Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 3
3 ~!pifisturinn. Föstudagur 29. apríl 1983 , hlelgai----------------------- posturinn Blað um þjóömál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulitrúi: Guöjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guölaugur Bergmundsson, Ómar Valdimarsson, lllugi Jök- ulsson. Útlit: Kristinn G. Haröarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auöur Haralds, Birgir Sigurös- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónas- son, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigriöur Halldórsdóttir, Siguröur A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur Svav- arsson (bókmenntir & leiklist), Siguröur Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagn- fræði), Guðbergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfús- son (popptónlist), Vernharöur Linnet (jazz), Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guöjón Arngrímsson, Guö- laugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: ErlaSigurðardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóö, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi, Ólafur Engil- bertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guömundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Siguröur Steinars- son. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverö kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot A! prent hf. Prentun: Blaöaprent hf. Að vita meira í dag en í gær.. Einsog fram kom í kosningunum um síðastliöna helgi hafa íslending- ar mikinn áhuga á svokölluðum dulrænum fyrirbærum. Trúlega hafa reyndar íslensk stjórnmál gegnum tíðina, eða a.m.k. síöustu áratugi, verið skoðuð í röngu Ijósi. Reynt hefur verið að bregða á þau mælikvarða heilbrigðrar skynsemi og rökhyggju. Sú mæling hefur aldrei gengið upp. Orsökin getur hins vegar varla veriö sú að eitthvað sé bogið við viðfangsefnið. Það er mælistikan sem virðist hafa verið röng. íslensk stjórnmál og efna- hagsmál heyra semsagt mjög senni- lega undir það sem kallað er furðu- leg eða dulræn fyrirbæri. Sú vís- indalega rannsóknartækni sem slík fyrirbæri eru beitt nefnist dulsálar- fræði eða parasálfræði. Áhugi Islendinga á dulrænum fyrirbærum er alkunnur. Mikill fjöldi okkar telur sig hafa orðið fyr- ir beinni reynslu af slíkum fyrir- bærum eða lítur a.m.k. á þau sem staðreyndir. Hvort sem þetta á ræt- ur í einhverri þörf fyrir að komast út úr hversdagslegu umhverfi okkar og veröldinni i kringum okkur eða ekki, þá er samband við aðra vídd, — „annan heim“ og annan tíma — blákaldur veruleiki fyrir fjölda fólks. Af þessum ástæðum er vitaskuld sjálfsagt og reyndar nauðsynlegt að reyna að skýra og skilgreina þennan veruleika, hvort sem menn líta á hann sem raunveruleika eða hug- veruleika, með þeim aðferðum sem beitt er við rannsóknir á lifi hér á jörð yfirleitt, þ.e. aðferðum vísind- anna. En einsog fram kemur í Helgarpóstsviðtali í dag við dr. Erlend Haraldsson dularsálfræð- ing,hafa margir þeir sem síst skyldi, þ.e. vísindamenn, horn í síðu þeirr- ar fræðigreinar sem við þessi við- fangsefni fæst, þ.e. dulsálarinnar. Þetta hefur að vísu þá skýringu, að sumu leyti, að hérlendis a.m.k. hafa umræður um þetta efni mjög tengst trúmálum, spíritisma og þess hátt- ar. Dr. Erlendur segir m.a.: „Mér sýnist að þegar menn hafa mótað sér fasta heimsmynd, hvort sem hún byggist á vísindalegum kenningum eða trúarlegum eða pólitískum, þá þola margir illa að við sé hróflað og of t er þá skynsemin lítils megnug en þess meira ber á fordómum.