Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 21
irírtA:Föstudagur 29. apríl 1983 .21' Einar Örn komst ekki inn á fyrstu tónleikana, sem hann stóð fyrir. Hann var of ungur. „Einhver sagði að ég væri sniðugur strákur“ Og þar með varð Einar Örn umboðs- maður erfitt að finna línuna — misjöfn project“. Hvað segir Hallvarður um peningahliðina? Er hægt að verða forríkur af umboðsstörfum á íslandi, þar sem markaðurinn er lítill? „Það er af og frá“, segir hann. „Ef þú ert með verulegt fyrirtæki í gangi og ætlar að gera þetta að starfi þínu, getur það gefið af sér pen- ing. En það er margur annar bissness væn- legri. Ég geri þetta ekki fyrir pening, því ég hef aldrei verið jafn blankur“. — Ætlarðu að halda þessu áfram? „Ég held eitthvað áfram“, segir hann,„en býst þó ekki við að gera þetta að ævistarfinu". Bíll ársins frá Japan! Nefnd 57 bílagagnrýnenda í Japan valdi hinn nýja framdrifna MAZDA 626 bíl ársins 1982/1983 úr 41 nýrri gerð bíla, sem komu á markaðinn í Japan. Þetta er þriðja árið, sem þessi eftirsótta viðurkenning er veitt og í tvö af þessum þrem skiptum hefur MAZDA hlotið hana. í fyrra skiptið var það MAZDA 323, sem var kosinn bíll ársins 1980/1981 í Japan. Þetta sannar svo ekki verður um villst yfirburði MAZDA. Þar sem eftirspurnin eftir MAZDA 626 er geysileg erlendis, munum við aðeins fá takmarkáðan fjölda bíla á þessu ári. Tryggið ykkur því bíl sem fyrst. Einar Örn var með Bubba og Utangarðs menn, þegar þeir voru á hátindi frægð- arinnar „Ég byrjaði í þessu í kringum 17. september 1980, en þá var ég beðinn um að vera umboðs- maður Utangarðsmanna. Einhver benti á mig og sagði, að ég væri sniðugur strákur. Ég út- vegaði Utangarðsmönnum tónleika á Borg- inni, en komst sjálfur ekki inn vegna þess að ég var bara 17 ára. Ég seldi því miða í anddyr- inu allt kvöldið". Þetta sagði Einar Örn Benediktsson, sem líklega er þekktastur sem söngvari Purrks Pillnikks sáluga en hefur líka gefið sig svolítið að umboðsmennsku. Einar sér núna um sína eigin hljómsveit, Iss, og eitthvað kemur hann líka nálægt Vonbrigðum. Starf umboðsmannsins er að sjálfsögðu að útvega skjólstæðingum sínum atvinnu, og sagði Einar Örn að þegar hann hefði verið með Utangarðsmenn hefði stefnan verið að spila a.m.k. þrisvar sinnum í viku, en tónleik- arnir hefðu orðið allt upp í átta. — Erfitt starf? „Það þarf ekki að vera það. Ef þú ætlar að bóka stíft, þá geturðu eytt tveim tímum við símann á dag. En maður þarf líka að vera með hljómsveitunum á tónleikunum, selja miða og gera upp, sjá um að plaköt séu prentuð, hengja þau upp, fá skemmtanaleyfi og borga 'skemmtanaskatt, og það er mesta vinnan". — Er þetta skemmtilegt? „Ef maður er masókisti getur það verið mjög skemmtilegt, en maður verður stressað- ur og fær magasár. Það er ekki gaman að eiga allt undir peningum“. — Það er sem sé hægt að græða á þessu? „Maður getur grætt, en yfirleitt kemur maður sléttur út, eða í mínus. Það þarf að láta tónleikana standa undir sér og í dag kostar það sjö þúsund krónur að starta tónleikum í ódýru húsi“. I kvikmyndum og öðrum litteratúr er um- boðsmanninum oft lýst sem ófyrirleitnum ná- unga, sem hugsar um það eitt að maka eigin krók. Hann er beinlínis vondur maður. En er hann þannig í raunveruleikanum, eða er hann kannski mannvinur inn við beinið? „Hann er alveg örugglega mannvinur. Hann fær sjaldan neitt út úr þessu, en hann dreymir um frægð og frama og að komast í feitt“, sagði Einar Örn. Hann hélt áfram og sagði, að þetta væri mikil skítavinna, eins og sagt er. „Þetta er mjög vanþakklátt starf. Ef eitt- hvað fer úrskeiðis, þá er það alltaf umboðs- manninum að kenna. Hann reddaði tónleik- unum“, sagði Einar Örn Benediktsson um- boðsmaður og tónlistarmaður. eftir Guðlaug Bergmundsson Pétur við aðaliðju sína: Aldrei verið laminn á umboðs- mannsferli sínum. Hallvarður í Aust- urstræti: Umboðs- maður í gegnum smáauglýsingu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.