Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 23
23 Míchelin gefa besta gjip ■ snjó og hálku 'jjfísturinn- Föstudagur 22. október 1982 Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæð- /'J isflokksins í Reykjavík hefur J nú ákveðið hvernig staðið verður að væntanlegu prófkjöri flokksins fyrir alþingiskosningarn- ar og hvenær, þ.e. 27. nóvember. Niðurstaða talsverðra deilna í stjórninni varð sú, að prófkjörið verður „hálfopið“. Pað þýðir, að stuðningsmenn flokksins, sem vilja taka þátt í prófkjörinu, þurfa að mæta til skráningar tveimur sólar- hringum fyrir prófkjörið. Peir, sem eru á prófkjörsskránni, fá síðan að taka þátt í prófkjörinu, aðrir ekki. Pessi niðurstaða er málamiðlun. Tvívegis voru greidd atkvæði um tillögur um tilhögunina. Skiptust menn í tvo hópa í stjórninni. I öðr- um, undir forystu Þóris Lárus- sonar, formanns Varðar, og Boga Ingimarssonar, lögfræðings, vildu menn hafa galopið prófkjör eins og áður hefur tíðkast. í hinum hópn- um, sem Jónas Elíasson prófessor og Finnbjörn Hjartarson prentari veittu forystu, vildu menn hafa prófkjörið opið flokksbundnum Sjálfstæðismönnum eingöngu. Niðurstaðan varð sú í síðari at- kvæðagreiðslunni, að 15 voru fylgj- andi hálfopnu profkjöri en þrír á móti.... Fyrrnefndur Jónas er einn J þeirra sem hyggja á þátttöku í S prófkjörinu. Æ betur skýrast nú línur í þeim efnum. Annar kandídat er nafni hans Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur. Þrjár konur eru nú ákveðnar í að gefa kost á sér, samkvæmt góðum heimildum: Elín Pálmadóttir, blaðamaður, Ragnhildur Helga- dóttir, fyrrum alþingismaður og Björg Einarsdóttir, sem lengi hefur starfað innan kvennahreyfingar flokksins og að jafnréttismálum. Sú fjórða, Bessí Jóhannsdóttir er enn tvístígandi. Sama er að segja um Ellert B. Schram, ritstjóra DV og Geir H. Haarde, formann Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Vaxandi líkur eru taldar á því að Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins ætli í slaginn en eigi enn eftir að gera upp við sig hvort það verði í Reykjavík eða á Suðurlandi. Á Su- ðurlandi bendir svo margt til þess að Árni Johnsen, blaðamaður ætli á ný í slag við Guðmund Karlsson, alþingismann um Vestmannaeyja- deildina.... Knattspyrnusambands fslands. Ársþing sambandsins verður hald- ið um mánaðamótin nóvember- desember og er sagt í íþrótta- heiminum að verulega sé farið að hitna undir Ellert í formannssætinu og hann geti síður en svo verið viss um endurkjör. Staða sambandsins er sögð hrikaleg. Það er stórskuld- ugt eftir sumarið enda aðsókn að knattspyrnuleikjum mun minni en áður og almenn skoðun unnenda þessarar íþróttagreinar að gæði ís- lenskrar knattspyrnu fari hrað- minnkandi. Skuldir sambandsins eftir sumarið eru sagðar nærri ein milljón króna. Staða annarra stjórnarmanna eins og Helga Daní- elssonar og Friðjóns Friðjónssonar er einnig sögð óljós fyrir þetta þing^ en aftur á móti hefur heyrst að Arni Þorgrímsson úr Keflavík hafi hug á að hætta. Núna um helg- ina verður haldin sérstök ráðstefna um stöðu íslenskrar knattspyrnu og ljóst að til tíðinda mun draga á þessum vettvangi á næstu vikum.... ** Það glitraði á margar orðurn- f i ar og heiðursmerkin í veislunni, sem Vigdís forseti hélt Mauno Koivisto Finnlandsfor- seta og Tellervo konu hans á Hótel Sögu í fyrrakvöld. Þar var enda samankomið helsta fyrirfólk lands- ins. En líklega var það Frans- maður, sem átti alla athygli gesta - a.m.k. um tíma. Það var yfirkokk- urinn Francois Fons, sem eldaði dýrindis veislumat, meðal annars steiktan lambahrygg með íslensk- um kryddjurtum. Gestir veltu nokkuð fyrir sér hvaða kryddjurtir hefði verið um að ræða. Svarið er: krækiberjalyng með hvítlauk. Það þurfti sem sé franskan kokk til að sýna íslendingum fram á að hægt væri að borða fleira en sjálf kræki- berin.... Lausn LAUSNIR. HOWARD. Helsta vörn svarts er l.-h5 til þess að losa um svarta kónginn. Hvítur þarfað flnna ráð við þeirri 'vörn og það er ekki erfitt: 1. Hfófhótar Hfóxgó - g8 mát) h5 2. Hxh5+-gxh5 3. Hh6 Eða 1. - RO (h3) 2. Hxg6 og mát í næsta leik. THOMPA - HERROU: 1. Rf6+!-gxf62. Hxe8+ ogsvart- ur gafst upp. 2. - Dxe8 3. Bxf6-h6 4. Dxh6 og vinnur. 2. - Bxe8 3. Dh6 (hótar Bxf6) Dd7 4. Dxf6 - Kf8. 5. hel og vinnur. 3 ii Hvað EHert Schram varðar gæti spilað inn í hugsanlega prófkjörsbaráttu hans að mik- átök eru í uppsiglingu innan „MS89 Michclin radial snjódekk endast lcngur Fást á næsla hjólbarðaverkstæði , UMBOÐ: ISDEKK HF. Smiðjuveg 32 - 200 Kópavogur SÍMi: 91-78680 OPIÐ13-17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.