Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 29. október 1982 -IpjffjLf, ,rjnn „Sem hundtík til síns herra sér...” Heii oi; sæl! í síðasta pistli lofaði ég lesendum því að ég skyldi við fyrsta tækifæri jazza hress út frá kreólskri mat- argerð, fyrst þyrfti ég bara að athuga kryddbirgðir reykvískra verslana og finna út með tilraunum hvaða hráefni íslensk gætu lcyst krókódílakjöt og annað staðbundið hráefni af hólmi. En aldrei skyldi maður lofa upp í ermina sína- ... Frómt frá sagt er ég svo ðnnum kafin þessa dagana að ég hef varla tíma til að sjóða hafragraut hvað þá stunda tilraunaeldamennsku. Og kemur þá vel á vondan þar sem ég cr nú að lesa síðustu próförk af matreiðslubókinni minni, Matur er munnsins megin, en þar hamra ég á því að matar- tilbúningur þurfi alls ekki að vera tímafrekur, séu viljí og skipulagshæfileikar fyrir hendi; liann eigi ekki að vera fólki kvöð heldur andleg upplyfting í hversdagskífinu...En það má virða mér til vor- kunnar að þetta skrifaði ég þegar vinnudagur minn var aðeins 12 tímar en ekki 16, og áður en skammdegismorgnar runnu upp, kaldir og hrá- slagalegir. Aliifkraknii eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Sljórri og fúlli. eftir að hafa unnið sleitulaust á þriðju viku helgar og kvöld meðtalin. langar mig mest til að brölta upp á þak og öskra úr mér lifur og lungu. í stað þess að elda innyfli eða skrifa um mat. En ég er víst siðprúðari cn svo að ég láti það eftir mér. 1‘ess í stað æði ég örðalaust út í rokið og rigninguna og hleyp úr mér bræðina, sest svo niður við ritvélina með heitt grænmetisseyði og ærinn hjartslátt og segi Helgarpóstslesendum frá því hve bágt ég eigi. Bágindin og vinnuáiagið má að sjálf- sögðu rekja til klassískra íbúðakaupa. Og þar sem ég veit að fjölmargir búa við sömu aðstæðurog ég, ætla ég nú að koma með nokkrar lciðbeiningar um það hvernig best er að haga sér á hefðbundnum matmálstímum, með það fyrir augum að geta haldið sæmilegum dampi 16 stundir á dag. Tala ég hér af ærinni reynslu, trúið mér. Morgunverður og tilheyrandi Byrjið daginn á því að sötra heitt jurtate meö teskeið af hunangi út í. Það róar maga og tauga- kerfi eftir órólegan nætursvefn, ef ekki byltinga- sama andvökunótt. oggerir ykkur hæfari en ella til að takast á við fjárhagsáhyggjur dagsins með bros á vör. - I lagkvæmast er að hita teið áður en þið gangiö til náða kvöldið áður. setja þ;tð á hitabrúsa og tylla honum Viö höfðalagið. Urn leið og verkjara- klukkan hringir, skriifið þið tappann af brúsan- um, teygið fyrsta sopann, og siökkvið á klukk- unni. Gerið síðan nokkrar léttar magaæfingar i rúminu (t.d. með því að láta beina fótleggina síga og hníga til skiptis og telja upp að 40 á meðan). sötrið teiö á miHi æfinga til að ná nndanum. Snarist nú fram úr rúntinu og takist á við erfiöari líkamsæfingar, s.s. bolvindur og niðurbrot (þ.e. standið rétt í báðar fætur, brotnið saman með því að teygja hendurnar niður með fótteggjunum þar til lófar