Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 7
7
Úr lífi ánamaökanna í lönó:
H. C. Andersen lang-
ar aö skrifa leikrit
Leikfélagsmenn í Reykjavík æfa Úr lífi ánamaðkanna.
„Ýmsum mun finnast þaö skrítið“,
segir Karólína Eiríksdóttir um nýtt verk sitt, sem
in frumflytur á laugardag
„Þetta er mjög einföld tónlist.
Prinsippið á bak við hana er að láta
einfaldar einingar standa sér. Verk-
ið er samið fyrir kammersveit innan
íslensku hljómsveitarinnar“, sagði
Karólína Eiríksdóttir tónskáld í
samtali við Helgarpóstinn, en á
laugardag frumflytur íslenska
hljómsveitin verk eftir hana, sem
nefnist Fimm lög fyrir kammer-
sveit.
Karólína hugsaði meira og minna
um verkið í allan vetur og sagði
hún, að það væri talsvert ólíkt því,
sem hún hefði áður gert, og þá að
því leyti, að litlar hugmyndir væru
látnar standa sér og þeim ekki snúið
á alla kanta.
„Ég held, að ýmsum komi til með
að finnast það skrítið“, sagði hún.
Að spurð um hvort erfitt væri að
semja svona eftir pöntun, sagði
Karólína, að það gæti verið erfitt að
þurfa að skila á ákveðnum tíma,
„en það er líka gott að hafa eitthvað
til að reka á eftir sér“.
Islenska hljómsveit-
— Er þetta skemmtilegt verk?
„Ég get ekki sagt neitt um það, en
ég er tiltölulega ánægð“, sagði
Karólína Eiríksdóttir.
Tónleikarnir verða í Gamla bíói á
laugardag kl. 14. Aðrir höfundar á
efnisskránni eru Jakob Van Eyck,
Jacques Ibert, Sibelius, Hummel og
Koyo Nakamura.
Fjöldi einleikara kemur fram á
tónleikunum, þau Camilla Söder-
berg, Sigurður Flosason, Daði Kol-
beinsson og Japaninn Kenichi Tsu-
kada. Stjórnandinn er að venju
Guðmundur Emilsson.
Maðkar hvers kyns eru mjög í
tísku um þessar mundir, að minnsta
kosti í leikhúsum borgarinnar.
Grasmaðkurinn hefur varla öðlast
líf á fjölum Þjóðleikhússins, nú
þegar upp spretta ánamaðkar í
Iðnó.
Úr lífi ánamaðkanna heitir
sænskt leikrit eftir Per Olof En-
quist, sem verður frumsýnt þar
miðvikudaginn 4. maí.
„Það er erfitt að setja leikritið í
flokk, en það er einhvers konar
tragí-kómedía“, segir Haukur
Gunnarsson leikstjóri.
Leikritið gerist á einni kvöld-
stund á heimili Heiberg hjónanna í
Kaupmannahöfn á fyrri hluta 19.
aldar. Jóhann Ludvig Heiberg var á
þessum tíma leikstjóri konunglega
leikhússins og eitt þekktasta leik-
ritaskáld Danmerkur. Kona hans,
Jóhanna Lovísa, var þekkt leik-
kona. Gestur þeirra þetta kvöld er
ævintýrahöfundurinn Hans Christ-
ian Andersen.
Hjónin voru allsráðandi í leik-
húslífi Danmerkur og á þessum
tíma þótti enginn rithöfundur
marktækur nema hann fengi flutt
eftir sig leikrit á sviði. Og þar hafði
herra Heiberg gefið tóninn með á-
ferðarfallegum söngvaleikjum.
Andersen fannst lítið til koma
um ævintýri sín þótt hann væri þeg-
ar orðinn frægur fyrir þau, og vildi
skrifa leikrit eins og Heiberg. Hann
var því að reyna að koma sér í mjúk-
inn hjá hjónunum.
Fjallar leikritið síðan um „kon-
flikt á milli borgaralegs listforms og
þess upprunalega, sem Andersen
stendur fyrir í ævintýrum sínum“,
eins og Haukur Gunnarsson segir.
