Helgarpósturinn - 29.10.1982, Side 12

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Side 12
12 Föstudagur 29. október 1982 _/~/elgai- . pðsturinn, Árni Bergmann hefur starfað við Þjóðviljann sem blaðamaður og bókmenntapáfi í heila tvo áratugi. Fyrir þremur árum steypti hann sér sjálfur út í jólabókaflóðið með endurminningabók frá dvöl sinni í So- vétríkjunum á árum kalda stríðsins. Á þessu hausti tekur Árni aðra dýfu í sama flóð, að þessu sinni með skáldsöguna Geirfuglar upp á vasann. Geirfuglar segja frá þorpinu Selatöngum suður með sjó. Sjónar- hornið er ungs drengs sem fæðist þar og elst upp fram á mennta- skólaár þegar mikil tíðindi verða og þorpið hverfur af landakortinu í mjög áþreifanlegum og bókstaflegum skilningi. En af hverju nafnið, Geirfuglar? „í það má leggja tvenns konar merkingu. í fyrsta lagi er fólkið í þorpinu ekki lengur til í bókarlok, þetta samfélag hefur breyst í geir- fuglanýlendu í bókstaflegum skilningi. í annan stað vísar það til fsiendinga, við erum dýrategund sem fer sér hægt í þróuninni. Bjartur í Sumarhúsum var t.d. uppi á fyrri hluta þessarar aldar en hefði eins getað verið samtímamaður Hallgríms Péturssonar. Nú lifum við á svo miklum breytingatímum að hver kynslóð verður að geirfugli, menn þurfa ekki að ná fimmtugsaidri - ég er ekki orðinn fimmtugur- til að breytast í a.m.k. skrýtna fugla, ef ekki útdauða. Því má svo bæta við að nafnið lýtur einnig að því að þetta er kollektíf saga. Aðalpersón- an er ekki það sem mestu skiptir. Þetta er þverskurður af litlu samfélaai þar sem per- sónur eru að vísu ekki jafn réttháar. Samfé- lagið er séð með augum drengs og ég reyni að gefa honum tiltölulega eðlilega möguleika á að fylgjast með því sem gerist í þorpinu. Þarna segir frá því hvað gerist þegar leikrit er sett upp, sjómenn finna mikið af spíra, eitthvað sem líkist vinnudeilu kemur upp og einn þorparinn setur landsmet í kúluvarpi svo eitthvað sé nefnt. Þetta er mikill hluti af bókinni." Piass eftlr kreppu - Ertu að feta í fótspor Jóns úr Vör? Er þetta Þorpið í skáldsöguformi? „Það hefur nú oft verið skrifað um íslenska þorpið. Lengi vel var það siður að ekki mátti festa nein nöfn niður nema Reykjavík og kannski Akureyri. f Geirfuglum er þorpið nákvæmlega staðsett á landakortinu og sann- að með tilvitnun í heimildir að það var til. En hvort þetta er dæmigerð þorpslýsing, það er spurning um tíma. Þorp í íslenskum bók- menntum síðustu áratuga hafa flest verið kreppupláss, þetta þorp er eftir kreppu. Tím- inn er af ásettu ráði nokkuð í lausu lofti, ég nefni engin ártöl eða aldur fólks. Þetta geri ég til að framlengja tímann bæði fram og aftur. Af ýmsum smáatriðum má þó ráða að tíminn er eftirstríðsárin." - Sjálfur ertu alinn upp í plássi suður með sjó - Keflavík. Það er því ekki úr vegi að spyrja hvort sagan sé að einhverju leyti byggð á eigin reynslu. „Það er mikið talað um reynsluheim núna, reynsluheim kvenna, og það má eins tala um reynsluheim rithöfunda. Frá honum kemst enginn langt og kunnugir gætu eflaust rakið einhver atvik bókarinnar saman við uppá- komur í plássum á Suðurnesjum, ekki endi- legaíKeflavíkeinni. En þaðskemmtilega við að hætta sér út í að skrifa skáldsögu er að finna hvernig það sem gerðist og það sem aldrei gerðist fer að daðra hvort við annað og geta af sér hin furðulegustu afkvæmi." Tvenns konar llölíl - Svo ég haldi áfram að spyrða þig við aðra höfunda, þá hvarflaði að mér við lestur bók- arinnar að Tóti, frændi ætti sér ættingja í þessum taóisku persónum Halldórs Laxness, Birni í Brekkukoti, Jóni Prímus o.fl. „Æ, ég get nú ómögulega verið að standa í slíkum samanburði, þó held ég að Tóti sé nú ögn hryssingslegri en