Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 8
8 sÝiiiiii|nrs2ilir Listasafn ASÍ: Hjörleifur Sigurðsson sýnir málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Síð- asta sýningarhelgi. Listmunahúsið: Ágúst Pedersen skyggnist undir skel- ina og sýnir mannamyndir. Siöasta sýningarhelgi. Gallerí Lækjartorg: Samsýning 15 listamanna til styrktar SATT, málverk og fleira. Allar myndir til sölu. Siðasta sýningarhelgi. Kjarvalsstaðir: Fjórar sýningar. Guðmundur Björg- vinsson sýni/ málverk, Vilhjálmur Bergsson sýnir einnig málverk, Þor- björg Pálsdóttir sýnir skúlptúr og Frakkinn Yves Pedron sýnir Ijósmynd- ir. Öllum fjórum sýningunum lýkur á sunnudag. Norræna húsið: Þórður Hall sýnir málverk og teikning- ari kjallara. Lýkurásunnudag. í and- dyri er sýning á blaðaúrklippum og Ijósmyndum frá Noregi á hernáms- timum nasista. Den illegale prese heitir sýningin sem einnig lýkur á sunnudag. Gallerí Langbrók: Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir glerskúlptúra til 6. maí. Sýningin er opin kl. 12-18 virka daga og 14-18 um helgar. Gallerí Austurstræti 8: Haukur Friöþjófsson sýnir myndverk. í eina viku enn. Hamragarðar, Hávalla- götu 24: SAM 83. 35 félagsmenn í starfs- mannafélögum samvinnuhreyfingar- innar I Reykjavik sýna málverk, vatns- litamyndir, grafík og margt fleira. Fyrsta sýning þessa fríða hóps. Sýn- ingin er opin föstudag ki. 16-20 ogum helgina kl. 14-22. Henni lýkur á sunnudagskvöld, 1. mai. Gengið inn frá Hofsvallagötu. Mokka: Ásgeir Lárusson sýnir32guassmynd- ir. Sýningin stendur út þennan mánuö. Gallerí Gangurinn Mávahlíð 24: Hollenski listamaöurinn Pieter Hol- stein sýnir og selur myndir eftir sig. Sýningin er oþin til 20. maí. Gallerí íslensk list: Fjöldasýning félagsmanna ur List- munafólaginu að Vesturgötu 17 i splunkunýju galleríi. Listasafn íslands: Auk mynda í eigu safnsins eru sýndar höggmyndir eftir Ásmund, Einar og Sigurjón, svo og Ijósmyndir eftir Bandarikjamanninn David Finn, Ijós- myndir af höggmyndum. Opið virka daga kl. 13.30—18 og 13.30—22 um helgar. Nýlistasafnið: Brynhildur Þorgeirsson opnar skúlp- túrsýningu á föstudag kl. 20. Verkin eru unnin úr mótuðu gleri, stein- steypu og járni. Opið daglega kl. 16—22 og lýkur henni 8. maí. Icikkns Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Grasmaðkur eftir Birgi Sigurðsson. Laugardagur: Lína langsokkur eftir Lindgren, kl, 15, Grasamaðkur kl. 20. Sunnudagur: Lfna langsokkur kl. 14, Grasmaðkur kl. 20. Litla sviðið: Súkkulaði handa Silju eftir Ninu Björk Árnadóttur. Sýning á sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Guðrún eftir Þórunni Sigurðardóttur. Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Sunnudagur: Salka Valka eftir Hail- dór Laxness. Ausurbæjarbíó: Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýning á laugardag kl. 23.30 íslenska óperan: Mikadó eftir Gilbertog Sullivan. Sýn- ing á föstudag. M.H. Leiksmiðjan Ringulreið sýnir í Norðurkjallara MH „Ætt i Óðin- dælu" föstudaginn 29. april ki. 20.30 Aðeins 40 áhorfendur komast aö og miðaverð er 75 kr. Leiksmiöjan Ringulreið hóf starfsemi sina í Menntaskólanum við Hamrahlíð siö - astliöið haust.