Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 14
14
Helgai---------
Föstudagur 22. október 1982 /rinn
Krókur á móti bragði:
NORÐURLÖND SVARA
FYRIR SIG í BANDA-
RÍSKUM KAPALKERFUM
Það eru ekki bara íslenskir
kapalsjónvarpsáhorfendur sem eru
að drukkna í amerískum bíó-
myndum. Vídeóbyltingin flæðir
um kapalkerfin á öllum Norður-
löndum, svo mörgum finnst kann-
ski einum ofl mikið af svo góðu.
En nú á að láta krók koma á móti
bragði. Á næsta ári fá milljónir
Ameríkana að sjá sitt lítið af hverju
um okkur hér norðurfrá í sínum
eigin kapalkerfum.
Framleiðendur myndbandaefnis
í Noregi, Svíþjóð, Danmörku,
Finnlandi hafa tekið sig saman og
hafið framleiðslu á fjölbreyttu
upplýsingaefni um Norðurlöndin,
ætlað fyrir bandaríska sjónvarps-
áhorfendur. Þarna er um að ræða
dagskrár sem fjalla um allt frá iðn-
aði og atvinnulífi til skemmtanalífs
og ferðamennsku. Þetta verða
bæði viðtöl og samsettir frétta-
tengdir þættir.
Sendingartímar verða klukku-
stund á hverjum sunnudegi og
þættirnir síðan endurteknir á
laugardagseftirmiðdögum. Fyrsta
prógrammið verður sent annan
janúar, en síðan verða vikulegir
þættir allt árið 1983, jafnvel lengur.
Fyrirtækið var kynnt á fyrstu
„al-skandinavísku“ sjónvarpsráð-
stefnunni fyrr í þessum mánuði
þar sem verslunarráðherra Noregs,
forstjóri Infofilm Video A/S í Nor-
egi og bandaríski blaðafulltrúinn í
Noregi voru í sviðsljósinu. Á
ráðstefnunni var meðal annars
upplýst, að fjallað verði nokkuð
jafnt um Noreg, Svíþjóð, Finnland
og Danmörku, en líka hafi komið
til tals að Island verði með. Um
það hefur okkur þó ekki tekist að
afla nánari upplýsinga.
En dýrt verður þetta. Mínútan í
amerískum kapalkerfum kostar
um 30 þúsund krónur íslenskar, en
ætlunin er, að 12 mínútur af hverj-
um klukkutíma þætti verði varið til
auglýsinga. Tekjunum af þeim er
ætlað að standa undir kostnaði. Af
áhorfendum verður væntanlega
nóg. Sjö milljónir Bandaríkja-
manna í 46 fylkjum eru áskrifend-
ur að kapalkerfinu og reiknað er
með, að skandinavísku sending-
arnar nái til 13,5 milljóna heimila.
Og það verða engir aukvisar sem
eiga að kynna Norðurlöndin. Tveir
af þekktustu sjónvarpsmönnum
Norðurlanda, þeir Erik Bye og
Lasse Holmquis, stjórna þessum
ráttum.
Batnandi vegasamband í vor:
Reykjavík — umheimur
inn með ferju Farskips
Vegasamband íslands við um-
heiminn batnar verulega næsta
vor. Þá hefjast vikulegar áætlanir
með bflferju milli Reykjavíkur,
Englands og Vestur-Þýskalands.
Það er nýtt skipafélag, Farskip,
sem stendur fyrir þessum vega-
bótum en það er í eigu erki keppi-
nautanna, Eimskips og Hafskips
Ferjan er tekin á leigu í Póllandi, en
hún var smíðuð í Frakklandi og var
lengi í eigu Finna, I förum miili
Heisinki og Stokkhólms.
