Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 22.10.1982, Blaðsíða 16
SKÓLINN Góður eða grautfúll?????????? Okkur Stuðkonum hefur, á sam- tölum okkar við fjöldann allan af unglingum, skilist að það sé al- mennt álit þeirra að skólinn sé grautfúll. Krakkar hafa þó verið duglegri við að gagnrýna skólann, heldur en að koma með tillögur til úrbóta. Hvað er að? Við viljum gjarnan opna um- ræðu um þessi mál, því þetta kem- ur öllum við. Er eitthvað að kennslunni, kennurunum, skólunum, okkur, ykkur, eða hvað?? Af hverju eru allir svona nei- kvæðir? Ti! að reyna að finna svör og komast að niðurstöðu, viljum við biðja alla sem skoðun hafa á mál- inu að skrifa eða hringja í okkur. Við ætlum ekki heldur að sitja aðgerðarlausar, heldur reyna að ná í fulltrúa sem flestra skoðanahópa í skólamálunum. Annað heimili KRAKKARI! Látiðheyraíykk- ur. Við erum jú öll í skóla svo mik- inn hluta ævinnar, að hann getur talist okkar annað heimili. Hann mótar okkur því að miklu leyti. Þar kynnumst við t.d. vinum okkar og félögum, og sumir kynnast tilvon- andi mökum sínum. Oftast er þetta tilviljunum háð, það má segja að þetta fari allt eftir því í hvaða hverfi maður býr. Sumir verða foringjar í sínum skóla, aðrir útundan, en kannski flestir eitthvað þar á milli. Eða hvað finnst ykkur??? Myndið ykkur skoðun og látið okkur vita. Utanáskriftin er: Stuðarinn c/o Helgarpósturinn Síðumúla 11 105 Reykjavík Eða: Hrefna sími 22928 eða Jóhanna slmi 79019 r Oháði vinsældalistinn DIRE STHAlTSí I.*ve 0ver Cold CaASS: Chriat, Ttif Albua PETEa GARRIEL: 4 CURE: Parnatrraphy «70T*'EE JCI’EE: Svanetarxek TAPPI TlKAHIÍASo: Bitíb Tttat í DEAÐ KBÍT?,'EDY3: Tn Oad H* Trus CABARBT VCLTAIRE: T.r.4* DEFUíTi: Therma Euclear ÍHkkut ART BEARo: The #*rlí Aa It Is 10 (-) Liatinn er by/y>,ur C plvHusölu 1 STJIvbð’iÍnní „Ógeðslega Tóta, íris og Ágústa eru á aldrin- um 13-16 ára. Tóta er núna i Haga- skúla, tekur samræmdu prófín í vor, Iris er í Austurbæjarskóla í 7. bekk og Ágústa er hætt í skóla, hef- ur unnið í Bókfclli síðan í ágúst. Hún byrjaði reyndar í fjölbraut en...henni leiddist og hún hætti. Okkur Stuðkonum fannst skiýtið að þær væru vinkonur svona sín úr hvorri áttinni, en þær sögðust hafa hist á Hlemmi, einum aðalsam- komustað bæjarins. Þær stallsyst- ur eru allar sammála um að í skól- anum sé ógeðslega leiðinlegt. segja Tóta, íris og Ágústa um Mál málanna - Talið berst nú að kynfræðslunni, málum málanna. Tóta: Það er engin kynfræðsla í skólunum. Maður verður bara að prófa sig smátt og smátt áfrarn." - Lesa? Tóta: „Já t.d. Er ég kynóð?“ íris: „Eða Auði Haralds? - Lesiði eitthvað annað? Allar: „Helst Vikuna, Brandara- blaðið, Krossgátublaðið og ein- hver tímarit.“ Og við látum þetta gott heita að sinni. Tímasóun íris: „Skólinn tekur svo mikinn tíma frá manni.“ Ágústa: „Það sem verið er að reyna að kenna manni er algjör óþarfi eins og t.d. reikningur." Tóta: „Hann getur stundum verið ágætur.“ Ágústa: „Mér fyndist að það ætti að leggja meiri rækt við tungumála- nám.“ Tóta: „Þó finnst mér skólarnir mis- munandi. Hagaskóli er t.d. skárri en Víghólaskóli, þar sem ég var áður. f Hagaskóla er það undir manni sjálfum komið hvort maður lærir eða ekki. Það er ekki eins. mikið fylgst með því.“ íris: „Eg væri alveg til í að prófa Hagaskóla.“ Ömurlegir sálfræðingar Ágústa: „Svo eru líka alltaf þessir ömurlegu sálfræðingar í skólanum.“ Tóta: „Spyrja mann af hverju mað- ur nenni ekki að læra heima, er ekki nóg að segja bara að maður nenni því ekki?“ Ágústa: „Já, þeir reyna að draga allt upp úr manni meira að segja eru þeir að spyrja rnann um vin- konurnar, hvað þær séu að gera og svona." Tóta: „Alltaf að spyrja hvernig fjölskyldan sé og hvort það sé eitthvað að.“ íris: „Já ég er íeinhverju ógeðslega leiðinlegu þroskanámskeiði. Það eru lesnar ógeðslega langar sögur og svo á maður að endursegja þær. Ferlega fúlt.“ Takk fyrir okkur! takk fyrir okkur Eins og þið sáuð í síðasta blaði, birtum við smásögu eftir S.B.Gunnarsson. Við vorum alveg stórhrifnar af þessu framtaki hans- ogS.B.! hafðusamband viðokkur! Við vonumst til að fleiri feti í fót- spor hans og sendi okkur frum- samið efni. Ps. Og ykkur er velkomið að skrifa undir dulnefni.. Póstur og sími Kæri Stuðari. Ég vil hér með koma á fram- færi,smá leiðréttingu á frétt í Stuð- ■aranum 1.10., þar sem segir eitthvað á þá leið, að íslands- vinurinn Robert Plant, sé að gera allt vitlaust í hljómsveitinni, Led Zeppelin og hljómsveitin því að leysast upp. Hið rétta er, að hljómsveitin Led Zep. var leyst upp í desember 1980, eftir svip- legt fráfall John Bonham trom- mara. Var gefin út stuttorð yfir- lýsing þar um. Er hljómsveitin því hætt fyrir 2 árum og allir sjálfs sín herrar, þar á meðal Hr. Plant. Nú til gamans fyrir Led Zeppelin/ Plant aðdáendur, hér á landi, þá var Plant nýlega spurður í viðtali í breska poppblaðinu „Sounds" hvar hann vildi helst troða upp með nýja hljómsveit sína. Hverju haldið þið að hann hafi svarað? Á íslandi. — „Reykjavík hér með vara ég ykkur við.“ Með fyrirfram þakklæti að sjá leiðréttingu í næsta Stuðara. Led Zeppelin vinur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.