Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 29. apríl 1983 hlelgai—:-— posturinn Pink Floyd — The Final Cut Árið 1973 sendi hljómsveitin Pink Floyd frá sér plötuna Dark Side Of The Moon, sem nær alla tíð síðan hefur verið meðal 200 vinsælustu platna í Bandaríkj- unum. Meðlimum Pink Floyd varð fljótlega ljóst, eftir útkomu plötunnar, að hér var um að ræða verk sem erfitt yrði að fylgja eftir. í fyrstu tóku þeir þó hlutunum með ró en haustið 1973 hófu þeir vinnu við nýja plötu. Þar reyndu þeir að skapa tónlist án þess að nota nein venjuleg hljóðfæri, en þess í stað notuðu þeir t.d. vín- flöskur, límbönd og fleira í þess- um dúr. Eftir að hafa lokið gerð þeirra þriggja laga með þessum hætti, gáfust þeir upp og hættu við verk þetta og það sem komið var hefur heldur aldrei verið gefið út. Það tók þá svo tvö ár að ljúka gerð annarrar plötu. Sú heitir Wish You Were Here og þó að það sé vissulega ágæt plata þá stendur hún Dark Side Of The Moon nokkuð að baki. í byrjun árs 1977 kom frá Pink Floyd platan Animals, en nærri þremur árum síðar, nánar tiltekið 30,nóvember 1979,kom loksins frá þeim plata, sem náði vinsældum sem voru eitthvað í líkingu við DSOTM. Hér er um að ræða plöt- una, eða öllu heldur plöturnar, The Wall. Af þeim var lagið Another Brick In The Wall part 2 gefið út á lítilli plötu, sem náði gífurlegum vinsældum, svo sem menn eflaust muna. Lag þetta vakti einnig mikið umtal vegna texta þess, sem er hörð ádeila á skólakerfið. Svo óhressir urðu sumir með boðskap þennan að opinber flutningur á laginu var bannaður, svo mun t.d. hafa verið í Suður-Afríku. Þess má einnig til gamans geta að nokkrir skólar hér lendis bönnuðu að lag þetta væri leikið á skólaböllum. Á síðasta ári var svo frumsýnd kvikmynd sem gerð var eftir Veggnum og ekki er langt síðan hún var sýnd hér í einu kvik- myndahúsi borgarinnar við góðar undirtektir. Eftir velgengni Veggsins stóðu Pink skellir hurðum þeir Pink Floyd menn aftur frammi fyrir því að fylgja eftir ó- trúlega vinsælli plötu. Ný plata hefur nú loks litið dagsins ljós, tæpum fjórum árum eftir útkomu Veggsins og ber hún heitið The Final Cut og undirtitilinn Sálu- messa eftirstríðsáradraumsins. Oft hefur sá orðrómur verið á sveimi að Pink Floyd væru í þann veginn að leggja upp laupana og aldrei hefur sá orðrómur orðið sterkari en einmitt á síðasta ári, en þá virtist um tíma líta út fyrir að tveir meðlima hljómsveitarinnar, þeir Nick Mason trommuleikari og hljómboðsleikarinn Richard Wright, hefðu yfirgefið hana. með vissu þema í textanum. Þar er um að ræða einskonar „einka- bömmer“ Roger Waters, en hann hefur nú á seinni árum ásakað kerfið mjög fyrir heldur eymdar- legan uppvöxt, þar sem hann á- sakar þjóðfélagið, og það kannski réttilega, fyrir að hann ólst upp föðurlaus, þar sem faðir hans hafði farist í stríðinu. Mér finnst hér vera um að ræða einskonar hliðarspor frá Veggnum, því Pink sá er þar var aðalsöguhetjan á ein- mitt að hafa alist upp við þessar sömu aðstæður. Mín von er sú að Waters hafi