Helgarpósturinn - 29.10.1982, Side 11

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Side 11
-ffe/l irinn Föstudagur 29. október 1982 11 staklingsbundnar og kunna að vera fólgnar í tæknilegum höml- um sem kennarar og leikstjórar hafa ekki upprætt - eða jafnvel yfirburðum sem leikarinn veit af og dáist mjög að sjálfur! Fullt eins líklegt er þó að þarna sé að verki listrænt kunnáttuleysi: van- geta til að skynja hina ímynduðu persónu sem einstakling af holdi og blóði og vekja með sjálfum sér - og áhorfandanum - mannlegar tilfinningar gagnvart henni. Við þessu er aðeins til eitt ráð: að leikarinn virki allan æfingatím- ann innsæi sitt, þekkingu og í- myndunarafl til að kynnast pers- ónunni mjög náið, endurskapa í huga sér lífsmunstur hennar, uns þar er komið að hann er fullkom- lega öruggur í návist hennar. Á þingi gagnrýnenda og lista- manna, sem fyrr var vitnað til í þessari grein, minntist leikkona af eldri kynslóð á tal manna um þörfina á „nýjum andlitum” í íeikhúsinu. í máli hennar gætti nokkurrar biturðar og var auð- fundið að henni fannst sem í þess- ari ósk lægi dulin illkvittni gagn- vart hinum eldri. Það'væri ákaf- lega slæmt ef viðkvæmni af þessu tagi næði að spilla sambúð yngri leikara og eldri. Ég hef hér lýst þeirri skoðun að íslensk leiklist þurfi að verða raunsærri, en það væri mikill misskilningur að halda að raunsæisleiklist sé algert nýjabrum hér á landi. Ein af fremstu leikkonum þjóðarinnar sagði mér eitt sinn að kunnáttu- maður, að mig minnir útlendur. Charlie Haden’s Liberation Music Orchestra í Háskólabíói — hástigslýsingarorðin ekki ofnotuð, segir Vernharður m.a. í umsögn sinni. Stórtónleikar fre/sis tóns veitarinnar Oft eru stóru orðin misnotuð þegar tónieikar eru auglýstir, en ég held að ekki hafi verið tekið of djúpt í árinni þegar hástigslýsingarorð voru notuð um Charlie Haden’s Liberation Music Orchestra. Að vísu væri réttara að kenna sveitina við pí- anistann og útsetjarann Cörlu Bley, því hún útsetti alla tónlist- ina og stjórnaði og æfði bandið. Hljómsveitarstjórinn stóð með bassann sinn á miðju sviði og undraði víst margan að hann skyldi kosinn bassaleikari ársins í down beat. Tónninn er voldugur en tæknin ekki, hiti og kraftur Mingusar er hvergi þegar kveikja þarf hinn spánska eld en honum tekst flestum betur að vekja hið ljóðræna líf. Það má hafa verið dauður maður sem ekki hreifst af fegurð bassaleiksins í verki hans Silence fyrir hlé. Carla lék þar einsog Gismonti og svo bættist trommarinn Paul Motian í hóp- inn. Það er langt síðan trommu- leikari hefur hrifið mig eins með leik sínum. Hann var hinn alltumlykjandi rýþmi sem stráði glitrandi perlum yfir tónlist bandsins. Blásararnir blésu allir sólóa utan valdhornleikarinn Sharon Freeman og túbuleikarinn Jeff Jeffers. Saxarnir Dewey Re- dman, Jim Pepper og Steve Slagle, trompetleikarinn Michael Mantler og trombónleikarinn Gary Valente blésu af stakri prýði en eftirminnilegastir eru þó einleikskaflar Don Cherry, sem blés í vasatrompet, sérí