Helgarpósturinn - 29.10.1982, Page 16

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Page 16
EYMD í BREIÐHOLTI Eyind er hljómsveit í Breiðholt- inu. í henni eru finini strákar á aldr- inum 16-18 ára. Þeir heita Pétur, Haraldur (Halli), Addi, Siggi, og Stebbi. Stuöarinn náði tali af strák- unum fyrir stuttu og fyrsta spurn- ingin varauðvitaö: Af hverju cruði í hljómsveit? „Bara, þetta er mjög skemmti- legt.“ -Dýrt? „Já, en það hefur alltaf sloppið ein- hvern veginn. -Svo vinna sumir af okkur." farðað sofa - Hvernig tónlist spiliði helst? „Rokk - og auðvitað er allt frum- samið -Diskó? „Nei, farðað sofa...“ -Hvað með aefmgaaðstöðu? „Við æfum í Fellaskóla, við feng- um leyfi til þess þegar við vorum í skólanum og æfum nú tvö til þrjú kvöld í viku." spila opinberlega -Hafiði spilað opinberlega? „Við spiluðum um síðustu helgi í Fellahelli, svo stendur nú ýmislegt til sem við viljum ekki segja frá strax." -Hverjar eru uppáhalds hljóm- sveitirnar? „Deep Purple, Þeyr, Þursarnir. Stuðmenn..." þylja strákarnir upp ásamt fleiri hljómsveitum sem við ekki gripum. Og nú snerum við okkur að öðru. skólinn -Hvaða álit hafiði á skólum? Sumum fannst reikningur bull - _ öðrum danskan en.... Halli: „Skólinn er ágætur ef kenn- . ararnir eru skemmtilegir.“ Pétur: „Já og ef krakkarnir eru fínir.“ Addi: „Við sofum nú samt mikið í skólanum." góð menntun.... Halli: „Já, en maður verður að hafa góða menntun." Pétur og Addi: „Við tökum 9. bekk | upp til að geta farið í eitthvað | seinna.“ Stcbbi: Ég ætla aftur í skóla seinna, | ég er bara ekki búinn að ákveða 'nvað það verður...“ Siggi: „Ég vil helst ekki koma ná- y lægt skólum..." hitt og þetta, hér og þar -Við stuðkonur vorum að vanda mjög forvitnar um kynfræðsluna í 1 þeirra skólum??? Allir: „Við þurfum enga kyn- fræðslu, þetta kemur svona smátt i og smátt. Maður heyrir hitt og I þetta svona hér og þar.“ -Lesiði eitthvað um þessi mál? „Já, bæklinga sem við fengum í Fellahelli, Iíka Vikuna, og Stuð- arann. Það eru þær Sokkabandið bregður undir sig betri fætinum Mikil gróska rfkir nú í fsfírsku tón- listarlffí. Kvennahljómsveitin Sokka- bandið er cin þeirra sem hafa skotið upp kollinum að undan- förnu. Hana skipa: IngunnBjörg- vinsdóttir ■ (söngur), Asthiídur Þórðardóttir (bassi), Oddný Sig- urvinsdóttir (gítar), Eygló Jóns- dóttir (gítar), Rannveig As- geirsdóttir (hljómborð) og Bryndís Friðgeirsdóttir (trommur). Undirritaðar hafa því miður ekki verið nema á einum tónleikum með Sokkabandinu og erfitt er að mynda sér skoðun um tónlist þeirra að svo stöddu, en sjálfar segjast þær spila létt rokk, og ögn af raggae í bland, og virðist okkur það ekki fjarri lagi. Við höfum heyrt á skot- spónum að höfuðborgarbúar fái brátt tækifæri til að heyra í þessari umtöluðu hljómsveit, en ekki vitum við hvunær eða hvar það verður. SV.HH. „Mér er sagt hvernig ég á að vera, að gera, í kerfinu er ég Iftill punkt- hvernig ég á að haga mér, hvað ég á ur sem skiptir engu máli.“ Misheppnað skáld? Þvert á móti Vá, ferlega var ég hreykin þegar ég las söguna mína í blaðinu, þaðer að segja: Þegar ég las hana fyrst. Nú er ég komin á þá skoðun að ég sé al- gjörlega misheppnaður rithöfund- ur. En það eru líka ekki allir full- komnir. Og þó ég sé misheppnaður rithöfundur, er ekki þar með sagt að ég geti ekki klambrað saman nokkrum ferskcytlum: Heyrt hef ég kennara segja: „Þú ert barn mjög baldið.“ . Hann getur sagt fólki að þegja, því hann hefur valdið. Ef hann segir þér að töflu að stíga þá er þér það skylt. Þú mátt ekki einu sinni míga þegar þú vilt. - O- Og mikil örlög og áföll hlýtur punktakerfið að bera. Punktur í kladdann, og þrátt fyrir áköll ertu búin að vera. f viku hverfur þú kannski, (reyndar ekki ár og síð). Samt er ei óvíst að mútta rannsaki þína óhrjálegu fortíð. Ef nokkrir punktar bætast við, þá birtist félagsráðgjafinn. Örfáir enn, þá er ei bið, þér siglir í mót vinnumarkaðurinn. S.B.Gunnarson. Hin misheppnaða (manneskja). Póstur og sími Jafnrétti og stundvísi. Kæri stuðari, Ég vil að þú komir þessari kvörtun á framfæri. Skólastjór- inn okkar í Austurbæjarskóla tekur hvorki mark á stundvísi né jafnrétti. T.d. er tekið strangt á því þegar krakkar mæta seint í tíma en jafnframt sagt að við sé- um I frjálsu námi. Og skólastjór- inn mætir til kennslu þegar hon- um sýnist. -Við eruin nú í frjálsu námi og eigum að fá fullnægjandi kennslu! Varðandi jafnréttið, þá er það illa séð hjá skólastjóran- um. Þannig var að það kom lögga í skólann til að tala við krakkana um skellinöðrur þar sem margir eiga hjól. Skólastjór- inn sagði.: „Þeir sem eiga hjól eða ætla að fá hjól komi.“ Allir komu I en þá rak stjóri stelpurnar í burt. | Ég veit að stelpur geta alveg eins fengið próf og strákar, því skil ég i þetta óréttlæti ekki. Nafnlaus í 9. bekk i Kvörtuninni er hér með komið I áframfæri. Auðvitaðgetastelpur j fengið próf á skellinöðrur og j hljóta að hafa áhuga á þeim eins og strákar. Okkur er því jafn j óskiljanlegt og þér þetta órétt- i Iæti...En það er þetta með óstund- i vísina. Ertu í frjálsu námi? Við sem héldum að 9. bekkur i væri skylda. Upp og ofan Þetta er hluti af laginu „Kerfið“, sem Allsherjarfrík flytja, en Alls- herjarfrík er ísfirsk hljómsveit sem samanstendur af Bjarna Brink (söngur), Kristni Níelsar (gítar), Gumma Hjalta (bassi) og Krumma (trommur). Þessi „bráðefnilega“ ísfirska hljómsveit mun koma fram á tón- leikum sem „Upp og ofan“ halda í kvöld, föstudaginn 29. október, ásamt Vébandinu, Q4U og Tappa Tíkarrassi. Drífum okkur strax af stað! Tónlist þeirra gæti flokkast undir pönk, rokk eða nýbylgju, eða bara eftir því hvar fólk vill hafa það. Og vilji fólk mynda sér skoðun um málið, þá er bara að drífa sig á stað- inn, því sjón (og heyrn) er sögu ríkari. -SV,HH.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.