Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 17
17
~ío8sturÍnn Föstudagur 29. apríl 1983
Með lyfjum
skal land byggja
Haustið 1979 var haldinn stór fundur um
eiturlyfjavandamál í Gráu Höllinni í Krist-
janíu. A þessum fundi var „ Folkebevægel-
sen mod haarde stoffer“ stofnuð (Pjóðar-
hreyfing gegn hörðum efnum/sterkum lyfj-
um).
Um daginn fór ég með samstarfskonu
minni á aðalskrifstofu hreyfingarinnar. Ætl-
unin var að fá Karl Vogt-Nielsen sem þar
vinnur til að segja okkur frá hreyfingunni.
Byrgjum brunninn Þeim trú um að hörðu efnin
séu ekki hættulegri en hass“.
Karl byrjaði á að hrista
höfuðið yfir sögu af nýju
undratæki sem venja á eitur-
lyfjasjúklinga af fíkn sinni á
tíu dögum (sjá annars staðar
á síðunni). Hann sagði að
ekki væri erfiðast að venja
sig af efninu heldur að mæta
raunveruleikanum að nýju
og finna sinn stað þar. Þar
með hrundi hálfur glansinn
af sögunni um undratækið,
tilraunarotturnar höfðu ver-
ið fjársterkar poppstjörnur
úti í heimi.
„Okkar markmið er ekki
fyrst og fremst að venja fólk
af sprautunni heldur að upp-
lýsa fólk og byrgja brunninn
áður en fleiri börn detta ofan
í hann. Við miðlum upplýs-
ingum og reynum að þrýsta á
stjórnmálamenn og fjöl-
miðla. Við flokkum lyfin i
mjúk/hörð efni og lögleg/
ólögleg efni. Mjúk efni eru
t.d. áfengi, tóbak, gras
(marihuana) og hass, en
hörð efni eru t.d. ópíumaf-
urðir (t.d. morfín, heróín) og
læknadóp, þ.e.a.s. svefn-j
tauga- og verkjapillur. Eins
og nafn heyfingarinnar ber
með sér einbeitum við kröft-
um okkar að hörðu efnun-
Munur á mjúku
og hörðu
„Annars eru mörkin á milli
mjúkra og harðra efna mjög
fljótandi. Ef áfengis- og
hassneytandinn er í góðu
jafnvægi er hættan á mis-
notkun ekki stór, en það er
alltaf viss fjöldi sem misnot-
ar þessi efni og þá er spurn-
ing um hvort ekki sé hægt að
kalla þessi efni hörð.
Hreyfingin hefur enga op-
inbera skoðun á hassi, það er
ekki okkar verksvið að taka
afstöðu til hvort lögleiða eigi
hass, þar mælir líklega
margt bæði með og á móti.
Okkar markmið er að venja
fólk af neyslu vímugjafa, að
það geti horfst í augu við
raunveruleikann og þjóð-
félagið án hjálpar þeirra. En
þegar við höldum fyrirlestra
í skólum reynum við að upp-
lýsa krakkana um hass-
neyslu. Ekki' með byrstan
syip og vísindalegar þulur
eins og strangir fulltrúar yf-
irvaldsins, heldur reynum
við að tala út frá krökkunum
sjálfum, t.d. með því að
benda á að það sé ekki skyn-
samlegt að reykja of ntargar
pípur. Hins vegar er mjög
mikilvægt að gera krökkum
ljóst að það sé mikill munur
á hassi annars vegar og heró-
íni, kókaíni, sniffi oþh. hins
vegar. Því mörg þeirra
þekkja hass af eigin raun og
það er hættulegt að telja
Engin félagaskrá
— Hver eruð þið?