lagi þegar blásið var í hinum ljóðræna stfl, skalahlaupunum hefur maður fengið nóg af. Þá er aðeins ónefndur einn af liðsmönnum sveitarinnar, Mick Goodrick, sem töfraði viðstadda með spænskum gítarnum. Á fyrri hluta tónleikanna voru leikin ný verk, sem væntanlega má síðar heyra á hljómplötu þeirri sem sveitin ætlar að hljóð- rita fyrir ECM í lok þessa ferða- lags. Þögn Hadens, ópusarCörlu og suðuramerísk þjóðlagatónlist. Margir sperrtu eyrun þegar síð- asta verkið fyrir hlé hófst. Var því líkast að Carla færi þar frjálslega með rímnalagið íslenska: Hani, krummi, hundur svín - ég spurði Cörlu um lagið. „Þetta er af spænsku ættinni", sagði hún. „Ég held frá E1 Salvador." Og svo bætti hún við eftir að hafa heyrt það íslenska raulað. „Þjóð- lög eru allstaðar Iík.“ Eftir hlé var leikið af efnisskrá bandsins frá 1969. Upphafs- söngur Cörlu og Samfylkingar- söngur Brechts og Eislers og voru þá ýmsir gamlir byltingarmenn orðnir vígmóðir og rauluðu með sjálfum sér: Fylg oss félagi,/ fylkjum liði í dag/undir merki hins arðrænda manns /í vaxandi einingu verkalýðs/ þar til valdið að lokum er hans. Svo voru leikin lög úr spænsku borgarastyrjöldinni. Viva La Qu- ince Brigada! og ekkert vantaði á sviðið nema gömlu spánarfarana veifandi rauðum fánum. Enn einusinni sýndi og sannaði Carla Bley að enginn skrifar bet- ur fyrir lúðrasveit um þessar mundir! Það var ekki nema rúmlega hálft hús á þessum tónleikum og er það miður. Það er löngu upp- selt á tónleika sveitarinnar annarsstaðar í Evrópu, jafnt í París sem Osló. Það sem af er árinu hafa djasstónleikar verið heldur illa sóttir en vonandi fjöl- menna allir unnendur rýþmískar tónlistar á tónleika Mississippie Delta blús bandsins í byrjun des- ember. Það hefur verið endur- skipulagt síðan það var hér síðast og mætir tvíeflt til leiks og ætlar að rétta við fjárhag Jazz- vakningar, sem er sannast sagna bágborinn eftir þessa tónleika. hefði sagt við sig að hún léki í rauninni alveg eftir kerfi Stani- slavskýs. Sjálf kvaðst þessi mikil- hæfa leikkona aldrei hafa lesið Stanislavský neitt að ráði! Ég held að þessi litla saga sé svolítið dæmigerð fyrir stöðu eldri leikara okkar, því að margir í þeim hópi - ég nefni aðeins Ró- bert Arnfinnsson, Rúrik Har- aldsson, Guðbjörgu Þorbjarnar- dóttur, Bríeti Héðinsdóttur, Helga Skúlason - hafa orðið stór- ir í krafti háraunsæislegra vinnu- l.KIKFPl AC, RFYKIAVlKUR SKILNAÐUR laugardag uppselt. miövikudag kl. 20.30. JÓI föstudag uppselt. ÍRLANDSKORTIÐ 5. sýn. sunnudag kl. 20.30. Gul kort gilda. 6. sýn. þriöjudag kl. 20.30. Græn kort gilda. Miðasala í Iðnó kl. 14—20.30. HASSIÐ HENNAR MÖM MIÐNÆTURSYNING í AUSTURBÆJARBÍÓI LAUGARDAG KL. 23.30 MIÐASALA i AUSTURBÆJ- ARBIÓI KL. 16—21. SÍMI 11384. bragða. Vissulega hefur mátt merkja nokkra þreytu hjá sumum af þessari kynslóð á seinni árum, en hitt hefur líka borið við að einstöku maður - Gunnar Eyjólfsson er skýrt dæmi - hafi skyndilega sótt í sig veðrið og blómstrað á ný. Ég held það gæti orðið íslenskri leiklist