nema við gólf). Raulið eitthvað uppbyggi- legt fyrir munni ykkar á meðan á æfíngunum stendur, s.s. sálmaslitur sem getur e.t.v. hjálpað ykkur viö að forðast allar þær syndir og freistingar sem hver nýr dagur ber óhjákvæmilega í skauti sínu: Aví drottinn, miskunna mér, manneskju aumri þinni, og lít til mín af hæðum hcr huggunar augsýninni, freistinga vötnin feikilcg fast að sálinni þreingja, syndanna byrðin sama veg sárt vill höluðið streingja. Þá er kominn tími til að setja hafragrautinn yfir og kaffivélina í gang. Á meðan grauturinn sýður viö vægan hita, farið þið í kalda sturtu til að auka þanþol vöövanna og syngið á meðan hástöfum með sínu lagi: Táp og t’jör og frískar konur fínnast hér enn, ó, sonur. Gleymið nú ekki að klæða ykkur áður ett þið takið til við kotasæiuprýddan- hafragrautinn. Forðist að líta í dagblöðin, það gæti raskað þessu fína jafnvægi sem þiö hljótið óhjákvæmilega að vera komin í. Og nú eruð þið væntanlega reiðubú- in að starfa óþvinguð og eðlileg í lýðræðisþjóðfé- lagi í stöðugri þróun, a.m.k. fram að hádegi, að því tilskildu að þíð hafið rennt niður meö kaffinu 2 msk af jxrrskalýsi, tveimur hvi'tlaukstöflum og einni fjölvítanúntöflu. Ef þið tre^stið ykkur ekki til að fara þannig aö ráði ykkar í morgunsárið, skuluð þið kaupa mat- reiðslubókina mína. Hádegisverður Ef þið þurfið að nota hádegishléið til að heimsækja stofnanir, bruna með skjal í þinglýs- ingu, ná í húsnæðisstjórnarlán eða framlengja víx- il, grípið þá með ykkur t.d. kotasæludós (gjarnan af stærri gerðinni), skeið og tvær gulrætur og úðið í ykkur á meðan þið biðið, sem þið þurfið örugglega að gera). Gott er að gera nokkrar öndunaræfingar til að styrkja þindina áður en þið upphefjið banka- stjórajarmið, t.a.m. Þeir sem borða heima í hádeginu en hafa lítinn tíma til eldamennsku, geta t.d. eldað sérdágóðan skammt af naglasúpu í upphafi viku, og hitað upp hæfilegan skammt á hverjum degi, gjarnan með því að bragðbæta hana ögn í hvert skipti, og borðað brauðskorpu með. Ef ykkur líst miður á framangreindar tillögur, kaupið þá matreiðslubókina mína sem kemur út á næstunni. Millimál Nú mæli ég með að þið sveltið ykkur fram að kvöldmat, því þeir sem eru tínandi ísig kexkökur, tertusneiðar, súkkulaðibita og saltstengur á miili mála, eru aldrei almennilega svangir á matmáls- tímum, hlaupa í spik þegar til lengdar lætur og geta jafnvel fengið snert af næringarskorti vegna einhæfs og óhoils mataræðis. Þeim sem líst samt sem áður miður á þessa tillögu er hikstalaust bent á að kaupa bókina Matur er mannsins megin, því þar er að finna uppástungur að léttu en lostætu millimálasnarli. Kvöldveröur Að mínum dómi er morgunverðurinn mikilvæg- asta máltíðin fyrir Ifkamann en kvöidverðurinn fyrir sálina. En plássins vegna er því miður ekki hægt að fara út í þá sálma í þessum pistli. Þeim sem vilja drekkja örvæntingu sinni á kvöldin í góðum sósum, sbr. eiginmann framhjáhalds- fraukunnar í Tintrommunni eftir Gúnter Grass er tvímælalaust