Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 14
14
Föstudagur 29. apríi 1983 -4^-^
'elgai---
‘póstunnrL
„Ekki undralyf,
sem fær fólk
til að fljúga“
frT PÖV.I.ENS ' *■
.,iy pntency"' TatJS
Blómafræflar, „hin fullkomna
fæða“. Nýtt efni á markaðinum.
Nýt’t kraftaverkalyf, sem læknar
,alla hugsanlega og óhugsanlega
sjúkdóma, sem hrjá stressaðan
Vesturlandabúa?
„Þetta er ekki undralyf, sem
fær fólk til að fljúga. En eins og
sagt er: góðir hlutir gerast hægt.
Til að ná góðum árangri, þarf
reglubundna neyslu. Það byggist
allt á því í hvernig líkamsástandi
þú ert“.
Svo segir Hjördís Eyþórsdóttir,
sölumaður Blómafræfla. Hún
segir, að það sé nokkuð einstakl-
ingsbundið hvenær neytendur
verði varir við ahrif fræflanna.
Sumir finni áhrif af neyslu þeirra
mjög fljótlega en aðrir ekki fyrr
en eftir mánaðarneyslu eða svo.
En því verr sem menn séu á sig
komnir, þeim mun fyrr komi á-
hrifin í Ijós.
En nú getum við ekki beðið
lengur, hvað eru Blómafræflar?
„Þetta er fæða í töfluformi“,
segir Hjördís.
Annars eru blómafræflar karl-
fræ blómsins og sjá um frjóvgun
þess og endurnýjun stofnsins.
Fræflarnir sem hér um ræðir eru
tíndir á hásléttum Arizona-fylkis
í Bandaríkjunum, þar sem meng-
unarvaldar þekkjast ekki, og ekki
heldur tilbúinn áburður. Þeir eru
síðan hraðfrystir strax eftir söfn-
un og halda því ferskleika sínum
og næringargildi.
Úr þvi að þeir ljá manni ekki
vængi, hvað gera þeir þá?
„Þeir gera eitt og annað. Þeir
eru góðir fyrir meltinguna, húð-
ina og þeir eru þrekaukandi. Fólki
finnst það vera hressara og koma
meiru í verk“.
Blómafræflarnir hafa verið á
markaði hér í á þriðja mánuð, en
fólki skal strax bent á, að það
finnur þá ekki i næstu matvöru-
verslun eða heilsubúð. Þeir verða
eingöngu seldir hjá sérstökum
sölumönnum, og er það gert
vegna þess, að þeir þurfa sérstaka
geymslu. Mánaðarskammtur af
fræflunum (90 töflur) kostar 350
krónur og ef menn vilja reyna þá,
er hægt að hringja í Hjördísi í
síma 30184 eða í Hafstein Guð-
mundsson í síma 74625 milli kl. 18
og 20.
Blómafræflarnir hafa verið
rannsakaðir af læknum erlendis
og fá góð meðmæli. Rússneskur
Itfeðlisfræðingur, sem hefur rann-
Glímu-
skjálfti í
Seoul
Þeir beittu fjölmörgum brögðum
í fjöibragðaglímunni í Kóreu á dög-
unum. Þar var nefnilega haldin
mikil glímuhátíð í Changchung
leikfimisalnum i Seoul að við-
stöddum tíu þúsund áhorfendum.
Þátttakendur voru 303 frá öllum
landshornum og kepptu þeir í fjór-
um þyngdarflokkum-, Taebaek,
Kumgang, Halla og Paektu, en allt
eru þetta nöfn á kóreönskum fjöll-
um. Af þessum 303 voru síðan vald-
ir 48 glímukappar, 12 í hverjum
þyngdarflokki. Þessir 48 verða síð-
an að keppa innbyrðis um efstu og
neðstu sætin. Tveir efstu menn í
hverjum flokki verða í bládreka
deildinni, en tveir næstu verða í
hvítatígursdeildinni.
Erlendar sjónvarpsstöðvar tóku
allt upp á myndband.
guðdómlega reykelsi. Eitrið var fal-
ið inni í frosnu svínakjöti og höfðu
menn aldrei heyrt af slíkum felu-
stað áður. Móttakandi sendingar-
innar var síðan handtekinn og hon-
um stungið inn í fimmtán daga.