— Skipið er 7800 rúmlestir og
getur tekið allt að þúsund farþeg-
um og 150—170 bíla, eftir því hvað
þeir eru stórir. Enn er ekki hægt að
segja nákvæmlega hvað kostar að
ferðast með ferjunni, en égget full-
yrt, að hún verður samkeppnisfær
við aðra ferðamáta, segir Einar
Hermannsson, framkvæmdastjóri
þessa nýja skipafélags við Helgar-'
póstinn.
Enn hefur ekki verið gengið frá
því endanlega til hvaða hafna þessi
nýja íslenska bflferja siglir, að
undanteknu því, að Reykjavík
verður heimahöfn.
— Það er eftir að ganga frá ýms-
um tengingum, það er hvemig
hægt verður að koma þeim farþeg-
um sem ekki fara með bfla inn í
samgöngukerfið þegar komið er í
höfn. Þó er nokkuð víst, að í Bret-
landi verður vaiin höfn sunnan
landamæra Skotlands, segir Einar
Hermannsson.
Ekki er að efa, að bflferja frá
Reykjavík verður mörgum kær-
komin samgöngubót við um
heiminn, að siglingum frænda okk-
ar Færeyinga til Seyðisfjarðar ó-
löstuðum. Hvorttveggja er, að
Reykjavík liggur óneitanlega betur
við fyrir meirihluta þjóðarinnar, og
einnig verður að teljast þægilegra
að fá flutning inn í hjarta Evrópu'
en til Scrabster í Skotlandi eða
Bergen í Noregi, sem er ekki hægt
að segja, að séu beinlínis í alfara-,
leið.
— Það er alls ekki ætlunin að
taka upp harða samkeppni við Fær-
eyingana sem sést best á því að við
siglum til staða sem eru langt frá
áfangastöðum þeirra, og við kom-
um að sjálfsögðu ekki við í Fær-
eyjum, segir Einar Hermannsson
framkvæmdastjóri Farskips.
— Og vitanlega er það sjálfsögð
krafa lslendinga, að ferjusam-
göngur við landið séu sem bestar,
segir hann að lokum.
ÞG.
ustu áramót. Fyrsti rekstrar-
stjórinn Árni Reynisson, lét af því
starfi að fyrsta leikárinu loknu.
María Sigurðardóttir er
viðskiptafræðingur að mennt, út-
skrifaðist vorið 1981, og er 25 ára
gömul. Vann hún síðan á fjárlaga-
og hagsýslustofnun þar til hún tók
við þessu nýja starfi.
- Ég varð mjög hissa, þegar mér
var boðið þetta starf, því ég hafði
aldrei komið nálægt leikhúsrekstri,
þetta er alveg nýr heimur fyrir mér.
En af þeirri stuttu reynslu sem ég
hef þegar fengið af starfinu sýnist
mér það lifandi og skemmtilegt og
þarna er einnig um uppbyggjandi
starf að ræða, segir María við Helg-
arpóstinn.
Verkefni hennar við Operuna er
að sjá um fjármálin og allan rekst-
Það er dýrt að byrja svona rekstur,
við erum til dæmis enn að fjárfesta í
tækjum og búnaði, og við höfum
orðið að hafa bíóið lokað undan-
farið vegna æfinga. Raunar lítur
ekki vel út með rekstui bíósins,
rekstur kvikmyndahúsa hefur ver-
ið erfiður að undanförnu vegna
myndbandavæðingar, og kvikmynd-
ii hafa hækkað mjög í verði.
- En hvernig líst þér á framtíð
íslensku óperunnar?
- Það verður að koma í ljós í
vetur hvort Óperan getur staðið
undir kostnaði. í fyrra gekk
reksturinn reyndar mjög vel. Það
var hagnaður af'Sígaunabarónin-
um og það hefði verið hægt að hafa
á honum fleiri sýningar. En árið í ár
verður að skera úr um það hvort
'þetta stendur undir sér til lengdar,
segir María Guðrún Sigurðar-
Nýr rekstrarstjóri Óperunnar:
„Þetta er nýr heimur fyrir mér”
- Það var um miðjan ágúst að
mér var boðið starfið og að hálfum
mánuði liðnum var ég byrjuð.
