Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. október 1982 jJp&sturinn áhrif. Ég vona bara að það verði aldrei rann- sakað til botns. Ég held að rokkið sé nefni- iega eins og tunglið að því leyti. Þegar menn voru búnir að komast til tunglsins, gjör- breyttist allur hugsanagangur hér á jörðunni í garð tunglsins. Menn hafa ekki sungið „Fly me to the Moon“ og „Stóð ég útí tunglsljósi", með sömu sannfæringu síðan". saman sem einn maður í góðu rokklagi — hún stendur alltaf fyrir sínu. Engar vélar geta gert það sama. En það er eins með þessi nýju tæki og svo margt annað nýtt að það er ofnotað í stuttan tíma, á meðan það er nýtt“. — Þetta verður kannski þannig að þú ferð inní stúdíó og tekur upp einn tón, sem vélarn- ar sjá svo um að gera að lagi... „Ætli það ekki. Við Maggi Kjartans eigum dætur á svipuðu reki og við höfum stundum velt því fyrir okkur hvernig þetta verði þegar þær fara að kaupa sér músík í framtíðinni. Við höfum einna helst komist að þeirri niður- stöðu að þær labbi útí búð og kaupi einhverja ákveðna tíðni, sem einhver vél breytir svo í músík. Það er stutt í þetta, maður. En ég er samt alltaf að komast að því betur og betur að það er gamla rokk and rólið sem blívur. Það er nokkuð sem ekki er gert með tölvum. Sjáðu þessar hljómsveitir núna, ’Go’Gos, Belle Stars og fleiri. Það er gamli fifties fílingurinn og ekkert annað. Þetta er bara í nýjum bún- ingi. Ég var rétt nýfæddur þegar þessi lög voru vinsæl fyrst. Chuck Berry, Bo Diddley og þessir kallar eru grunnurinn undir músík- inni enn þann dag í dag. Rokkið lifir“. — Hvað er það í rokkinu sem er svona sérstakt? „Ætli það sé ekki takturinn. Þessi agressíf- heil í honum. En ég held að enginn viti það —- sem er eins gott kannski. Kannski slær rokkið á móti hj artanu. Kannski það hafi Náhvæmiega að gerasi Rohkari eða erooner? — Hefurðu einhverntíma lært eitthvað að Paul McCartney sé þetta bæði. En það er ef til vill ekki nógu gott að hafa gaman af svona „víðri" músík. Ég hef bara aldrei getað ein- skorðað mig við eitthvað eitt, og verið harður á því“. Þungi og léit syngja? „Nei. Ekki í skólum. Ég hef lært af mönnum sem ég þekki, þ.e. rétta öndun og svoleiðis.Einhverntíma fór ég í nokkra pí - ianótímaog gítartíma. En þetta er fyrst og fremst það sem menn kalla sjálfmenntun. Maður lærir af því að hlusta á aðra, og syngja og hlusta á sjálfan sig. Á því lærir maður kannski mest. Að hiusta á sjálfan sig“. — Hvað finnst þér skemmtilegast að syngja? „Mér finnst gaman að syngja fídings rokk, en líka erfiðar ballöður sem reyna á raddsvið- ið. Þegar Gunna Þórðar tekst vel upp í ball - öðurn. eins og t.d.Vetrarsól af plötunni hans, eða Skýjaglópar af minni plötu, þá er gaman. Ég tala ekki um þegar Ólafur Haukur gerir góðan texta“. — Hvenær ætlarðu að gera það upp við þig hvort þú ætlar að verða rokksöngvari eða crooner — svona Frank Sinatra, Dean Mart- in týpa? „Ég vildi gjarnan sameina þetta hvort tveggja. Án þess að ég vilji vera með ó- smekklegar samlíkingar á þá,held ég t.d. að —Sumir halda því fram að þú sért ekki listamaður, heldur iðnaðarmaður í músík, sem framleiði verslunarvöru. „Það verður víst alltaf einhver að fá á sig þennan stimpil og ég skal taka hann á mig. Iðnaðarmaður, ég veit ekki. Ég er atvinnu- maður í þessu, og hef verið það frá því að cg var átján ára. Ég hef smám saman vanist á að taka þessa atvinnu föstum tökum. Og mín músík er einfaldlega poppmúsík. Dægurlag- aniúsík. Það er það sem ég hef mest gaman af að fást við“. — Þannig að það er ekki von á neinu veru- iega framsæknu og þungu á næstunni frá Björgvini Halldórssyni? „Ég veit það ekki. Ég er núna að vinna að verkefni sem er ólíkt því sem ég hef verið að gera áður. Það verður sjálfsagt þyngra. Á síðustu plötunni minni vann ég svolítið með synthesizera, digital trommur og þess háttar og hafði mjög gaman af því. Þetta býður uppá talsvert mikla möguleika, og ég er svo- lítið að prófa mig áfram. En það jafnast ekkert á við gott band. Vel æfð hljómsveit, þar sem mennirnir smella Björgvin Halldórsson er orðinn fjölskyldu- maður fyrir mörgum árum, en hans starf er ekki draumastarf fjölskyldumannsins. „Mað- ur reynir að lifa eðlilegu fjölskyldulífi en það vill ekki alltaf ganga upp“, segir hann. „Ég er lítið heima, og þar að auki er þetta vinna sem krefst þess að maður sé að í 24 tíma á sólar- hring. Þar fyrir utan er ég næturhrafn. Ég er uppá mitt besta svona uppúr miðnættinu". Það fer það orð af Björgvin að hann sé maður athafnanna, að hann keyri félaga sína og drífi í hlutunum. „Já, ég vil gera í ekki tala um þá“, segir Björgvin þegar þetta er borið undir hann. „Oft er sjálf- sagt kappið meira en forsjáin. En ég á erfitt með að slappa af. Ég verð alltaf að vera að gera eitthvað, er eirðarlaus". Eftir fimmtán ár í eldlínunni væri ef til vill ekki útí hött að ætla að þreyta væri farin að setjast að í líkamanum og sálinni. En það er ekki að heyra á Björgvin. „Ég er núna að vinna að þessu verkefni sem ég minntist á áðan og ég vil tala sem minnst um. Annars hef ég mikinn áhuga á því núna að fara í hljómleikaferðir erlendis og reyna að víkka sjóndeildarhringinn svolítið. Svo er ég mjög heillaður af kvikmyndum og kvikmyndagerð og hef mikinn áhuga á vinnu við þær. Kvik- myndin er aðal tjáningarformið núna — hún nær jú bæði auganu og eyranu". „Það er útaf fyrir sig allt í lagi að vera orðinn gamall í hettunni“, bætir hann við. „Og það er í sjálfu sér bara eðlilegt að maður verði fyrir gagnrýni þessara ungu og fersku sem eru að koma inní þetta núna. Það sem mér finnst vera verst er að það skuli alltaf þurfa að setja menn til höfuðs þeim eldri. Sannaðu til, að það verðurekki langt þangað til litla Björk verður sett til höfuðs Röggu Gísla. Og áður en langt um líður verður ein- hver kontinn sem verður settur til höfuðs Bubba. „Nýr“ Bubbi. Þetta er lítið land og fámennt, en hér eru sterkirfjölmiðlar. Á íslandi ermiklu miðlað. Það er þess vegna voðalega hætt við að sumt verði í of stórum skömmtum. Það er einmitt það sem mér finnst um þessa yngri tónlistar- menn. Núna undanfarna mánuði hefur til dæmis verið skrifað feikilega mikið um allar þessar grúppur og einstaklinga, en ef vel er að gáð, þá er nákvæmlega ekkert að gerast“.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.