Helgarpósturinn - 22.10.1982, Síða 21

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Síða 21
^piSsturinrL FöStudagur 22. oktöber 1982 21 IYAMAHAI ' n‘l?****,, ísl 1 aSJ^ntlin^ sérstaklega fyrir okkur, vegna landfræðilegrar einangrunar, að komast út á meðal þjóðanna, að vera í hringiðunni, og hafa alltaf alþjóðlega mælikvarðann til að miða okkur við“, sagði hann. Magnús sagði, að íslenskliststæð- ist fyllilega samanburð við það, sem gerðist annars staðar í heiminum. „Það hefur verið sagt við mig af fleiri en einum, sem ég tek mark á, að okkar deild sé með sterkari deildum á sýningunni. Ég held, að við stöndum okkur bara mjög vel“, bætti Magnús við. Ástir og ofbeldi Hvað er það þá, sem þremenn- ingarnir sýna? Kristinn G.Harð- arson: „Þetta eru 112 myndir af 200 mynda seríu. Þær eru unnar með pastellitum á gráan kartonpappír, og myndefnið er ástir og ofbeldi meðal annars“. Myndröð sína hefur Kristinn unnið upp úr ítalskri teiknimynda- bók, tekið bita úr mörgum mynd- um og tengt þá saman. „Þetta er hálf abstrakt, án þess að segja sögu”, bætti hann við. Ástæðuna fyrir því, að hann vann verk sitt upp úr teiknimynda- bók, sagði Kristinn vera þá, að hann hefði haft þessa bók undir höndum, og fundist hún falla að því, sem hann langaði til að gera, hins vegar væri ekkert sérstakt á bak við þetta. „Þetta er eitthvað, sem mér finnst fallegt, en ekki sálfræðilegar eða þjóðfélagslegar skírskotanir. Þetta er eitthvað, sem maður sér og hugsar ekkert meira um. Það .er kannski svipað því og að sitja úti á götu og teikna mannlífið. Mynd- irnar eru unnar mjög hratt og óyf- irvegað“, sagði Kristinn. í myndum sínum notar hann aðeins fimm liti: gult, gulgrænt, rautt, fjólublátt og blátt. Og var það m.a. gert til þess, að myndirn- ar yrðu ekki of skrautlegar, en það hafi verið meira tilviljanakennt hvaða litir hafi orðið fyrir valinu. Samhverfur og andstæður Magnús V. Guðlaugsson er með fjögur verk á sýningunni, auk hljóðverka, videóverka og væntan- lega bóka. Fyrsta verk Magnúsar V. er stóll, sem stendur úti á gólfi og frá stólnum eftir gólfinu og upp á vegg er teiknaður skuggi stólsins og manns, sem á honum situr, og með höndunum myndar maðurinn fugl. „Fuglinn er að fljúga burt frá manninum, en er samt fastur við hann. Þetta er kannski einhvers konar umfjöllun um löngun, á meinhæðinn hátt, og kannski elskulegan“, sagði Magnús V., þegar hann var spurður um hugs- unina á bak við verkið. Næsta verk hans er ljósmynda- röð af steinum, sem upphaflega var sett upp í Rauða húsinu á Akureyri vorið 1981. Steinunum er raðað beggja vegna átta metra langrar beinnar línu og reynt að hafa þá samhverfa. Þriðja verkið er einnig ljós- myndaröð. „Þetta eru fimm svart-hvítar ljósmyndir af hornum, sem teknar eru þannig, að línur hornanna mynda alltaf sömu afstöðu.” Fjórða verkið er gert með þrem laufblöðum, sem skorin eru þannig til, að þau mynda frumformin, hring, ferning og þríhyrning. „Eg er aðallega að spila saman ákveðnum andstæðum, ég geri það gjarnan. Annars vegar geómetríu og hins vegar lífrænu formi“. Videóverkin kallar Magnús V. Stereó 1 og 2, og eru þau byggð á samhverfu og upplausn hennar. Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson sýnir fjögur málverk. Breiddir Kristinn og Magnús V. eru sam- mála um, að það sé mjög lærdóms- ríkt að taka þátt í sýningu sem þessari. Þú færð tækifæri til að meta stöðu þína út á við. Viðmiðunin stækkar, og þú sérð hluti, sem lista- menn frá hinum og þessum löndum eru að fást við. Þetta færir ísland inn í hringiðuna, því þetta er sýn- ing, sem talað er um“,sagði Krist- inn. Sá háttur hefur verið hafður á undanfarið að fela einum manni að velja fulltrúa íslands á Parísarbí- ennalinn. Að þessu sinni var það Magnús Pálsson, sem tók það að sér, að beiðni íslenska sendiráðsins í París, sem hefur haft alla milli- göngu um þátttöku íslendinganna. „Það er ekki hægt að leggja ann- að til grundvallar en að sýna sem sterkasta mynd af nýrri íslenskri myndlist, og einhvern veginn að ná yfir þá breidd, sem er í henni. Þetta er ekki til að koma á framfæri ein- stökum listamönnum“, sagði Magnús, þegar hann var spurður um hvað hann hefði lagt til grund- vallar vali sínu á fulltrúum íslands. Ríkið og peningarnir Það gefur auga leið, að það hlýtur að vera mjög kostnaðarsamt að taka þátt í sýningum á erlendri grund. Því vaknar sú spurning hvernig íslenska ríkið styðji fjár- hagslega við bakið á fulltrúum sín- um. Magnús Pálsson svarar því: „Ríkið styður þetta dyggilega af sínum litlu fjárráðum. Listamenn- irnir þrír fá saman tuttugu þúsund krónur, en hinir fá ekkert, og ég fæ greitt uppihald og ferðakostnað frá Amsterdam". En þess skal getið, að Magnús er um þessar mundir búsettur í Hollandi, þar sem hann kennir við myndlistarskóla. Til samanburðar má til gamans geta þess, að sænska ríkið veitir eitt hundrað þúsund sænskar krónur í hann bætti því við, að listamenn- irnir hefðu gefið út og dreift á sýn- ingunni kynningarbæklingi um ís- lenska list, og hefði framlag ríkisins borgað kostnaðinn við bæklinginn, en þá hefði lítið verið eftir upp í ferðakostnað og annan kostnað, sem af þátttökunni leiddi. Síðan fóru allir og fengu sér co- uscous. þátttöku sænskra listamanna á Bí- ennalinum. Listamennirnir eru þrír, og fá þeir saman níuþúsund sænskar krónur fyrir að hengja myndir sínar upp, og síðan fær hver þeirra þrjú þúsund sænskar krónur í ferðakostnað. Norsku listamennirnir eru fjórir og fá þeir saman um átján þúsund íslenskar krónur fyrir að hengja myndir sínar upp, og hver þeirra fær um fjögur þúsund ísl. krónur í ferðakostnað, auk þess, sem norska ríkið borgar flutningskostn- að á verkunum og tryggir þau. En nægir fjárframlag íslenska ríkisins til þess að standa straum af kostnaði við þátttökuna? „Nei, það er langur vegur þar frá“, sagði Magnús Pálsson, og VÉUVDEILD SAMBANDSIHS Ármúla 3 Reykjavík Sími38900 Jack Lang, menningar- málaráðherra Frakk- lands, skoðar sýninguna milli tveggja fyrirmanna. EIGUM FYRIRUGGJANDI: YAMAHA EC 540, 55 HA. YAMAHA ET 340,32 HA. KRAFTUR - ENDING - ÖRYGGI

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.