Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 22
22 Föstudagur 6. maí 1983-^p^sturinn Ef svo fer sem horfir, að ekki verði mynduð ný ríkisstjórn í dag eða í fyrramálið, þá mun Geir Hallgrímsson á morgun skila forseta ís- lands aftur því umboði sem hann hefur haft til ríkisstjórnarmyndunar. í dag er vika síðan hann hóf leit að hugsanlegum samstarfsaðil- um í ríkisstjórn, og eiginlegar stjórnarmynd- unarviðræður eru enn ekki hafnar. Það mun hafa verið skilningur Geirs, og ætlun, að hann eyddi ekki meiri tíma en viku til 10 dögum í þreifingar: Að þeim tíma loknum mundi hann gefa forseta skýrslu um gang mála og hún síð- an í ljósi þeirra upplýsinga taka ákvörðun um hvort enn skuli hann reyna, eða hvort umboð- ið verði veitt öðrum stjórnmálaforingja. Þ að verður varla sagt að enginn árangur hafi náðst á þessari viku. Það stjórnarmynstur sem fyrirfram var talið líklegast er enn talið líklegast, og líkurnar á því að Sjálfstæðis- flokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur nái saman aukast með hverjum deg- inum. En það er líka kannski vegna þess að ekki hefur verið tekið á málum af verulegri al- vöru. Geir Hallgrímsson héfur aldrei verið talinn maður skyndiákvarðana og harkalegra vinnu- bragða, en flestum sem Helgarpósturinn tal- aði við þótti harin þó fara full rólega í sakirnar í þetta sinn. Ástæðan sé þó ekki viljaleysi hans að drífa verkið af, heldur miklu fremur erfið staða á heimavelli, í Sjálfstæðisflokknum, þar sem hann þarf að verjast atlögum úr öll- FRA ÞVIAÐ SLÍK JÖMP S for.sljíH ,,jMhae Afnám verðbc launahækkan _^nk.ítaðecfaa.aldc)ristMsl fundur í gær eðisflokksins og Framsókna.-flokksin* tourn loknum ocúrn cfMWttlfcwI'TÍ í .V/ ^•CÍI. Gcn Ui S“" m hctði «nd cftir hv( | n*noi Slctn.rlmur uidi i Stjórnmálatíöindi síðustu daga ein- kennast af spurningarmerkjum og boMaleggingum. láttina — en hvaða átt? um áttum. Hann eigi því mjög erfitt með að ná samstöðu t.d. í þingflokknum um klárar línur í viðræðunum við hina flokkana. „Það hefur berlega komið í ljós síðustu daga að Bandalag jafnaðarmanna er ekki regnhlífar- samtökin í íslenskum stjórnmálumý sagði einn þeirra sem staðið hefur í stjórnarmynd- unarviðræðunum. „Sjálfstæðisflokkurinn er hin einu sönnu regnhlífarsamtök. Þar eru krónprinsarnir ekki teljandi á fingrum annarrar handar.“ Það eru engin ný sannindi að Geir eigi sér andstæðinga í Sjálfstæðis- flokknum, en á undanförnum dögum hefur komið í ljós að líklega eru þeir nógu margir til að hindra að forsætisráðherraembættið verði hans, en Geir í þeim stól geta sumir þeirra ekki hugsað sér. Argentínumenn eru líkari vistmönnum í Iandi sínu en borgurum fullgilds þjóðríkis, segir skáldið Jorge Luis Borges. Óþjóðarbrag- urinn á ríkjandi hópum meðal Argentínubúa fékk á dögunum rækilega staðfestingu, þegar ríkisstjórn hersins sá sig tilneydda að víkja að örlögum þeirra tugþúsunda manna, sem hurfu á fyrstu árunum eftir að herinn hrifsaði völdin í mars 1976 og ekkert hefur spurst til síðan. Fyrstar til að dirfast að krefja valdhafana um afdrif ástvina sinna voru rosknar konur, ömmur barnanna sem morðsveitir hersins höfðu hrifsað af heimilum sínum ásamt for- eldrum þeirra. Herstjórnin lét sér nægja að hindra fjölmiðla að segja frá mótmælagöng- um, sem ömmurnar efndu til, og varðstöðu þeirra á Maítorgi úti fyrir stjórnarbyggingum í Buenos Aires, með myndir af börnunum ðú lausn sem þeir sjá felst í því að gera hon- um erfitt fyrir í stjórnarmyndunarþreifingum með litlum áhuga og gagnstæðum skoðunum þegar málin eru rædd meðal þingmanna flokksins, í þeim tilgangi þá að