Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 29.04.1983, Blaðsíða 11
11 híelgar—-- pösturinn Föstudagur 29. apríl 1983 1. maí kaffi Svalanna Hótel Sögu — kl. 14.00 Hlaðin borð af kræsingum — Stórkostlegt happ- drætti, ferðavinningar, listaverk, hljómplötur, leikföng og margt fleira. Tískusýningar kl. 14.30 og kl. 15.30 Fatnaður frá Tískuverslun Guðrúnar. Snyrtivörur frá Ellen Beatrix. Svölukaffi svíkur engan. Allur ágóði rennur til líknar- mála. Svölurnar, félag fyrrverandi og núverandi flug- freyja Þeir þekkja mig og taka af mér myndir, það er allt og sumt“. — Frægðin truflar þig ekki? „Nei“. — Finnst þér hún kannski skemmtileg? „Ekki heldur" — Þegar þú varst fjórtán ára t.d.. ímyndaðirðu þér að þú yrðir fræg? Langaði þig til þess? „Já, mig langaði til þess. Ég sá frægðina fyrir mér eins og risastóra kringlótta sól. En síðar meir komst ég að því, að frægðin er ekki kringl- ótt, heldur fjöldinn allur af papp- írssneplum, sem á eru skrifaðir mis- skemmtilegir hlutir". — Var þetta samt ekki eins og ævintýri í byrjun? „Jú. Þegar útgefandinn Julliard sagði við mig: Við höfum áhuga á handritinu þínu, við ætlum að gefa það út, o.s.frv., var það algerlega óvænt“. — Bókin náði gífurlegum vin- sældum. Þú varðst stjarna á borð við fótboltahetjur og kvikmynda- leikara, fjölmiðlarnir voru óðir... „Fjölmiðlarnir voru nú frekar beiskir í minn garð í öllu æðinu. Því var löngum haldið fram, að faðir minn hefði skrifað „Sumarást“. Menn voru fullir efasemda. Ég gerði svo ekki neitt í heilt ár. Pabba leiddist það mjög, að hann skyldi vera talinn höfundur bókarinnar. Hann var meira að segja fjúkandi illur. Ég tók mig þá til og skrifaði „Eins konar bros“ (Un certain ^ourire) til þess að fá frið. Og núna var fjórtánda skáldsagan mín að koma út“. Fimm bóka Sagan hafa birst í ís- lenskri þýðingu; Dáið þér Brahms? Eins konar bros, Eftir ár og dag, Sól á svölu vatni, og svo Sumarást, sem var upphafið að öllu saman. Brynhildur Þorgeirsdóttir er nýkomin heim úr námi frá Bandaríkjunum. Þar lærði hún glergerð og glerskúlptúr í tæp tvö ár og þar áður lærði hún glergerð í Hollandi í eitt ár. Afraksturinn getum við séð á tveim stöðum í borginni um þessar mundir. í Nýlistasafninu sýnir hún furðuverur úr gleri, járni og steypu, en í Gallerí Langbrók sýnir hún eingöngu litla glermuni. Tvær ólíkar sýningar ungrar listakonu. — segir franska skáldkonan Francoise Sagan Francoise Sagan var kornung þegar jyrsta skáldsaga hennar ,,Sumardst“ Bonjour tnstesse kom út jyrir þrjátíu árum. Bókin vakti strax mikla athygli og hneykslanog nú er svo komib,ab hún er ein mest lesna skáldsaga 20. aldannnar. Sagan hejur síban verib ibin vib kolann og skrijab og skrijab, auk þess sem hún hejur libjab hátt. Fyrir skömmu kom jjórtánda skáldsaga hennar út og ajþvítil- ejni birtum vib glejsur úr vibtali vib höjundinn, sem birtist í jmnska vikuritinu Novel Observateur jyrir skommu. — Menn töluðu úm það með hryll- ingi fyrir þrjátíu árum, að þú værir frjálsleg ung kona, sem íklæddist buxum á veitingastöðum, drykki viskí og keyrði bílinn sinn berfætt.. „Ég gekk nú ekki oft um í bux- um, ekki einu sinni á veitingastöð- um, af þeirri einföldu ástæðu að þær voru