til mikilla heilla ef yngstu leikarar okkar næðu betra sambandi við hina eldri, því að hjá þeim býr sú þekking sem reynslan ein veitir mönnum. jvj f-ÞIÓÐLEIKHÚSIfl Hjálparkokkarnir eftir George Furth í þýðingu Óskars Ingimarssonar Ljós: Kristinn Daníelsson Leiktjöld: Baltasar Búningar: Helga Björnsson Leikstjóri: Helgi Skúlason Frumsýning í kvöld kl. 20 Uppselt 2. sýning sunnudag kl. 20 3. sýning miðvikudag kl. 20 Garðveisla laugardag kl. 20 Gosi sunnudag kl. 14 Tvær sýningar eftir Litla sviðið Tvíleikur þriðjudag kl. 20.30 Miðasala 13.15-20. Sími 1-1200. riHii ISLENSKA OPERAN ____iiiii Töfraflautan eftir W.A. Mozart í íslenskri þýðingu Þrándar Thorodd- sen, Böðvars Guðmunds- sonar og Þorsteins Gylfa- sonar. Hljómsveitarstjóri: Gilbert Levine. Leikstjóri: Þórhild- ur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Útfærsla búninga: Dóra Einarsdóttir. Ljósameistari: Árni Baldvinsson. 2. sýning föstudag 29. október kl. 20. 3. sýning sunnudag 31. októ- ber ki. 20. Litli sótarinn 9. og 10. sýning laugardag kl. 14 og 17. 11. sýning sunnudag kl. 16. Miðasala er opin daglega frá 15 til 20. IITVAItl* Föstudagur 29. okt. 7.20 Gull í mund. Full ástæða aö þakka tyrir þetta. Þaö er vel gert. Takk. Þakka inni- lega. 10.30 Það er svo margt að minnast á. Torfi Jóns og dóttir hans Hlín leika viö hvern sinn fingur og lesa og lesa. 13.00 Á frívaktinni. Sigrún hjalar við sjómenn og leikur lög nr. 345 Irá 1962 um oryggi á hafi úti. Gangi öllum vel. 14.30 Móðir mín í kví kví. Áttundi lestur þessa snilldarverks, sem vinnandi menn geta ekki hlustaö á. 16.20 ,,Á reki með hafísnum". Nína Björk Arnadóttir les trásögn Jóns Björnssonar, af ástum tennisleikarans Björns Borgar. 20.00 Lög unga fólksins. Fyrir unga í anda líka. Óli píka. 20.40 Art Ensemble of Chicago. Gott mál þetta. Upptökur úr Broadway, síðan hljóm- sveítin var hér fyrir nokkru. 23.00 Þingmenn austurlands segja frá. Nú ræðir þrístökkvarinn við Björgvin Jóns- son. Er hann á þingi núna? Er ég orðinn ruglaður? I hvaöa flokki er þessi fyrsta flokks maður? Laugardagur 9.30 Óskalög kjúklinga. Kristín peppar upp sjúka sem heilbrigöa meö söng og tag- urgala. 11.20 Hrímgrund - Útvarp barnanna. Blandaður þáttur. Einn af þeim. Þeir eru í tísku eöa hvaó. Tal, músík, tal, músík. Endalaust. 13.20 Helgarvaktin. Keppir viö topp 40 í kan- anum og hetur jafnan vinninginn. 15.10 í dægurlandi. Núáaöseajafrá upphafi islenskrar dægurtónlistar. I upphafi var oröið, mundi ég segja. En þú, Schwabbí? 16.20 Þá, nú og á næstunni. Hildur Her- móðsdóttir fjallar um sitthvaö. Sem er á boóstólum. Fyrir börn. 19.35 Á tali. Gallinn ersá að akkúrat á þessum tíma er enska knattspyrnan aö þvælast fyrlr manni. Samt gott. 21.30 Gamlar plötur og góðir tónar. Gamlir menn og gott neftóbak. Væntanlega mót- vægi við næsta dagskrárlið. Hér hjá okkur. Sjá. 23.00 Laugardagssyrpa. Páll Þorsteinsson og Þorgeir Ástvaldsson draga fram íslensk einsöngslög og sænska skottísa. Ég er far- inn á ball. Sunnudagur 8.00 Morgunandakt. Allir haldi niöri i sér andanum i 5 mínútur og sjá, yður mun illt verða. 