Enquist reynir að skyggnast und-
ir yfirborð persónanna og komast
að því hverjar þær raunverulega
voru.
Hlutverk leiksins eru fjögur.
Þorsteinn Gunnarsson leikur H.G
Andersen, Guðrún Ásmundsdóttir
leikur Jóhönnu Lovísu Heiberg,
Steindór Hjörleifsson leikur herra
Heiberg sjálfan og Margrét Ólafs-
dóttir leikur gamla konu á heimili
hjónanna.
Steinþór Sigurðsson gerir leik-
mynd, Daníel Williamsson annast
lýsingu, Snorri Sigfús Birgisson út-
setur tónlistina og Ingibjörg
Björnsdóttir aðstoðar við dansa.
Ánamaðkatínslan ætti að vera
skemmtileg, því: „Það er góður
húmor í leikritinu og sterk átök“,
segir Haukur Gunnarsson leik-
stjóri.
Þetta unga fólk stendur á þröskuldi heims hinna fullorðnu. Og það í tvennum skilningi. Nem-
endaleikhúsfólkið útskrifast nefnilega í vor.
Nemendaleikhúsið í frumsýningarham:
„Ólíkt því, sem viö höf-
um fengist viö áöur“
— segir Hallmar Sigurösson um Miöjaröarför Sigurðar Pálssonar
„Þetta er Ijóðrænt leikrit um það
að standa á þröskuldi þess að vera
fullorðinn. Það fjallar sem sagt um
ungt fólk, sem stendur frammi fyrir
inngöngu i heim fullorðinna, og
það sem að þeim snýr á þeim tíma-
mótum,“ sagði Hallmar Sigurðsson
leikstjóri í samtali við Helgarpóst-
inn. Hann var að tala um splunku-
nýtt leikrit eftir Sigurð Pálsson
Miðjarðarför eða innan og utan við
þröskuldinn sem Nemendaleikhús-
ið ætlar að frumsýna 6. maí.
Hallmar sagði, að ekki væri
beinn söguþráður í verkinu, eins og
menn væru vanir í leikhúsi, heldur
mætti fremur líkja því við kúbíska
mynd en raunsæislega.
„Það er komið víða við“, sagði
Hallmar ennfremur, við kynnumst
unga fólkinu og samskiptum þess,
t.d. fyrstu þreifingum á ástinnií1
Leikendur í verkinu eru 7, og með
því útskrifast hópurinn frá leiklist-
arskólanum. Hópinn skipa þau
Helgi Björnsson, Kristján Franklín
Magnús, María Sigurðardóttir, Sig-
urjóna Sverrisdóttir, Vilborg Hall-
dórsdóttir, Eyþór Árnason og Edda
H. Bachmann. Leikmynd og bún-
ingar eru eftir Grétar Reynisson, og
David Walters sér um lýsingu.
Og allt hefur gengið vel við að
koma stykkinu á fjalirnar.
„Þetta hefur verið skemmtileg
vinna. Leikritið er erfitt og vanda-
samt í uppsetningu vegna þess hve
það er ólíkt því, sem við höfum
fengist við áður. Við höfum þess
vegna stundum staðið ráðþrota og
þurft að leita lausna, sem ekki eru
algengar í leikhúsi. Og við gerum
okkur vonir um að útkoman verði
nýstárleg sýning“, sagði Hallmar
Sigurðsson leikstjóri.
Klassískur misskilningur
Tootsie. Bandarísk. Argerð 1983.
Handrit: Larry Gelbart og Murray
Schisgal ejtir sögu Don McGuire og
Larry Gelbart. Leikendur: Dustin
Hofjrnan, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durning Sydney Pollack. Leik-
stjóri: Sydney Pollack.
Lifa þau enn og munu gera
lengi efnistök gömlu meistar-
anna. Nýlega filmaði Paul Masur-
sky Storminn eftir Shakespeare í
nútímaútgáfu, og margt er um
„Tootsie“ sem leiðir hugann til
Molieres, Feydeaus og yngri snill-
ings: Darió Fó. Þó er broddurinn
góði nokkuð bitlaus að þessu
sinni.