“ í viðtalinu í blaðinu í dag kemur einnig fram að enn sé talsvert í land að fyrir liggi nægilegar rannsóknir og þekking á þessum fyrirbærum til að tilvist þeirra verði viðurkennd almennt. Þar þurfi að koma til áframhaldandi rannsóknir í aukn- um mæli. Helgarpósturinn telur aö í Ijósi þess hve fyrirbæri af þessu tagi eru stór þáttur í íslensku mann- lífi gegnum aldirnar þá værí viðeig- andi að íslendingar beittu sér í auknum mæli í rannsókn þeirra. í Háskóla íslands hefur þegar, undir stjórn dr. Erlends, hafist starf í þessa veru. Dr. Erlendur Haralds- son er í hópi fremstu vísindamanna heims í þessari grein og að auknu starfi hans og annarra fræðimanna í greininni ættu íslensk stjórnvöld að stuðla. Þótt svokallaðar „hag- nýtar“ rannsóknir hafi haft allan forgang í íslenskri vísindastarfsemi, þ.c. rannsóknir sem eiga að afla beinharðra fjármuna í þjóðarbúið, má ekki gleyrna vitundarlífi þeirrar þjóðar sem landið byggir. í upphafi var meir i gamni en alvöru talað um íslensk stjórnmál í þessu samhengi. Hafi menn augu og eyru opin í lífinu og gefi sér ekki sífellt sömu stærðirnar hvað sem tautar og raular þá geta þeir upp- götvað nýjan sannleika, nýjar stað- reyndir og náð betri árangri. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist. Við vitum ekki allt, — stjórnmálamenn meðtaldir. Við þurfum að vita meira. þarnæstu eða....) og óneit- anlega væri gaman að sjá einu sinni reglulegt kvennaþing. Það myndi ef til vill bjarga einhverju — eða hefur það ekki verið til siðs hér á landi og annars- staðar að kvenfólk þrífur eftir karlmenn? Það á ef- laust ekki síður við í stjórn- málaheiminum. Auk þess kunna þær að matreiða stefnuskrána sína svo fólk skilur hana (og segja þess vegna sumir að þær hafi enga, enda vanir því að vita ekki hvað frammámenn „gömlu flokkanna" eru að þvæla en þykjast skilja það). — Ææ. Féll ég ekki rétt einu sinni í gömlu gryfj- una. Ég ætlaði hreint ekki að skrifa Hringborð um neitt sem víðvikur pólitík, kosningum eða öðru í þeim dúr. Þegar ég settist við rit- vélina hafði ég óljósa hug- mynd um að eitthvað um sólina og vorið væri við hæfi, enda sumar á alman- akinu. Svona fer kosninga- kjaftæðið með mann. Hvernig skyldi þetta verða með haustinu? — Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda.... eru að gera („stjórna land- inu“ er notalega óljóst hugtak) svo það fari ekki að gruna að þeir viti það e.t.v. ekki almennilega sjálfir. Atvinnupólitíkusar eru stéttvísir menn (nema kannski Vilmundur, en hann er nú á móti öllu eins- og vitað er) og standa sam- an. Þeir vita sem er, að á togara fengju þeir ekki sjálfir að ráða kaupi og kjörum, hvað þá í frysti- húsi. Ef til vill væri ekki úr vegi að friða tegundina. — Annars finnst mér per- sónulega að fólk sem sæk- ist svona ákaflega eftir að komast á þing eigi að borga með sér. Kannski breytist þetta eitthvað með öllum „hag- nýtu“ húsmæðrunum, svo notaður sé sjónvarpsfras- inn fleygi. (Sniðugt, strák- ar. Þið eruð sjálfir blessun- arlega lausir við að hafa verið kallaðir hvort heldur er, „hagnýtir“ eða „hag- sýnir“. Til hamingju með það!!) Þó hef ég ekki stórar vonir í þeim efnum, til þess eru þær of fáar, blessaðar. En því má auðvitað breyta í næstu kosningum (eða „Nokkuð gott þegar þeir spurðu Steingrím hvort það væri ekki dauft hljóð- ið í framsóknarmönnum og sambandið slitnaði — hahaha!