Steingrími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokks- ins, verði falin stjórnarmyndun á eftir Geir, sem formanni næst stærsta stjórnamála- flokksins. Þá yrði á engan hátt sjálfgefið að Geir yrði forsætisráðherra, heldur koma þá leiðtogar flokksins á þingi, einhver eldri þing- mannanna eða varaformaðurinn, alveg eins til §reina, eða hreinlega Steingrímur sjálfur, eða Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins. Þeir Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn sem Helgarpósturinn hefur rætt við voru Mæöur hinna ,,horfnu“ mótmæla ör- lögum þeirra fyrir framan stjórnar- setrið í Buenos Aires. Dánarvottorð horfinna þúsunda gefið út í Argentínu horfnu og upplýsingum um brottnám þeirra á spjöldum. En eftir ósigur Argentínu í Falklandseyja- stríðinu standa herinn og ríkisstjórn hans höllum fæti. Verkalýðsfélög og sumir stjórn- málaflokkar hafa komið til liðs við aðstand- endur horfinna og mannréttindasamtök og krafið stjórnvöld um reikningsskil. Þar að auki er enn í gildi bandarískt bann við hernað- araðstoð við Argentínu, sett á dögum ríkis- stjórnar Carters, þegar ógnaröldin stóð sem hæst. Stjórn Reagans vill nú aflétta þessu banni, en til þess að svo megi verða þarf Bandaríkjaþing að samþykkja að mannrétt- indi hafi færst í betra horf í landi því sem í hlut á. Böðlarnir sem stjórnuðu Argentínu 1978 reyndu að vega upp á móti refsiaðgerðum þá- verandi Bandaríkjastjórnar með því að ving- ast við Sovétríkin, og var tekið opnum örmum í Kreml, eins og öðrum af sama sauðahúsi sem leitað hafa ásjár hjá sovétstjórninni, eins og dæmin frá Afghanistan, Eþíópíu og Mið- baugs-Gíneu sýna. Kornkaup sovétstjórnar- innar voru í vaxandi mæli flutt frá Bandaríkj- unum til Argentínu og þar á ofan hét sovét- stjórnin að sjá argentísku herforingjunum fyrir kjarnakleyfum efnum og tækniaðstoð við kjarnorkuvæðingu, en orð liggur á að þeir ætli sér að gera Argentínu að fyrsta ríki í Rómönsku Ameríku sem kemur sér upp kjarnorkuvopnum. En eins og nú horfir fyrir Argentínu, með hernaðarósigur að baki, heimsmet í verðbólgu og 36 milljarða dollara erlendar skuldir, er vinfengið við Sovétríkin orðið ófuilnægjandi og áríðandi að fá bandarískum refsiaðgerðum aflétt. Þrýstingur innanlands og staða lands- ins út á við lagðist því á eitt, að knýja núver- andi stjórn til að sýna lit á að þvo hendur sínar af ógnarverkum fyrirrennaranna. Valdhafarnir í Buenos Aires reyna að sleppa með yfirlýsingu um að fólk, sem hvarf á árun- um eftir 1976, skuli talið af, og skáka í því skjóli að fortíðin sé svo hroðaleg, og þar eigi svo margir sök, að unnt sé að skjóta sér undan hlessa á því hve Sjálfstæðismenn höfðu til að byrja með lítið fram að færa í „þreifingarvið- ræðunumý og vilja skýra það með umræddri erfiðri stöðu Geirs. En á síðustu dögum hafa hugmyndirnar verið að fæðast og skýrast, ekki síst eftir að reikningsmeistarar Þjóðhags- stofnunar fóru að glíma við tölvur sínar. Hug- myndir Sjálfstæðismanna eru á þá leið að taka vísitöluna úr sambandi, eins og komið hefur fram í fréttum. Hinar sjálfvirku vísi- töluhækkanir yrðu afnumdar til tveggja ára, en launþegar og vinnuveitendur látnir um að semja um „eðlilegar“ launahækkanir. Þetta felur augljóslega í sér kjaraskerðingu, því samningar eru ekki lausir fyrr en í haust, en áætluð vísitöluhækkun launa er sem kunn- ugt er um20l% í júní og 12 til 15% í september. Það þyrfti því að gera ráðstafanir á móti, til handa þeim lægstlaunuðu. í því sambandi leggja Sjálfstæðismenn áherslu á afnám tekjuskattsins, það að deila með tveimur í samanlagðar tekjur hjóna vegna skatta, hækkun barnabóta og elli- og