Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 6. maí 1983 .piSsturinn. Hallbiörn H allbjörn lljartarson meö hattinn> Bankagjald- keri í vanda Það er ansi taugatrekkjandi að vinna við afgreiðslu í banka í New York, þar sem rán allskonar og vopnaburður er daglegt brauð. Ný- lega handtók lögreglan þar John Kronau, tuttugu og fimm ára gaml- an verkamann, fyrir óreglu í fram- komu, vegna þess að hann hafði af- hent gjaldkera Troy Savings bank- anum umslag, eins og háttur er, bankaræningja. í umslaginu var miði og á honum stóð: Vertu ekki hrædd. Þettaer bankainnlögn. Vin- samlega taktu peningana úr um- slaginu og settu þá inn á reikning minn, og þér verður ekki gert mein“ Gjaldkerinn fékk minniháttar taugaáfall og lét lögregluna hirða John fyrir kaldhæðinn húmor hans. Hurðarskellir settur inn Áður en Henry Werker, dómari í New York, dæmdi mann til fanga- vistar fyrir að hafa brotið gler-úti- dyrahurðina í dómshúsinu, óskaði hann eftir því að hann yrði rannsak- aður af geðlæknum. Patrick Mc- Carthy hafði nefnilega brotið gler í útihurðum tuttugu og fimm dóms- húsa á síðustu 14 árum. „Hann er orðinn hálfgerð þjóðsaga hérna,“ sagði lögfræðingur nokkur í New York um manninn. „Það væri auð- veldlega hægt að stofna Patrick McCarthy klúbb með öllum þeim lögfræðingum og dómurum sem hafa haft af honum aó segja“ Ekki er vitað af hverju fæð mannsins á glerhurðum dómshúsa stafar. Reykingar bannaðar Læikkonunni ungu, Brooke Shields, þykir margt betur gefið en að tjá sig opinberlega. Hún er sjálf á allt annarri skoðun og tók nýlega þátt í mikilli herferð gegn sígarettu- reykingum. í því sambandi veitti hun blaðinu Sacramento Bee viðtal og þar lét hún útúr sér þetta gull- korn: „Reykingar deyða. Og ef þú deyrð þá hefur þú misst mikilvægan hluta af lífi þínu“ Sölumennska sem segir sex Bill Myers, miðaldra kaupsýslu- maður’ var ákaflega hrifinn af sportbílnum sem hann sá á bílasölu í Edwardsville í Pennsylvaníu. Það sá sölumaðurinn John Levandow- sky. Og hann vildi ekki sleppa Því verður vart neitað að Hall- björn Hjartarson er með sérstæðari tónlistarmönnum þessa lands. Hann stendur utan við hinn hefð- bundna músíkheim höfuðborgar- svæðisins en kemur annað slagið norðan frá Hvammstanga og rekur einnig veitingastaðinn Kántríbæ fyrir norðan. Hann er nú á miðjum aldri en lætur engan bilbug á sér finna. „Ég hef alltaf haft gaman af þess- ari tónlist", sagði Hallbjörn þegar hann var spurður hvernig stæði á þessum „Country" áhuga hans. „Sérstaklega hafði það áhrif á mig þegar ég var að vinna á Keflavíkur- flugvelli í kringum 1955. Þá var náttúrlega hlustað á Kanann og þar hefur aldrei skort kántrímúsíkina. Svo fyrir nokkrum árum vaknaði Myers fyrr en hann hafði keypt bíl- inn fyrir þá 25 þúsund dollara sem hann kostaði. Hann bauð því kaup- andanum í bíltúr. Og hvílíkur bíl- túr. Sölumaðurinn vildi sýna kaup- andanum kraftinn í sportbílnum, setti allt í botn og þeysti af stað í átt- ina til bæjarins Wilkes-Barre í ná- grenninu. Meðalhraðinn var um 170 kílómetrar á klukkustund og fjöldi lögreglubíla og mótorhjóla eltu að sjálfsögðu. Eftir brjálæðis- legan eltingarleik náði lögreglan að stöðva sölumanninn með byssu- skothríð. Bill Myers keypti þó ekki bílinn. ■m ■ ■ r Fjor i flugvélinni Flugfélög geta lent í undarlegum málum. United Airlines stendur nú t.d. frammi fyrir kæru konu nokk- urrar sem 17. desember 1981 ferð- aðist með vél félagsins, ásamt tveimur uppkomnum börnum, frá Los Angeles til New York. Aðsögn hennar gengu tveir naktir menn- fram og aftur ganginn í vélinni meðan hún var í loftinu og við- höfðu að mati frúarinnar sóðalegt orðbragð, og snertu brjóst hennar að minnsta kosti einu sinni. Og þeg- ar hún bað flugþjón að gera eitt- hvað í málinu, segir frúin að hann hafi aðeins yppt öxlum og sagt: „Strákar eru og verða alltaf strák- ar.