Helgarpósturinn - 21.01.1983, Side 7

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Side 7
Myrkir músíkdagar í fjóröa sinn: Til aö létta skammdegisdrungann Myrkir músíkdagar, tónlistar- uppákoma Tónskáldafélagsins í skammdeginu, verða haldnir í fjórða sinn dagana 24.-30. janúar. Tilgangur tónleikahalds þessa var í upphafi að fylla það tómarúm sem verður eftir jólaannirnar þar til tónlistarlíflð kviknar aftur á vor- in. En jafnframt er tilgangurinn sá að kynna íslenska tónlist, yngri sem eldri, og verða að þessu sinni frum- fiutt nokkur verk. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á mánudagskvöld í Laugarnes- kirkju þar sem verður flutt kirkju- tórilist" eftir Gunnar Reyni Sveinsson portretttónleikar. Fyrsta verkið verður Orgelfantasía, síðan Postludium I og II, 361 nóta og 55 þagnarmerki fyrir hljóðpípu, Syng þú mín sálarlúta, kantata fyrir bar- ítón og orgel, Orgelsónata og loks Missa piccola fyrir blandaðan kór, einsöngvara, flautu og orgel. Tvö síðastnefndu verkin verða frum- flutt á þessum tónleikum. Um síðastnefnda verkið segir Gunnar Reynir við Helgarpóstinn, að það sé samið í minningu Duke Ellington. „Hann var fyrsta stóra tónskáidið sem ég lærði að meta. Það var að sjálfsögðu jassinn hans sem ég heyrði fyrst, en það er ekki eins kunnugt, að Duke hefur líka samið marga kirkjukonserta", segir Gunnar Reynir. Áfram verður haldið í Neskirkju á þriðjudagskvöld þar sem Tró- met, blásarasveit frainhaldsskól- anna, Blásarakvintett Reykjavík- ur, Ó!öf K. Harðardóttir. Oskar Ingólfsson, Snorri Sigfús Birgisson og hljómsveit Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar leika og syngja tónlist eftir innlend og er- lend tónskáld. Sinfóníuhljómsveit íslands leikur síðan undir stjórn Páls P. Pálssonar í Langholtskirkju á fimmtudagskvöld ásamt Kristjáni Þ. Stephensen óbóleikara verk eftir Áskel Másson, Jón Nordal, Hallgrím Helgason, Magnús Blöndal Jóhannsson og Leif Þórar- insson. Á föstudagskvöld verða flutt verk eftir John Speight og Myrkum músíkdögum |ýkur svo á sunnudagskvöld 30. janúar í Menntaskólanum við Hamrahlíð með því að Hamrahlíðarkórinn syngur ýmis verk sem hann hefur flutt á tónleikaferðum sínurn undanfarið. ÞG. Frá Norræna vefjar triennalnum sem nú er haldinn að Kjarv- alsstöðum í þriðja sinn (Mynd: Jim Smart). Vefjar triennal á Kjarvalsstööum: tíðinni, en kostnaðurinn við þetta er mjög mikill, auk vinnunnar sem í hann er lagður", segjaþær Ásrún og Guðrún. Hvernig þeim vefjarkonum á hinum Norðurlöndunum gengur að fjármagna áframhaldandi sýn- ingar skal ósagt látið. En hitt er ljóst, að varðandi peningahliðina" blæs ekki byrlega hér á landi. Iðn- aðarráðuneytið sýndi konunum þó mikinn skilning og lagði fram 35 þúsund krónur úr Iðnþróunarsjóði og Iðnlánasjóði. Menntamála- ráðuneytið gat hinsvegar ekki séð af nema tíu þúsundum. „Vitanlega ætti þetta að vera Verður hann sá síðasti? Þegar veðrið var sem vitlausast laugardaginn 8. janúar var opnuð á Kjarvalsstöðum samnorræn listvefnaðarsýning. Sýningin er svokallaður „triennal", sem þýðir að hún er haldin á þriggja ára fresti á öllum Norðurlöndunum en fyrsta sýningin var haldin fyrir níu árum. Af íslendinga hálfu eru á sýning- únni að þessu sinni verk eftir þær Hildi Hákonardöttur, ínu Salome, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ingi- björgu Sigurðardóttur og Sigur- laugu Jóhannesdóttur. Sú síðar- nefnda átti auk þess sæti í dómnefnd þeirri sem valdi þau 82 vcrk á sýn- inguna úr 600 verkum sem bárust. Þær Guðrún Gunnarsdóttir og Ás- rún Kristjánsdóttir voru hinsvegar fulltrúar íslands í sýningar- nefndinni og eiga