nú lyft þessu bjargi af hjarta sér að einhverju leyti, þann- ig að við fáum í framtíðinni að The Doors Hits Greatest Mason hætti þó við en Wright hætti og finnst mér TheFinal Cut bera þess greinileg merki að hans nýtur ekki við á henni. Á heildina litið verður ekki annað sagt en að ég hafi orðið fyrir verulegum vonbrigðum með þessa nýju plötu. Það eru að vísu ágætir sprettir inn á milli en á' heildina litið verður hún, því mið- ur, að teljast heldur döpur. Hún byrjar þokkalega með laginu The Post War Dream og á eftir því kemur besta lag fyrri hliðarinnar, Your Possible Pasts, en á því ber hæst gítarleik David Gilmore. One Of The Few er stutt lag sem ekki tekur að tala um en The Hero’s Return sem kemur þar á eftir er þokkalegt. Tvö síðustu lögin á hliðinni The Gunners Dream og Paranoid Eyes eru held- ur leiðinleg, sérstaklega þó það síðarnefnda. Seinni hliðin byrjar næstum því jafn leiðinlega og sú fyrri endaði en hressist þó þegar á líður og er í raun öllu betri en sú fyrri, svona á heildina litið. Besta lag plötunn- ar er tvímælalaust næst síðasta lagið sem ég er fyllilega sáttur við, því í því er karfturinn fyrir hendi og sérstaklega er það gítarleikur- inn, sern er karftmikill og góður. Mér hefur verið tjáð að þetta lag hafi verið eitt það síðasta sem þeir tóku upp fyrir plötu þessa og ef það gefur einhver fyrirheit um það sem við eigum eftir að heyra frá þeim í framtíðinni, er engin þörf að örvænta. The Final Cut er samhangandi verk einstakra laga sem tengjast vera laus við þetta yrkisefni á plötum Pink Floyd. Þegar um er að ræða hljómsveit af þeirri gæðagráðu sem Pink Floyd eru á, hljóta að vera gerðar meiri kröfur til þeirra en annarra minni spámanna. Það er varla hægt annað en að vera óánægður með The Final Cut, samanborið við það sem áður hefur komið frá ,þeim. Margir myndu þó sjálfsagt vera stoltir af að hafa framleitt plötu sem þessa, en staðreyndin er sem sé sú að plata þessi hlýtur að teljast með slakari plötum sem Pink Floyd hafa sent frá sér. Fyrir nokkrum árum, þegar hljómsveitin Family hætti og til stóð að gefa út með þeim saman- safnsplötu með þeirra bestu lög- um, birtist i Melody Maker skemmtilegt lesendabréf frá æst- um Family aðdáanda. Hann sagð- ist þar hafa heyrt að það ætti að fara að gefa út „best of“ plötu með hljómsveitinni og hann spurði bara hvort það ætti að verða átta platna albúm. Það er rétt að geta þess að Family sendi frá sér átta stórar plötur á meðan þeir störfuðu. En hvað kemur þetta Doors við, kynni nú einhver að spyrja. Jú, þetta bréf kom einmitt upp í hug mér þegar mér var afhent eintak af plötunni The Doors Greatest Hits. í raun get ég nú ekki skilið nafngift þessa almennilega, því Doors áttu engin tíu hitt lög, mér væri nær að halda að þau hafi ekki verið nema tvö eða þrjú. Þess vegna hefði verið nær að kalla þetta „best of“ plötu og er ég þá einmitt kominn að því sem ég vildi sagt hafa í upphafi. Er nokkur leið að gefa út „best of“ plötu með Doors án þess að hafa það átta platna sett. Ég gæti að