Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 16
„Nei, þessi plata er ekki alger- lega framhald af fyrstu plöt- unni, en það eru þó vissir hlutir sem tengja þær“, segir Rúnar Þórisson gitarleikari og söng- vari í hljómsveitinni Grafík, en í dag kemur væntanlega á mark- aðinn önnur plata sveitarinnar: Sýn. - „Þessi er mun breiðari og býður þarafleiðandi uppá enn fjölbreyttara framhald, en er jafnframt heildsteyptari. Nú kemur hljómsveitin öll meira við sögu, enda vinnubrögðin orðin öllu lýðræðislegri“. Meira um plötuna „Við notum mikið af hljóðgerfl- um, bæði fyrir gítar, bassa og svo auðvitað hljómborðin og ég held að við notum hljóðgerfla allt öðruvísi en aðrar hljómsveitir hér hafa gert. Nú, á plötunni eru lögin öll sjálf- stæð, en það eru ennþá til staðar allnokkrar pælingar um framtíð mannsins í þessari veröld. Svo er líka slegið á létta strengi t.d. um þá miklu utanaðkomandi ógn sem að íslenskum karlmönnum steðjar, þó ekki Kvennalistinn". — Og þið tókuð plötuna upp sjálfir eins og fyrri daginn? „Já, þessi plata er unnin á mjög svipaðan hátt og sú fyrsta en þó við betri aðstæður. Við höfum nú miklu betri upptökutæki, og það stendur til að hefja opinberan stúdíórekstur seinna meir þegar við höfum fundið hentugt húsnæði undir það. Annars er mér hálfilla við að tala um þessar aðstæður okkar, - þú veist: það fara allir að 99 Grafík: kannski í fjöllin og hafið“ tala um „miðað við aðstæður" og svo framvegis. En talandi um þetta, þá fékk síðasta plata einmitt mjög góða dóma fyrir sánd m.a. í tónlist- arblaðinu Trouser Press í New York. Sem kom til þannig að hingað kom maður frá Greenworld dreif- ingarfyrirtæki þar vestra og hafði 200 eintök af plötunni okkar með sér til baka og mér skilst að hann vilji nú fá önnur 200 send“. Lítið um íslensk áhrif — Heldurðu að það komi eitt- hvað útúr þessu? „Ja, peningalega gerir þetta lítið meira en að svara kostnaði, plötur eru svo miklu ódýrari í Bandaríkj- unum en hér. Þannig að þetta er að- eins kynningarspursmál. En við stefnum reyndar að því að ná ár- angri erlendis frekar en hér í Reykjavík. Þess vegna vorum við alvarlega að pæla í því á tímabili að hafa textana okkar á ensku, - en hættum við. Við vonumst til að nýja platan geti gert eitthvað hjá Greenworld, og svo fór maður út til Danmerkur á dögunum með eldri plötuna og þeir hjá Phona vildu taka hana i dreifingu og að við kæmum að kynna hana í danska sjónvarpinu. En þetta er náttúr- lega allt á áhugaplaninu. Við erum ekkert að drattast um með heims- frægðarkomplex, heldur er þetta spurning um að finna starfsgrund- völl í því umhverfi sem músík okkar er sprottin úr. Við sækjum lítið til íslenskra áhrifa nema kannski. í fjöllin og hafið“. — Hvaðan koma þá áhrifin? „Ja, við í hljómsveitinni komum auðvitað úr ólíku umhverfi og höf- um orðið fyrir ólíkum áhrifum í gegnum árin, en það má kannski segja að helstu áhrifavaldar svona í — rætt viö Rúnar Þórisson úr Grafík eldri kantinum séu hljómsveitiréins og King Crimson og menn eins og David Bowie og Lou Reed og þeir sem hafa síðan fylgt í kjölfarið á þeirri línu. Önnur músík sem hefur áhrif þó þau liggi kannski ekki alveg á ljósu er t.d. jass í anda Cole- man og jafnvel gætir klassískra á- hrifa víða“. í framför — Hvernig hefur ykkur gengið að komast á legg sem hljómsveit? „Það hefur gengið ágætlega. Sjálfir teljum við okkur sterka og aðeins fá bönd standa okkur jafn- fætis hvað gæði varðar; störf hljómsveitarinnar hafa aukið sjálfsvirðingu okkar í bransanum. Við lítum nú meira á okkur sem al- vörutónlistarmenn. Og við erum það vissir um ágæti þess sem við er- um að gera, að við myndum ekki kippa okkur upp við það, þó ein- hverjum félli það ekki í geð. Við teljum nýju plötuna sýna, að hljómsveitin er í framför, og meðan svo er mun hún halda áfram að starfa á þessum vettvangi. The Fall Matreiöslubók stjórn- leysingjans eöa The Anarchist Cookbook hefur verið nokkuö umtöluö meöal unglinga hér í Reykjavik í vetur og okkur datt í hug aö kíkja á gripinn. Þaö er best aö segja þaö strax til aö koma í veg fyrir misskilning aö þarna er ekki neinar venjuleg- ar „uppskriftir" aö finna og þarf því aö leita annars staöar að uppskrift að t.d. súrmjólkur- búöingi eöa grænkálsjafningi. Aftan á kápu bókarinnar er þessi Aðvörun: Lesið þessa bók, en hafið í huga að efnin sem fjaliað er um eru ólögleg og ógnvekjandi. Það er líka nauðsynlegt að vita að flestar uppskriftirnar eru hættulegar, sér- staklcga fyrir þann sem fíflast með þær án þess að vita hvað hann er að gera. Verið nákvæm og varkár og notið heilbrigða skynsemi. Þessi bók er