Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 2
2 Býsna merkilcg og óvenjuleg hljómplata kemur á markað eftir helgina. Hún heitir „Rimlarokk“ og verður með tólf lögum og textum eftir núverandi og fyrrverandi fanga á Litla-Hrauni. Þeir annast einnig allan undirleik en upptökur fóru fram undir lögregluvernd í hljóðverinu Nema að Glóru í Hraungerðishreppi. Forsprakki fangahljómsveitar- innar er Halldór Fannar Ellertsson, sem er lipur hljóðfæraleikari og var í eina tíð kunnur hljómlistarmað- ur, lék m.a. með hljómsveitinni Roof Tops, sem var vinsæl fyrir all- mörgum árum. Annar liðsmaður sveitarinnar er Sævar M. Cieciel- ski, sem ekki hefur áður vakið at- hygli fyrir tónlist en er listrænn maður á margan hátt - hefur t.d. gert margar góðar teikningar, sem sjá má hjá gömlum félögum hans og vinum. Það er Ásgeir Hannes Eiríksson, verslunarmaður og framámaður í Vernd, sem verið hefur rimlarokk- urunum innanhandar við gerð plöt- unnar. Ásgeir hefur í nokkurn tíma verið drifkraftur í fangahjálpinni og unnið þar ágætt starf. Textar laga plötunnar fjalla margir um fangalíf og þá hringiðu, sem fjölmargir þeirra ungu manna hafa lifað og hrærst í árum saman. Halldór Fannar Ellertsson fjallar t.d. um þennan vítahring í laginu „Vítahringur“: Á milii hárra húsa, inni í miðri borg, byggt var stærðar bákn úr steypu og stáli. En innan þeirra veggja er múruð mannsins sorg, hann steiktur er þar yfir hægu báli. Brotið er hans sjálfstraust, æru- laus og bitur, glötuð er hans sómatilfínning. Því eftir á þá er alltaf gott að vera vitur, en þú ert kominn inn í vítahring. Vítahring sem erfitt er að rjúfa hjálparlaust, vinir allir flúnir eru á brott. Birtan dvín í sálu þinni, komið er nú haust. Þú getur ekki brosað - bara glott. Dregnir fram í dagsljósið þínir verstu gallar, drepið allt hið góða ísjálfum þér. Úr öllum áttum öskrað er. Já, samfélagið kallar: Þetta er það, sem glæpamönnum ber. Þetta er fordæmdur staður og fordæmdir menn, sem eru sviptir frelsi um mislöng skeið. Að byrja nýtt líf, allt of fáum hef- ur tekist enn, því fangelsi er glæpaskóli um leið. • En það er ekki bara biturleiki og og iðrun,serr. lesa má út úr textum fanganna. Þótt fjölmargir fjalli um fyllirí og sukk, sem í mörgum til- fellum er undirrót afbrotaferils fanga á íslandi (og raunar víðar), fjalla aðrir um ástvini og gamlar minningar. Dæmi um slíkt er lag og ljóð Sævars M. Ciecielskis, „Minning“: Ungur ég eignaðist konu. Hún var mér kær og blíð. En elskugeislar augna hennar urðu mér böl og stríð. Föstudagur 22. október 1982 Jjek flelgai----- pðsturinn. Maxim Gorki er okkur að góðu kunn- ugt. Nokkur hundruð íslendingar hafa þegar ferðast með skipinu um heimshöfin. Auk þess kemur skipið hingað fjórum sinnum ó hverju sumri með erlenda ferðamenn. Skipið er 25 þúsund tonn að stœrð. Allar vista- verur eru með hreinlœtisaðstöðu, og eru þeir klefar, sem ætlaðir eru okkar farþegum, allir með gluggum. ÍÖÁMetOKA Þetta er ferðatilboð án hliðstæðna KARNIVALIR/O Suður-Ameríka og Vestur-Afríka með Maxim Gorki Nú bjóðum við upp á sérstæða ferð