örorkulífeyris. Ajþýðufiokksmenn hafa í viðræðunum lagt áherslu á afnám vísitölukerfisins í núverandi mynd, en einnig á afkomutryggingu þá sem þeir boðuðu í kosningabaráttunni, lengingu á lánum og ýmsar kerfisbi'eytingar til lengri tíma, t.d. um að Framkvæmdastofnun verði lögð niður. Og Framsóknarmennirnir, sem hafa verið í ítarlegustu viðræðunum við Geir og félaga hafa að sjálfsögðu lagt áherslu á niðurtalningarleið þá sem þeir hafa haft sem meginstefnu í efnahagsmálum á undanförn- um árum. Allir eru þessir flokkar sammála um að nú- verandi vísitölukerfi verði að rjúfa, alveg eins og að stórátak veri að gera í efnahagsmálun- um. Blæmunur er að sjálfsögðu á óskaleiðum til úrbóta, og einnig því hversu harkalega efnahagsaðgerðir mega koma við launþega. Helgarpósturinn hefur það hinsvegar frá þingmönnum allra þessara flokka að langt sé frá því að á fundunum sé talað í kross — í meginatriðum eru menn býsna sammála, og í öllum flokkunum er almennur vilji fyrir stjórnarþátttöku. Þó svo ýmsum í Framsóknarflokknum þyki óráðlegt í ljósi kosningaúrslitanna að fara í IIMIMI Efyo VFIRSVN ERLEND að gera grein fyrir afdrifum hinna látnu. Tala þeirra leikur á bilinu frá 16.000 allt upp í 30.000 manns. Nú sem fyrr halda herforingj- arnir því fram, að líflát þessa fólks hafi verið þáttur í baráttu hersins gegn hryðjuverkasam- tökunum Montoneros. Hryðjuverk Montoneros voru aldrei annað en átylla fyrir ógnarstjórn hersins. Sú vit- neskja sem fyrir liggur um aðferðir morð- sveita hans ber með sér, að ætlun þeirra sem illverkunum stjórnuðu var að kveða niður alla andstöðu við hernaðareinræðið af hverju tagi sem var. Ráðist var gegn áhrifamönnum í verkalýðshreyfingunni, menntamönnum, kaupsýslumönnum og sér í lagi þeim frétta- mönnum, sem reyndu að grafast fyrir um út- rýmingarherferðina. Fjölskyldur voru gripn- ar á heímilum sínum á næturþeli, reynt að knýja maka til sagna með því að pynta þau hvort fyrir augunum á öðru eða misþyrma börnum að foreldrunum ásjáandi. Þeim sem ekki létu lífið í pyntingamiðstöðvunum, sem í Buenos Aires voru í tækniskóla hersins,var búinn bani á þann hátt, að sýnt er að þarna voru að verki menn haldnir kvalalosta á hæsta stigi. Flugherinn hafði til að mynda flugvélar í förum út yfir rúmsjó, þar sem lifandi fólki var varpað niður fyrir hákarlana. Vitneskja sem fyrir liggur um nýliðin ógnar- ár í Argentínu er að verulegu leyti til komin vegna þess, að mikið var um að erlendir ríkis- borgarar yrðu fyrir barðinu á morðingjum herforingjastjórnarinnar. Hafa sendiráðs- menn hlutaðeigandi ríkja grafist fyrir um af- drif þeirra. ítalir einir í hópi hinna horfnu telja 300 manns, enda sendi Pertini Ítalíufor- seti argentínsku herforingjastjórninni boð- skap logandi af reiði og fyrirlitningu, eftir syndjátningu hennar um daginn. Saga barnanna sem argentínski herinn rændi ásamt foreldrum þeirra er kafli út af fyrir sig. Væru börnin komin svo til vits og ára, að þau vissu hvað gerðist og gætu skýrt frá því, voru þau myrt. Omálga börn voru aft- ur á móti ættleidd í fjölskyldum barnlausra ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki eru þeir þó fleiri núorðið sem telja það vænlegt. Þar í flokki er þó talið mikilvægt að Alþýðuflokk- urinn verði með í slíkri stjórn, ekki aðeins til að komast hjá hinu óvinsæla mynstri ’74 til ’78 stjórnarinnar, heldur einnig vegna þess að við það mundi skapast meira jafnvægi í stjórninni — Sjálfstæðisflokkurinn yrði ekki eins afgerandi afl. Á innanflokksfundum síð- ustu daga hefur komið fram almenn stemmn- ing fyrir þátttöku í ríkisstjórn, sem líklegt er talið að gæti