Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 5
5 _f~/elgai-—— Oosturinn. Föstudagur 29. apríl'f? mynd Jim Smart Árið eftir náðu þau saman á ný, þá í Rochester í Bandaríkjunum, þar sem þau stunduðu bæði nám, hann í tónlistinni og hún hélt áfram við mannfræðina. Þau voru þar í tvö og hálft ár, en nám hennar slitnaði í sundur í miðjunni, vegna þess að þeim fæddist sonurinn Ragnar, alnafni afa síns á ísafirði. Heim komuþau svoaðnýjuumjólin 1979 og skömmu seinna byrjaði hún að kenna við Háskóla íslands. Afbragös- kennari á ferð- ■ ■ inm „Það er nú svolítil saga á bak við það hvernig það kom til að hún fór að kenna hér við félagsvísindadeildina“, sagði Haraldur Ólafsson, lektor við Háskóla íslands. „Eg hef verið prófdómari við Menntaskólann á ísafirði", hélt hann áfram, „og fæ jafnan send verkefnin bingað suður til að fara yfir þau. Eitt vorið þegar ég hafði fengið félags- fræðiverkefnin í hendur hafði ég ekki legið lengi yfir úrlausnunum þegar ég sá að hér hlyti að vera afbragðskennari á ferðinni. Svör nemendanna voru þess eðlis. Kennar- inn hét Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, og var ung kona langt komin í mannfræði- námi. Önnur deili vissi ég ekki á henni þá. Nokkru seinna fer ég til Bandaríkjanna, til að vera þar um hrið, og kynni mín af Sigríði Dúnu leiddu til þess að ég fékk hana til að , annast kennsluna fyrir mig á meðan. Siðán \ hefur hún kennt hér við félagsvísindadeild- ina á ýmsum námskeiðum, og reynst ákaf- lega vel. Hún er mjög hæfur kennari og visindamaður, og þægilegur samstarfsmað- ur. Ég vona þessvegna, að henni gefist tæki færi til að sinna áfram sínu fagi, þó síðar verði, því hún er mjög vel að sér í mannfræð- inni“, sagði Haraldur Ólafsson. Eftir kosningarnar um síðustu helgi er Ijóst að eitthverthlé verður á fræðimennsk- unni, nema hægt sé að líta á þingmennsku sem meið á mannfræðigreininni. Sennilega hefði Sigríður Dúna hlegið ef einhver hefði sagt henni fyrir tveimur árum eða svo að hún ætti eftir að verða þingmaður. Hún mun ekki hafa haft sértakan áhuga á hefð- bundnum stjórnmálum, og ekki tekið þátt i stjórnmálastarfi fyrr en nú, og sá áhugi er fyrst og fremst tilkominn vegna kvenrétt- indabaráttunnar. „Þetta kom mikið til af sjálfu sérý sagði Sigríður Dúna þegar Helgarpósturinn spurði hvernig hún leiddist inní þær aðstæður sem hún nú er í. „í þau sjö ár sem ég var meira og minna erlendis fylgdist ég vel með kvenfrelsishreyfingum, þó ég tæki ekki virkan þátt í slíku starfi. Það var ekki fyrr en ég kom heim og kynntist konum sem stóðu framarlega í þessu hér að ég fór sjálf að taka þátt í baráttunni. ekki einangrast á þingi, konurnar okkar. Við lítum á þær sem okkar fulltrúa og erum staðráðnar í að styðja við bakið á þeim“ sagði Helga. Þegar kunningjar og vinir Sigríðar Dúnu eru beðnir að lýsa persónu hennar, koma aftur og aftur fyrir sömu lýsingarorðin. Sér- staklega þó eitt: Hún er ákaflega „feimin“ kona — mikil kona. Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur og kvennalistakona,bætir við: „Hún leggur sig fram við að vera heiðarleg og hógvær í mál- flutningi, forðast í lengstu lög að hnjóða í náungann. Hún er aftur á móti ung ennþá og á eftir að vaxa að orku og öðlast það ör- yggi og kraft sem kemur með árunum, með aukninni lífsreynslu. Hún er vaxandi kona.