Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 4
4
»)'<> * ♦ t Í.fl'lA
Föstudagur 29. apríl 1983
iflí
sturínn
ii ■ ;
'
S\gnöur 1
xriswun
dsdótt,r
Síðsumardaginn 13. ágúst 1952 fæddist
hjónunum Kristmundi Jónssyni og Sigríði
Júlíusdóttur þeirra fyrsta barn, dóttir, sem
siðar var skírð Sigríður Dúna. Hún fæddist
inní rótgróna Vesturbæjarfjölskyldu, afi
hennar Júlíus rak um árabil verslun á Fram-
nesveginum og Kristmundur faðir hennar
hefur lengi veitt fjölskyldufyrirtækinu for-
stöðu, lítilli pylsusjoppu við Hafnarstrætið
sem daglega kallast „Bæjarins bestu" og all-
ir Reykvíkingar þekkja. Pylsusjoppan sú
lætur ekki mikið yfir sér, en hún nýtur
mikilla vinsælda og hefur séð vel fyrir eig-
endum sínum.
Síðhærð
blondína
í húsi einu við Lækjartorg hittust seinnipartinn í gær tvær kon-
ur og ræddu saman. Þar voru hefðbundin kvennamál ekki til um-
ræðu, hvorki börn né eiginmenn, hvorki verð á bleyjum né dress-
um. Þær ræddu um hvernig landinu skyldi stjórnað á næstu árum,
og það var söguleg stund, svo notað sé hátíðlegt orðalag.
Konurnar voru auðvitað Vigdís Finnbogadóttir og Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir. Önnur er alþekkt en hin ekki. Fyrir tveim-
ur mánuðum vissi nánast enginn hver Sigríður Dúna var, en síðan
þá hefur margt breyst. Hún hefur hvað eftir annað komið fram í
blöðum, sjónvarpi og útvarpi á síðustu vikum og á væntanlega eft-
ir að verða talsvert í sviðsljósinu á næstu misserum sem einn 60
þingmanna okkar. Sigríður Dúna er í nærmynd Helgarpóstsins í
dag.
„Hún á eftir að
vaxa að orku og
öðlast það öryggi
og kraft sem kemur
með árunumcc
Helgarpósturinn spurði hana hvers vegna
mannfræðin varð fyrir valinu. „Mannfræð-
ina rak á fjörur mínar og hún var sennilega
nógu víðtæk til að rúma það allt“
Engin mannfræði er kennd á íslandi, og
því lá leiðin til Englands, nánar tiltekið í
mannfræðideild hins virta London School
of Economics. Þar eyddi hún þremur vetr-
um við nám sem lauk með BA-prófi í mann-
fræði. Svo kom hún heim.
Mannleg
verðmæti
Hún staldraði stutt við. í eitt ár. Hjálmar
og hún hófu búskap vestur á ísafirði og
stunduðu kennslu. Hún kenndi bókmenntir
og mannfræði og hann tónlist. „Okkur þótti
gaman að hafa hana við skólann“, sagði
Bryndís Schram, sem þá var kennari og
skólameistarafrú og er ágæt vinkona þeirra
hjóna síðan. „Hún er góður kennari og við
áttum margar góðar stundir saman með
henni og Hjálmari, og Sigríði systur hans og
Jónasi Tómassyni manni hennar. Hún gift-
ist þarna inní mikla tónlistarfjölskyldu á ísa
firði og féll vel inní þann hóp, enda fínleg
týpa og falleg, og áhugasöm og samvisku-
söm við allt sem hún tekur sér fyrir hendur“,
sagði Bryndís.
Þráinn Hallgrímsson, samkennari hennar
fyrir vestan, sagði það hafa einkennt
kennslu hennar fyrir vestan, sem hún lagði
hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni,
þ.e. hin mannlegu verðmæti. „Hún átti
auðvelt með að komast að nemendum sín-
um“, sagði Þráinn, „og þeir svöruðu með því
að sýna mannfræðinni sem hún kenndi sem
valfag mikinn áhuga. Mannfræðin varð
skyndilega mjög vinsælt fag í skólanum og
það er góður mælikvarði á kennslu hennar.
Hún er bráðgreind og dugleg og hefur það
frumkvæði og þá skipulagshæfileika sem
þarf, til að vera góður kennari.
Adda trúlofast
Eitt atvik sem tengdist kennslu hennar á
ísafirði vakti talsverða athygli og varð að
blaðamáli. Þannig var að í bókmennta-
kennslu valdi hún sem kynningu á barna-
bók Addatrúlofast, eftir Jennu og Hreiðar.
Bókin var greind á bókmenntalegan hátt í
tímunum. „Við nemendurnir vorum öll
mjög hneyksluð á þessari bók“, sagði Krist-
inn Einarsson menntaskólakennari, einn
nemenda Sigríðar Dúnu á ísafirði. „Meðal
þess sem við gerðum þennan vetur var að
skrifa ritgerð um bókina. Við tókum það
síðan upp hjá okkur að velja útdrætti úr
bókinni og senda mjög harðorða grein
byggða á þeim í blöðin, þar sem við skoruð-
um m.a. ef ég man rétt á þau hjónin að taka
bókina af markaðinum og fleira. Þessi grein
olli síðan einhverjum blaðaskrifum og leið-
indum, og meðal annars kom til kasta
menntamálaráðuneytisins. Það kom einmitt
í minn verkahring að taka saman sem full-
trúi nemenda greinargerð um málið til að
sýna framá að Sigríður Dúna bæri ekki
ábyrgð á þessari blaðagrein, enda var hún
hvorki hennar hugmynd né verk“, sagði
Kristinn.
Að lokinni ársveru á ísafirði skyldi leiðir
þeirra Sigríðar Dúnu og Hjálmars að nýju.
Hún fór í framhaldsnám í Paris og hann til
Bandaríkjanna.
Sigríður Duna ólst upp á hefðbundinn
máta síns tíma, elst fjögurra systra. Hún fór
í Hagaskólann, þar sem henni gekk vel, eins
og reyndar alla tíð í námi, og kláraði lands-
prófið með sóma þegar bítlaæðið stóð hvað
hæst. Menntaskólanámið sóttist henni
sömuleiðis vel. Einn kennara hennar í
menntaskólanum taldi hana á engan hátt
hafa verið sérstæðan nemanda — hún hafi
verið góður námsmaður og vinsæl meðal
félaga sinna, en ekki skorið sig úr á neinn
hátt. Hún tók þátt í félagslífi skólans, og
eina gamla vinkonu hennar rámar í að hafa
séð hana sem síðhærða blondínu á sviði
Háskólabíós í einni af Herranóttum
menntaskólans. Á þessum tíma, 1968 til
1972, nam einnig við Menntaskólann í
Reykjavík ungur maður frá ísafirði, Hjálm-
ar H. Ragnarsson, sem nú er hennar ekta-
maki.
Eftir stúdentsprófið, sem eins og önnur
próf hennar var til fyrirmyndar, fór hún til
London að læra mannfræði. „Ég hafði
áhuga á öllu mögulegu þegar ég stóð á
tvítugu", sagði Sigríður Dúna, þegar
„Hefurflest það til
að bera sem pryðir
konucc
eftir Guðjón Arngrímsson