náð árangri í baráttunni við verð- bólguna, því pólitísk staða flokksins er ekki sterk þegar hægt er að segja að flokkurinn hafi hlaupið frá 100% verðbólgu með skottið á milli fótanna. Framsóknarmenn neita því staðfastlega að um ágreining sé að ræða milli Ólafs Jóhannessonar og yngri forystumanna. Þeir segja að ef um einhvern ágreining sé hægt að t^la þá sé hann milli Framsóknarmanna úti á landi og forystusveitarinnar í bænum. En Ólafur Jóhannesson er sagður hafa lítinn sem engan áhuga á því að taka þátt í þessum þreif- ingum af alvöru, og hann lætur ekkert til sín taka á innanflokksfundum. Þegar rætt er við Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn um hugsanlega ríkisstjórn, eru tengsl við verkalýðshreyfinguna jafnan nefnd sem ein aðalástæðan fyrir því að gott væri að hafa Alþýðuflokkinn með. Það er hinsvegar ekkert „gráupplagt“ fyrir Alþýðuflokkinn að fara í slíka ríkisstjórn, eins og einn forystu- manna hans komst að orði. í fyrsta Iagi væri náttúrlega meirihluti stjórnarinnar þá svo mikill að atkvæði krata mættu öll missa sín án þess að stjórnin félli og slíkt boðaði ekki gott. Á hinn bóginn er flokkurinaa í afar veikri stöðu eftir ósigur í kosningum og í málgagns- vandræðum — en í stjórn, með kannski tvo ráðherra, lenti flokkurinn óhjákvæmilega inní umræðunni, og á því þarf hann svo sann- arlega að halda. Flokkurinn er ekki frekar en aðrir alveg Iaus við innanhússerfiðleika;þótt Jon Baldvin og Kjartan gætu gengist inná hugmyndir Sjálfstæðismanna, með vissum breytingum, þá er sömu sögu ekki endilega að segja um verkalýðs- „arm“ þingflokksins, þá Karvel og Karl Steinar. Málin eru því flókin og engin stjórn í sjón- máli enn. Sjáum hvað setur. eftlr Magnús Torfa Ólafssprv hermanna eða send á munaðarleysingjahæli. Meginkrafan sem ömmur og afar horfinna barnageraer að þeim sé skilað afkomendum sínum, svo börnin alist ekki upp í valdi þeirra sem gerðu þau að munaðarleysingjum. Það ber vott um viðgang villimennskunnar í heiminum á tuttugustu öld, að hörmunga- sagan frá Argentínu er síður en svo einsdæmi. Mannréttindasamtökin Amnesty Internatio- nal ákváðu í byrjun ársins að gera að sérstöku verkefni 1983 upplýsingaherferð til að vekja athygli manna á vaxandi tilhneigingu kúgun- arstjórna til að bæla niður mótspyrnu með því að láta fólk hverfa skýringarlaust. Ógnarstjórn af þessu tagi hefur þann kost í augum böðlanna, að af illvirkjum þeirra fara litlar sögur, fyrr en þá seint og síðar meir. Jafnframt verður skelfingin enn meiri í kunn- ingjahóp hinna horfnu, þegar það fólk verður vart við að hvarf vina eða ættingja þykir eng- um tíðindum sæta út í frá. A.rgentína er að sjálfsögðu ofarlega á blaði á svívirðingarlista Amnesty International. Önnur ríki í Rómönsku Ameríku undir sömu sök seld eru Guatemala, Uruguay og E1 Salva- dor. Ekki er liðinn nema hálfur mánuður síð- an Arturo Rivera y Damas erkibiskup sagði i stólræðu í dómkirkjunni í San Salvador, að á tæpum fjórum árurri hefðu 30.000 óbreyttir borgarar verið myrtir, og svokallaðar öryggis- sveitir stjórnvalda bæru tvímælalaust ábyrgð á mestum hluta morðanna. Ríki í Afríku sem orðlögð eru fyrir ógnar- stjórn og mannshvörf eru Eþíópía, Mið- baugs-Gínea á nokkru árabili og Zaire. Upp á síðkastið sækir í sama horf í Zimbabwe. Mesta blóðbað á síðasta áratug átti sér stað í Kampútseu undir stjórn Pol Pots, en áður voru framin fjöldamorð í Indónesíu að undir- lagi stjórnvalda. Allar þrjár ógnarstjórnirnar sem sovétmenn hafa stutt til valda í Afghan- istan hafa stundað aftökur án dóms og laga.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.