10.25 Út og suður. Valborg Bentsdóttir ferða- langur ségir Irá grænlandsgrundum sem hún hefur traðkaö á. 13.20 Berlínarfílharmónían 100 ára. (Fyrsti þáttur). Drottinn minn. Ég segi nú ekki annað. Hvað veröa þeir margir. Af þvi hef ég áhyggjur, Guðmundur Gilsson. 14.00 Leikrit: Morðið i rannsóknarsto- funni. Rúrik Haraldsson stýrir verki eftir Escabeau. 15.30 í leikhúsinu. Sigmar B. stjórnar þættin- um leikhúsin í vetur og verkefni þeirra. Djúsí, djúsí. 18.05 Það var og... Þráinn heldur áfram og hetur fundiö þætti sínum tínt torm. Gott. SJÓNYARI' Föstudagur 20.35 Á döfinni. Fer nú heldur aö lengjast og þyngjast róöurinn. Átram Birna. 20.45 Prúðuleikararnir. Gestur þessa þátta er stundum svolítiö þreyttur er Melissa Manchester, sem getur sjált veriö þreytt á stundum. 21.10 Kastljós. Sigrúnog Ögmundurgeta lika veriö þreytt, en eru þaö vonandi ekki í kvöld. 22.10 Fundið fé. Sovésk. Árgerö 1981. Leik- stjóri Evgení Matveét. Aldamótastykki, upphatlega leikrit, sem segir írá spilltum mæögum sem tara á hausinn og hyggjast þá gifta þá yngri ríkum gæa. Slæmt (ólk, en ekki þreytt. Myndin á aö vera i léttum dúr og er þaö vonandi. 23.35 Dagskráriok. Laugardagur 16.30 íþróttir. Umsjónarmaöur að þessu sinni Ingvi Hrafn Jónsson. Bein útsending frá alþingi. Keppt er i þvöglumælsku. Þrír bestu komast á ólympíuleikana. 18.30 Riddarinn sjónumhryggi. Hann er meö hýrri há, Jón Baldvin er kominn á þing. 18.55 Enska knattspyrnan. Seltoss City og Bradford Dillman leika og syngja. 20.35 Löður. No comment. 21.00 Cat Ballou. Bandariskur vestri frá 1965. Þessi mynd helur verið sýnd hér lengi, nú síðast i sumar, við miklar vinsældir, enda er þetta góð mynd, með góðum leikurum, þeim Jane Fonda og Lee Marvin, í aðal- hlutverkunum, og er þetta þvi tilvalið tæki- færi til að hitta gamlan kunnirtgja. Þ.e. myndina, bjáni. 22.35 Þjóðarátak gegn krabbameini - Tatning. Talning sofnunarfjár og góðir s_kemmtikraflar. 23.30 Óhreinir englar. (Angels with Dirty Fac- es). Ein at þessum klassisku. Frá 1938. Meö Humphrey Bogart og James Cagney i aöaljúnóvatt. Endursýnd. Dagskrárlok ekki alveg á hreinu. Sunnudagur 18.00 Sunnudagshugvekja. Kiddi Friöfinns vekur. 18.10 Stundin okkar. Þórður og Bryndís gera aö gamni sinu og sýna sittt at hverju. Góðir þættir. Já. Prýðilegir. 20.35 Sjónvarp i næstu viku. Innlend dag- skrárgerð í toppklassa. 20.55 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og tleira. Til dæmis hvaö? Hvað er þarna annað en listir og menningarmál. Ekkert! Rangnelni. 21.40 Schulz í herþjónustu. Aldrei séö þetta. Er sagt þaö sé sæmilegt. 22.30 Helgiförin mikla. Mynd sem Sigrún Stefánsdóttir geröi ásamt tæknimönnum um pílagrímsflutninga Flugleiða til Mekka. Góö hugmynd. En spurningin er: Verður ekki líka að gera mynd um flutninga Arnar- flugs? Humphrey Bogart leikur eitt af aðalhlutverkunum í mynd sjón- varpsins á laugardagskvöldið.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.