með skemmtiferðaskipinu Maxim Gorki. Ferðatiihögun er þannig, að fiogið verður til Frankfurt þann 9. febrúar 1983 og samdægurs áfram til Recife í Brasiiíu, þar sem lúxusskipið Maxim Gorki bíður hópsins. Frá Recife verður svo sig/t tH Ríó og dvalist þar í 3 daga yfir Karnivalhátíðina Síðan er ferðinni heitið með Maxim Gorki til Santos, Salvador (í Brasilíu), Dakar, Las Palmas, Casablanca og Genova, þangað sem komið verður 5. mars. Til Frankfurt verður svo haldið sama daginn og flogið til baka til íslands 6. mars. Ferðalagið allt tekur 26 daga og kostar kr. 31.600,- fyrir manninn i tveggja manna klefa. Innifalið í verðinu eru allar ferðir ffyrir utan skoðunarferðir), ful/t fæði um borð í Maxim Gorki og ein gistinótt méð morgunmat á heimleiðinni. ' ■ - Fullyrða má, að þetta er eitt glæsilegasta ferðatilboð, sem ís/ending um hefur gefist kostur á. FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaöarhúsinu Hallveigarstigl.Símar 28388 og28580 Þegar húmið færist yfir, þá sakna ég þin. Ég yrki um þig kviðu því ástin er svo heit. Hún logar sem heitur logi, Ijós sem aldrei deyr. Þcgar húmið færist yfir, ég hugsa til þín. Er sólin ris á himni og skín í hjarta þitt og spegla sálu þræði. O, elsku yndið mitt. Þegar húmið færist yfír, ég hugsa til þín. Þegar húmið færist yfír, þá sakna ég þín. Ég yrki um þig kviðu því ástin er svo heit. Hún logar sem heitur logi, Ijós sem aldrei deyr. Þegar húmið færist yfir, ég hugsa til þín. Þegar rökkva tekur, svífur þú í huga minn, þá grætur sál mín, vina, og vökna augu mín. Þegar húmið færist yfir, þá sakna ég þín. Önnur lög á þessari plötu heita Hringrás, Draumurinn, Rimla- rokk, Lífið, Ferillinn, Maður, Poll- urinn, Róninn, Hvítflibbar og Endaslag. Halldór Fannar hefur samið tíu af tólf lögum en þeir Sæ- var og Rúnar Þór Pétursson hafa samið hvor sitt lag. Textarnir eru birtir með leyfi útgefanda. -ÓV, Það fólk sem er svo alþýðlegt / J að ferðast með strætisvögnum S Reykjavíkur eða á erindi af öðrum ástæðum í hið veglega bið- skýli að Hlemmi hefur vafalaust tekið eftir því síðustu daga að þar er nú sýnd á sjónvarpsskermi sér- stök auglýsing og auglýsingadag- skrá um sitthvað það sem á boð- stólum er í bænum og er að gerast í bæjarlífinu, og kynnir gamalkunn- ur útvarpsmaður Örn Petersen efn- ið. Það er fyrirtækið Skyggna, sem Kristján Pétur Guðnason, ljós- myndari veitir forstöðu, sem stend- ur fyrir þessari starfsemi. Mun ætl- unin að þarna verði vikulega skipt um prógram í vetur, þeinr fjölm- örgu sem þarna eiga leið um til fróðleiks og skemmtunar. Má nefna að meðal þess sem á sker- munum á Hlemmi verður eru allt frá upplýsingum t.d. nætur- og helgidagavaktir apóteka upp í vins- ælustu dægurlögin eða úrslit hand- boltaleikja. Svipað prógrant mun ætlunin að setja upp hjá innan- landsflugi Flugleiða á Reykjavík- urflugvelli og taki það mið af lands- byggðinni. Þá má geta þess að Skyggna hefur einnig vídeóvætt þá kynningarstarfsemi sem það hefur starfrækt fyrir erlenda ferðamenn á hótelum Reykjavíkur....

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.