Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 24
Föstudagur 22. október 1982 ~^p^sturínn ann og er talið líklegt að þeir velji sér Svein Grétar Jónsson, sem er á uppleið í ungliði flokksins.... Fastagestir í Óðali, veitinga- n staðnum við Austurvöll, 0 Ríkissaksóknari hefur ákveð- í J ið að biðja um framhaldsrann- S sókn á kærumáli, sem ræki- lega var fjallað um í Helgarpóstin- um í mars s.l. Það var Jóhann Sal- berg Guðmundsson, fyrrv. sýslu- maður og bæjarfógeti á Sauðár- króki, sem óskaði opinberrar rann- sóknar á tilurð fréttar í útvarpinu um fíkniefna misferli pilts, sem sýslumaður hafði ráðið í lögregl- una og jafnframt vildi sýslumaður fá upplýst um tilurð lögreglu- skýrslu um ætlaða byssueign sýslu- mannsfjölskyldunnar. Embætti ríkissaksöknara treystir sér ekki til að taka ákvörðun um framhald málsins á grundvelli þeirra gagna sem fyrir liggja og því hefur Guð- mundur Kristjánsson, rannsóknar- dómari í Kefiavík, fengið málið aftur í hendur. Einkum mun ríkis- saksóknari telja, að höfundur frétt- arinnar í útvarpinu, Helgi Péturs- son, þurfi að gefa skýrslu. Það gæti dregist eitthvað, því Helgi er í Bandaríkjunum en mun væntan- legur heim í jólaleyfi.... Undarleg uppákoma varð á f y aðalfundi Varðbergs, sam- taka áhugamanna um vest- ræna samvinnu í fyrradag. Þar hafa að undanförnu verið við stjórnvö- linn menn hliðhollir forystu- mönnum ungra sjálfstæðismanna, eins og Geir Haarde, formanni SUS og Arna Sigfússyni, formanni Heimdallar, og hefur formaður verið Baldur Guðlaugsson, lögfræ- ðingur. Þetta eru öfl sem tilheyra „Geirsarminum" margumrædda innan flokksins. Nú ber svo við að á aðalfundinum, sem yfirleitt er fá- menn og tíðindalítil samkoma, vindur sér í salinn fönguleg sveit fólks úr svonefndum „Gunnars/ Alberts-armi“, Jón Ormur Hall- dórsson, Helena Albertsdóttir, Jón Magnússon, Pétur Rafnsson, Þorv- aldur Mawby, Ásgeir Hannes Eiríksson og Guömundur Bor- gþórsson. Varð Geirsliðinu á fund- inum þegar Ijóst að nú álti að taka Varðberg yfir, þ.e.a.s. þann hluta stjórnarinnar sem fellur í hlut sjálf- stæðismanna. Hófst nokkurt þóf og tafir og fjölgaði Geirsliði á með- an. Lét fundarstjórinn, Alfreð Þor- steinsson, nafnalista ganga á fund- inum og kom á daginn að þorri „innrásarliðsins" var annaðhvort ekki í félaginu eða hafði verið þar einhvern tíma í fyrndinni og hafði ekki látið sjá sig þar árum saman. Niðurstaðan varð sú að tugi manna var vísað af fundinum og aðalfundi síðan frestað um nokkrar vikur og „innrásarliðinu" gefinn kostur á að ganga formlega í félagið. Ljóst þykir þó að þar með hafi „bylting- artilraunin" farið út um þúfur því „setuliðið" verði nú við öllu búið og smali duglega þegar að fundin- um kemur að nýju. Þessi átök ung- ra sjálfstæðismanna eru nú farin að taka á' sig hinar spaugilegustu myndir, eins ogsjá má af þessu, því aðeins er verið að takast á um nokkur stjórnarsæti. Lög Varð- bergs gera ráð fyrir að „lýðræðis- flokkarnir" þrír, Sjálfstæðisflokk- ur, Framsókn og Alþýðuflokkur, skipti stjórnarsætunum níu á milli sín. Er ljóst að deilan stendur um hverjir eigi að skipa þessi sæti en í þeim sitja nú dyggir Geirsmenn, þeir Baldur Guðlaugsson lögfræ- ðingur, sem er formaður Varð- bergs, Geir Haarde, formaður SUS, og Óskar Magnússon, frétta- stjóri á DV. Annars eru það Fram- sóknarmenn, sem eiga næsta form- þurfa fljótlega að sjá á bak hluta staðarins. Það er Hlaðan svo- kallaða, salarkynni á annarri