bent á að kaupa myndskreytta bók Jóhönnu Sveinsdóttur. Matur er mannsins megin, sem kemur út hjá bókaforlaginu Svart á livítu eftir hálfan rnánuð. Með því móti má e.t.v. drekkja örvæntingu höfundar í leiðinni, ef þið vilduð vera svo væn... Nú sé ég í hendi mér að eitthvað verður að vera ætt í þessum pistli, samt sem áður. Því kemur hér ein af uppskriftum bókarinnar, feikilega góöur fiskréttur kenndur við Ágústu Fjallkonu. Sítrónulegin ýsa á la Ágústa Fjallkona Þettaeróhemjugómsætur réttur. Hrárfiskurinn er látinn iiggja í sítrónusafa ( nokkrar klukkust- undir og síðan borðaður með vcl kryddaðri græn- mctissósu og brauði. Uppskriftin nægir í forrétt handa u.þ.b. 6, en að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu að tvöfalda uppskriftina svo úr verði aðalréttur. 500 - 700 gr ýsuflak 4-5 sítrónur Sósa: 'h 1 dl ólífuolía 2-4 tómatar 1 vænn laukur u.þ.b. 250 gr af niðursoðinni búlgarskri papriku salt og pipar 1 fsk orcgano 2-3 steinseljukvistir og nokkrar grænar ólífur (til skrauts) 1. Roðflettið tiskinn og skeriö hann í munnbita. Pressið safann úr sítrónunum og látið fiskbitana liggja í safanum í 5 - 6 klst. 2. Sósan. Saxið laukinn smátt, skerið tómata og papriku í litla bita, sneiðið óiífurnar og saxið steinseljuna. Hræriö oregano, salti og pipar (eftir smekk) út í ólífuolíuna, blandið tómötum, pap- riku og lauk saman við og hellið yfir fiskbitana rétt áðuren þeireru bornir fram. Skreytið meðsaxaðri steinselju og ólífusneiðum. lörun og yfirbót Ég bið háttvirta lesendur velvirðingar á þessari lítt dulbúnu auglýsingu sem pistillinn óneitanlega er. Þó heid ég að tilvonandi kaupendur verði ekki illa sviknir af títtnefndri vöru, að stríðstertuunn- endunt frátöldum. í bókinni Matur er mannsins megin fá þeir harla lítið fyrir sinn snúð.... Að endingu vil ég ávarpa þig, tilvonandi bókar- kaupandi, með eftirfarandi orðunt: Sem hundtík til síns herra sér, horfi ég á miskunn þína, far því af stað og flýttu þér frelsaðu sálu mína... ...og skal ég þá taka gleði mína á nv og hætta jafnframt öllu kaupsýsfuhjali.... Hvítigaldur Það er ætlunin í þetta sinn að líta enn inn í smiðjuna hjá nokkrum tafllokahöfundum. Ég hef kennt þáttin við galdur, því að það gengur göldrum næst sem þessir snillingar geta töfrað fram á skák- borðinu. Ef menn vilja njóta þrautanna sem best er ráð að setja taflstö- ðurnar upp áður en textinn er les- inn og sjá hvað hægt er að lesa úr þeim, en bera svo saman. Fyrstu tvenn lokin eru eftir Kubbel. Það er erfitt að fá vitneskju um so- véska skákþrautahöfunda. Ég var hissa á því að sjá stundum K.A.L.Kubbel og í önnur skipti K.I.Kubbel tilgreinda sem hö- funda þrauta í erlendum tímari- tum. Nýlega komst ég svo að því að Kubbel-bræðurnir voru þrír og fengust allir við samningu skákdæma og taflloka: Arvid (1889-1941), Leonid (1891-1942) og Evgenij (1894-1942). Þeir Arvid og Leonid stýrðu skák- og fallega máthugmynd er víst runnin frá Trtoitzkí og er ógleymanleg. Sú saga er