í vetur hefur verið unnið út frá ýmsum hugmyndum og ákveðin þema tekin fyrir og þannig hefur efni- við verið safnaö i sarpinn. Textar frá ýmsum skeiðum bókmenntasög- unnar svo og frumsamdir hafa verið kannaðir og krufnir. Hópurinn hefur verið meö nokkrar uppákomur I vetur t.d. tók hann þátt I götuleikhúsinu mikla í miðbæ Reykjavíkur 25. mars. Föstudagur 29. apríl 1983 Jp&sturinn Faðir hins einradda píanóleiks I hádegisfréttum Ríkisútvarps- ins daginn sem þjóðin gekk að kjörborðinu las Jón Múli frétt um það að 77 ára gamall djasspían- isti, Earl „Fatha“ Hines væri lát- inn. Ekki er ég vissum að margir hafi áttað sig á hver maðurinn var — þó hlaut hann að vera þe^íktur fyrst á lát hans var minnst í sjálfu Utvarþinu. Það eru ekki margir djassleikararnir sem verða þess heiðurs aðnjótandi. Undirrituðum varð að orði: „Þá er sú tilhlökkunin úr sög- unni“. Tilhlökkunin var að heyra Hines í eigin persónu og um leið minntist ég orða Tryggva Ólafs- sonar, þess ágæta málara og djassgeggjara: „Aldrei hef ég upplifað annan eins djass einsog þegar ég hlustaði á Earl Hines í klúbbnum hans Timme Rosen- krantz“. Það var á þeim árum er baróninn danski rak lítinn klúbb þar sem djassdiskótek Mont- martre er núna. Það var heitt sumarið fyrir fimmtíu og fimm árum þegar Louis Armstrong, Earl Hines og nokkrir aðrir ungir framúrstefnu- djassistar byltu djassinum með Savoy Balriom hljóðritununum. Sveiflan var sterk og hljómarnir djarfir í West End Blues, My Monday Date, Muggles, Tight Like This o.s.frv. Eða dúett Arm- strong og Hines: Weather Bird. Opinberun. Mörgum ljósárum á undan þeim dúettum er þá voru frægastir og King Oliver og Jelly Roll Morton höfðu hljóðritað. Earl Hines fékk klassíska píanómenntun og um 1919 fór hann að leika djass. Feril hans spannaði því nær sextíu og fimm ár og er það sjaldgæft. Hann lék með Erskine Tate og Carroll Dick- erson áður en hann réðst til Louis Armstrongs 1927. Árið eftir stofnar hann eigin hljómsveit og á eigin vegum lék hann uppfrá því utan hvað hann var í stjörnu- hljómsveit Armstrongs 1948-51. Ferill Hines sem hljómsveitar- stjóra var oft þyrnum stráður og hann sló ekki í gegn fyrr en 1940, þegar Billy Eckstein söng með bandinu. Jelly, Jelly varð met- sölulag svo og Stormy Monday Blues og Boogie Woogie on St. Louis Blues. í þessu bandi Hines voru þau ungmenni sem áttu eftir að kollvarpa allri djassmyndinni: Charlie Parker og Dizzy Gillespie. Þarna blésu líka trombónuleikar- inn Benny Green og tenoristinn Wardell Gray og söngkonan var Sarah Vaughan. Þegar Eckstein yfirgaf Hines tók hann hálft bandið með sér og stofnaði nýtt. Hines náði sér aldrei sem hljóm- sveitarstjóri eftir það áfall og tók því boði Armstrongs um að ganga í All-Star hans með þökkum. Hines gékk þó illa að sætta sig við að leika i hljómsveit annars manns og það var heldur kalt á milli þeirra félaga er leiðir skildu. „Herra Hines er eitt sjálf“, sagði Armstrong sem þó sjaldan hallaði á nokkurn mann. Eftir það settist Hines að á vesturströndinni og lék með ýmsum smáhljómsveitum er hann setti á laggirnar m.a. dixí- landbandi. Slíkt fullnægði þó að sjálfsögðu ekki slíkum lista- manni. 1964 hélt hann nokkra tónleika í Litla leikhúsinu á Broadway. Ahmed Abdul Malik lék á bassann og Oliver Jackson á trommur og Columbia gaf tón- listina út. Fatha — The New Earl Hines tríó (CS 9120). Earl Hines sló aftur í gegn. Fjöldi snilldar- hljóðritana fylgdu í kjölfarið, píanósólóar fyrst og fremst að ó- gleymdum tríómúsíkinni frá Vill- age Vanguard þar sem Coleman Hawkins og Roy Eldridge blésu sem gestir. Þar voru þrír góðir saman — þrjú eldfjöll gjósandi djasssveiflunni og rauðglóandi tónastraumurinn tryllti allt