Mikið er nú á sig lagt, ég segi nú
bara ekki annað.
Fjöldabrögð í kóreanskri
fjölbragðaglímu
Hraðfryst
hass á
Grænlandi
Græniendingar eiga sinn hass-
hund. Hann heitir Miki og hefur
aðsetur í Nuuk. Hann hefur verið
svo afkastamikill að undanförnu,
að hann er alveg að eyðileggja hass-
markaðinn í landinu.
Grammið af efninu kostar núna
rúmlega eitt þúsund íslenskar krón-
ur og borga Grænlendingar þá upp-
hæð með glöðu geði til að komast í
smá rús. Eða svo segir að minnsta
kosti í fregnum að utan.
Miki stóð sig heldur betur vel um
páskana, þegar hann kom upp um
sendingu á 120 grömmum af hinu
Hressir
með
djobbið i
Kóreu
Það er leikur að vinna, leikur sá
er mér kær, að vinna meira og
meira, meir í dag en í gær. Þannig
gætu Kóreumenn (úr suðri) snúið
út úr alþekktu íslensku barnalagi.
Það kom nefnilega á daginn, að
nærri helmingur þjóðarinnar, nán-
ar tiltekið 47% er nokkuð ánægður
með starf sitt. Aðeins 19% eru hins
vegar fullkomalega ánægð- Þetta
kom fram í könnun, sem gerð var
meðal 1500 vinnandi manna og
kvenna eldri en tuttugu ára.
Ánægðastir voru menn með eðli
starfsins, góða framtiðarmögu-
leika, laun, og þar fram eftir götun-
um. Mest óánægjan var hins vegar
með fáa frídaga, of mikla skrif-
stofuvinnu og of fá tækifæri tií að
sýna hvað í mönnum byggi.
Margir
smókar þar
Hann hefur líklega nóg að
reykja, þjófurinn sem stal gula
sendiferðabílnum í Kaupmanna-
höfn á dögunum. í bílnum voru
nefnilega vindlingar að verðmæti
um ein milljón islenskra
króna.
Tildrög þessa atburðar voru þau,
að bílstjóri nokkur sem var að
keyra út vindlinga til verslunar
einnar á Kongsins nýja torgi í Kaup-
mannahöfn, lenti í umferðaröng-
þveiti í Asylgade. Hann yfirgaf því
bílinn sinn í nokkrar sekúndur. Á
meðan sá þjófurinn sér leik á borði
og settist undir stýri og ók af stað.
Honum tókst að skemma nokkra
bila, sem lagt var við götuna, áður
en hann slapp endanlega í burtu.
Nú situr hann líklega einhvers
staðar í góðu yfirlæti með rettu í
tranti og lætur fara vel um sig.
Hann veit greinilega ekki, að reyk-
ingar eru stórhættulegar heilsunni.
Kóreu-
menn og
platheilsu-
fæöiö
Lögreglumenn í Seoul í Kóreu
handtóku á dögunum 13 manns í
kjölfarið á mánaðarlangri rann-
sókn á ólöglegum viðskiptum með
heilsufæði.
Einn hinna handteknu á að hafa
selt mikið magn af svokölluðu
„Aloe Vera Gel“ undir því yfir-
skyni, að það læknaði lifrarbólgu,
magasár og magakrabba. Sakborn-
ingurinn flutti inn flöskur með
vökva þessum frá Rich Life h.f. í
Los Angeles í Bandaríkjunum.
Annar var grunaður um að hafa
framleitt og selt gífurlegt magn af
„lyfi“ sem hann gérði úr venjuleg-
um ánamöðkum.
Saksóknarinn í Seoul, herra
Song segir, að þar séu nú á markaði
um 40 tegundir af plat heilsufæði
og hann segir ennfremur, að lífríki
Kóreu sé í hættu vegna þess hve
menn sækist mjög eftir alls kyns
skepnum til meðalagerðar, eins og
snákum og froskum.