hæð, sem Jón Hjaltason og Hafsteinn Gilsson, aðaleigendur Óðals, eru um það bil að missa. Það eru Sam- vinnuferðir, sem eiga þann hluta húsnæðisins og hyggjast taka uadifa starfsemi sína um áramótin. Óðals- bændur hafa til þessa notað hlö- ðuna að talsverðu leyti undir einkasamkvæmi en að auki hefur verið opið þangað inn á reglulegum afgreiðslutíma veitingahússins. Engar ráðagerðir munu vera uppi af hálfu Jóns og annarra eigenda fyrrum húsnæðis Fram- sóknarflokksins við Hringbraut að nota það undir veitingarekstur eins og haldið hefur verið fram.... 1 Enn eru menn að hugleiða f' J hvaða Framsóknarmaður taki S við stöðu Bjarna Guðbjörns- sonar sem aðalbankastjóri Útvegs- bankans í Reykjavík, en Bjarni mun senn láta af störfum fyrir aldurs sakir. Sagt er að líkurnar á því að Kristján Benediktsson borg- arfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík fái stöðuna, fari vax- andi. Bæði mun Kristján vera orð- inn þreyttur á borgarmálapólitík- inni og eins munu Framsóknar- menn í Reykjavík telja það sterkt að „endurnýjunin" fari fram á þennan hátt, frekar en fyrir kosn- ingar.... Geir Gunnarsson þingmaður f' \ Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi mun nú endanlega ákveðinn í því að gefa kost á sér í næstu Alþingiskosning- um, en á tímabili mun hann hafa verið staðráðinn í að hætta þing- mennsku. Geir hefur notið tölu- verðs persónufylgis í Reykjanes- kjördæmi og þótt standa sig bæri- lega sem þingmaður kjördæmisins. Ekki munu þó allir vera jafn- ánægðir með þá ákvörðun Geirs að halda áfram. Ákveðinn hópur Al- þýðubandalagsmanna í kjördæm- inu var farinn að vinna að því að fá Ólaf Ragnar Grímsson í efsta sæt- ið, en staða hans er mjög ótrygg í Reykjavík. Þykir líklegt að Al- þýðubandalagið fái ekki nema tvo kjördæmakjörna menn í Reykja- vík í næstu alþingiskosningum og þáyrði þriðji maðurinn væntanlega uppbótarþingmaður. Hætt er við að Alþýðbandalagið telji það ekki vænlegan kost að setja Guðrúnu Helgadóttur eða Guðmund J. í fjórða sætið, og yrði það því vænt- anlega hlutskipti Ólafs Ragnars að skipa það. Fyrsta sætið í Reykjan- eskjördæmi hefði verið snöggtum öruggara, en nú virðist Ölafur einnig ætla að verða af því.... r»l Nokkur blaðanna hafa fyrir f' I undanfarin jól verið með kannanir á sínum vegum á vinsældum eða sölu þeirra bóka sem út koma. Þessir metsölulistar, sem Helgarpósturinn reyndar reið á vaðið með 1979, hafa hins vegar farið fyrir brjóstið á ýmsum bóka- útgefendum og ekki allir verið sátt- ir með hvernig að þcim og vinnslu þeirra hefur verið staðið. Nú mun, að frumkvæði Örlygs Hálfdánar- sonar hjá Erni og Örivgi, hafa ver- ið samþykkt hjá samtökum bóka- útgefenda að skrifstofa þeirra ann- aðist sjálf gerð þessara vinsælda- kannana og verða mctsölulistarnir þá unnir af starfsmanni hennar, Birni Ólafi Gíslasyni. Síðan yrði svo blöðunum sendur þessi listi til birtingar reglulega... Nýju vasamyndavélarnar frá Canon rttmm/auto comPaci Snaftfiy ekki sambærilegar við venjulegar vasamyndavélar AFSMELLARI LJÓSMÆLISSTILLIR SJONGLUGGI AUTO-FOCUSGLUGGI INNBYGGT FLASH LJÓSMÆLIR GLUGGI 4RA GLERJA 35 MM CANON-LINSA AUTO-FOCUS GLUGGI Athugið eftirfarandi eiginleika Snappy-vasam ynda vélarinnar: vasamyndavélarnar nota 35 mm filmu sem skilar ávallt skarp- ari og skýrari Ijósmyndum, heldur en venjuleg vasamyndafilma. vasamyndavélarnar eru meö sjálfvirka filmuþræöingu. vasamyndavélar eru meö sjálfvirka filmufærslu áfram og aftur- ábak. vasamyndavélar eru með innbyggt sjálfvirkt flash. vasamyndavélar eru einfaldar og handhægar en nákvæmar. vasamyndavélarnar sjá um allar stillingar fyrir þig svo aö þú náir rétta augnablikinu áöur en þaö er orðiö um seinan. Lítið inn hjá okkur og skoðið Snappy-vélarnar, þá sannfærist þið um að Snappy er vélin fyrir ykkur. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI. tyll Sérverzlun með ljósmyndavorur. Austurstræti 7. Símar: 10966, 26499 Póstsendum ÚTSÖLUSTAÐIR: Filmuhúsið, Akureyri, Fókus, Reykjavík, Ljósmyndaþjónusta Mats, Reykjavík, Týli, Reykjavík, Verslun Einars Guöfinnssonar, Bolungarvík, Verslunin Eyjabær, Vestmannaeyjum. Flugmálastjórn mun eiga í f' \ miklum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir. Skortir um 30 milljónir króna til þess að endar náist saman á þessu ári vegna rek- strargjalda. Er sagt að í raun standi Agnar Kofoed-Hansen, flugmála- stjóri og hans fólk frammi fyrir því að þurfa að loka einum til tveimur stórum flugvöllum úti á landi eða 20-30 litlum ef þessum vanda verð- ur ekki mætt af hálfu hins opin- bera. Þessir erfiðleikar eru sagðir til marks um það hve lítið sé í reynd að marka fjárlög._ 1 Norskir blaðamenn, sem hér f' J voru á dögunum, voru á ferli ^ um niiðborg Reykjavíkur um miðnæturskeið eitt laugardágs- kvöldið. Ætluðu þeir sér að kynn- ast næturlífi unga fólksins í Reykja- vík og höfðu m.a. litið við á nokk- rum skemmtistöðum og félagsmi- ðstöðvum. Þegar þeir kontu að horni Lækjargötu og Austurstrætis sáu þeir hvar stóð prúðbúinn mað- ur með stóran vindil og ræddi sá við unglinga. Þar var kominn borgar- stjórinn í Reykjavík, Davíð Odds- son, sem var að spjalla við unga þegna sína um daginn og veginn, Hallærisplanið og fleira. Norsku blaðamennirnir trúðu vart sínum eigin augum og töldu augljóst, að hér væri um skipulagða uppákomu að ræða. Svo var þó ekki, því Da- víð var á heimleið eftir boð með borgarstarfsmönnum og átti ekki von á neinum blaðamönnum, að því er sagan segir. Mynduðu Norð- mennirnir hann í bak og fyrir, ræddu við hann um reykvíska æsku og spjölluðu sömuleiðis við nokkra reykvíska unglinga. Afraksturinn ntá væntanlega lesa um í Aften- posten um þessa helgi eða næstu.... Útibússtjóraskipti urðu ný- f'l legaviðÚtvegsbankanná AÍc- ureyri. Nokkur pólitísk tog- streita kom upp við veitingu stöð- unnar, en leikar fóru svo að hana hreppti Ásgrímur Hilmisson sem áður var útibússtjóri útibúsins í Glæsibæ. Aðalkeppinautur Ás- gríms unt embættið var Jóhann Sig- urðsson er starfaði sem skrifstofu- stjóri í Akureyrarútibúinu. Þegar ljóst var að hann fengi ekki stöð- una mun hann hafa sagt upp starfi sínu hjá bankanum.... "1 Sjálfstæðismenn í Austfjarða- f~J kjör'dæmi urðu himinlifandi S eftir síðustu Alþingiskosning- ar er þeir fengu sinn uppbótarþing- mann úr kjördæminu inn á þing. Var sá Egill Jónsson. Nú munu hins vegar vera komnar nokkrar blikur á loft austur þar. Sverrir Her- mannsson sem vann yfirburðasigur í síðasta prófkjöri flokksins í kjör- dæminu er nú ekki lengur eins viss unt sig og hann var, enda er það mál sjálfstæðismanna í kjördæm- inu að Egill hafi staðið vel fyrir sínú og verið mun meira í tengslum við kjósendur sína en Sverrir. Kann svo að fara, verði efnt til prófkjörs á Austfjörðum, að þeir hafi sæta- skipti Sverrir og Egill, en þann kost mun Sverrir ekki tilbúinn að sætta sig við....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.