„Þjóðarhreyfingin gegn
sterkum lyfjum hefur ekki
félagaskrá, þeir eru félagar
sem virkir eru í anda hreyf-
ingarinnar. U.þ.b. 30 hópar
eru starfandi víðs vegar um
Danmörku og þeir vinna
hver á sinn hátt og leggja á-
herslu á mismunandi atriði,
allt eftir þörfum hvers staðar
um sig. Eina krafa okkar er
sú að starfsemin brjóti ekki í
bága við stutta og skýra
stefnuskrá hreyfingarinnar.
vera óháð. Hins vegar vinn-
um við með öðrum aðilum
þegar eitthvað sérstakt er á
seyði“.
Beinar aðgerðir
„Um daginn var t.d. „junk-
blokade" á Christianshavn.
Þá voru stofnaðir starfshóp-
ar með fólki úr hverfinu.
Markmið aðgerðanna var að
ná til þeirra eiturlyfjaneyt-
enda sem héldu þar til og að
koma í veg fyrir að eitur-
lyfjasala gæti átt sér stað.
Utanaðkomandi eiturlyfja-
salar voru flæmdir burt, en
við hentum náttúrlega ekki
fólki út af heimilum sínum.
Við vorum með vaktir í
Christianshavns Beboerhus;
þangað gat fólk leitað ef það
hafði áhuga á að losna út úr
lyfjaneyslunni. Okkar fólk
gekk um götur hafnarinnar
og hafði auga með grunsam-
legum mannaferðum.
Sprautusalan í apótekinu féll
alveg niður og götulögreglan
óskaði okkur góðs gengis.
Afbrotum i hverfinu fækk-
aði mikið í þær þrjár vikur
sem „blokaden" stóð yfir. í
fyrstalagi brutust eiturlyfja-
neytendur ekki inn hjá fólki
til að útvega sér pening fyrir
efni, i öðru lagi tókst okkur
Töfratækið NET
Danska tímaritið BLITZ birtir í 10. tbl. sínu grein um
undratæki það sem minnst er á í upphafi viðtalsins.
Skoskur læknir, Margaret Patterson, hefur unnið tæki
þetta út frá nálastunguaðferðinni. Þar sem mörgum eitur-
lyfjaneytendum var illa við nálar (!) notar Patterson elek-
tróða. Straumar frá tækinu sem kallast NET örva endorp-
hin-framleiðslu heilans, en það er n.k. heróín sem líkam-
inn framleiðir sjálfur. Því er afvötnunin ekki einssárs-
aukafull og ella. Pete Townshend, söngvari í Who,lætur
vel af tækinu, auk Eric Clapton og Keith Richard. Tækið
mun kosta u.þ.b. 17.000. ísl. kr.
Heimilisfang hreyfingarínnar er:
Folkebevægelsen mod haarde stoffer
Studiestræde 16
DK — 1455 K^benhavn K,
Þar er hægt að biðja um upplýsingabæklinga, merki,
plaköt og plötur. Þar er líka hægt að gerast áskrifandi að
blaðinu MISBRUG. Áskriftarverðið er 60 dkr. fyrir 1983.
Sumir hópar einbeita sér að
meðhöndlun fyrrverandi eit-
urlyfjasjúklinga, aðrir halda
fyrirlestra og svo eru náttúr-
lega fastir hópar sem sjá um
fjármál, blaðaútgáfu o.þ.h.
. Við erum ekki í neinum
beinum tengslum, hvorki við
yfirvöld né aðrar hreyfingar,
enda teljum við það best að
að virkja samáafbrotamenn-
ina úr hverfinu sem nú fengu
annað að gera en að hanga á
vertshúsum og láta sér leið-
ast. Vandræðabarnið var að-
allega óeirðalögreglan
(uropatruljen); hún kom ó-
þægilega fram við okkar
fólk og hindraði það í störf-
um. Yfirvöldin í hverfinu
Kaupmannahafnarpóstur
frá Erlu Sigurðardottur
fengu jafnan upplýsingar
um hvernig starfi okkar mið-
aði. Aðgerðir þessar byggðu
líka á reynslu fenginni í
Kristjaníu, en þar voru svip-
aðar aðgerðir fyrir þremur
árum“.
