Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 16
„...að leggja áfengissalann og heróínsalann að jöfnu“ — með Bubba á kaffi „Þetta er údúrdúr hjá mér, algjört hliöarhopp, og ég kem ekki til með að gera svona hlut aftur að minnsta- kosti ekki næstu árin,“ sagði Bubbi Morthens þegar við setjumst að síð- búnu morgunkaffi síðastliðinn þriðjudag til að spjalla um nýjustu sólóplötu hans Fingraför og annað sem er honum ofarlega í huga um þessar mundir. ,,Ég hef gengið með það í maganum lengi, allt frá trúba- dúrárunum, að gera svona vísna- plötu, en ekki haft mig í að stíga skrefið til fulls fyrren nú. Ég varð bara að koma þessu frá mér.“ Hippafilingur — Nánar um efni plötunnar? ,,Já, þetta er svona gamall hippafíl- ingur, platan fylgir engri tísku og engri ákveðinni stefnu, og þetta eru hlutir sem búið er að gera 100 sinnum áður. En einsog ég segi þá varð ég að gera eina svona plötu fyrir sjálfan mig. Nú, lögin eru sjálfsitaeð, bæöi gömul og ný, það elsta er frá 74 að mig minnir. Egó á nokkur laganna Paranoia, Hvað er klukkan og Lög og regla — í sínum eig- in útgáfum sem verða jafnvel notaðar á plötu seinna. Textarnir, ja þaö fylgja skýringar með þeim á plötunni og ég held að þær dugi alveg, þetta er eins- og lögin bæði nýir og gamlir textar, og það er ekkert ákveðið þema sem teng- jr þá saman." Kommbakk Megasar — Nú hefur platan að geyma nokk- urskonar kommbakk Megasar í al- þýðutónlistina, — ertu ekkert hræddur við það, þeas að öll athyglin beinist að honum? ,,Þú meinar að ég falli sjálfur I skuggann. Já, neinei Megas á það skilið og mikið meira en það. Enda má eiginlega segja að leikurinn sé gerður til að sýna fólki að hann er enn mjög sterkur í músíkinni, og hefur jafnvel aldrei veriö jafnsterkur og haft eins mikið til málanna að leggja og einmitt

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.