ekki í tísku á þessum tíma. Hvað viskíið áhrærir, þá drakk ég þónokkuð af því. Og það er satt, að ég keyrði berfætt, þegar ég var að koma heim af ströndinni. Annars er maður með sand á milli tánna og það er mjög óþægilegt". — Hvernig komust menn að þvi, að þú keyrðir berfætt? „Ef ég á að segja eins og er, þá hafði ég aldrei gert það fyrr en ég las í blaði, að ég keyrði berfætt. Það var í grein eftir blaðamanninn Paul Giannoli. Hann játaði þó fyrir mér ekki alls fyrir löngu, að hann hefði skáldað það. En það var ekki svo slæm hugmynd“. — Og þú lagaðir þig að mynd- inni, sem var gefin af þér? „Að þessu leyti já. Annars lifði ég áfram eftir eigin venjum . Ég drekk því miður miklu minna af þvi núna“. — Við skulum ekki tala meira um viskíið...né heldur buxurnar og bera fætur. Finnst þér þú hafa breyst mikið á þrjátíu árum? Hag- arðu þér alltaf eins og þjóðsagan um þig segir? „Maður verður aldrei þjóðsaga. Þjóðsaga er bara ein stór klisja. Það er þjóðsagan, sem lagar sig að mest áberandi einkennum þín- um. Hún breytir þér í einhverja undarlega veru. Raunveruleikinn er hins vegar sá, að þegar „Sumarást" kom út var ég 19 eða 20 ára. Ungar stúlkur á þeim aldri voru ekki frjálsar þá. Ég varð það aftur á móti vegna vinsælda bókarinnar". — Er ekki einmitt sagt, að ungar stúlkur 6. áratugarins hafi orðið frjálsar vegna áhrifa frá þér og Bri- gitte Bardot? „Þegar ég var yngri, var ungum stúlkum bannað að sofa hjá strák- um. Nú er það orðin skylda". — Áliturðu kannski, að frjáls- ræðið sé orðið of mikið? „Nei. Það eru alltaf uppi kröfur og bönn á hverjum tíma, þó ekki séu þau alltaf eins. Ef nítján ára stúlka sefur ekki hjá strákum er hún talin furðuleg af vinkonum sín- um. Hér áður fyrr þótti það hneyksli". — Það var gjarnan sagt um „Sumarást“ og næstu bækur þínar, að þær væru kaldhæðnislegar. Er það misskilningur? „Ekki að öllu leyti. Þegar ég hugsa til baka, þá var það eina hneykslið, að söguhetjan svaf hjá strák, sem hún var ekki skotin í og að hún varð ekki ólétt í kjölfarið. Hún gat byrjað aftur. Þetta er harmsaga sem gerist fyrir daga pill- unnar“. — „Sumarást" hefði kannski ekki verið skrifuð ef stúlkur hefðu haft greiðan aðgang að pillunni? „Kannski... ég veit það ekki“. — Þú hneykslaðir á sínum tíma, en hneykslar unga fólkið þig í dag? „Alls ekki, mér finnst það hreint ekki hneykslanlegt". — Samt harmaðirðu frelsið i kynferðismálum núna rétt áðan. „Ég harma ekki neitt. Sumir hafa gaman af ástinni, en öðrum leiðist hún. Hvað sem öðru líður, þá er frjálsræðið ekki eins þvingandi og sú mártröð, sem það er að verða ó- frísk í borgaralegri fjölskyldu. Það er frelsið sem er mikilvægt“. — En var það ekki einmitt klafi á frelsi þitt, að vera svona ung i sviðsljósinu? „í fyrstu var ég frekar ringluð. Ég var látin segja hluti, sem ég hafði aldrei sagt áður. En eftir þrjá mán- uði sagði ég stopp“. — En þú varst elt á röndum. Jafnvel enn þann dag í dag skjóta ljósmyndarar á þig ef þeir sjá þig einhvers staðar. „Þeir eru að sinna starfi sínu. ténlisf Menningarmiðstöðin í Breiðholti: Blásarakvintett Reykjavíkur heldur tónleika f kvöld, föstudag 29. apríl, kl. 20.30. Austurbæjarbíó: Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur tónleika á laugardag kl. 14. Á tón- leikunum koma einkum fram yngri nemendur skólans meö einleik og samspilsatriði á ýmis hijóðfæri. Auk þess verður hópatriöi úr forskóla- deild. Aögangur er ókeypis fyrir þá, sem vilja mæta. Gamia bíó: Islenska hljómsveitin heldur 7. tón- leika ársins á laugardag kl. 14. Tón- leikarnir bera yfirskriftina Blásið I gegnum tlöina. Einleikarar eru Camilla Söderberg, Sigurður Flosa son og Kenichi Tsukada. Stjórnandi er Guðmundur Emilsson. viifcliurifcir Hótel Saga: Fólagiö Svölurnar gengst fyrir kaffi- sölu og fleiru i Súlnasalnum á sunnu- dag, 1. maí, kl. 14ogeitthvaðfram eft- ir degi. Tískusýningar. Árnagarður, H.Í.: Julian Meldon D’Arcy heldur fyrirlest- ur á laugardag kl. 14 í stofu 201. Fyrir- lesturinn nefnist Tálmyndir og átrúnaðargoö f Tess af d'Urberville ættinni eftir Hardy. D’Arcy er lektor og aögangur að fyrirlestrinum er öllum heimill. Tónabær: Stórkostleg fjölskylduhátíð veröur haldin í félagsmiðstöðinni á sunnu- daginn 1. máí kl. 14—17. Fyrir skemmtuninni stendur Feröafélagið Askja, sem er ferðafélag þroskaheftra I Reykjavík og nágrenni. Tilgangur skemmtunarinnar er m.a. sáað safna fé til fyrirhugaðrar Englandsferðar í sumar. Frábær skemmtiatriöi. Bryn- dís Schram kynnir. Hótel Hekla: Merkisberar hins eina og sanna kommúnisma, Baráttusamtökin fyrir stofnun Kommúnistaflokks, efna til 1., maí fundarsunnudaginn 1. maí kl. 16. Kjörorö fundarins er Rauður 1. maí — gegn kreppu, afturhaldi og stríði. Ræða, Hjördís Bergsdóttir syngur og lesin veröa Ijóð. Danskur gestur. Upp með byltingarskapið. Mætum öll. Margir mættu í fyrra. Menningarmiöstöðin í Breiðholti: Bridgesamband fslands ætlar að spila alla helgina og mega allir mæta og horfa á. Á laugardaginn verður spilað frá kl. 10-14 og 15-20 en á sunnudag frá kl. 13-18. Skemmtileg íþrótt. Norræna húsið: Kvikmyndasýning I dag, föstudag kl. 16-17 I tilefni finnskrar viku. Sýndar verða tvær myndir, önnur um Helsinki og hin i:m AlvarAlto. Eflum uxi, kaxi kolmen... Regnboginn: Á sunnudag kl. 13 f A-sal verður stofn- að fyrsta billjarðfólag Reykjavíkur. Fólag I Iþróttamannsanda. Allir vel- komnir. 120-200 stofnfélagar. „Drekk miklu minna af viskíi núnau ; LEÍKFÉLAG REYKjAVÍ.KLiR L SÍM116620 Saika Valka sunnudag kl. 20.30 fáar sýningar eftir Guðrún föstudag kl. 20.30 þriöjudag kl. 20.30 Skilnaður laugardag kl. 20.30 fáar sýningar eftir Úr lífi ánamaðkanna eftir Per Olov Enquist þýöing: Stefán Baldursson lýsing: Daniel Williamsson leikmynd: SteinþórSigurösson leikstjórn: Haukur J. Gunnars- son frumsýn. miðvikudag kl. 20.30 Miðasala I lönó kl. 14-20.30. HASSIÐ HENNAR MÖM Auka- miðnætursýning í Austurbæjarbíói laugardag kl. 23.30 Miöasala I Austurbæjarbíói kl. 16-21. Sími 11384. #ÞJÓ0LEIKHÚSI« Grasmaðkur 6. sýning I kvöld kl. 20 Græn aðgangskort gilda 7. sýning laugardag kl. 20 8. sýning sunnudag kl. 20 Lína langsokkur laugardag kl. 15 sunnudag kl. 14 Litla sviðiö: Súkkulaði handa Silju sunnudag kl. 20.30 Þrjár sýningar eftir. Miöasala 13.15-20. Sími 1-1200 Óperetta Sýning sunnudag kl. 20.00. Miöasalan er opin milli kl. 15.00-19.00 daglega. Simi 11475. ||Uf^ERÐAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.