Litlir fiskar
„Við fengum ómetanlegar
upplýsingar frá íbúum um
hvernig eiturlyfjaviðskiptin
og líf neytendanna gekk fyrir
sig“.
— Eru stórir menn á bak
við söluna?
„Nei, það er varla hægt að
segja það. Flestir sölumanna
eru eiturlyfjaneytendur
sjálfir og viðskiptavinir
hvers eru kannski 5 eða 6
talsins. Það eru margir milli-
liðir frá neytanda til stóru
hákarlanna. Dæmigert er að
þegar neytandinn er kominn
í stóra skuld við kaupmann-
inn, þá er honum boðið að
vinna sig út úr skuldinni með
því að fara út í heim og sækja
efnið“.
— Hvaðan koma efnin?
„Aðalmiðstöðin í Evrópu
er Amsterdam, en annars
komaefnin frát.d. Pakistan,
síðustu árin frá Afghanistan
og svo frá Týrklandi. T.d.
fjárstyrkja tyrknesku fas-
istasamtökin Gráu úlfarnir
sína starfsemi með eitur-
lyfjadreifingu".
Löglega dópið
— I fréttatilkynningu
ykkar eftir ársfundinn
kvartið þið undan hroka-
fullri afstöðu heilbrigðisyf-
irvalda?
„Eins og ég nefndi áðan eru
nokkur lögleg efni hörð efni,
þe. lyf sem læknar gefa við-
skiptavinum sinum. Fyrir
nokkrum árum tók læknir
einn upp á því að gefa eitur-
lyfjasjúklingum „metadon"
sem koma átti í stað daglegr-
ar sprautu. Við höfum alla
tíð álitið að það væri engin
lausn að dæla löglegum lyfj-
um í fólk í stað ólöglegra,
enda felur það aðeins vanda-
málið. T.d. var helmingur
þeirra eyturlyfjaneytenda
sem við ræddum við á
Christianshavn sem ekki
vildi meðferð. og það voru
þeir sem fengu lyf hjá sínum
læknum. 90% hinna vildu
gjarnan losna út úr lyfjamis-
notkuninni.
Takmarkið hlýtur að vera
að venja fólk af slævandi
efnum og gera það að ein-
staklingum með sem ó-
brengluðust skynfæri. í
kerfinu okkar eru líka til
stofnanir og menntað fólk
sem vinnur við að venja fólk
af eiturlyfjum, en það full-
nægir engan veginn þörf-
inni. Árátta lækna til að
fóðra fólk á dópi gerir
ekki annað en að hunsa þá
meðhöndlun sem þó á sér
stað“.
Læknar stærstu
pússérarnir
„Við beinum spjótum að
læknum með eiturlyfjaneyt-
endur í huga, en auk þeirra
er stór hópur þjóðarinnar
háður læknalyfjum; hús-
mæður fá taugapillur, ungl-
ingar höfuðverkjapillur, þau
tonn sem dælt er í dörisku
þjóðina árlega gera sitt til að
fólk er eins sljótt og það er.
Þetta er líka spurning um
peninga, allt frá lyfjafram-
leiðandanum sem hefur
gróða í huga til frú Hansen
ellilífeyrisþega sem drýgir
sinn litla lífeyri með að selja
pillurnar sínar á svörtu. Árið
1981 nam salan á löglegu
læknadópi, þe. tauga, og
verkjapillum, 731 milljón
danskra króna, og það var
u.þ.b. fjórðungur lyfjavelt-
unnar í heild. En starfskraft-
ar okkar ná aðeins til eitur-
lyfjaneytendanna, þ.e.a.s.
sprautusjúklinganna og í
augum okkar eru læknar
stærstu pússérarnir í dag.
(pússér=eiturlyfjasali).