og alla. Þeir eru hinir miklu expres- sjónistar djassins og nú er Roy einn eftir og búinn að fá slag einu sinni. Eral Hines var faðir nútíma djasspíanósins, það var þó ekki þess vegna sem hann hlaut viður- nefnið Fatha, heldur vegna þess að hann var fenginn til að vanda um við drykkfelldan kynni í Grand Terrace. Hann tók að spinna langar linur eins og blás- ari, með áttundarslögum og tríól- um. Hann hafði mikil áhrif á aðra píanista s.s. Teddy Wilson, Count Basie og Nat King Cole, sem seinna varð þekktastur sem söngvari. Hines söng líka stund- um ekkert ósvipað og Cole og ekki má gleyma indælum laglín- um sem hann samdi, ég nefni að- eins: Rosetta, Blues in Thirds, My Monday Date og You Can De- pend on Me. Allir áhugamenn um djass ættu að eiga Hines í hillum sínum og nýlega kom út í Time-Life hljóm- plöturöðinni: Giants of Jazz (STL — Jll) úrval af hljóðritunum Hines. Auk þess má fá margar sólóskífur hans frá síðari árum sem allar eru gulls ígildi. Manndómur til umræðu Alþýduleikhúsið sýnir Neðanjarðar- lestina (Dutchman) eýtir Imamu Amiri Baraka (Le Roy Jones) í þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar. Leikstjóri: Lárus Ymir Oskarsson. Leikmynd: Þór Elis Pálsson. Leikendur: Guðrún Gísladóttir og Sigurður Skúlason. Jass leika tískuljónin Tómas R. Einarsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Þorleifur Gíslason og Steingrimur Oli Sigurðsson. Það var ljúf stemning á Borg- inni á mánudagskvöldið þegar ódrepandi Alþýðuleikhúsfólk frumsýndi hina mögnuðu Neðan- jarðarlest eftir bandafíska svert- ingjann Imamu Amiri Baraka. Þéttsetinn salurinn varð snemma yndislega reykmettaður, úr glasi a borðinu lagði „gamalla blóma- angan“, kúltúrkonur við sama borð dreyptu á koníaki með kaff- inu, hinir þorstaheftu létu kaffið nægja og úr horni tískuljónanna flæddi huggulegur íslenskur vesturstrandarjass yfir liðið. Andrúmsloftið var einstaklega afslappað og vinsamlegt er sjálf leiksýningin hófst og þá ekki síð- ur að leikslokum er salurinn fagnaði vellukkaðri uppfærslu á prýðilegu verki. LeRoy Jones fæddist árið 1934 í New Jersey. Hann tók upp hið múslimska nafn sitt er hann lét turnast til þeirrar trúar eins og svo margir aðrir er þátt tóku í sjálfs- virðingarbaráttu bandarískra negra. Imamu Amiri Baraka er gífurlega afkastamikill höfundur sem sést best á því að hann mun hafa sent frá sér 30—40 bækur síðan Neðanjarðarlestin var frumsýnd árið 1964. Hann fæst jöfnum höndum við sögur, leikrit og ljóð, auk þess sem hann hefur skrifað fjöldagreina, m.a. um jass og stjórnmál. Neðanjarðarlestin vakti verðskuldaða athygli er hún var frumsýnd „off-Broadway“ og færði höfundinum m.a. hin eftir- sóttu Obie verðlaun. Eins og nafnið ber með sér er vettvangur verksins neðanjarðar- lest, nánar tiltekið í New York. Svertinginn Clay situr upp- dubbaður í vagninum á leið í partý þegár. hvita stúlkan Lúla hlammar sér hjá honum og ákveður að taka þennan Uncle Tom í gegn. Verkið lýsir síðan samskiptum þeirra í u.