Helgarpósturinn - 29.10.1982, Síða 19

Helgarpósturinn - 29.10.1982, Síða 19
19 ,rjnn Föstudagur 29. október 1982 Þáttur af þjóöhöfðingjum Eins og flestir líklega vita er nú nýlega lokið heimsókn forseta Finnlands. Sem vænta má er þetta hiún mesti fréttamatur fyrir fjölmiðla eins og ævinlega þegar meiriháttar fólk ber að garði enda afskaplega þægilegt efni til að matreiða ofan í lesendur eða hlustendur. Líklega hefur nú mörgum þótt nóg um þegar sýndar voru myndir frá móttöku úti á flugvelli og breiddur hafði verið hörkumikill rauður dregill á flugvöllinn. En þetta ku víst tíðkast þegar tekið er á móti stórmennum og þá náttúrlega ekkert við því að segja. Svo voru þetta fastir liðir eins og venjuiega, móttökuathafnir og veislur upp á dag hvern með síðum kjólum og kjólfötum og me- dalíum og maður var farinn að halda að þetta yrði eins og með aðrar heimsóknir. En þá fóru allt í einu að ger- ast óvæntar uppákomur. Forseti Finnlands óskaði nefnilega eftir því að fá að skoða íslenskan sveitabú- skap og hefur trúlega ein- hverjum ráðuneytismannin- um brugðið í brún við þá ósk. En auðvitað var orðið við ósk gestsins og skroppið austur fyrir fjall. Og þar var náttúrlega enginn kotbóndi sóttur heim, þar sem er Ág- úst á Brúnastöðum. Þar þáðu gestir síðan kaffi og pönnukökur að gömlum sið í gestastofu og síðan var allt slektið drifið út í fjós. Skrifara er það mjög til efs að önnur eins fréttamynd hafi nokkurn tíma sést úr heimsókn þjóðhöfðingja og tekin var í fjósinu á Brúna- stöðum, þar sem tveir þjóð- höfðingjar ásamt slatta af ráðuneytismönnum stóðu og klóruðu kúnum bak við eyrun. Og þarna virtist Koivisto vera vel í essinu sínu, hvort sem hann er nú vanur slíkuin störfum í sínu heimalandi eður ei. Það verður að segj- ast að þetta kom skrifara nokkuð á óvart og hefur Finnlandsforseti verið tals- vert hærra skrifaður hjá honum eftir þessa heim- sókn. Skrifari var aftur á móti ekkert hissa á Vigdísi, hún hefði verið alveg eins vís til að setjast niður og fara að mjólka heíði þannig staðið á. Flún er nefnilega búin að sýna það í gegnurn tíðina að hún er afskaplega alþýðleg og laus við tilgerðarhátt og hefði þess vegna eins getað skroppið með Koivisto í Hollywood um kvöldið þeg- ar lokið var fjósverkum á Brúnastöðum. En Koivisto og Vigdís voru ekki búin að fá nóg með heimsókninni í fjósið því næsta dag sást til þeirra í frystihúsi þar sem þau stormuðu um sali og skoð- uðu orma og beinatínsiu og fóru svo beint í veislu á eftir. Ja svona eiga sýslumenn að vera, varð skrifara hugs- að. Svo fór hann að kynna sér betur það sem skrifað var í blöð um Finnlandsfor- seta og komst að mörgu skemmtilegu, t.d. að forset- inn stundar þá ágætu íþrótt blak og er meira að segja svo forfallinn í þeirri íþrótta- iðkun sinni að hann tók sér ekki einu sinni frí úr blakinu til að fylgjast með talningu atkvæða þegar hann var kjörinn forseti. Það hefðu fáir leikið eftir. En svo kom í Ijós að ekki hafði heimsóknin á íslensk- an sveitabæ verið til einsk- is, því forsetinn tók með sér ein hundrað tonn af kindakjöti þegar hann kvaddi. Að vísu fór kjötið ekki með sömu vél og hann og hans lið en þetta keypti hann engu að síður (þótt ekki ætli hann það nú senni- lega allt til eigin neyslu). Það er aldeilis ekki ónýtt að fá svona heimsóknir eða hvað? Þá hefur forsetinn okkar verð einstaklega duglegur við að auglýsa og koma í verð ýmsunt okkar útflutn- ingsvörum og er þess skemmst að minnast úr síð- ustu vesturför að hún kom því til vegar að ullarvörur upp á einar sjö milljónir voru pantaðar þangað vest- ur ásamt því að skriður komst á ný á fiskmarkað okkar vestra. Fróðir menn töldu þetta algerlega einka- framtak hjá Vigdísi