Erfitt að
vera for-
setasonur
segir Ali Ben,sonur
Ómars Bongó
sakað 200 karla og konur, sem
hafa náð 125 ára aldri, segir, að
þetta fólk eigi það sameiginlegt að
hafa neytt blómafræfla nær dag-
lega allt sitt líf. Og ekki ómerkari
kona en Pattie Reagan, dóttir
Bandaríkjaforseta, segir: „Þetta
einstaka útlit og sérstöku heilsu á
faðir minn að þakka reglulegri
neyslu blómafræfla".
Bandaríska heilsuræktartíma-
ritið SOMA skýrði frá því síðsum-
Svona líta þær út blóma-
fræflatöflurnar. Smáar og
auðveldar til átu.
ars 1981, að blómafræflar hefðu
verulega góð áhrif á kyngetu bæði
karla og kvenna. Rannsóknir við
háskólann í Sarajevo í Júgóslaviu
á náttúrulausum karlmönnum
leiddu það i Ijós, að sæðisfram-
leiðsla þessara manna jókst til
muna við neyslu blómafræfla og
þar með kyngeta þeirra.
Étum nóg, því ekki er hætta á
ofneyslu.
won. Þetta var þó ekki fyrsta Kór-
euferð Ali Ben, því þar var hann
með Ómari föður sínum árið 1975.
Ali Ben býr í París þessa stund-
ina, þar sem hann stundar doktors-
nám í lögfræði, en hann hefur í
hyggju að snúa heim til Gabon að
námi loknu og verða þjóð sinni að
gagni. Hann leggur föður sínum
öðru hverju lið í málefnum ríkisins,
en reynir þó eftir bestu getu að að-
skilja fjölskyldulífið og stjórnmál-
skoðun Ali Ben Bongó, sonar hins
ástsæla forseta Gabons, Ómars
Bongó.
Ali Ben hafði gaman af því hér
áður fyrr að labba sér upp á svið og
syngja, en hann varð að hætta því.
Það má ekkert gera, sem gæti svert
nafn föðurins, og Ali Ben er meiri
forsetasonur en sjálfstæður ein-
staklingur.
Ali Ben var nýlega á ferð í Kóreu,
en þangað var honum boðið af
kaupsýslumanninum Kim Suk-
Hver
er þín
afsökun
||U^ERÐAR
Ali Ben Bongó heilsar upp
á forseta Kóreu. Kaup-
sýslumaðurinn er fyrir
miðri mynd.
Það getur verið erfitt að vera son-
ur forseta. Sú er að minnsta kosti
Kóreumenn sækja
á í skógræktinni
íslendingar eru ekki einir um
mikinn skógræktaráhuga. Kóreu-
menn í suðri hafa verið mjög iðnir
við að rækta upp eydda skóga sína
og hámarki náði þessi starfsemi
þann 5. apríl síðastliðinn, þegar 27
milljón trjáplöntum var stungið
niður á 18 þúsund hektara iand-
svæði.
Starfsmenn kóreanska inn-
anríkisráðuneytisins standa í
ströngu í gróðursetningunni
Þátttakendur í þessari miklu
gróðursetningarherferð voru tvær
og hálf milljón manns; skólabörn,
hermenn, opinberir starfsmenn og
margir fleiri. Flest trjánna, sem
voru sett niður, eru hraðvaxta á-
vaxtatré, eins og hnetutré, fura,
lævirkjatré og ösp.
Skógrækt rikisins tilkynnti i síð-
asta mánuði, að á þessu ári yrði um
tuttugu þúsund trjáplöntum plant-
að niður meðfram hraðbrautum
landsins og öðrum vegum.
Ríkisstjórnin hefur í hyggju að
planta 196 milljónum trjáa á 108
þúsund hekturum lands á þessu ári
og verður þeim dreift um Kóreu
þvera og endilanga. Þar af verður
um 27 milljónum plantna komið
fyrir á og í kringum íþróttasvæði
Seoul í Chamsil. Þær ráðstafanir
eru gerðar vegna Ólympíuleikanna,
sem haldnir verða þar árið 1988.
Stjórnvöld leggja mikla áherslu á
það í ár að rækta upp svæði inní og
í kringum borgirnar, bæði til þess
að fegra umhverfið og einnig til
þess, að íbúar verði meir sjálfum sér
nógir með timburframleiðslu í
framtíðinni. En aðeins 16% af
timbri, sem notað er í Kóreu á ári
hverju eru framleidd innanlands.