þ.b. fjöru- tíu spennuhlaðnar mínútur. Lúla leikur sér mjög að Clay og tilfinningum hans. Viðmót henn- ar er síbreytilegt, hún sveiflast frá innileika og daðri til fullkominn- ar grimmdar og andstyggileg- heita. Snemma kemur í ljós að Lúla telur manndóm Clays vera aðalviðfangsefnið a.m.k. á yfir- borðinu. Hún tekur að sér að segja honum bitran sannleikann um hinn þrælpínda bandaríska Tómas frænda og ekkert skortir á styrkinn í framsetningunni: Þú ert sko ekki negri bara snjóhvítur drullusokkur „sneisafullur af hvítra manna snakki“. Sannleikur þessara orða hefði e.t.v. gert ein- hverjum gott, en ekki Clay. Hann gerir sér nefnilega fullkomna grein fyrir stöðu sinni, veit að hann er „stæling á hvítum milli- stéttapésa“. Lúl.a ögrar Clay mjög og hvetur hann út úr skelinni, full- komlega grunlaus um afleið- ingarnar. Clay og margir aðrir svertingjar hafa nefnilega tamið sér að loka þessari skel til þess að koma í veg fyrir tilgangslaust blóðbað. Svo fer þó að Lúla geng- ur fram af Clay og hann rís upp af slíkum ofurkrafti að stúlkan skelfist og um leið verður svert- inginn ógnun sem losna þarf við. Mér varð hugsað til orða Árna Árnasonar í íslandsklukkunni þegar hann svarar hamborgat - mönnum, „Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima“. Þessi orð er auð- velt að heimfæra upp á Clay því hann er barður þræll og brjóst hans hýsir frelsið. Hann bælir hins vegar niður frelsið því hann óttast afleiðingarnar. Hann biður Lúlu um að þrástagast ekki á menningararfi hvíta mannsins, reita þá svörtu ekki til reiði því: „Þá kála þeir ykkur í nafni heil- brigðrar skynsemi“. Þótt kynþáttamisréttið sé áberandi í verkinu og ljóst að samskipti fólks af óltkum kyn- þáttum séu langt frá því að vera sæmandi er verkið ekki svo ein- falt, höfundurinn slær á fleiri strengi. Þau Lúlaog Clay tala líka um að þau séu tvö andlit á sama guðdómi og þeim er báðum kært að láta sig dreyma, burt frá þeim raunveruleika sem e.t.v. er ógn- vænlegastur í neðanjarðarlest- inni. Norska skáldið Rolf Jacob- sen hefur lýst neðanjarðarbraut- unum eftirminnilega í samnefndu ljóði: /ánamaðkar framfaranna/ smjúga sementsjörðina eins og ost/ .../ Undir rjúkandi hafi Ieiguhjallanna og kirkjugarðs- grafanna/ Glerungsveggir, postu- lín og nikulsólir í Helvíti./ (Hannes Sigfússon þýddi) Það er þetta fjandsamlega umhverfi sem sameinar þau tvö, fær þau til að sameinast í draumsýninni og Lúla segir: „Við skulum láta sem við sé- um tvær unaðslegar mannverur. Láta sem loftið sé tært og ilmandi“. Það verður að segjast eins og er að þetta 20 ára gamla verk Barakas kom sterkar við mig en ég hafði vænst. Það var ekki laust við að maður æki sér talsvert á sínum fordómalausa mjallhvíta rassi undir átökum verksins. Upp- færsla Lárusar Ýmis var hnökra- laus og haganleg í alla staði. Leik- ur þeirra Guðrúnar og Sigurðar var stórgóður í alla staði. Guð- rúnu tókst vel að sýna sveiflurnar í skapgerð Lúlu og halda ódámin- um innan marka trúverðugleik- ans. Sigurður Skúlason kom firna sterkur út og það er langt síðan ég hef séð hann sýna önnur eins til- þrif og þegar hann rífur Clay upp undan svívirðingunum til öflugra mótsvara. Það var gott Ieikhús sem gestir heimsóttu á Borgina. Ég vil að lokum hvetja sem flesta til að kynna sér þetta fram- tak Alþýðuleikhúss á hrakhólum, það verður enginn svikinn af þeirri kvöldstund. Það er ósk mín að nýir eigendur Hótel Borgar sýni leikhúsfólkinu skilning svo sem flestir fái barið sýninguna augum, staðurinn hæfir sýningunni nefnilega mjög vel eins og lýsingin á andrúmsloft- inu hér að framan átti að sanna. SS Sigurður og Guðrún á æfingu á sýningu Alþýðuleikhússins á Hotel Borg — ekki laust við að maður æki sér talsvert á sínum fordómalausa mjallhvíta rassi undir átökum verksins, segir Sigurður m.a. í umsögn sinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.