“ — og annað í þeim dúr. Aðrir sofa ekki væran blund fyrir stjórnar- myndunarmöguleikum og enn aðrir stöðnuðu í kosn- ingabaráttunni og tala full- um fetum um framboðsað- ila, útstyttingaraðferð o° atlögur að þingræðinu. A meðan fer verðbólgan sínu fram einsog ævinlega og engum dettur í hug ráð við henni. Og þó. Eitt þjóðráðið skaut einmitt upp kollinum í nýliðinni kosningabaráttu og „gömlu flokkarnir“ bakbitu hver annan til að eigna sér það. Það eru auð- vitað kosningar — heilla- ráð til lausnar öllu illu. Gott ef þeir vilja ekki beita sér fyrir því sumir að kjósa aftur í sumar, sem eflaust er verðbólguhvetjandi (sbr. hið sívinsæla lýsingarorð verðbólguletjandi, sem óspart var notað á tímabili áður en nokkur maður átt- sum orðin finnast ekki einu sinni í orðabókum. Nýjar tillögur til betri og bættari kosningafeluleiks: þorskaþróun = skólaganga; kvenforeldri = móðir; van- aldraður = ungur ; sam- félagsfrumeining = fjöl- skylda; sambúðaraðseturs- staður = heimili; tvístruð samfélagsfrumeining= fjölskylda þar sem foreldri (ósjaldan kvenforeldri) er fráskilið. Lesendur geta dundað sér við að setja þetta saman í blöndur, s.s. „Þroskaþró- unarvist er alfarið fram- kvæmd af vanöldruðum einstaklingum" (sem myndi útleggjast eitthvað í þá veru að krakkar gangi í skóla). A.uðvitað eru það ekki efnahagsmálin eða þjóðar- hagur (svonefndur) sem skipta meginmáli þessa stundina, svo af hverju er fólk að æsa sig? Það er vit- að mál, að allir hafa það gott á íslandi, enginn svelt- ur, allir hafa jafnan rétt til náms (sumir auðvitað jafn- Sólin og pólitíkin og vorið og pólitíkin og... Þá er Ioks komið trú- verðugt vor í loftið, fugla- söngur glymur við allan sólarhringinn (finnst mér helst), bjart lengur en nokkur hefði þorað að vona í janúar og tímaskyn- ið fokið út í veður og vind, svona til undurbúnings sumarsins. Kosninga- skjálftinn er farinn úr flest- um og stjórnarmyndunar- hitasóttin tekin við, þó eft- ir lifi ljúfar minningar um langa nótt fyrir framan kassann. Sumir þráast við og skjóta fram dularfull- um yfirlýsingum eða spurningum við og við: „Hann var nú sér á parti þessi í Hafnarfirðinum“ (skyldu Hafnfirðingar annars vera farnir að trúa bröndurunum?); „Heyrð- irðu vísuna hans Ómars?“; hrinoborbió aði sig á að verðbólgan væri af hinu illa, sem auð- vitað eru ekki allir sam- mála um). Og svo skokk- um við glöð og kát inn í nýja kosningabaráttu og kosninganótt og stjórnar- myndun, rétt einsog krakk- arnir æða útúr húsunum til að fara í „sto“ (ég var aldrei í sveit — hef þarafleiðandi misst af líkingunni sígildu um beljurnar (afsakið, kýrnar) og fjósið). Pólitík- usarnir okkar taka því sennilega fljótlega til við það.aftur að virða „hinn almenna kjósanda" í orði en ganga út frá því á borði að sá hinn sami sé slefandi vanviti, skilji ekki mælt mál og þá alls ekki fyrr en skellur í tönnum. Enda pólitískt orðskrúð kjörið til að fela sig á bakvið — í dag skrifar Magnea J. Matthíasdóttir ari en aðrir), ungt fólk er önnum kafið við að koma sér upp eigin húsnæði með dyggilegri aðstoð lána- stofnana, atvinnuleysi finnst ekki (bara ef menn eru ekki ,,vinnufælnir“), á allan hátt vel búið að smælingjum þjóðfélagsins o.s. frv. — nema auðvitað rétt fyrir kosningar, þegar það-var-ekki-ég-það-var- hann-söngurinn upphefst með nýjum og spennandi tilþrifum á fjölmiðlavett- vangi (sem eftir því ég kemst næst þýðir: í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi). Mál málanna er auðvitað að sjá til þess að búið sé vel að stjórnmálamönnum og að hæfileg fjölgun verði i þeirra röðum, að kaupið sé þægilegt og uppsagnar- frestur langur, að fólk viti ekki allt of glöggt hvað þeir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.