“ Aðrar umsagnir voru í þessa átt. Hún hef- ur flest það til að bera sem prýðir konu, eins og Helga Thorberg orðaði það. Þráinn Hallgrímsson sagði hana bráðgreinda og duglega, „en ef eitthvað kemur til með að standa henni fyrir þrifum í stjórnmálunum verður það ef til vill skortur á hörku. Stjórn- málabarátta snýst mjög mikið um að fylgja sínum málum eftir af fullri hörku og í slík- um slag reynir mjög mikið á einstaklingana. Það er helst þar sem ég hef uppi efasemdir um kvennalistakonurnar" sagði Þráinn. Það kemur væntanlega í ljós hvort hin umdeilda leið þeirra kvennalistakvenna til áhrifa ber þann árangur sem vonir standa til. Þar veltur ekki síst á Sigríði Dúnu Krist- mundsdóttur. Viðmælendur Helgarpóstsins voru sammála um að betri fulltrúa gætu konur vart átt i löggjafarsamkundunni. horfði málið öðruvísi við, fyrirfram var vit- að að fyrsta sætið þýddi mjög líklega þing- sæti. „Ég efast ekki um að ákvörðun hennar um að slá til byggðist á því að hún taldi sig geta unnið konum mikið gagn. Ég held að það sé eins með hana og aðrar þær sem hafa verið í forsvari fyrir kvennaframboðin að ekki er um að ræða persónulega framagirhi, heldur tekur hún þetta að sér til að þjóna þessum málstað. Ég held að hún líti á þetta sem vinnu fyrir málstað kvenna. Hún sótti sætið ekki stíft, þvert á móti. Að hún lenti þarna í fyrsta sætinu er í samræmi við það meginprinsip að virkja sem flestar konur í starfi. Þar af leiðir að lögð var á það áhersla að fá aðrar konur á oddinn á þessum lista en sem voru í kvennaframboðinu fyrir kosn- ingarnar í fyrraý sagði Guð- rún Jónsdóttir borgarfulltrúi. Helga Thorberg leikkona tók í sama streng. „Það var áreiðanlega erfitt fyrir hana að taka þessa ákvörðuný sagði hún. „Það er heldur ekkert skrýtið ef hugsað er úti hverskonar ljónagryfja stjórnmálin eru. En í góðum félagsskap 9 kvenna á Alþingi á hún, og þær allar, áreiðanlega eftir að koma stjórnmálaumræðunni uppá hærra plan en hún nú er á. Þar fyrir utan erum við kvenna- listakonur alveg staðráðnar í því að láta þær Ekki jafnrétti með lagasetningu Eitt get ég þó kannski nefnt sem öðru fremur ýtti á mig. Ég veit ekki hvort ég hefði farið útí þetta hefði ég ekki verið búin að eignast barn. Þá fyrst gerði ég mér virkilega grein fyrir þeim félagslega og menningar- lega mun sem er á stöðu karla og kvenna. Þá gerði ég mér grein fyrir að jafnrétti næst ekki eingöngu með lagasetningu" Nokkrar kvennalistakonur sem Helgar- pósturinn talaði við voru sammála um að ákvörðunin um að gefa sig í fyrsta sæti list- ans við alþingiskosningarnar hafi hréint ekki verið auðveld fyrir Sigríði Dúnu eða Sirrí eins og hún er kölluð af vinum sínum. Hún hefur metnað í fræðigrein sinni, og þetta framboð þýðir að doktorsritgerðin sem hún hefur unnið talsvert i verður að fara ' uppí hillu um óákveðinn tíma. Hún tók sér líka góðan umhugsunarfrest áður en hún sló til. Fulltrúi kvenna í fyrra tók hún virkan þátt í starfi kvenna- framboðsins fyrir borgarstjórnarkosning- arnar og var þar á lista — þó það neðarlega að engin „hætta“ var á að hún færi inn. Nú Mikil ,,kona“ ÍMIKLlJÍlEffiLL IDÁRAÁBYRGÐ Á SIELLI. ÍÁRSÁBYRŒ) Á OIIUCEHI HdÍL ÍSÉRELCKKI. L. Reiðhjólaverslunin,— ORNINNl Spítalastíg 8 vió Óóinstorg 5117101:14661,26888

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.