Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 15
^g'Ssturinn. Föstudagur 22. október 1982
Vilmundur
Ef mál eiga að halda áfram
eru það þá ekki fjölmiðlar
sem fara af stað með upp-
lýsta umræðu? Mér finnst
stundum vanta afar mikið
uppá það.
Eg nefni atburði í ágúst-
mánuði sem hafa verið í
þinginu núna. Hvar eru
fjölmiðlarnir? Af hverju
hafið þið ekki upplýst inn-
grip inní málið? Af hverju
lítur þetta út á síðum fjöl-
miðlanna eins og þetta sé
einkamál mitt á alþingi?
Upphlaup“.
— Annað sem menn
mundu eflaust kalla upp-
hlaup. Það er Alþýðublaðs-
málið í fyrra. Hverskonar
tilflnningar gera vart við sig
þegar þú nú ári seinna lýtur
til baka og metur það?
„Það er ákaflega sárs-
aukafullt. Akaflega sárs-
aukafullt. En að öðru leyti
vil ég ekkert vera að tala um
þetta, og mínar pólitísku
væntingar standa svona
fremur til framtíðar en for-
tíðar.
Hitt vil ég segja að fátt hef-
ur mér þótt jafn vænt um af
því sem ég hef fengist við,
eins og vikublaðið Nýtt
Land. Það er einhver erfið-
asta ákvörðun sem ég hef átt
aðild að, þegar við ákváðum
að leggja blaðið niður. Við
treystum okkur ekki til að
halda áfram. Við gerðum
auðvitað mistök á Nýju
Landi, — mistök í blaða-
mennsku. Við höfðum of
mikinn áhuga á okkar eigin
nafla. Það voru stóru mis-
tökin. En blaðið gekk nokk-
uð vel. Og það var kannski
hugleysi að halda ekki
áfram. Það getur verið. En
þeir tveir mánuðir sem við
unnum við þetta voru dýr-
Iegir,“
— Komuð þið útúr þessu
með skuldir á bakinu?
,Já, nokkrar skuldir. En
það er raunvaxtastefna.
Guði sé Iof“.
Loðin svör ...
— Breyttist staða þín í
flokknum ekki talsvert við
þetta mál?
„Nei. Það er misskiln-
ingur“.
— Öll þessi gríðarlegu
stóru orð sem féllu á báða
bóga. Ég minni á þau.
Gleymast þau bara sí svona?
, Já. Ég er tilbúin til að ýfa
það ekki meira, og vænti
þess fastlega að aðrir séu til-
búnir að gera það Iíka“.
— Mórallinn í þing-
flokknum? Hann er góður?
„Ég veit það ekki. Ég
þekki engan annan þing-
flokk“.
— Einhver hefði nú ein-
hverntíma kallað svona svör
„loðin svör þrautþjálfaðs
stjórnmálamanns", eða
eitthvað álíka.
„Það er að komaflokks-
þing“.
— Já. Flokksþingið. Þú
sækist eftir embætti varafor-
manns. Hefurðu áhuga á
formanns embættinu þegar
fram líða stundir?
„Nei. Það var einu sinni
sagt um annan mann að það
væri ein af þversögnum lýð
ræðisins að sá sem væri
best til þess fallinn að vera
varaformaður væri verst til
þess fallinn að vera formað-
ur. Það getur verið mikið til
í þessu.
— Og þú ért fremur vara-
formannstýpa en leiðtoga-
týpa?
,Já“.
— Þetta vekur spurning-
ar um pólitískan metnað, al-
mennt.
„Ég held að hann sé í hófí.
Það verður að vera sam-
hengi milli metnaðar og þess
sem menn nenna að leggja á
sig. Ef það samhengi er í
lagi, þá er mctnaður það
eðlilegasta í heimi“.
— Eru stjórnmálin þinn
rétti vettvangur í lífínu?
„Tja, ég veit það ekki".
— Ertu ekki hreinlega ó-
alandi í pólitískum flokki
eins og þeir eru hér á ís-
landi?
„Nei“.
— Ertu ekki einum of
mikill sólóspilari?
„Lýðræðið kallar stund-
um á sólóspil. Ef menn ætla
að forsera hluti, þá mega
menn gæta sín á því að vera
ekki að berja niður sjálft
inntak lýðræðisins. En síðan
verða menn að sýna mál-
efnalega mannasiði. Og ég.
kannast ckki við annað en ég
hafi gert það. Ég hef áður
lýst því að stjórnin 1978 til
1979 var vonbrigðastjórn.
Ég greiddi þó í hvert einasta
skipti atkvæði með henni
hér á alþingi. Ég hef all oft
greitt atkvæði öðruvísi en
flokkurinn. Ég er til dæmis á
móti styrk til blaðanna og
greiði atkvæði á móti því af
prinsippástæðum á hverjum
fjárlögum. Fleira má tína til.