Þannig lýsir María Guðrún Sig-
urðardóttir því hvernig það bar að,
að hún hóf störf sem rekstrarstjóri
Islensku óperunnar í haust. Og þar
með er hún annar rekstrarstjóri
þessa unga leikhúss frá því það hóf
starfsemi sína í Gamla bíói um síð-
ur, þar á meðal rekstur bíósins. Val
á verkefnum og ráðning leikara er
hinsvegar í höndum stjórnar Óper-
unnar.
- Hvernig er fjárhagsástandið
hjá Óperunni núna?
- Eins og er erum við frekar illa
stödd. Við erum enn að glíma víð
byrjunarörðugleika, og reksturinn
verður að minnsta kosti erfiður í ár
dóttir, nýráðinn rekstrarstjórí ís-
lensku óperunnar.
Og þar eru nú hafnar sýningar á
Litla sótaranum eins og kunnugt
er, en næsta frumsýning verður 28.
október, þá hefjast sýningar á
Töfraflautunni.
ÞG.
LEGO í 50 ár
Það er ekki allt á sömu bókina
lært. Mitt í öllu heimskrepputali og
svartnættishjali atvinnuleysi og
samdrætti á öllum sviðum halda
danskir iðjuhöldar upp á 50 ára af-
mæli iðnfyrirtækis, sem blómstrar
og dafnar. Fyrirtækið er plast-
kubbaverksmiðjan LEGO, og öf-
ugt við annan atvinnurekstur hjá
þeim frændum okkar er stöðugt
aukning í framleiðslunni, veltan
eykst ár frá ári og verksmiðjan er
orðin að fjölþjóðafyrirtæki.
Það var atvinnulaus smiður, Ole
Kirk Christiansen, sem byrjaði á
þessu öllu saman,fyrir 50 árum. Þá
voru það trékubbar.
Plastkubbarnir komu ekki fram
fyrr en árið 1955, og þá var þeim
tekið með nokkurri tortryggni. Sal-
an var því treg í byrjun, en eftir því
sem kubbarnir voru endurbættir
jókst hún þó hröðum skrétum.
Nú leika meira en 50 milljónir
barna sér að LEGO plastkubbum,
um allan heim og þeir eru seldir til
— velgengni mitt
í kreppunni
120 landa, en söluumboð eru í 18
löndum. Auk þess er LEGO-
LAND einn af eftirsóttustu ferða-
mannastöðum í Danmörku.
Aðeins Tívolí í Kaupmannahöfn
hefur yfirhöndina.
Það var forstjóri fyrirtækisins í
annan ættlið, Godtfred Christian-
sen, sem fann upp á nafninu LEGO.
Hann setti það saman úr orðunum
„leg godt“, eða „leiktu þér vel“.
Hann vissi hinsvegar ekki, að lego
þýðir „að setja saman“ á latínu.
Nú situr fulltrúi þriðju kynslóð-
arinnar í forstjórastólnum, en
hann heitir Kjeld Kirk Kristiansen
(K komið í stað Ch). Höfuðstöðvar
fyrirtækisins eru í Billund í Dan-
mörku, en auk þess eru LEGO-
verksmiðjur m.a. í Vestur-
Þýskalandi, Bandaríkjunum og
Sviss.
50 milljónir barna í 120 löndum
leika sér að LEGO-kubbum, enda
er verksmiðjan einn af fáum ljósum
punktum í atvinnulífl Danmerkur.
Lena Tuulse sænskur doktor f klínískri sálarfræði býður upp á endurfæð-
ingu og ,jákvæðar staðhæfingar“ á mannræktarnámskeiði lyá Miðstöð
mannlegra möguleika“. *
„Miðstöð mannlegra möguleika
D.
náð á vald sitt og iðkað reglulega
og hafa reynst vel til að rækta sál og
líkama og hæfni manna bæði í námi
og starfi", segir Guðmundur Geir-
dal, einn af stofnendum þessarar
nýju miðstöðvar.