þessar persónur Lax- ness. Svona karlar eru sjálfsagt víða til, þeir hafa gert sjálfa sig óháða samfélaginu. í raun eru Tóti og þorpsbjálfinn Fúsi tvær hliðar á því að fara út úr samfélaginu sem þeir lifa í. Fúsi á mjög marga ættingja. Islendingar voru lengst af fæddir inn í ákveðið hlutskipti og sátu þar blýfastir alla tíð, nema þeir finni sér leið út úr því og ein þeirra er að klikka. Tóti og Fúsi eru því fulltrúar tveggja aðferða til að komast út úr hlutskipti sínu, þessa flótta eða frelsisleiðar, já eða útskúfunar, utangarðs- manna samfélagsins. En báðum tekst þeim að halda athygli þorpsbúa lifandi.“ - í nágrenni Selatanga kemur Kaninn sér upp kafbátalægi og stuttu síðar fer allt til andskotans, þorpið og herstöðin. Það hefur verið sagt að ýmsir rithöfundar á vinstri væng haldi fram ákveðinni syndafallskenningu, að íslenska þjóðin hafi fallið í synd þegar hún seldi Kananum land. Ert þú á þeirri braut? „Þetta biblíumynstur er algengt í bók- menntum. Þegar eitthvert samfélag stendur á krossgötum má gera ráð fyrir því að freistari komi á vettvang. Það getur verið ríkismaður sem býður þér eitthvað ef þú fylgir honum, og það getur verið Kaninn. Einhver verður að bjóða fram kostina. Annars kemur Kaninn lítið við sögu í bók- inni og það er af ásettu ráði. Það fær helst enginn að koma við sögu nema þorpsbúar. En ef þú berð saman umræðuna sem verður um kafbátalægið og svo umræðuna um skóla- málið þá kemur í ljós þetta einkenni smá- þorpa, já og reyndar íslendinga, að gera stór- mál lítil og smámál stór. Við erum alltaf að hafa endaskipti á hlutunum." - Þú birtir neðanmálsgreinar þar sem þú vitnar í ýmsar heimildir um þorpið, raun- verulegar og tilbúnar. „Þetta er partur af þeirri viðleitni að gera söguvettvang skýran, að finna plássinu stað á kortinu og í tímanum. Ég læt meira að segja Einar Ben. yrkja um þorpið. Áður en ég byrjaði að skrifa gerði ég kort af plássinu. Eg tók eitt af þessum ágætu kort- um danska herforingjaráðsins og bætti inn á það fjalli og húsum. Ég merkti niður hvar hver og einn á heima og hvar er sandur og hvar er hraun. Þetta er sama tilhneigingin og að láta tilbúnar og raunverulegar heimildir vitna.“ Henninpr sloða llll - En svo við víkjum frá bókinni og að þér, þá ert þú einn þeirra sem um hvað flestar bækur hefur fjallað af núlifandi gagnrýnend- um. Hvernig leggst það í þig að láta kollegana fjalla um þína bók? „Einn ágætur rithöfundur sagði við mig að ég væri annað hvort afar hugaður eða snarvit- laus. Það eru nokkuð algengir fordómar að gagnrýnendur séu þeir sem ekki geta skrifað bækur. Ef að er gáð kemur í ljós að ótrúlega margir gagnrýnendur hér á landi skrifa og hafa skrifað bækur. í engilsaxneska heimin- um er sagt að stjórnmálamenn skrifi reyfara, það er kannski eitthvað skylt. Það er ekkert hægt að fullyrða um hvort það fer saman að vera góður gangrýnandi og góður rithöfund- ur. Það eina sem er vitað er að það er auðvelt að skrifa afleita gagnrýni og leiðinlega bók. Þetta er svo ámóta merkileg vitneskja og að hestar éta hey og hafra og Volga fellur í Kasp- íahaf.“ - Þú ert bókmenntafræðingur og í þinni stétt eru uppi ýmsar kenningar um bækur. Léstu stjórnast af einhverri slíkri við gerð Geirfuglanna? „Kenningar um bókmenntir hjálpa mönnum lítið við skriftir, nema kannski til að vara sig á ákveðnum hlutum. Kenningar eru auðvitað bara vinnuhagræðing sem kemur eftir á. Öðru hvoru rísa upp hópar af rithöf- undum og búa til prógramm eða stefnuyfir- lýsingu, t.d. súrrealistarnir og þeir sem að- hylltust epíska leikhúsið. Það eru ekki gagn- rýnendur eða bókmenntafræðingar sem setja þessi prógrömm fram. Kenningin um sov- éska sósíalrealismann var t.d. verk Gorkís að miklu leyti. Það er eðlilegt að höfundur setj- ist niður og festi á blað hvað hann ætlar að gera, að hann reyni t.d. að forðast endur- tekningu á einhverju sem þegar hefur verið skrifað. Eins er það eðlilegt að gagnrýnendur búi til kenningar til skýringar og fyrir ungl- inga sem eru að byrja að lesa bækur.