sögð af Loyd sem er einhver snjallasti skákdæmahöf undur sem nokkru sinni hefur verið uppi, og Steinitz sem var heimsmeistari í skak, að þeir reyndu stundum með sér hvor væri fljótari: Loyd að hrista dæmi frarn úr erminni eða Steinitz að Skák eltir Guömund Arnlaugsson þrautadálki í Shakmatnij Listok um árabil. Leonid var afkastam- estur þeirra bræðra. Hann lét eftir sig um 2800 þrautir, þar af um 500 tafllok. Og það mun vera hann sem er. höfundur þessara þrauta sem hér eru birtar. Þessi tafllok sá ég fyrst í kennslu- bók Laskers. Þau eru skemmti- legt dæmi um geómetríu skák- borðsins: hvítur hrekur svarta kónginn um borðið, hann má ekki vera á sömu línu og drott- ningin, svo að hvítur geti ekki unnið hana með skák. 1. Re3+ Kg3 Ekki Kh4, Dg4 mát og heldur ekki Kh2, Df2+ og mát í næsta leik. 2. Dg4+ Kf2 3. Df4+ Ke2 Ekki Kgl, Dfl+ og mát í næsta leik. En Kel ber að sama brunni. 4. Dfl+ Kd2 Eða Kxe2, Del+ og vinnur drottninguna. 5. Dcl+ Kc3 Nú sjáurn við hlutverk peðsins á c6: annars gæti hvítur leikið Rd5+. 6. Dc2+ Kb4 En ekki Kd4, Rf5+ 7. Db2+ Rb3 Ekki Ka5, Rc4+ og mátar í næsta leik. Nú virðist púðrið vera á þro- tum, en þá kemur þruma úr heið- skíru lofti. 8. Da3+!! Og nú annaðhvort Kxa3, Rc2 mát eða Kb5, Dxe7. Þessi óvænta leysa þau. Steinitz hafði víst oftar vinninginn, eins og eðlilegt er, en þó tókst Loyd stundum að gabba hann. Eitt af þessum dæmum heitir einfaldlega „Steinitz stuck“, því að gamli maðurinn féll í gildru og kom með ranga lausn. í annað sinn átti hann að bendaáþann mann sem ólíkleg- astur væri til að máta og benti á fjarlægt peð er stóð á upphafsreit sínum. Én þetta peð átti þá ein- mitt eftir að renna alla leið upp í borð og greiða banahöggið. Þetta dæmi er mjög frægt og heitir þemað „Excelcior“ í höfuðið á þessari himnaför peðsins. Svipaða spurningu mætti bera fram um þetta dæmi: hvert af hvítu peðunum á eftir að greiða svarta kónginum banahöggið? 1. e7! Bxe7 2. b7 e4+ Þessi leikur og hinir næstu eru knúnir fram af þeirri nauðsyn að komast fyrir peðin. 3. Kxc3 Bf6+ 4. Kb4 Be5 5. g7 Be6 6. c4 mát! Richard Réti var einn af fremstu taflmeisturum heims þann skamma tíma sem hann lifði (1889-1929). Hann tefldi margar glæsilegar skákir og stóð sig mjög vel á mótum, hann skrifaði merk- ar bækur um skák, og hann stóð Framh. á bls. 23. Spilaþraut helgarinnar S 9-2 H 6-4-3 T K-3 L K-D-G-10-9-5 S Á-D-G S K-10-6 H Á-G-10 H K-D-5 T Á-9-8-4 T D-G-10-6 L 8-4-3 L Á-6-2 S S-7-5-4-3 H 9-S-7-2 T 7-5-2 L 7 Sagnir: V N A S 1 grand 2 lauf 3 grönd pass LAUSN: Vestur gefur fyrsta laufa slaginn, en tekur þann næsta þeg- ar hann sér að suður á ekki Öeiri lauf. Norður hlýtur að eiga tígul kónginn, því annars hefði hann ekkert sagt. Spaða- og hjartaslagirnir tekn- ir. Norður verður að kasta einu laufi, því ekki má kasta frá tígul kónginum. Þá er norður settur inn á lauf. Hann fær sína þrjá laufaslagi og verður síðan að spita frá tigul kónginum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.