Helgarpósturinn - 21.01.1983, Side 21

Helgarpósturinn - 21.01.1983, Side 21
21 -féÉsturinn. Föstudagur 21. janúar 1983 Haukur Ingibergsson: „ Skrifstofa Sigurður Reynir Pétursson: „Þeir STEFs vann á móti mér“ hefðu getað komið inn manni fyrir löngu ef þeir hefðu áhuga“. Jóhann G. Jóhannsson: „Tilboð STEFs var móðgun“. Atli Heimir Sveinssn: „Dylgjur sem við engin rök hafa að styðjast“. og fékk stuðning frá nokkrum höfundunr lét- trar tónlistar. En aðeins brot af þeim hefur atkvæðisrétt í STEFi, því stór hluti þeirra hefur aldrei formlega gefið STEFi umboð sitt. En það var Ijóst að skrifstofa STEFs, vann á móti mér. Það var Þorbjörg Leifs, sem var kosin, og hún vinnur þarna á skrifstof- unni, og er með Sigurði Reyni í útgáfufélagi. Þau eru bæði í stjórn STEFs. Á íslensku heitir þetta klíka. Það er fámenningsklíka, sem ræður STEFi og hún hefur engan áhuga á því að höfundar léttrar tónlistar komi inn í sam- tökin. Þetta er forstokkað íhaldskerfi fá- menningsklíku“, sagði Haukur. Sigurður Reynir Pétursson, framkvæmda- stjóri og stjórnarmaður STEFs var ekki alveg sammála því: „Sannleikurinn er sá að höf- undar léttrar tónlistar hafa verið fremur áhugalitlir í þessum kosningum. Þeir hefðu getað komið inn rnanni fyrir löngu ef þeir hefðu sýnt því áhuga“. „Höfundar léttrar tónlistar geta sjálfum sér um kennt, ef þeir eru óánægðir með að hafa ekki mann i stjórn. Þeir hafa bara ekki verið til viðræðu um breytingar á núverandi reglum. Þeim hafa verið gerð tilboð í þeim efnum en engin svör gefið okkur. Það eru þeir sem hafa staðið gegn breytingunum", sagði Atli Heimir. Valda jafnvægi Þessi togstreita rnilli höfunda léttrar og al- varlegrar tónlistar er engan veginn sérís- lenskt fyrirbæri.Ahsstaðará Norðurlöndun- unt eru hliðstæðar deilur í gangi. En veru- legur munur er þó þar á. I hliðstæðum sam- tökum á Norðurlöndum eru undantekninga- laust jafn margir í stjórn frá léttum höfundum og þeinr alvarlegri. Oddamaður er sumstaðar frá ríkinu og sumstaðar útgefandi. Atli Heimir var spurður hvort hann teldi ekki eðlilegt að tekið væri upp slíkt valda- jafnvægi hér á landi líka. „Ég er ekki tilbúinn til að svara því. Það hefur ekki verið til um- ræðu. Ég legg áherslu á að hér hafa aliir réttindi í samræmi við sitt höfundaréttar- magn. Og ég tek aftur fram að það eru höf- undar léttu tónlistarinnar, sem hafa staðið í vegi fyrir því að samkomulag næðist.“ Þegar Sigurður Reynir var spurður að því sama vildi liann ekki úttala sig, sagði að hann teldi eðlilegt að popparar öðluðust „veru- legan hlut“ í stjórn STEFs. Jóhann G. Jóhannsson sagði samningaum- ieitanir við STEF ganga treglega vegna þess Á síðasta ári greiddi ríkisútvarpið tæpar fjórar milljónir í STEF að eðlilegt jafnræði gætu STEF-menn varla hugsað sér. „Á samningafundum STEFs og FA gerðu Tónskáldafélagsmenn FA tilboð um einn mann í stjórn til reynslu í tvö ár. Frá mínum bæjardyrum séð var þetta algjörlega óaðgengilegt tilboð, raunar móðgun, því sé tekið tillit til úthlutunarupphæða, þá rennur, samkvæmt upplýsingum STEFs, hærri upp- hæð til FA-manna en þeirra í Tónskáldafé- laginu, og eigi STEF að vera innheimtufélag er óeðlilegt að þeir sem eiga meiri hagsmuna að gæta fái ekki einu sinni að gerast meðlimir í félaginu. í stað þess að svara þessu tilboði höfum við eytt tíma í að kynna okkur hvernig málum er komið hjá hliðstæðum félögum erlendis, en þar er undantekningarlaust jafnvægi milli þessara aðila. Eðlilegasta krafa FA er að STEF verði fyrst og fremst