og hefði hún þarna á fáeinum dögum gert meira en fjölmennar sölunefndir á mörgum vik- um. Þetta þykir skrifara einkar athyglisvert og hreint engin spurning að reyna að nýta betur þá möguleika sem forsetaemb- ættið þarna gefur. Það væri verðugt verkefni að reyna að losna á þennan hátt við eitthvað af kjötinu okkar (þótt Koivisto hafi að vísu höggvið drjúgt skarð í það) og helst að selja það án niðurgreiðslu. Að vísu hefur sölumönnum tekist þetta heldur treglega að undan- förnu en skrifari er þess full- viss að Vigdís inyndi fara létt með það. á þótti það einkar frétt- næmt á dögunum að forseta- embættið eignaðist nýja bifreið. Nú er það viður- kennt líkast til af öllum að forsetinn þarf að hafa bíl til urnráða og það helst fleiri en einn. En einn kunningi skrifara var ákaflega súr út í það hve bíllinn hefði verið dýr. Með fortölum reyndi skrifari að korna honum í skilning um að líklega hefði þetta nú verið hagstæðara, því tæplega þyrfti að kosta miklu upp á viðhald á svona vönduðum bíl. Og auk þess væri það nú ólíkt virðulegra fyrir æðsta embætti þjóðar- innar að bílakosturinn væri í góðu ásigkomulagi. En kunninginn vildi ekki láta sér segjast og taldi að það hefði mátt fá talsvert ódýrari bíl og næstum jafn- góðan nýju límósíunni. Þá var hann spurður hvar draga hefði átt fjárhagsmörkin og það vafðist nokkuð fyrir honum. Ekki mátti fara of neðarlega t.d. kontu Austur-Evrópubílar ekki til greina að hans áliti og reyndar ekki Vestur- Evrópubílar heldur. Eftir nokkra umhugsun afskrifaði hann japanska bíla líka (og á hann þó sjálfur einn slíkan). Og þá var ekki annað eftir en fara vestur um haf (en þaðan var einmitt límósínan fína keypt). Þá kom í Ijós að ekki kont til greina að fara að kaupa ódýrustu gerðirnar af amerískri framleiðslu (hann kunningi minn kallar það niggarabíla) og væri ekki annað sæmandi en fara nokkuð upp fyrir það mark. Og þegar þar var komið fann kunninginn að hann var kontinn út á nokkuð hál- an ís með röksentdirnar og tilkynnti skrifara að það þýddi ekkert að rökræða við hann um þessi mál, skrifari hefði ekki hundsvit á bíium. ^)g það iná reyndar til sanns vegar færa. Hins vegar finnst skrifara að Vigdís sé vel búin að undanförnu að vinna fyrir því að fá að sitja í bíl sem er eitthvað eilítið fínni og bétri en gengur og gerist á íslandi. Ég get bara ósköp vel unnt henni þess. Lausn á síöustu krossgátu T Td K fíl 5 £ B P ö L fí R N i R 5 K V £ r T fl N A Jfl £ N fí L r T fl V A T N R Ö 5 p fí R S fí m fí N M fí R J< fí R fí U r r 4 fí K fí 5 T R fí 5 fí Ú fí R r fí M fí r 6 'fí r fí N fí 'fí U ö 5 fí £ 5 fí m u R j N fí R 3 fí R s fí V N / N G J N B R fí N N / r> N fí Ð / r u <3 T fí R Ý 5 fí N fí r fí R j r fí L L £ G N J< fí T fí 3 fí 4 4 fl N £ 5 4 4 fí F F fí J< r /5 R fí R 'J fí fí K F\ u P / R K) J V fí m £ V 'fí T N / 3 Ö 4 G N fí R F £ J r J 5 m J u R / N /V m fí r U fí fí R t> fí G L fí r fí F J 4- 'D fí Mj 06 fest ■OVILJ Ubí< POLITl I3ó6lj i-fíR SRRS/c fíR ‘ÓERHL L£/J< FÖN<J ToNNOk M/S■ TÖ/< Ump, SERHL. eyjfi /<ONT\ £XT/?fí Súf/u , SKfíUt/ TXTTd ÖJOUVL VE/6' uR/^ NRK\J Q/ÍN EINS UJT) F Fl'ikur SLlT- l/VTJ TPLfí 6LEÐI Rm/~ fí/N ToTRH R£iV rORNN FjfER /?'//< T hóe/n EKR/F/i N UDT) HB.lT/ PlRTfíR -i-S VlVBR NNV/ MÖTfídfí THLfí '/ BjftKC ■ FRWR mfiÐUR VUDD , <5JfíRNÍ BjúófnJ stefn R 2E/NS flóNflP ÖGn/n FRETTfí S-roTfí TREV VOTi/R þRfíUT KLfíKfl '/LRT/tJ ÉLV FjfíLL HOTfl RoNG ENl). 2E/NS um XEINJ ToTR„ Sfímre. 'OFúS R/Ðfl HE/T/ HflLU ViV - Höfn VRUV/ SNflV flNfl OP 5 fímHL HV/LT FUóU 5 VERFI BoR6- fíV/ U TÓ/V/V TÓ/V/V Ko/vp, lE-IT HfítV/O FBSruR ER~D. tonN an~D VfíRPlÐ FoRfíiÐ/ HLJOt) F/BRIV Lfl/FD/

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.