Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 6
6 ____________________________171. tbl. 263. árg. Leikhúsin á götunni — Húsnæðismiðlun leikfélaganna stofnuð Mikið neyðarástand er nú að skapast i leikhúsmálum þjóðar- innar. Vegna umfangsmikilla breyt- inga í Þjóðleikhúsinu í framhaldi af valdatöku Gísla Alfreðssonar þar, hefur orðið að loka húsinu um ó- ákveðinn tíma. Og mikill vatnselg- ur í kjallara Iðnó hefur einnig orðið þess valdandi að fresta hefur orðið sýningum í marggang. Tala hús- næðislausra Ieikhúsa í borginni er þvi komin í 7 því fyrir voru Alþýðu- leikhúsið, Garðaleikhúsið, Gránu- fjelagið, Nemendaleikhúsið og Revíuleikhúsið. Menntamálaráðherra Ingvar Gíslason sagði í samtali við Aðal- blaðið að sér skyldist að þetta væri alvarlegt ástand og hann hefði ákveðið að best væri að skipa nefnd til að athuga það. Á meðan láta leikhúsin hendur standa fraro úr ermum. „Við höfum skipað samstarfs- nefnd, Húsnæðismiðlun leikfélaga, og hennar verkefni verður að kanna öll hugsanleg húsaskjól fyrir Ieik- húsin“, sagði Þórir Steingrímsson, leikhússtjóri Garðaleikhússins. við Mjög sáttur við úrslitin „Ég get ekki annað en verið mjög sáttur við þessar niðurstöður kosninganna“, sagði Svavar Gests- son.formaður Alþýðubandalagsins. „Góð málefnaleg staða flokksins reyndist honum vel í kosningabar- áttunni, og ég túlka þessi úrslit sem sigur, ef miðað er við skoðana- kannanir“. Aðalblaðið. „Árangur hefur orðið all nokkur“, sagði Þórir, „við höf- um fengið tilboð frá Þorkeli Valdi- marssyni um afnot af Fjalakettin- um sem við erum að íhuga, og enn- Nú rétt áður en blaðið fór í prent- un bárust fregnir af því að Gunnar Thoroddsen hefði enn á ný leyst stjórnarkreppu í uppsiglingu, með því að mynda utanþingsstjórn. Enn er ekki Ijóst nákvæmlega hvaða flokkar styðja stjórnina á þingi, en ráðherrar hennar eru úr öllum flokkum. Ráðherralistinn er á þessa leið: Fjármálaráðherra: Kristinn Finn- bogason. Dómsmálaráðherra: Pétur Svarti Einarsson. Landbúnaðarráðherra: Jónas Kristjánsson. Mjög sáttur við úrslitin „Ég verð að túlka þetta sem veru- Iegan sigur fyrir minn flokk“, sagði Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins. „Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna mun verri stöðu. Það er greinilegt að kjósendur hafa komið auga á góða málefnalega stöðu flokksins“. fremur líst okkur þokkalega á korngeymslu SÍS við Sundahöfn. Okkur líst þar að auki vel á Frí- múrarahöllina og ein íbúð í Hlíðun- um kemur sömuleiðis til greina". Viðskiptaráðherra: JÓsafat Arn- grímsson. Menntamálaráðherra: Siggi, 10 ára. Iðnaðarráöherra: Ragnar Hall- dórsson. Félagsmálaráðherra: Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Utanríkisráðherra: Birna Þórðar- dóttir félagsfr. Sjávarútvegsráðherra: Markús Þorgeirsson netahönnuður. Gunnar Thoroddsen sagði seint í gærkvöld að stjórnin mundi gera allt sem í hennar valdi stæði til að leysa vandann sem nú steðjaði að þjóðinni úr öllum áttum. Mjög sáttur við úrslitin „Ég verð að líta svo á að við séum sigurvegarar þessara kosninga", sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Við bættum allsstaðar við okkur, enda hefur málefnaleg staða flokksins í stjórnarandstöðu verið góð, ef mið- að er við aðra flokka“. Utanþingsstjórn á síðustu stundu Mjög sáttur við úrslitin Mjög sátt við úrslitin Mjög sáttur við úrslitin „Ég sé ekki annað en við megum mjög vel við þessi úrslit una“, sagði Kjartan Jóhannesson, formaður Alþýðuflokksins. „Hin góða mál- efnalega staða flokksins hefur ef- laust ráðið mestu um að við komum mun betur út en ráð hafði verið fyrir gert, ef miðað er við eldspýtu- stokk“. „Við hljótum að teljast sigurvegar- ar í þessum kosningum “, sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, efsti maður á lista kvenna. „Við höfðum málefni á oddinum og skoðanakannanir reyndust okkur vel“. „Það er altso enginn vafi að við erum sigurvegarar þessara kosn- inga“, sagði Vilmundur Gylfason, formaður Bandalags jafnaðar- manna. „Málefnaleg sérstaða okk- ar kom fram, eins og skoðanakann- anir höfðu sýnt“. Geir Hallgrímsson við afgreiðslustörf. Ekkert atvinnu- leysi hjá fyrr- verandi þingmönnum sem Karvel Pálmason hefur gert út á og hefur þegar farið í sinn fyrsta_ skaktúr á honum. Ólafur Ragnar Grímsson, sem þekktur er fyrir mikla mælsku og rökvísi, fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað frá Dale Carnegie á íslandi. Hann mun hefja störf næsta haust sem kennari í framkomu og ræðu- mennsku. Árni Gunnarsson hefúr ráðið sig sem blaðafulltrúa íscargo, og annarra fyrirtækja sem Kristinn Finnbogason á eignaraðild að. Ingólfur Guðnason, foringi gangnamanna í Norðurlandi vestra.fékk starf sem gangastúlka á spítalanum á Hvammstanga. Geir Hallgrimsson gat valið um störf í ættarfyrirtækinu H.Ben. Hann afgreiðir nú bensín í sölu- skála Shell á Bitruhálsi. Hin hagnýta húsmóöir notar ÞINGSTINK Eau de Cologne í hvert skipti sem hún fer útá vinnu- markaðinn ÞINGSTINK er unnið úr inn- viðum alþingishússins og ilmurinn er eins og par. Ekki er pláss fyrir allar konur á pingi — en allar konur geta ilmaö eins og pær séu á pingi. ÞINGSTINK er ilmurinn sem karlmenn falla fyrir í dag. ÞINGSTINKÞINGSTINKÞINGSTINKÞING Það tók þá þingmenn sem féllu af þingi í kosningunum ekki lang- an tíma að fá nýja vinnu. Sam- kvæmt viðtölum Aðalblaðsins við þessa menn eru þeir allir búnir að ganga frá sínum málum, eða í þann mund að gera það. Jóhann Einvarðsson, sem féll í Reykjanesi, hefur tekið við verk- stjórn framkvæmdanna við Helguvík. Hann var skipaður af Ólafi Jóhannessyni. Magnús H. Magnússon, sem vakti þjóðarathygli sem bæjar- stjóri Vestmannaeyja í eldgosinu og sem féll sem þingmaður Sunn- lendinga.er aftur kominn til Eyja og starfar sem vaktmaður við skjálftavaktina þar. Sighvatur Björgvinsson festi strax eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir kaup á smábát þeim

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.