“ GLUGGA PÓSTUR SP'txynu efcu evn- úernnén: Pfi/eécíti/i í AöUendi PTa/bne/uP b&e/fí- cntjf, Ae^u/i u/>n /Utp meSa/ /tamma í éeyi^um PMancla/UÁ^anna hér og úti í heimi mikill áhugi á þessu. Það kom upp hálfgert kántríæði, bæði í tónlistinni og á tískumarkaðinum. Það varð til þess að ég fékk áhuga á að koma frá mér einhverju af því efni sem ég átti, enda taldi ég að það mundi falla vel inní tíðarandann. Á Kántrí 1, en svo hét platan sem kom þá út, var ég náttúrlega að þreifa fyrir mér, því enginn hafði gert neitt þessu líkt áður. En ég fann strax að þetta átti rétt á sér því fólk tók plötunni vel, og margir höfðu sambandi við mig til að þakka mér fyrir. Það varð til þess að mig langaði að gera betur, vegna þess að ég vissi að ég gæti það. Eftir á sé ég auðvit- að að mörgu var ábótavant á þeirri plötu. I þetta skipti vandaði ég allan undirbúning miklu betur og sjálf vinnan á plötunni er mun betri en á þeirri fyrri. Platan varð líkadýr, um helmingi dýrari en ég hafði gert ráð fyrir. Við unnum í þessu í Stúdíó Stemmu yfir alla páskana, um hálfsmánaðar törn nánast allan sól- arhringinn. Öll vinnan verður vonandi til þess að platan þyki eftirsótt. Ég hef aldrei haft í huga að græða á þessu, ég geri þetta allt fyrir ánægjuna og ekkert annað. En ég er ákveðinn í því að þetta verður mín síðasta kántríplata. Ég hreinlega tel mig ekki geta gert betur“, sagði Hall- björn. Sjúkdómurinn AIDS hrellir homma — og aðra Um fimm hundruð flugdrekar munu fljúga á heilmikilli drekahá- tíð í Breiðholtinu á morgun, ef veð- ur leyfir. Steinþór Ólafsson, mynd- menntakennari við Ölduselsskóla, átti hugmyndina að hátíðinni og stjórnar gerð flugdrekanna. „Hugmyndin er ættuð frá Sví- þjóð, þar sem ég var í námi“, sagði Steinþór við Helgarpóstinn. „Þar er á hverju vori haldin mikil dreka- hátíð“. Steinþór sagði flugdrekagerðina alveg fyrirtaks verkefni fyrir unga myndmenntarnema. „Það er ekki nóg með að þeir bjóði upp á mikla möguleika í litun og teikningu, heldur eru þeir útaf fyrir sig ágætt kennslutæki í forrnfræði. Svo hafa þeir þaðfram yfir teikningar, að engin hætta er á að þeir gleym- ist niðri í skúffu - þeir eru oftast notaðir þar til þeir eyðileggjast", sagði Steinþór. Um síðustu helgi var sýning á flugdrekunum, en ámorgun verða þeir semsagt látnir fljúga. „Flug- mennirnir“ munu safnast saman í dalverpinu sem liggur í gegnum Seljahverfið, fyrir ofan gróðra- stöð Alaska, og ef veður og vindar leyfa munu um 500 fulgdrekar af ýmsum stærðum og gerðum hefjast á loft og svífa yfir ná- grenninu. Skömmu eftir áramótin 1981 kom 31 árs gamall maður inná slysavarðstofu á sjúkrahúsi í Los Angeles með svo miklar bólgur í hálsi að hann náði vart andanum. Maðurinn, sem var hommi, hafði einnig lést ótæpilega á undanförn- um mánuðum og vó þegar þarna var komið sögu innan við 50 kíló. Læknarnir stóðu á gati. Sjúkdóms- einkennin líktust engu sem þeir höfðu áður séð. Tveimur vikum seinna fékk maðurinn heiftarlega lungnabólgu og hægt og hægt fjar- aði lif hans út. Læknarnir töldu ólíklegt að þeir fengju annað eins tilfelli. En það leið ekki á löngu jrar til annar ungur hommi leitaði til þeirra með hlið- stæð sjúkdómseinkenni og honum varð heldur ekki bjargað. Læknarnir í Los Angeles, sem voru forviða, höfðu samband við kollega sína í New York, og þeim til mikillar furðu höfðu þeir staðið frammi fyrir sama vandanum. Þetta varaðeins byrjunin. Sjúkling- unum fór fjölgandi og allir voru þeir hommar á besta aldri. Nú eru sjúkdómstilfellin orðin yfir 1300 og af þeim sem sýkst hafa eru 37,6 prósent látnir. Sjúkdómsfaraldur þessi, sem kallaður er AIDS (Acquired Immune Deficiency Syndrome, eða „Áunnir gallar í ónæmi“) er einn sá bænvænasti um þessar mundir, og hann er ekki lengur bundinnvið homma í Banda- ríkjunum, heldur hefur hann borist til Evrópu og komið fram jafnvel í ungbörnum. Læknar standa ennþá á gati, og þegar þeir hafa talið sig vera komna á sporið, þá hafa komið upp ný og ný tilfelli, sem kollvarpa fyrri hug- myndum. Hvernig svo sem baráttan við þennan sjúkdóm endar, er Ijóst að hann hefur haft mikil áhrif á homma í Bandaríkjunum og líf þeirra. Á þeim tveimur til þremur árum sem sjúkdómurinn hefur ver- ið þekktur hafa mörg hundruð hommar látist. Á tímabili geip um sig mikil skelfing, því þá var talið að sjúkdómurinn væri alfarið bundinn við homma, og margir töldu hrein- lega að æðri máttarvöld væri að refsa þeim fyrir syndsamlegt líferni. Svo reyndist nú ekki vera, en það er samt ljóst að þessi sjúkdómur grasserar fyrst og fremst í homma- samfélögum nokkurra stórborga í Bandaríkjunum, því af 1300 sjúk- dómstilfellum eru 900 hommar. Af- leiðingin er m.a. sú að mjög hefur dregið úr hinu „villta Iífi þeirra — þeir velja félaga sína af kostgæfni. Á meðan reyna læknar allt hvað þeir geta til að komast fyrir sjúk- dóminn, sem þeir enn vita nánast ekkert um. Þeir vita ekki hvað veld- ur honum, ekki hvernig á að með- höndla hann og ekki hvort hann kemur til með að verða að allsherjar stórkostlegum faraldri, eða deyja hægt út.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.