vísu kannski troðið því niður í sjö plöt- ur en varla neðar. Greatest hits er bara einföld plata þar sem er að finna tvö lög af þremur fyrstu Doors plöt- unum og síðustu plötunni hverri fyrir sig. Auk þess eru sitt hvort lagið af Soft Parade og Morrison Hotel. Því verður ekki neitað að plata þessi er þrusugóð, enda er af nógu að taka frá ferli hljóm sveitarinnar. Það er aftur á móti vafamál hvort maður á að vera að mæla með plötu þessari, því óneitanlega er það hið eina rétta að eiga allar Doors plöturnar. En fyrir þá sem eru blankir, og hver er það ekki í dag, er tilvalið að fjárfesta í eintaki af plötu þessari. Eiginlega er sama hve mikil fá- tæktin er, Doors eiga að vera til á heimilinu (dj.. hefði ég orðið góð- ur sölumaður), því ekkert er jú húsið án hurða. Tónlist The Doors var töfrandi á sínum tíma og satt að segja hef- ur hún elst alveg sérstaklega vel og er hún ekki síður skemmtileg núna en hún var á þeim tíma er hún var fyrst leikin. Ekki ætla ég að fara að telja upp lögin á þessari plötu, með tilliti til þess að eitt sé öðrum betra, það er útilokað að gera slíkt þar sem Doors eru ann- ars vegar. P.s. þegar ég tala um heildar- safn The Doors, undanskil ég plöturnar Other Voices og Full Circle, sem teknar eru upp eftir Iát Jim Morrison (að vísu vilja nú' ekki allir trúa því að hann sé allur). Einnig finnst mér platan An American Prayer heldur vafa- söm. , ,Tók mér frí frá grafíkinni“ — segir Þóröur Hall myndlistarmaö- ur „Ég tók mér frí frá grafíkinni í tvö ár. Eg hef alltaf málað með, en á- kvað að taka góða skorpu í mál- verki og teikningu". Þetta sagði Þórður Hall mynd- listarmaður í samtali við Helgar- póstinn, en Þórður hefur undanfar- ið sýnt olíumálverk og teikningar í kjallara Norræna hússins, og lýkur sýningunni kl. 22 á sunnudags- kvöld. Þórður sagði, að það hefðu verið svolítil viðbrigði fyrir sig að breyta um tjáningaraðferð, þar sem tækn- in væri að sjálfsögðu önnur, svo og aðgangurinn að efninu, þar sem unnið væri með millilið í grafíkinni. Hann er þó ekki búinn að leggja grafíkina á hilluna, því með sumr- inu ætlar hann að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og búa sig undir sýningu með íslenska grafík- félaginu. Þá mun Þórður senda málverk til Finnlands að aflokinni sýningunni í Norræna húsinu. Þar ætlar hann að taka þátt í samsýningu í Svea- borg. Sýning þessi ber yfirskriftina Frá sýningu Þórðar Hall í kjall- ara Norræna hússins. Síðasta sýningarhelgi. Norrænt landslag, og ásamt honum fara frá íslandi þau Eiríkur Smith og Edda Jónsdóttir. Hann tekur einnig þátt í samýningu í Berlín síð- ar á árinu. En hvað með næstu einkasýn- ingu, hvenær verður hún? „Tíminn verður að leiða það í ÚTVAIM' Föstudagur 29. apríl 9.05 Morgunstund barnanna. Dag- heimila- og barnaheimilasparandi þáttur. Sagan heitir nefnilega Barnaheimilið. Gott framtak. 10.35 Það er svo margt að minnast á. Þaö má nú segja, ég man bara ekki eftir öðru eins minnisleysi. Torfi Jónsson þættar. 