innheimtufélag, skipað jafn- mörgum fulltrúum, t.d. tveir frá FÁ og tveir fráTónskáldafélagi, einn frá útgefenda og þá oddamanni sem þessir aðilar kæmu sér saman um. Tónskáldafélagið og FA gætu síð- an unnið að hagsmunum sinna félagsmanna hvort í sínu lagi", sagði Jóhann G. Haukur Ingibergsson var nánast á sömu skoðun og Jóhann hvað þetta varðar. Fyrir þá sem ekki þekkja til þessara mála kann svona deila að virðast hjákátleg. En þarna eru á ferðinni verulegir hagsmunir. Upphæðirnar sem fara í gegnum STEF eru háar og fara alltaf hækkandi - því stöðugt er leikin meiri og meiri tónlist opinberlega. Og allir verða að borga til STEFs. Ef haldin er jarðarför. þarf t.d. að greiða um 200 krónur í stefgjald. Éf tónlist er leikin í verslun þarf að borga stefgjald. Og svo framvegis, og svo framvegis. Islensk höfundarréttarlög eru ný- leg og mjög ítarleg hvað varðar tónlistar- flutning. Stærsti hluti tekna STEFs kemur þó frá útvarpinu og frá hljómplötuútgefendum. Samkvæmt upplýsingum Þorkels Hjörleifs- sonar, aðalbókara Ríkisútvarpsins, greiddu hljóðvarp og sjónvarp samtals um 3.6 inill- jónir til STEFs á síðasta ári. Sú tala er fundin með flóknum útreikningum. Gjald sjón- varpsins er t.d. fundið með því að margfalda fjölda sjónvarpstækja í landinu með afnota- gjaldi hljóðvarps, draga 40% þeirrar upp- hæðar frá, og upphæðin sem greidd er, er 9.5% af þeim 60% sem eftir eru. auk 2% í Tónskáldasjoð. Auk þess fara til STEFs 8lI<> af sölu allra hljónrplatna sem gefnar eru út hér á landi, innlendra sem erlendra. Brúttótekjur STEFs voru á árinu 1981 4.8 milljónir, þannig að með verðbólgufram- reikningum er óhætt að giska á svona 7-8 milljónir fyrir árið í fyrra. Skipting kökunnar Unr 25 prósent þeirrar upphæðar fara í rekstur STEFs, þ.e. skrifstofuhald og annað sem því tengist. Tíu prósent t'ara í ýmiskonar sjóði, sem Tónskáldafélagið ræður að sjálf- sögöu alfarið yfir. Afgangurinn kemur til út- hlutunar til höfunda. Samkvæmt upplýsingum Siguröar Reynis frá í fyrra. kernur um 30% af heildartekjum STEFs í hluta félaga í Tónskáldafélaginu, en um 50 helstu poppararnir fá um 40% í sinn hlut. Munurinn felst í því að félagar Tónskálda- félagsins fá undantekningalítið greitt fjórunr sinnum meira fyrir sína tónlist heldur en hin- ir. sem er svipað hlutfall og á Norðurlöndun- um. Þar við bætist að félagar Tónskáldafé- lagsins ráða sjóöum STEFs, og samkvæ;mt upplýsingum Sigurðar Reynis eru styrkþegar í flestum tilfellunr félagar Tónskáldafélagsins. „Það er alveg Ijóst að Tónskáldafélagið situr þarna á fjármunum sem þeir hafa engan siðferðilegan rétt á. Það má sjálfsagt enda- laust deila um akkúrat hvernig þessi kaka á að skiptast, en nú er það mat algjörlega í höndum Tónskáldafélagsins. Eins og þetta fólk hefur komiö málum fyrir mætti halda að okkur kæmi ekkert við hvernig tekjur okkar eru reiknaðar. Við konrumst hvergi að. Okk- ar álit virðist ekki skipta þar neinu máli. Það hljóta allir að sjá hvílíkt ranglæti það er“, sagði Jóhann G. Jóhannsson. I lér verður ekki farið út í frekari umræður um úthlutunarreglur STEFs og þau sjónar- mið sem að baki þeim eru: Það væri efni í aðra ennþá lengri grein. FÖSTU DAGSKVð LD IJHHUSINU11JI5 HUSINU 0PIÐ DEILDUM TIL KL10 I KV0LD Nýkomin hollensk leðursófasett OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9-12 r: úv il mwé MATVÖRUR RAFLJÖS FATNAÐUR REIÐHJÓL HÚSGÖGN Jön Loftsson hf_ RAFTÆKI cacoasj i_ GO [L. L-u £5 > íi Hringbraut 121 Sími 10600

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.