Ég veit um þó nokkra sem
hafa orðið háðir eiturlyfjum
eftir legu á sjúkrahúsi, enda
fáfræði lækna mikil um
verkanir þeirra lyfja sem þeir
gefa.
Af þeim 20.000 eiturlyfja-
neytendum sem við giskum á
að séu í Danmörku í dag,eru
mjög fáir sem svara til goð-
sagnarinnar um hreina heró-
ínneyslu. Við krufningu er
hætt að finnast hreint heróín
i æðum fólks, nú er það
blandað læknalyfjum. Við
giskum á að Iyfjaiðnaðurinn
leggi til u.þ.b. helming þess
efnis sem lendir í æðum eit-
urlyfjaneytenda í dag.
Dauðalyfið
Abalgin
„Ég get tekið lyfið Abalgin
sem dæmi. Næstum því
hundrað manns létust af
völdum þe.ss á sl. ári. Þetta á
að vera lyf gegn verkjum.
Samkvæmt 20 vísindalegum
rannsóknum sem gerðar
hafa verið víðs vegar um
heim er það aðeins í helmingi
tilfella að Abalgin -sé álíka
áhrifamikið ög Asperín,
annars verkar það allsekki,
enda er það óheyrilegt magn
sem sjúklingar hafa fengið á
stuttum tíma. Við höfum
bent á skaðsemi þessa lyfs og
farið fram á við innanríkis-
ráðherrann að eftirlit með
lyfseðlaútgáfu lækna verði
hert. Mótleikur læknasam-
takanna var að krefjast að
Abalgin yrði bannað, því
þeim er meira í mun að
halda frelsi sínu við lyfseðla-
skriftir og hvað munar þá
um eitt merki til eða frá á
Iyfjaskrá. Nú erum við nýbú-
in að fá bréf frá ráðherran-
um, þai sem hannsegist ekk-
ert ætla að gera í málinu“.
Davíð og Golíat
— Það má segja að barátta
ykkar sé mun erfiðari en
eltingarleikur lögreglunnar
þar sem hún hremmir
nokkrar hasslúsir en lætur
stóru bakmennina vera, en
þið sem hópur óbreyttra
einstaklinga reynið að
koma höggi á yfirvaldið
sjálft?
„Já, það má segja það, en
munurinn er líka sá að við
reynum að ná til rótanna.
Auk þess sem heilbrigðiseft-
irlitið.rétt eins og Iögreglan,
er sá aðili sem meðhöndlar
sjálfur þær kærur sem á
hann eru bornar“.
— Eru laeknar þá fjandi
ykkar nr. I?
„Nei, sem betur fer eru til
margir skynsamir læknar
sem við höfum unnið með.
Við höfum líka haft sam-
band við læknanema og
margir þeirra hafa gert
skólaverkefni um lyf og mis-
notkun þeirra“.
— Hvernig er viðhorfið til
fjölmiðla?
„Við höfum greinilega sett
okkar spor í umræðuna.
Margt er skrifað í okkar
anda, þótt nafn okkar sé
ekki nefnt. Ef ég tek „Poli-
tiken“ sem dæmi, þá hefur
viðhorf þess gegn læknalyfj-
um breyst mikið á undan-
förnum árum. Áður mátti
lesa þar lofsöng um ein-
hverja tiltekna taugapillu, en
nú er viðhorf þessa blaðs til
lyfja orðið yfirvegaðra. En
fyrst við tölum um fjölmiðla
þá get ég sagt ykkur að við
höfum ákveðið að gefa út
blaðið MISBRUG sem ætl-
að er kennurum og öllum
þeim sem áhuga hafa á
vímugjafavandamáium.
Fyrsta þernað verður eitur-
lyfjaumhverfið, það næsta
alþjóðleg lyfjamisnotkun og
það þriðja verður „lögleg
efni“.
(sjá annars staðar á síðunni)