Helgarpósturinn - 06.05.1983, Qupperneq 2
2
Föstudagur 6. maí 1983 ^ip&sturinn
eiH UMHRD ÞeKUR
önnur eykur endinguna.
um
Nýju litakortin okkar hitta alveg í mark.
Á þeim finnurþú þinn draumalit.
VITRETEX Sandmálning er hæfilega gróftil að
regn nái að þrífa vegginn og litirnir njóta sín í áraraðir, *
i hreinir og skínandi.
em>m
Góð ending VITRETEX Sandmálningar er viðurkend
staðreynd. Reynslan hefur þegar sannað hana,
sem og ítarlegar veðrunarþolstilraunir.
veiw
Hlutfall verðs og gæða VITRETEX Sandmálningar
teljum við vera hið hagstæðasta sem býðst á markaðnum
og er það líklegasta skýringin á sífeldri
aukningu sölunnar,-auk þess auðvitað hve litirnir eru fallegir.
Ný litakort á fimm sölustöðum i Reykjavík
og fjölda sölustaða út um land allt.
vmmx
Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar33433og33414
LEIDTIL LÆKKUNAR
FERDAKOSTNADAR
Alþjóðleg afsláttarskírteini og Alþjóðleg Stúd-
entaskíríeíni eru áþreifanlegar leiðir til lækk-
unar ferðakostnaðar. Þau giida fyrir ungt fólk
og námsmenn á öllum aldri og veita umíals-
verðan afslátt eriendis á eftirtaldri þjónustu:
• Ferðum með férjum, lestum og flug-
vélum.
• Gistingu um allan heim.
• Aðgang að söfnum, leikhúsum og
öðrum menningarsamkomum.
• Verði í ákv. verslunum og veitinga-
húsum.
Bæklingur yfir alla afslætti fylgir skírteinun-
um sem kosta 60 kr. hvort.
i5a0..5A ... 1 aaóott.i. r LcalandXc .LPBlaat* A K ,.7!128Í
.JUOi-76
ícaiííncác Stuc.lr £Í§SS
FERÐA
SKRIF5TOFA
STÚDENTA
Hringbrcrut. sími 16850
FERDAÞJÓNUSTA FYRIR UNGT FÓLK
Revíuleikhúsið frumsýndi
f J nýja íslenska revíu í gær-
S kvöld, og á miðvikudags-
kvöldið fengu sjónvarpsáhorfendur
að sjá stutt atriði úr henni í frétta-
tímanum. Á bak við þetta er svolítil
saga, sem við ætlum að segja ykk-
ur. Á þriðjudag komu myndatöku-
menn sjónvarps til þess að taka upp
örstutt atriði fyrir fréttatímann.
Revíuleikhússmenn buðu upp á
stutt atriði fyrir framan Gullna
hliðið, þar sem Lykla-Pétur vappar
um með risastórt áltippi. Á mið-
vikudeginum fengu Revíuleikhúss-
menn hins vegar upphringingu frá
Fréttastofu sjónvarps, þar sem ræð-
ur ríkjum séra Emil Björnsson, og
var þeim sagt, að atriðið með
Lykla-Pétri hefði ekki þótt nógu
fyndið. Það væri því hagur leik-
flokksins að sjónvarpsmenn kæmu
aftur og tækju upp annað atriði,
sem þeir og gerðu. En var atriðið
virkilega ekki nógu fyndið?...
'FT Efnahagsþrengingar þjóðar
þ J búsins koma ekki aðeins nið-
ur á sjávarútvegi og iðnaði
heldur er verslunin farin að finna
verulega fyrir minnkandi kaup-
mætti almennings. Margar verslan-
ir og sumar þeirra gamalgrónar
berjast nú í bökkum og það er haft
til marks um ástandið að nú séu 27
verslanir við Laugaveginn til sölu...
FTT íslensku stjórnmálaflokk-
f'l arnir stunda allir naflaskoð-
un um þessar mundir í ljósi
kosningaúrslitanna, en þau voru
með þeim ósköpum að enginn
flokkur gat í raun verið ánægður
með þau. Þannig héldu Alþýðu-
flokksmennflokksstjórnarfund s.l.
mánudag og var þar mikið rætt um
úrslitin og hvað gera skuli til að
auka veg flokksins á nýjan leik.
Góð samstaða náðist á fundinum
og voru settir í gang starfshópar til
að vinna að hinum ýmsu mála-
flokkum, þ.á m. verða útgáfumál
flokksins könnuð af hóp undir for-
ystu Magnúsar H. Magnússonar,
varaformanns hans. Þá er ákveðið
að halda ráðstefnu um skipulags-
og stefnumál flokksins að Laugar-
vatni í byrjun júní...
Leiðrétting
Meinleg prentvilla slæddist inn í
Nærmyndina af Sigríði Dúnu Krist-
mundsdóttur í síðasta Helgarpósti.
Þar var hún sögð vera feimin kona,
sem átti að standa „feminin“ kona,
og það er nokk annað. Beðist er vel-
virðingar á þessu.
F0RF0LL MA LEYSA
MEB LIOSAUKA
Er símavörðurinn veðurtepptur fyrir norðan?
Stakk gjaldkerinn af í brúðkaupsferð?
Handleggsbrotnaði bókarinn í borðtennis?
Allir kannast við óvænt forföll á vinnustað.
LIÐSAUKI er með afleysinga-og ráðningar-
þjónustu, og hefur á að skipa þjálfuðu fólki til
ýmissa starfa.
Þetta þýðir, að með einu símtali getur
LIÐSAUKI útvegað þér starfsmann með
stuttum fyrirvara, í hálfan dag, heilan dag eða
nokkrar vikur, allt eftir þínum þörfum.
Hringdu og kynntu þér þjónustuna.
AFLEYSWGA- OG RAÐNINGARÞJÓNUSTA
Lidsauki hf.
HVERFISGÖTU 16A-SIM113535