Mannræktarmiðstöðvar sem
þessi eða „Growth-senters“ hafa
sprottið upp víða um heim á síð-
ustu 10—20 árum. Starfsemi þeirra
byggist á allskonar heimspeki, sál-
fræði og nýjustu uppgötvunum á
Vesturlöndum varðandi nýtingu á
möguleikum mannsins. Mikið er
líka sótt í svonefnda mannúðarsál-
fræði og „lífeflis sálarfræði“, sem
er kennd við sálfræðinginn William
Reich.
„Það var fullbókað á þetta nám-
skeið með Lenu Tuulse, og raunar
biðlisti. En ætluðin er að halda
mánaðarlega námskeið með er-
lendum kennurum, og við eigum
von á Lenu aftur um páskana, og
jafnvel þegar um miðjan desem-
ber. Auk þess erum við að setja í
Námskeið í jákvæðum stað-
hæfingum og endurfæðingu
„Ég er ætfð á réttum stað, á rétt-
um tíma, að gera rétta hluti“.
„Alheimurinn elskar og verndar
mig“.
„Því meir sem ég gef, þess meira
fæ ég“.
Þetta eru nokkrar „almennar
lífgefandi staðhæfingar“ sem voru
settar fram á mannræktarnám-
skeiði með sænska sálfræðingnum
Lena Tuulse um síðustu helgi.
Fyrir námskeiðinu stóð nýstofnuð
„Miðstöð mannlegra möguleika“,
sem hefur aðsetur að Bárugötu 11.
„Námskeiðið er fyrst og fremst
kynning og kennsla í tveimur ein-
földum aðferðum sem fólk getur
gang tveggja ára menntun í þessum
iðkunum“, segir Guðmundur
Geirdal við Helgarpóstinn.
Lena Tuulse er doktor í klíniskri
sálarfræði og auk þess menntuð í
svonefndri gestaltískri sálarfræði,
fjölskyldumeðferð og Radix, sem
er sérstök útgáfa af fyrrnefndri
reichískri sálarfræði. Hún hefur
haldið fjölmörg námskeið á borð
við það sem var haldið hér, bæði í
heimalandi sínu og Bandaríkjun-
um.
Námskeið hennar byggja á þeirri
uppgötvun „að það er aðeins eitt
afl nógu megnugt til að breyta lífi
fólks... þú“, segir í kynningarbæk-
lingi um námskeiðið.
Og þessi tvö atriði sem tekin
voru fyrir á námskeiðj Lenu að
Bárugötu 11 eru „endurfæðing“ og
„jákvæðar staðhæfingar". „Hinar
lífgefandi staðhæfingar“ sem vitn-
að var til í upphafi eru dæmi úr því
síðarnefnda, en í kynningarbækl-
ingnum segir meðal annars um
„endurfæðinguna“ að hún byggist
á afslappaðri öndun þar sem inn-
og útöndun sé felld saman með því
að taka engar pásur á milli.
„Með aukinni öndun eykst „lífið
í æðum“ manna og um leið og
meðvitundl þeirra um eigin líðán“ ,
stendur í kynningarbæklingnum.
Og síðan segir: „Fyrstu mínúturn-
ar finnur það fyrir orkustraumum í
formi seiðings, náladofa og sviða,
einkum í höndum og fótum. Eftir
að þessi tilfinning hefur náð há-
marki tekur við öryggiskennd, ró-
semi og djúptæk hreinleikatilfinn-
ing um allan líkamann, sem margir
telja sig ekki hafa upplifað áður.
Ástæðan er sú, að aukið orkuflæði
hefur losað um spennu og tilfinn-
ingaleg höft sem einstaklingar hafa
gengið með, jafnvel allt frá
fæðingu. Þeir hafa ef til vill aldrei
upplifað sjálfan sig án allrar
streitu“.
ÞG