11.30 Frá norðurlöndum. Borgþór er allt- af sjálfum sér líkur. Ég ætla að minnsta kosti að vona það. Skemmtilegir og fjölbreytilegir þættir. 15.00 Miðdegistónleikar. Alltaf sama nafnaflækjan. Ekki fyrir venjulegan mann að skrifa þetta. En gott efni samt. 17.00 Með á nótunum. Umferðarlaga- þáttur. Ekki veitir nú af, því hvergi keyramenneinsillaogáíslandi. Ég hef sko reynsluna. 17.30 Nýtt undir nálinni. Kristín Björg Þorsteinsdóttir skemmtir okkur í rúma hálfa klukkustund. Vonandi lengur. 21.40 Hve létt og lipurt. Ég sagði um daginn, aö Höskuldur Skagfjörö kæmi aftur. Hér er hann kominn I annað sinn. Kemur hann í hið þriöja? 23.00 Kvöldgestir. Jónas er snillingur. Hann er snjall. Laugardagur 30. apríl 9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa er bara hress eftir kosningarnar, en hvort hún er hress með úrslitin er annað mál. Um það veit ég ekkert. 11.20 Hrímgrund. Börnin láta sig þaö litlu skipta, en þaö skiptir þau þó miklu máli. Við erum jú að búa I haginn. En gerum við það? 15.10 I dægurlandi. Svavar er óþreytandi og óþrjótandi uppspretta af tónlist- arlegum skemmtilegheitum. 16.20 Þá og nú og á næstunni. Afþrey- ingarboöstólar fyrir börn og ungl- inga. Hildur Hermóðsdóttir reddar þessu. 16.40 Islenskt mál. Þu ástkæra ylhýra... Jón Aóalsteinn Jónsson segir frá. 19.00 Kvöldfréttir. Furður sálarlífsins eru aldrei kannaðar I þessum þætti, nema með óbeinum hætti. Ég segi ekki meira. 19.35 Á tali. Ég vona að Edda og Helga geti fagnað vel og lengi þessa dag- ana. Þær eru með þátt og fleira. 20.00 Harmonikuþáttur. Siggi Alfons kynnir okkur tónlist forfeðra okkar. 20.30 Sumarvaka. Nú er sumar, gleðjast gumar, gaman er I dag. Veöurblíð- an komst I lag I gær. 23.00 Laugardagssyrpa. Hressirog kátir, teitir og tátir. Þorgeir og Páll. Sunnudagur 1. maí. 10.25 Út og suður. Friðrik Páll á vængjum hugans. 11.00 Messa. Langholtskirkja er það heillin. Sigurður Haukur og Aðalheiður Bjarnfreös predika. 13.30 Frá liðinni viku. Páll Heiðarog nokkr- ir förunautar og kaffinautar segja markverð tiðindi liðinnar viku. Endur- segja. 14.15 Hátíðahöld i Laugardalshöll. Verka- lýðurinn á afmæli í dag. Gaman og gaman. Til hamingju. Beint útvarp. 16.20 Nokkrir þættir úr varkalýössögu kreppuáranna. Ólafur Þ. Jónsson ætlar að fræöa okkur. Göngum hægt um gleðinnar dyr. 17.20 Lúðrasveit verkalýösins. Ellert, Jón Múli og Nalli. Góöur félagsskapur. 17.55 Völuspá. Tónverk eftir Jón Þórarins- son. 19.25 Veistu svariö? Síðasti þátturinn. Ég verð ekki gáfaður lengur. 23.00 Sameinaðir stöndum vér. Helgi Guðmundsson, vinur minn að norðan, talar og tónar um 1. mai. N.IOKVAKI* Föstudagur 29. apríl 20.40 Á döfinni. Mál málanna er nú rikis- stjórnin. En þjóðin getur nú samt ekki listarlaus verið á meöan þær allar umræður og viðræður fara fram. Því kemur Birna eins og bjargvætturinn í grasinu. 20.55 Skonrokk. Edda Andrésdóttir kynnir okkar ný viðhorf í heimstón- listinni. Videospólur á fullu. Gott efni fyrir unglingana. Þeir halda sig þá heima á meðan. 