Én frá því hefur ævinlega
verið skýrt í þingflokknum
fyrirfram. Það eru samvisk-
uákvæði í stjórnarskránni.
Það þarf að vega og meta í
einstökum málum hvort veg-
ur þyngra flokkurinn eða
samviska þín, ef hún segir
þér að mál sé gott sem flokk-
urinn vill fella.”
— Á hvaða leið er AI-
þýðuflokkurinn?
„Á niðurleið í skoðana-
könnunum. Á uppleið eftir
flokksþingið, vonandi".
— Á hverju byggirðu
það?
„Ef bandalagið milli hinn-
ar klassísku jafnaðarstefnu
og hinna nýróttæku sjón-
armiða næst, þá horfir til
betri vegar. Ég bið menn að
líta í kringum sig. Aðallega
til Suður-Evrópu — þar
sem krafturinn er í þessum
sjónarmiðum — í Frakk-
landi, Spáni, Ítalíu. Hvað er
það sem við eigum við með
þessum nýróttæku sjónar-
miðum? Sumpart að hleypa
markaðsöflunum á i þessu
pólska hagkerfi okkar — í
sjávarútvegi, landbúnaði.
Sumpart að byggja upp nýtt,
frjálst, anarkískt að hluta,
félagskerfi. Þar sem menn
ráði sjálfir, í litlum eining-
um. Að menn verði frjálsir
að því sem þeir gera. Jafnað-
arstefnan á sér víðar rætur
en í þýsku miðstýringunni.
Og sumpart ekki óvirðulegri
rætur“.
— Ertu ánægður með for-
ystu flokksins og hvernig
hún hcfur haldið á þessum
málum?
, Ja, mín tillaga er að þar
verði gerðar ákveðnar
breytingar — bandalag ný-
róttækni og klassískrar jafn-
aðarstefnu. Og ég hef áhy-
_______________________J5
ggjur af skoðanakönnun-
inni, sem staðfestir það sem
við höfum vitað“.
— Ert þú ekki að vinna að
stofnun nýs jafnaðarmanna-
félags hér i Reykjavik?
„Ég veit að menn hafa ver-
ið að ræða slíkt. Lögunum
var breytt á síðasta flokks-
þingi. Gamla kerfið var
byggt á þýsku miðstýring-
unni frá árum fyrri
heimsstyrjaldarinnar sem
kvað á um að aðeins eitt
jafnaðarmannafélag gæti
verið í hverju sveitarfélagi.
Þessu var semsagt breytt. Nú
geta menn stofnað félag
marxískra jafnaðarmanna,
eða féiag jafnaðarmanna
með áherslu á gömul hús og
Grjótaþorpið. Ég veit að
slíkir hópar eru að hugsa
sinn gang. Ég er á því að
þetta hafi verið rétt ákvörð-
un á sínum tíma. Ég vildi sjá
flokk sem er svolítið
fljótandi — með mögu-
leikum. Þar sem menn geta
ruðst inn og farið út aftur.
Þar sem menn hafa mögu-
leika, réttindi og umfram
allt mannréttindi og mann-
virðingu. Eitt getur verið
áhugamál 1982, sem enginn
hefur áhuga á 1984“.
— Hefur Vilmundur
Gylfason breyst á sl. fjórum
árum?
„Nei. Ekki nema að ég er
reyndari en þá“.
Nú er hún komin ...
Vélin, sem tengist
köldu vatni eingöngu
eða heitu og köldu
— sama vélin —
en þú velur með
spamaðartakka
ódýrasta þvottamátann,
við þínar heimilisaðstæður
Hitun
Þvottur
Þurr—
vinding
• Þeytivinding með 850 sn. á mín.
• Tekur 5 kg af þurrþvotti.
• Hefur 10 grunnþvottakerfi.
• Sjálfstilltur forþvottur og aðalþvottur.
• Auk þess sjálfstætt hitaval fyrir 30,40,
60 og 95 gráðu heitan þvott (suða).
Staðgreiðsluverð:
kr.11.950-
A RAFBUÐ
mSAMBANDSINS
Ármúla 3 ■ Simi 38900
Þú finnur vandaðan og ósvikinn
hamborgarastað á horni Bergþórugötu
ogVitastígs. Þar seljum við fyrsta já
flokks hamborgara, sannkallaða
„betri borgara”, ljúffengan ís og /Z
fleira góðgæti.
Bílastæði allt í kring.
Opið öll kvöld til kl. 20.00. Wilp
1 1 J • J 1x1 qil
r r ^ ' * W :• i ; rf