auk þess nokkrar smámyndir á sýningunni, sem þær höíðu áður haft á sýningu í Gallerí Langbrók. „Það er danska vefnaðarlista- konan Nanna Hertoft sem kom þessu af stað. enda er hún kölluð „móðir triennalsins". Hún kom af stað starfshópum á öllum Norður- löndunum sem fengu því áorkað, að styrkur fékkst úr. Norræna menningarsjóðnum. Slíkur styrkur er háöur því að þátttakendur séu frá fleiri en þremur Norður- landanna", scgja þær Ásrún og Guðrún við Heígarpóstinn. Framtíð þessa norræna vefjar triennals er Jiinsvegar óljós. Nor- ræni menningarsjóðurinn hefur nefnilega líka þá reglu, að sania framtakið sé ekki styrkt nema þrisvar sinnum, og sýningin að Kjarvalsstöðum er einmitt sú þriðja. „Nú er verið að finna aðrar leiöir til að fjármagna triennalinn í fram- undir hatti menntamálaráðu- neytisins, en á hinn bóginn sjá þeir í iðnaðarráðimeytinu sem er, að sýningar sem þcssi geta verið mikilsverðar fyrir ullariðnaðjnn, enda starfa þátttakendurnir meira og minna í hönnun fyrir þá iðn- grein", segja þær Ásrún og Guðrún við Helgarpóstinn. Sýningin var að þessu sinni opn- uð fyrst í Helsinki í Finnlandi, síðan í Södertálje í Svíþjóð. I léðan fer sýningin til Færeyja, þaðan til Bergen í Noregi og endar í Kaupmannahöfn. Og þær geta þess ;ið lokum stöll- urnar, að meðal þeirra sem að sýn- ingunni standa er talið, að á íslandi Itafi sýningar þessar tekið sig einna best út. Telur fólk, að stór þáttur í því sé aö Kjarvalsstaðir séu stærsta og besta húsrýmið sem fengist hef- ur til afnota. ÞG. Hrafn Gunnlaugsson enn f startholunum: TVÖ HANDRIT í UNDIRBÚNINGI — fer síðan beint í Gerplu Utlaginn í Channel 4 Vinna við næstu kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar hefst 30. maí í vor. í gangi er vinna við tvö kvikmyndahandrit, annars vegar handrit af fornaldarsögu, en hins vegar vinna Bubbi Morthens og Þorsteinn Marelsson rithöfundur að handriti að mynd sem væntan- lega mun heita Frost og fjallar um erlenda verkamenn í fiski á íslandi og verbúðalíf. „Það er engin ástæða til að gefa frekari upplýsingar um þessi hand- rit að svo stöddu. En ætlunin er að kvikmynda eftir báðum handritun- um og það er fastákveðið að tökur hefjast 30. mars, hvort þeirra sem verður fyrir valinu", segir Hrafn við Helgarpóstinn. „Það hafa verið gerðar nokkrar atrennur við fornaldarsögur, sem hafa tekist misjafnlega. En það er engin ástæða til að halda áfram þar til það tekst, og mig hefur lengi langað til að taka mynd af þessu tagi“, segir Hrafn. Aðal vandamál varðandi gerð fornaldarmynda segir Hrafn að séu búningar og umgjörðin almennt, sem hingað til hafi reynst mönnum ofviða. „Þess vegna er um að gera að byrja smátt, og þessi fornaldar- mynd er tekin sem undirbúningur Hrafn Gunnlaugsson undir það sem á eftir kemur. Takist þetta vel er hugmyndin að fara beint í Gerplu. Það er ekkert farið að vinna að handriti þeirrar mynd- ar, enda er það miklu minna mál en umbúnaðurinn", segir Hrafn Gunnlaugsson að lokum við Helg- arpóstinn. ÞG. Enn eykst hróður kvikmynda ís- fllm, Útlagans og Lands og sona, í útlöndum. Nýlega vargerðursamn- ingur við stóran kvikmyndahúsa- hring í Bretlandi um sýningar á Út- laganum, og Land og synir hefur verið seld til sýningar í nýjustu sjónvarpsstöðinni í Bretlandi, Channel 4, eða Rás 4, sem tók til starfa í haust. „Það vár mjög mikilvægt fyrir okkur að ná þessum samningum um bíódreifinguna á Utlaganum. Þetta er stórt og mikið fyrirtæki, heitir Cinegate og rekur fjölda kvikmyndahúsa í London, sem eru kölluð Gates bíóin", segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri við Helg- arpóstinn. Sem kunnugt er