hvorki fyrir börn né bjána. Það munar ekki um það, en þeg- ar litið er á kaflaheitin sést að ekki hvorki fyrir börn né bjána veitir af aðvörun. Fyrsti kaflinn er um eiturlyf og það er ekki þessi venjulega upptalning sem við þekkjum úr Heilsufræðinni heldur uppskriftir á hversdags- og hátíðar- réttum þar sem ýmist hass eða gras er undirstaðan. Lýst því „skrýtna og áhugaverða lyfi“ LSD, hvað beri að varast við innkaup á því, hvernig hægt sé að búa það til á rann- sóknarstofu og líka heima í eldhúsi. Seiseijá og ekki má gleyma banön- um, því skemmtilega ofskynjunar- lyfi. Um límið segir svo: Ég skil ekki hvernig nokkur vill sniffa lím þegar það er alveg eins löglegt að reykja pödduskinn. Límsniff er alveg ömurlegt, það veldur hausverk, ruglun, þunglyndi, lystarleysi, ó- gleði og of mikið magn veldur með- vitundarleysi og dauða. Það væri hægt að nefna miklu fleiri atriði úr eiturlyfjakaflanum, t.d. þetta með hneturnar, en við lát- um þetta nægja og snúum okkur að næsta kafla: skemmdarverkunum og rafmangspælingunum. Þarna er allt um hleranir i gegnum veggi, síma og þess háttar, en líka talað um hvernig best sé að trufla fjarskipti löggunnar. Þeir sem áhuga hafa á frjálsu útvarpi geta flett upp á blað- síðu 72. í lok kaflans er bent á þær grundvallarreglur sem allir þeir sem vinna að skemmdarverkum og í skæruhernaði verða að hafa í huga. Hér koma nokkrar gullvægar: -Hermdarverk er best að fremja að nóttu til. -Allar tímasetningar verða að vera fullkomnar. -Starfaðu að- eins með fólki sem þú treystir. -Starfaðu í litlum hópum, hámark fjögra manna. -Allar aðgerðir þurfa að vera einfaldar og fljótvirkar. Nokkrar útgönguleiðir þurfa að vera til staðar. Þá eru það vopnin. Þriðji kaflinn fjallar um ýmsar tegundir af þeim, en höfundur minnir þó á að vopn gera ekki byltingu heldur hug- myndafræðin. Hins vegar getur oft verið gott að grípa til þeirra ef þannig stendur á. Það er nú ekki margt nýtt í þessum kafla. Við sem horfum á sjónvarp, svo ekki sé nú talað um vídeó, vitum orðið allt um þessar græjur. Síðasti kaflinn er um sprengjur og alls konar gildrur og verður höfundur nú fyrst alvarlega hræddur um lesendur og biður þá í guðanna bænum að fara varlega. Við það að fikta við þetta gætirðu ekki aðeins lent í því að drepa sjálfa(n) þig heldur lika saklaust fólk! Við botnuðum nú lítið í allri efnafræðinni þarna og hættum því fljótlega öllum tilraununum við sprengjugerðina og lásum okkur rólega í gegnum bókasprengjur, hurðarhúnasprengjur, strompa-, pípu-, bila-, lampa- og penna- sprengjur. Auk þessara fjögurra kafla er langur kafli um anarkisma í bók- inni og lokaorð höfundar, en þar segir hann m.a.: Ég vil ekki lög sem vernda mig gegn sjálfum mér. Hljómar það skringilega? Ef ég vil aka mótorhjóli án þess að hafa hjálm þá er það skilyrðislaus réttur minn að gera það. Ef ég vil vera fífl þá má ég það, því ég er eini maður- inn sem það gæti skaðað. Ef ég vil sofa hjá 'karlmönnum, taka LSD, spranga ber niður Laugaveginn eða gera afbrigðilega hluti við hundinn minn;með hvaða rétti geta stjórn- völd þá stoppað mig? Næstkomandi 6. maí mun breska hljómsveitin The Fall koma hingað til lands og halda tónleika í Austurbæjarbíói. The Fall ætti að vera íslending- um að góðu kunn síðan hún spilaði hér í septembermánuði 1981. Margt hefur á daga The Fall drifið síðan hún var hér síðast. Fyrst til að nefna er að hún hefur nú bætt við sig einum trommara í viðbót. Þannig að nú eru tveir trommarar í Fall. Önnur breyting hefur ekki átt sér stað í hljómsveit- inni en telja verður það nokkuð merkilegtfþar eð mannabreytingar hafa verið æði tíðar í henni. Með þessari liðsskipan hefur The Fall tekið upp þó nokkrar smáskífur, eina LP plötu „Hex Enduction Hour“, að hluta til tekin upp hér, og síðan 7 laga plötuna „Room to live“. Segja verður að á Room to live nái Fall hljómurinn að nær fullkomnast, en greinilegt er að mjög skemmtilegur heildarsvipur og samspilun hafi náðst hjá The Fall. The Fall koma hér við á bakaleið sinni frá Bandaríkjum en þar hafa þau eytt smá tíma í spilamennsku. Þau hafa farið víða á þeim tíma sem liðinn er síðan þau voru hér; Bretland með Purrki Pillnikk, Ástralía, Nýja Sjá- land, Girikkland, Austurríki, Sviss, Þýskaland, Frakkland, Belgía, Hol- land. Það verður óneitanlega gaman og spennandi að sjá The Fall hér á landi að nýju, því allt bendir til að um hörkugóða tónleika sé hér að ræða og ekki spillir fyrir að stórsveitin EGO og iss! spila með „folunum" þann 6. maí í Áusturbæjarbíói. á tónleikum þann 6. maí í Austurbæjarbíói

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.