverksmiðjunnar á Grundartanga. hafa lengi leitast við að gegna hlutverki milli- göngumanna milli kommúnistaflokkanna í Kína og Sovétríkjunum. Vestrænir frétta- menn í Búkarest hafa eftir embættismönnum þar, að úrslitum hafi ráðið um að Kínverjar samþykktu viðræður við sovétmenn sú til- slökun sovésku flokksforustunnar að fallast á að ræða mætti mál sem ekki aðeins snerta stórveldin tvö heldur einnig þriðja ríki. Þar með er opnuð leið fyrir Kínverja að koma formlega á framfæri við sovétstjórnina þeim atriðum sem þeim liggja þyngst á hjarta og snerta öryggi Kína. Kínastjórn telur bandalagi Sovétríkjanna og Víetnam vera beint gegn sér, og kveðst aldrei muni sætta sig við hernám Víetnams á Kampútseu. Sömu- leiðis er það krafa Kínastjórnar, að Sovétrík- in sýni friðarvilja sinn gagnvart Kína í verki með því að láta af hernaði í Afghanistan og kalla innrásarlið sitt brott frá landinu, leggja niður sovéskar herstöðvar í Mongólíu og fækka að öðru leyti í sovéska herliðinu við landamæri Kína. ■ ■ Oll eru þessi mál þannig vaxin, að óhugs- andi er að stórveldin tvö finni á þeim í bráð lausnir sem bæði telja viðunandi. En vilji so- vétstjórnarinnar til að hlusta á kröfur Kín- verja er að dómi stjórnarinnar í Peking vottur um, að von sé til að þoka megi samskiptum ríkjanna í skárra horf en ríkt hefur, og þar hugsar Kínastjórn vafalaust í árum eða jafn- vel áratugum. róun mála bæði í Kína og Sovétríkjunum stuðlar að því að ríkisstjórnirnar skuíi hafa orðið ásáttar um að taka upp á ný þráðinn í formlegum viðræðum í því skyni að bæta samskipti landanna. Deng Sjáping styrkti valdastöðu samherja sinna í flokki og ríkis- kerfi Kína á nýafstöðnu flokksþingi og hefur því frj álsari hendur en áður. Bresnéff leiðtogi Sovétríkjanna telur það stjórnartíma sínum helst til ágætis að slökunarstefna komst á í samskiptum við Vesturveldin. Nú hefur þar orðið afturkippur, og þá er eðlilegt að leggja aukna áherslu á að draga úr viðsjám gagnvart Kína. Við þetta bætist að ágengnin sem sovét- menn hafa haft í frammi í Asíu á undanförn- um árum veldur þeim vaxandi erfiðleikum. Hernaðar- og efnahagsaðstoðin við Víetnam er þung byrði fyrir bágborinn efnahag So- vétríkjanna, og þar á ofan gætir þess í Víet- nam að bandalagið sem núverandi forustu- menn landsins hafa gert við Sovétríkin gegn Kína þykir vafasöm stefna. I Afghanistan sjást þess engin merki að so- véska innrásarliðinu verði ágengt að bæla niður frelsisbaráttu landsmanna. Hernaður um 100.000 manna sovésks liðsafla gegn margskiptri skæruliðahreyfingu hefur staðið hátt á þriðja ár, og sífellt er barist á sömu slóðum við þýðingarmiklar samgönguleiðir. Afghanar sem ganga erinda sovétmanna geta hvergi verið óhultir, ekki einu sinni í höfuð- borginni. Því er ekki lengur talið óhugsandi, að sovétstjórnin sýni áhuga á að losa sig úr kviksyndinu í Afghanistan með því að kalla herlið sitt á brott, geti hún réttlætt undan- haldið með alþjóðlegu samkomulagi um að hlutleysi Afghanistans skuli virt og staða landsins utan hernaðarbandalaga fastmælum bundin. Viðleitni til aö færa sambúð Kína og Sovét- ríkjanna í bætt horf er í samræmi við það sem verið hefur að gerast í samskiptum helstu ríkja í sunnan- og austanverðri Asíu á síðustu misserum. Viðræður hafa átt sér stað milli utanríkisráðherra Indlands og Kína um bætta sambúð og samningalausn á landamæra- þrætu þeirra, er leiddi til vopnaviðskipta milli ríkjanna á sjöunda tug aldarinnar. Jafnframt hafa átt sér stað viðræður milli Indlands og Pakistan, sem miða að því að jafna deilur þeirra. Þær erjur urðu til þess að sitt ríkið leitaði tausts og halda hjá hvoru nágranna- stórveldi, Pakistan hjá Kína og Indland hjá Sovétríkjunum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.