Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 12
Dr. Er/endur Haraldsson, sálfrœðing-
ur með dulsálarfrœði sem séráhugamál;
hann er ekki draugalegur að sjá. Þvísíður
að hann líkist Kúrda, hvað þá indversk-
um gúrú. Þó hefur dr. Erlendur dvalist
með Kúrdum í fjalllendi Persíu og Iraks;
hann hefur vakið athygli um mestalla
heimskringluna fyrir rannsóknir á því
sem hugsanlega gerist á sjálfri dauða-
stundinni, og hann hefur verið langtím-
um saman á Indlandi og síðustu árin
fylgst náið með trúarleiðtoga nokkrum
þar í landi sem virðist töfra gull og sitt-
hvað fleira úr loftinu. Hann er af Sel-
tjarnarnesinu, en getur þó varla talist
hugsa verulega smátt. Dr. Erlendur Har-
aldsson er sem sé ekki allur þar sem hann
er séður. Að gömlum og góðum sið spyr
ég hann fyrst um upprunann.
„Ég fæddist á Nesinu við Eiðsmýri. Einmitt
þar er Seltjarnarnesið bæði lítið og lágt. Við
bjuggum í húsi sem hét Vellir en það stendur
í húsaröð neðan við Melshús; þarna voru líka
Kolbeinsstaðir, Eiði, Oddi og fleiri hús, sum
af þeim sveitabæir. Á þessum tíma var lítil
byggð á Nesinu, og það bar enn svipmót
gamla tímans. Hér áður fyrr var umsvifamikil
útgerð af Seltjarnarnesi og menn komu úr
sveitum víðs vegar um land til sjóróðra. Þótt
það hafi verið aflagt á minni tíð reru menn
enn til fiskjar á smábátum. Þá teygðu sig líka
grösug tún víða um Nesið og menn höfðu roll-
ur og kýr; ég býst við að það þekkist alls ekki
lengur. Þarna var prýðilegt að búa og sjálfsagt
betra, fyrir krakka, heldur en inni í bænum;
við höfðum til dæmis gott skautasvell á vet-
urna, og notuðum það óspart“.
Heimspeki
— Bjóstu lengi á Seltjarnarnesi?
„Fram að tvítugu. Ég gekk í Mýrarhúsa-
skólann uppi á hæðinni en síðan fór ég í
Menntaskólann í Reykjavík. Ég sat þar í
stærðfræðideild, en raunar hafði ég nú meiri
áhuga á ýmsum húmanískum fræðum, svo
sem sögu en hún hefur mér alltaf þótt mjög
skemmtilég. Einnig hafði ég áhuga á heim-
speki, og fór í heimspekinám að afloknu stúd
entsprófi; fyrst var ég í Edinborg og síðan í
Freiburg í Þýskalandi. En ég lauk aldrei prófi
í heimspeki, og sneri mér á endanum að sál-
fræði. Þar held ég að hafi mestu ráðið að þeg-
ar ég var í Þýskalandi kynntist ég Hand Bend-
er, prófessor í sálfræði sem einkum var þekkt-
ur fyrir starf sitt á sviði parasálfræði, eða dul-
sálarfræði, og hann vakti áhuga minn á þessu
sem vísindagrein. Einnig hafði það nokkur
áhrif að þá, eins og nú, voru afar litlir at-
vinnumöguleikar fyrir heimspekinga en á-
standið var öllu skárra fyrir sálfræðinga. En
raunar hóf ég ekki strax nám í sálfræði; í milli-
tíðinni stundaði ég blaðamennsku og ferðalög
og fleira.
— Á hvaða blöðum varstu hér heima?
„Ég var aðallega við Alþýðublaðið, en þá
var mikill uppgangur í því undir stjórn Gísla
J. Ástþórssonar. Eg kynntist þar meðal ann-
ars Indriða G. Þorsteinssyni, en af honum
hafði ég heyrt misjafnar sögur. Hann var
sagður nokkuð grófur og rustafenginn, en svo
reyndist hann vera sérstakur sómamaður og
ég hafði mikla ánægju af að starfa með hon-
um. Síðan les ég ævinlega allt það sem ég sé
eftir Indriða“.
— Varstu lengi blaðamaður?
„Ekki mjög. Ætli ég hafi ekki verið svona
tvö ár hér heima, en var miklu lengur viðloð-
andi ýmiss konar blaðamennsku. Eg fór aftur
til útlanda og skrifaði þá greinar í blöð hér á
íslandi, sérstaklega í Tímann og Vikuna og
mér tókst að vera í hálft annað ár á Indlandi
og nálægum Austurlöndum fyrir það sem ég
fékk fyrir þau greinaskrif, þótt vissulega hafi
ég lifað sparlega. Einnig skrifaði ég fyrir ýmis
útlend blöð, þá einkum um kynni mín af
Kúrdum“.
viðtal: Illugi Jökulsson
Kúrdar
— Já, hvernig vildi það til að þú komst í
kynni við þá þjóð?
„Sumarið 1961 var ég við nám við háskól-
mynd: Jim Smart