Þegar myndin byrjar er leikar-
inn Michael Dorsey atvinnulaus
og hefur verið lengi. Hann hefur
fengið á sig orð fyrir frekju og ó-
bilgirni, svo framtíðarhorfur
virðast engar. Michael grípur til
þess örþrifaráðs að taka á sig
kvengervi og sækir um hlutverk í
vikulegum sjónvarpsþætti af létt-
ara taginu. Og viti menn hann fær'
starfið.
En böggull fylgir skammrifi.
Nú neyðist Michael til að lifa tvö-
földu lífi. Kærastan má ekki vita
um kvengervið og hlutverkið, sem
hún sótti um líka. Sjónvarpsfólk-
ið má ekki komast að því að nýja
leikkonan Dorothy Michaels er í
raun karlmaður.
Til að gera málin erfiðari verð-
ur Michael ástfanginn af meðleik-
konu sinni í sjónvarpinu, Julie
(Jessica Lange). Þar að auki fara
ýmsir karlar að gera hosur sínar
grænar fyrir myndarkonunni
Dorothy. Mikið um pínlegar upp-
ákomur. Vinsældir nýju leik-
„konunnar" aukast og sjónvarpið
vill fastráða hana í ár til viðbótar.
Dustin Hoffman sem Dorothy
Michaels — sýnir afburða takta
sem gamanleikari
En tvöfalda lífið er orðið óbæri-
legt — hvað skal til bragðs taka?
Hlátrasköllin dynja í bíóinu svo
á köflum heyrir maður varla öll
hnyttnu tilsvörin, sem eru af bestu
amerísku gerð.
Dustin Hoffman fer á kostum í
aðalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Það eina,
sem hugsanlega mætti fetta fing-
ur útí, er að hann breytir nokkuðl
um leikstíl þegar hann er í kven-;
gervinu; fer stundum út í farsa-
leik.
Taka og klipping renna ljúf-
lega, stundum jafnvel aðeins um
of, einsog þegar þykk og mjúk
tónlistarvoð gerir langa sögu
stutta. Frumleika er ekki að finna,
enda varla meiningin.
Tootsie á vísast eftir að ganga
vel. Ósvikin skemmtimynd. Mað-
ur hlær oft og hefur lítið gleðitár
í auga þegar upp er staðið.
Að lokum smá aðfinnslur. Sýn-
ingarmaður! Það er óþarfi að
hafa myndina gersamlega útúr
fókus í hvert skipti sem þú skiptir
um spólu.
Að lokum legg ég til að hléum
sé sleppt í íslenskum kvikmynda-
húsum, annarsstaðar en þar sem
kvikmyndasmiðirnir hafa gert ráð
fyrir því.
— LÝÓ
Lárus Ymir
skrifar um
kvikmyndir í
Helgarpóstinn
Lárus Ýmir Óskarsson, leik-
stjóri og kvikmyndagerðarmaður
kemur nú til liðs við Helgarpóst-
inn í skrifum um kvikmyndir.
Lárus Ýmir er nú þegar kominn
í hóp þeirra sem mestar vonir eru
bundnar við í okkar kvikmynda-
gerð og fyrsta kvikmynd hans í
fullri lengd, Andra dansen sem
hann gerði fyrir sænsku kvik-
myndastofnunina hefur hlotið
mikið lof erlendis. Hún verður
frumsýnd á Islandi á næstunni.
Lárus Ýmir er einnig kunnur
leikhúsleikstjóri og á bls. 8 í blað-
inu í dag birtist umsögn Sigurðar
Svavarssonar um uppfærslu hans
hjá Alþýðuleikhúsinu á Hótel
Borg í vikunni. Fyrsta kvik-
myndaumsögn Lárusar Ýmis
birtist svo hér á síðunni og er hún
um þá víðfrægu gamanmynd
Tootsie með Dustin Hoffman
sem Stjörnubíó frumsýndi um
síðustu helgi. Helgarpósturinn
býður Lárus Ými velkominn til
starfa. — Ritstj.