hefur Land og synir þegar verið sýnd á öllum Noröurlöndunum og auk þess í sjónvarpi í Þýskalandi, Belgtu og Ástralíu. Útlaginn hefur verið sýndur í sjónvarpi í Þýskalandi og seldur tilbíósýninga í Svíþjóð og Noregi, en í síðastnefnda landinu átti að frumsýna myndina um þess- ar mundir. Samt sem áður hafa endarnir ekki náðst saman varðandi gerð Útlagans ennþá, en á sínum tíma var ágætur hagnaður af sýningum Lands og sona, sem var settur í seinni myndina. ÞG. UM '83 á Kjarvalsstöðum: 50—60 ungir myndlistarmenn með verk af ýmsu tagi Hátt á flmmta hundrað verk 80 ungra myndlistarmanna. Það er árangurinn af auglýsingu Kjarvals- staða eftir þátttakendum á sýningu undir nafninu ÚM ’83. Lngir myndlistarmenn ’83 sem verður opnuð 5. febrúar. „Dómnefndin er nú að velja úr þessum verkum þar eð við getum með engu móti sýnt þetta allt. Ætli það endi ekki með því að sýnd verði verk 50-60 listainanna", sagði Þóra Kristjánsdóttir listráðunautur Kjarvalsstaða við Helgarpóstinn. Sýningin UM ’83 ætti því að sýna nokkuð góða mynd af því sem myndlistarfólk undir þrítugu er að fást við, og búast má við því að þarna skjóti upp kollinum fólk sem nú er algjörlega óþekkt í myndlist- arheiminum. „Margt af þessu fólki þekkjum við úr Myndlistaskólanum hér, en þarna er líka fólk sem hefur numið og starfað erlendis, þannig að bú- ast má við ýmsu nýju", segir Þóra Kristjánsdóttir. Á sýningunni verða verk unnin með ýmsum aðíerðum. olíumál- verk, grafík teikningar, skúlptúr og það sem kalla mætti hreina nýlist. Allt húsið verður notað undir sýn- inguna, og verk verða hugsanlega sett upp utanhúss, en einn þátttak- endanna hefur lagt fram hugmynd um ísskúlptúra. Undir lok sýningarinnar mun dómnefnd væntanlega tilnefna einn þátttakendanna til verðlauna, en í því skyni hefur verið lagður til hliðar 30 þúsund króna ferðastyrk- ur. Auk þess taka Kjarvalsstaðir upp á nýjung á þessari sýningu að greiða myndlistarfólkinu dagleigu fyrir verk þeirra þann tíma sem sýningin stendur yfir. Það fyrir- komulag er einmitt eitt af barátt- umálum Félags íslenskra myndlist- armanna og er þess skemmst að minnast, að á síðastliðnu ári hunds- uðu myndlistarmenn sýningu á teikningum, sem Kjarvalsstaðir boðuðu til, vegna þess að ráða- menn hússins vildu ekki fallast á að greiða myndlistarmönnum dag- gjöld fyrir verk þeirra. Ákvörðun Kjarvalsstaða um að greiða dag- gjöld að þessu sinni er til komin vegna ítrekaðra óska fulltrúa FÍM í stjórn hússins. Taxti dagleigugjald- anna hefur hins vegar ekki verið ákveðinn ennþá. Komdu ef þú þqrir Bíóhöllin: Sá sigrar sem þorir (Who Dares Wins). Ensk. Árgcrð 1982. Handrit Reginald Rose eftir sögu George Markstein „The Tiptoe Boys“. Leikstjóri Ian Sharp. Framleiðandi Euan Lloyd. Aðalleikarar Judy Davis og Lewis Collins. skæruliðar innrás í íranska sendi- ráðið í London. Tóku gísla og hótuðu að drepa. Skyndilega kom á vettvang sérþjálfuð sveit manna sem þreif sendiráðið úr höndum skæruliðanna eins og að drekka vatn með nefinu. Við horfðum á þetta í fréttum sjón- Maður furðar sig stundum á því h vað sumir eru fljótir að eygja gróða í atburðum líðandi stund- ar. Þetta er önnur myndin sem ég man eftir í svipinn sem byggist á leifturárás, sem raunverulega átti sér stað. Hin var árásin á Ent- ’Ebbe flugvöllinn. Fyrir ekki löngu síðan gerðu varpsins og stóðum á öndinni yfir því, að það sem við áður höfðum lesið um í bókum á borð við Bond var heilagur sannleikur. En þetta efni var ekki nóg í heila kvikmynd. Því var tekin saga eftir George Markstein sem fjallaði um svipað efni og henni ^7/

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.