Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 06.05.1983, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Qupperneq 17
17 ^n%turinnföstuda(3u r 6. maí 1983 nú. Það á reyndar eftir að koma enn betur í Ijós þegar platan hans Tolla bróður kemur út, þar sýnir hann þetta svo um munar. Ég vil bara votta Megasi virðingu mína. Við höfum þekkst lengi, ég kynntist honum daginn sem hann varð þrítugur og síðan höfum við haft svona laust samband, ræðum alltaf saman þegar við hittumst og droppum i heimsókn hvor til annars öðruhvoru. Og Megas hefur haft meiri áhrif á mig sem tónlistarmaður en flestir aðrir ís- lendingar." Bransinn — Hvernig fílarðu rokkbransann og í hverju ertu heist að pæla þessa dag- ana? „Ég hef allt gott að segja um rokk- bransann. Jájá hann er í góðu lagi. Mér sýnist aö fínir hlutir séu að ske, það ríkir engin deyfð, og mórallinn er mjög góður, — þrátt fyrir að sumir vilji meína að það sé kominn tími til að ein- hversparki í rássinn á mér einsog ég á. að hafa gert við Bjögga á sínum tíma. Ef það er hægt er tala um einhverja deyfð í bransanum, þá virðist hún helst ríkja hjá áhorfendum og —- heyrend- um, aösóknin á tónleikana í vetur hefur verið frekar litil. Það verður að hafa í huga að það kostar sjö til átta þúsund kall aö setja upp konsert á Borginni, og það er ekkert mikið aö borga 120 krón- ur i aögangseyri, þó þaö væru 200. Og þaö er mjög slæmt að við skulum nú vera að mis§a Borgina, því þarmeö missir lifandi tónlist sltt höfuðvígi. Borgin var oröin nokkurskonar heimili Islenskra poppara, starfsfólkiö hefur verið alveg framúrskarandi almenni- legt og framkvæmdastjórnin, það er ieitun á jafngóðum móral gagnvart múslkinni og á Borginni einsog hann hefur verið." — En hvernig er með SATT — eru menn ekki að reyna að skapa lifandi tónlist starfsgrundvöll á skemmtistöð- unum? „Jú, ég held aö SATT sé aö reyna að gera góða hluti, en ég hef aldrei skilið að Egó geti ekki ráðið sig til að spila og fá borgað fyrir það beint, en ekki í gegnum SATT, — ég hef aldrei vitað til þess að Egó hafi spilað á móti öðrum hljómsveitum þeim i óhag. Og ég veit að gengur ekki allt upp sem SATT þykist ætla að gera, t.d. fór Baraflokkurinn helvíti illa útúr því þegar SATT bað þá um að spila í Klúbbnum og lofaði aö borga allan kostnaö. Það var síðan allt ófært og þeir þurftu að taka ieiguvé! suöur... og það endaði með því aö þeir fóru slyppir og snauöir til baka með skuldabagga á heröunum. —■ Annars veit ég of lítiö um þessi mál til að geta útrætt mig um þetta.“ Heimsendapætingin — Og þú er helst aö pæla..? „Fyrir utan nýju plötuna er Egó i hvíld sem stendur, við viljum gefa fólki tækifæri til aö jafna sig á okkur, viö er- um lika aö fara dálítið yfir í aðra músik og það tekur sinn tíma. Við gerum sjálfsagt ekki nýja plötu fyrren seint á árinu. Svo er ég meö aöra hljómsveit í gangi með Mikka Pollock og fleiri vin- um mínum, það er svona rokkband, til aö vera meö og er mjög skemmtileg til- breyting. — Annars getur maður ekki talað iengi um hvaö maður ætli að gera á þessum tímum þegar maður veit ekki hvort það verður nokkur morgun- dagur. Ég er enn i heimsendapæiing- unni, finnst að fólk mætti snúa sér að því aö hugsa um frið og samstöðu. í sumar á friöarbáliö eftir aö loga í Ev- rópu þarsem aliir eru aö farast i kjarn- orkusprengjuparanoiu. Hérna á ís- landi eru allir svo egósentrfskir að þeír reka ekki upp bobs þrátt fyrir að Reykjanesið, herstööin, sé forgangs- skotmark ef heímsstyrjöld brýst út. Viö eigum kannski eftir að vakna einn dag- inn við bjartan loga og vondan draum vegna hersins. Þetta er spurning sem er óháö allri flokkspólitik, þjóöin veröur aö drífa sig í að taka afstööu til hersins, — hann veröur aö