Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 24
Föstudagur 6. maí 1983 r'1 Á Akureyri hefur verið f j mikið rætt um pólitískt hita- S mál sem sumir vilja reyndar kalla fyrsta hneykslismál sem hend- ir kvennaframboðið þar í bæ. Þetta niál tengist lóðaúthlutun, — einsog svo mörg góð hneykslismál. I vetur var sem sagt auglýst lóð í gömlu, grónu hverfi á Akureyri. Margar umsóknir bárust, en fjórar komu helst til greina þegar til atkvæða kom í byggingarnefnd. I atkvæða- greiðslunni náðist ekki niðurstaða, og var að lokum dregið einsog venjulega. Hlutskarpastur varð læknir einn nýfluttur i bæinn. Sam- kvæmt venju fór svo málið til stað- festingar bæjarstjórnar. Þar gerðist sá óvenjulegi atburður að niður- stöðu byggingarnefndar er breytt og lóðina fær Bjarni nokkur Reykjalín með atkvæð- um þriggja sjálfstæðismanna undir forystu Gunnars Ragnars, forstjóra Slippstöðvarinnar, þriggja fram- sóknarmanna og Valgerðar Bjarna- dóttur, forseta bæjarstjórnar úr kvennaframboðinu. Nú vill svo til segja ættfræðingar fyrir norðan að faðir fyrrnefnds Bjarna er Stefán Reykjalín, Framsóknarleiðtogi og stjórnarformaður Slippstöðvarinn- ar,og eiginkona hans er Svava Ara- dóttir, systir Guðlaugs Arasonar rithöfundar.sambýlismanns forseta bæjarstjórnar. Þetta þykir löglegt en siðlaust... Þótt móti blási í póli- f' 1 tíkinni um þessar mundir hjá SI Geir Hallgrímssyni, for- manni SjálfstæðisfIokksins,virðist hann taka áföllum með stakri og stóískri ró og er ekkert á þeim bux- unum að gefast upp. En þó kann svo að fara að Geir kveðji stjórn- málin fyrr en síðar. Við heyrum áð mjög sé nú lagt að honum af hálfu fjölskyldu hans að hætta í pólitík- inni og gefa sig að friðsamara lífi... .pSsturínn Umboösmaöur í Bordeaux: Alfred Balguerie S.A. 447 Bd. Alfred Daney 33075 Bordeaux Cedex Sími: (56) 393333 Telex: 560031 Umboðsmaður í París: Alfred Balguerie S.A. c/o Jean Faucher Bassin N1 -HallA8 92230 Gennevilliers Sími: 5620343 Telex: BALAN 650461 Allar nánari upplýsingar um Frakklandsþjónustuna eru veittar í meginlandsdeild Eímskips m og Bordeaux Meö beinu sambandi við nýjar þjónustuhafnir í París og Bordeaux höfum við enn á ný bætt nýju landi í vikulega sigli Eimskips til Evrópu. Alhliða flutningaþjónustan „alla leið heim á hlað” er að sjálfsögðu í fullu gildi í Frakklandi. Við sækjum vöruna til verksmíðjudyra eða skilum henn beint í hendur kaupanda hvarsem ér í Frakklandi. Hagstæðir samningar við þrautreynda og örugga umboðsmenn og flutningafyrirtæki auka afgreiðsluhraða og lækka heildarkostnaðinn. Einmitt þannig á góð flutningaþjónusta að vera! Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 ^TN Þær sögur ganga líka á /■ I Akureyri að grein um þetta mál í blaðinu íslend- ingi hafi orðið til þess að fyrrnefnd- ur Gunnar Ragnars, sem einnig átti sæti í blaðstjórn þess blaðs, hafi beitt sér fyrir því að ritstjóra íslend- ings,Gunnari Berg,og auglýsinga- stjóranum hafi verið sagt upp störf- um. Aðrar heimildir herma hins vegar að uppsagnir starfsmann- anna hafi ekki staðið í neinu sam- bandi við fyrrnefnd skrif, heldur einvörðungu stafað af óánægju með störf ritstjórans og rekstur blaðsins. Þótt fjárhagur Islendings sé nú með betra móti.stóðu að- standendur þess, forystumenn Sjálfstæðisflokksins nyrðra, frammi fyrir því að leggja það ann- að hvort niður eða gera átak í rit- stjórnarmálum og rekstri. Það síð- arnefnda hefur nú orðið ofaná og hefur ný blaðstjórn,skipuð ungum mönnum,ráðið Halldór Iialldórs- son, fréttamann úr Reykjavík,til að vinna að endurskipulagningu ís- lendings. Til þess mun hann hafa fengið tryggingu fyrir ritstjórnar- legu sjálfstæði að öðru leyti en því að Sjálfstæðisflokkurinn fær af- markað rými í blaðinu. Síðan á að leggja til atlögu við Dagsveldi fram- sóknarmanna... FJÖLSKYLDUPAKKI 24. MAÍ í 3 VIKUR 1/2 GJALD FYRIR BÖRN INNAN 16 ÁRA FERÐASKRIFSTOFA, IÐNAÐA RHÚSINL' HÁLLVEIG ARSTÍG I, SÍMAR 28388 - 28580

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.