21.25 Kastljós. Verður ný stjórn skriöin fram úr skúmaskotunum? Verður Ijósi varpaö á þá staðreynd, að landið er og hefur verið stjórnlaust? Þáttur um innlend og erlend mál- efni í umsjón Boga og Ólafs. 22.30 Fjölskyldufaðirlnn (Family Man). Bandarísk sjónvarpsmynd, árgerð 1979. Leikendur: Edward Asner, Anne Jackson, Meredith Baxter Birney. Leikstjóri: Glenn Jordan. Miðaldra fjölskyldufaðir með traust fyrirtæki verður fyrir freistingum í líki ungrar og fallegrar stúlku. Hvernig stendur hann sig? Það fáum við nú að sjá, cn ef ég þekki vini mína í Ameríku rétt, nær siðbótin yfir- höndinni. Fjölskyldan er hornsteinn lýðræðisþjóðfélagsins eins og sumir segja. Laugardagur 30. apríl 16.00 iþróttir. Þaöer núskoekkitalað um pólitík. Ónei. Bjarni Felixson lætur ekki leiða sig i þá gildru. 18.25 Steini og Olli. Hvað þeir gera er al- veg óúlreiknanlegt. Þeir eru til alls vísir. Enda sniðugir með afbrigðum og fyndnir nokk. Fyrir suma. 18.45 Enska knattspyrnan. Fjarri góðu gamni, þeir þarna á Englandi. 20.35 Þrlggjamannavist. Gamanmynda- flokkur frá Englandi um gaman- samtfólká Englandi, sem skemmt- irgamanþyrstu fólki áEnglandi. Viö höfum nóg af innlendum gaman- málum hér. 21.00 Lelfur Breiðfjörð. Bryndis Schram bregður uþp svipmynd af lista- manni, sem vinnur I gler. Hann er gluggamaður. Og góður. 21.20 Söngvakeppni sjónvarpsins. Ur- slitakeppnin, þar sem ungir klassík- erar syngja sig inn ( hjörtu lands- manna. Þeir eru júllus Vífill Ing- varsson, Eirlkur Hreinn Helgason, Elin Ósk Óskarsdóttir, Kristln Sig- tryggsdóttir, Sigriður Gröndal og Sigrún Gestsdóttir. Gaman 23.00 Forslðan (Front Page). Bandarlsk gamanmynd, árgerð 1974. Leikend- ur: Jack Lemmon, Walter Matthau. Leikstjóri: Billy Wilder. Blaðamaður ætlar að kvænast og segir þess vegna upp djobbinu, en þaö er hægara sagt en gert að fá sig laus- an úr þessum fj... Skemmtilegt grín. Gaman fyrir stéttvlsa menn. Sunnudagur 1. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. Kristniboö- inn enn á ferð. Hann Skúli Svavars- son. Gengur eitthvað illa að kristna þjóðina? 18.10 Bjargið. Ný kvikmynd íslenska sjón- varpsins i norrænum barnamynda- flokki. Leikendur: HuldaGylfadóttir, Þóra Þorleifsdóttir, Svavar Gylfa- son og fleiri. Stjórn: Elin Þóra Friö- finnsdóttir. Grimseyað vori. Nokkur börn fá að fara i eggjaferð í fyrsta sinn. Örugglega ævintýraferð. 18.30 Daglegt Iff i Dúfubæ. Brúðumynd frá Bretlandi. 18.45 Palli póstur. Póstamynd frá Bret- landi. 19.00 Sú kemur tíð. Teiknimynd frá Frakklandi. Allabarí, fransí, biskvi. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Magnús Bjarnfreðsson. 20.55 Stiklur. Fámennt I fagurri sveit, segir Ómar í þessum tiunda landa- fræðiþætti sinum, sem tekinn er i Gufudalssveit., 21.35 Ættaróðalið. Áfram með úrkynjað smjörið. Fólki finnst nú alltaf gaman að því. Gaman? Já. 22.25 Placldo Domlngo. Hann talar að visu ekki við Pavarottin, en hann er nú samt góöur söngvari og fá sum- ar óperur sem hann syngur i marg- ar stjörnur i bókinni minni. Spænskur þáttur. Upp með Spán.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.