fara, sama hvað svona síkópatar og Svarthöföi segja. Hérna vantar popparana meövitund, þeir skilja ekki aö þær öndergránd hljómsveitir erlendar sem eru þeirra helstu fyrirmyndir eru sprottnar i kringum þessi málefni. Máliö er ekki svo einfalt að það sé nóg að garga: „Fuck the government! Anarchy!" Hvíti hesturinn „Ég vil líka segja það að snifffarald- urinn sem gengur yfir ungdóminn er bara endurspeglun á því sem yfirvöld hafa verið aö gera. Þessir krakkar eru ekki litlir skæruliöar aö búa til ungl- ingavandamál uppúr þurru. Þjóðfélag- iö býöur þeim einfaldlega ekki upp á betra hlutskipti. Ég held að þaö sé bara orðið tímaspursmál hvenær hvíti hest- urinn verður vinsæll. — Og viö megum alls ekki viö þessu, viö sáum hippana brenna sig upp á sýru og unglingarnir i dag eru á kafi í dópi. Ég ráölegg öllum að láta hvaða dóp sem er eiga sig, þaö gerir engum gott og brýtur fólk niður. Viö þurfum fólk meö hausinn í lagi. Núna stöndum viö frammi fyrir því'aö þaö er aö koma upp ný kynslóð sem er mjög skemmd og ef hún kemst þannig inní kerfið, þá hehe...“ Bubbi glottir og horfir hugsandi ýtí loftiö, — hristir hausinn: „Ég meina, hræsnin. Pældí hræsninnil Það fýkur alltaf i mig þegar ég fer aö tala um þetta, Þaö þorir nefni- lega enginn að tala um þetta. Fólk sér menn einsog Albert Guömundsson búsdíler koma fram og biðja fólk um aö hjálpa sér að reisa sjúkrastöö fyrir drykkjusjúka, svo hann geti pródúser- aö fleiri alka! Þaö væri einsog aö hass- díierarnir eða heróníndílerarnir færu aö biðja fólk um pening til aö reisa hús fyrir sina kúnna! — í mínum augum er enginn munur á þessu, mér finnst að þaö eigi að leggja áfarigissalann og heróínsalann aö jöfnu. Ef hægt er að dæma menn fvrir það sem þeir qera undir áhrifum áfengis finnst mér að það eigi lika að negla dilerinn einsog þegar heróínneytandi er böstaöur þá fær hann sekt og dílerinn er settur inn. Albert i steininn! he he!" gólfteppi á ótrúlega hagstæðu verði. Vegna sérstak/ega hag- ; stæðra magninnkaupa bjóðum við Berber ullarbiöndu- og atufíarteppí ffá aðeins kr_ 310pr. m2 Komið og skoðið eða hringið og við sendum sýnishorn Berber 50% acryl + 50% ull kr. 310. Berber 50% acryl + 50% ull grófg. kr. 345. Berber 100% ull kr. 390. Staðgreiðsluafsláttur—greiðsluski/málar OPIÐ: MÁNUD.-FIMMTUD. 8-18, FÖSTUD. 8-19, LAUGARD. 9-12. I iHRINGBRAUT 120 (Aökeyrsla frá Sólvallagötu)i Fsest á blacfsölustöciutti ER KOIUIÐ! Alltaf eitthvaö fróðlegt og skemmtilegt. Afmælistilboö: ^i^cítáut „fís msssír ehr plö,uk'ább- *ía'fySg)astUmnJð ba sem ^ 36 9eras' * svi6i irZZZ narrokktónlistah ®kin- regitúega ' hfimsÐkrtbbru;m ,a ín9ar om hvaða^nhh upp*s- ttfts u'rr~ná he,s,u -"»^T^k,úbbn- Kond’í STUÐ Þar færö þu nefnilega: — 10% afslátt á öllum plötum út maí: STUO er nefnilega eins árs um þessar mundir. — Nýju plötuna með: New Order • Comsat Angels • Tom Robinson • Work • Marianne Faithful • Pink Floyd • og öllum hinum. — Gamlar sjaldgæfar plötur meö: Yardbirds • Woody Guthrie • Pete Seeger • Hollies • og öllum hinum. — Vinsælustu skandinavísku rokkplöturnar. — Gott úrval af reggíplötum. — Vinsælu „new wave“-sólgleraugun. — Klukkur sén\skrifa. — Reglustikur meö innbyggöri reiknitölVu og klukku. ^ — Klístraðar köngulær sem skríða. — Ódýrir silfureyrnalokkar (ekta). meö kannabisformi, fíkjuformi o.m.fl. — Músikvideóspólur (VHS) leigðar meö: Sex Pistols • Genesis • Bob Martey • Grace Jones • Roxy Music • Doors • Madness • Kate Bush • Blach Uhuru • o.m.fl. Já, kond'i STUÐ. Þar er stuöiö! vörum i STUOi' þeiíITnían,e9um a a<5 sérpanta 'Siai^ 91fs' kos,ur Wr lá ” v S9æ,ar Plötur; 'heiriháttar 9tiibí?ar P,ölur a v®ikomi n/n! Laugavegi 20 Sími 27670

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.