“ AO storka guðl - En hvernig vildi það til að þú fórst að skrifa skáldsögu? „Þegar ég var að skrifa Miðvikudaga í Moskvu komst ég að því að það er gaman að einangra sig og skrifa með öðru hugarfari en því sem fylgir skrifum í dagblöð. Ég hefði aldrei lagt út í þetta ef mér fyndist erfitt eða leiðinlegt að skrifa. Menn skrifa bækur af ýmsum hvötum. Argentínski rithöfundurinn Borges bjó til sögu sem snýst um bindi af alfræðiorðabók sem finnst fyrir tilviljun. Það er verið að semja þessa bók með leynd og hún er um plánetu sem ekki er til. í þessu bindi eru greinar um sögu, trúarbrögð, tungumál og raunvísindi sem eru allt öðru vísi en við eigum að venjast. í lokin kemst það upp að það er einhver sérvitur auðkýfingur sem hef- ur látið semja þessa alfræðibók. Hann er her- skár guðleysingi sem vill storka guði almátt- ugum, sýna fram á að fleiri geta skapað heim en hann. Ef til vill er einhver svona rembing- ur í þeim sem eru að skrifa bækur. Borges kann að hafa hitt naglann á höfuðið. Þetta er neikvæða hliðin. Þá jákvæðu má finna í epig- römmu eftir skoska ljóðskáldið Robert Burns. Þar er hann að fjalla um hermennsku og ástir og segir sem svo að það sé miklu skemmtilegra að búa til einn stríðsmann en kála heilum tug.“ - Hvað var bókin lengi í smíðum? „Það fyrsta sem gerðist var fyrir tíu árum að ég samdi tillögu að kafla í jólabók í nýárs- blað Þjóðviljans, það var einskonar skop- stæling á íslenskum endurminningabókum. Fyrir tveim árum þurfti ég að taka mér frí og sitja heima og þá datt mér í hug að skoða þennan samsetning og eitthvað eimir eftir af honum í bókinni. En hún breytti mikið um tón eftir að ég fór að skrifa hana í alvöru." oetta oendaniega hrðefni - Það er til siðs að spyrja höfunda hvort þeir séu með nýjar bækur í takinu. „Það er líka einhver hjátrú að vilja sem minnst um framtíðina tala. En það gerist margt þegar menn fá óvænt nægan tíma. Ég lá á sjúkrahúsi í sumar og þá skrifaði ég drög sem ég veit ekki hvort ég snerti meira við. Það gæti verið hálfgerður reyfari um ástir og glæpi.“ - Þú hefur verið blaðamaður í fulla tvo áratugi, finnst þér það alltaf jafngaman? „Já, blaðamennskan hefur einn ágætan kost: maður þarf aldrei að bíða eftir að tím- inn líði. Þess þarf maður í mörgum störfum, ekki endilega samfellt, en það kemur oft upp.“ - 1 bókinni læturðu Tóta segja: „Verst að mér finnst að allt sé búið að gerast...“ Færðu þetta aldrei á tilfinninguna í vinnunni? „Jú, ýmsir atvinnusjúkdómar sækja á mið- aldra blaðamenn. Manni fer að finnast dags- fréttirnar ómarktækar. í fréttum og pólitík er ákveðin hringrás, veiðist loðnan eða veiðist hún ekki? Það er meira að segja ákveðinn ryþmi í eldgosum. En á bakvið dagsfréttirnar eru ótalmargir hlutir sem gaman er að virða fyrir sér og fjalla um. Það er alltaf þessi spurning að taka þetta óendanlega og sund- urslitna hráefni, hnoða það milli fingranna og koma einhverri skipun á það.“ Hetyarpi Siðiisðili fiöimioia - Einhver breyting hefur orðið á íslenskum fjölmiðlum á þessum tuttugu árum. „Já, en það er erfitt að gera sér grein fyrir þeim, maður Ies svo sjaldan gömul blöð með því hugarfari að bera saman við nútíðina. En blöðin eru áreiðanlega miklu líflegri núna, mönnum dettur fleira í hug. Það er mikið talaðum óháð og frjáls blöð sem eiga að vera

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.