Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 13
,rjnn Föstudagur 6. maí 1983 .13 isútvarpinu og þeirri umsókn var hafnað þó svo ég hefði ótvírætt langmesta menntun þeirra, sem sóttu. Ég var ákaflega sár yfir því, að því máli skyldi vera klúðrað af stjórn Ör- yrkjabandalags íslands, en sem betur fer barst mér annað mál upp í hendurnar, þ.e.a.s. um- sókn mín um stöðu við Blindrabókasafnið. Og ég vona að úrslit þessa máls verði til þess að þoka réttindamálum fatlaðra eitthvað á- leiðis. Ef svo er, þá er vel. Ég vona að meira jafnréttis gæti í framtíð- inni og að menn fái tækifæri til að nýta þær gáfur, sem þeim hafa verið gefnar. Menn kvíða gjarnan fyrir tölvubyltingunni hér á landi, en sennilega eru fatlaðir, og þá blindir sá hópur sem hlakkar einna mest til þessarar byltingar, því að hún á eftir að opna ótæm- andi starfsmöguleika“. — Þú talaðir um fyrirtæki og stofnanir, en hvernig er almenningur? „Ég er íslendingum ákaflega þakklátur fyrir þann mikla stuðning, sem okkur var veittur í þessu máli. Mér sýnist, að vanmat á getu fatl- aðra fari minnkandi, a.m.k. í orði, og orð eru til alls fyrst. Án almennings hefði þetta mál ekki unnist og Ingvars Gíslasonar hlýtur að verða minnst um ókomin ár fyrir að brjóta blað í sögu fatlaðra með því að ganga þvert á vilja meirihlutans. íslenskur almenningur er ákaflega fáfróður um málefni blindra og það stafar sjálfsagt af því, að á eyrum manna og augum dynur alls konar áróður. Þess vegna dugar sá áróður, sem við höldum uppi skammt. Það þarf að hamra á sömu hlutunum aftur og aftur. Ég hef farið nokkuð víða og ég get ekki annað en borið íslenskum almenningi vel söguna". — Þú og Gísli bróðir þinn hafa barist mik- ið fyrir réttindamálum blindra, hvernig miðar þeim? „Stundum finnst manni að vel gangi, en ann- að kastið finnst manni eins og komi bakslag í seglin. En yfirleitt held ég að þessu miði nokkuð vel. Forsendurnar fyrir því að þessu miði sæmilega eru þær að ríkisvaldið sjái til þess að ekki verði klippt á þann þráð umbóta sem ofinn hefur verið á undanförnum árum með því að rýra framlög til félagslegra mála. Yfirvöld verða jafnframt að sjá til þess, að sú þjónusta, sem hefur verið byggð upp fyrir fatlaða fái notið sín. Ég tel að það skili ótví- ræðum árangri í bættri geðheilsu hinna fötl- uðu og minni sjúkrahúsvist að þeir fái notið sem mestra samskipta við almenna þegna þessa lands, og að þeim sé tryggður aðgangur að þeim menningarverðmætum, sem eru í landinu". Harður kjarni — Hvert er brýnasta hagsmunamálið akkúrat núna? „Brýnasta hagsmunamál blindra í augna- blikinu er að koma upp sjónstöð, þannig að menn geti notið raunverulegrar endurhæfing- ar og kennslu í notkun þeirra hjálpartækja, sem eru á boðstólum. Einnig er ákaflega brýnt að koma upp umferliskennslu, þ.e. að menn læri að nota hvíta stafinn. Ég held, að það sé einnig mjög brýnt, að blint fólk afli sér sem staðbestrar menntunar til þess að það verði fært um að standa sem mest á eigin fót- um. Það er ekki að treysta á hina sjáandi þegna þessa lands í þeirra málum“. — Að blindir verði sjálfir að berjast fyrir sínum málum? „Tvímælalaust. Og sem betur fer hefur það sannast að Blindrafélagið kom út úr deilunni við meirihluta stjórnar Blindrabókasafnsins sem sterk og ótvíræð þagsmunasamtök". — En hafa blindir sjálfir verið nógu virkir í baráttunni fyrir bættum hag? „Allir sigrar, sem náðst hafa í réttindamálum blindra hafa unnist vegna baráttu þeirra sjálfra. Þetta hefur stundum verið fámennur kjarni, en þetta hefur verið harður kjarni virkra einstaklinga, sem hafa unnið ötullega að því að þoka réttindamálum heildarinnar áleiðis“. — Hvernig gengur blindum manni að lifa eðlilegu lífi á Islandi? „Ég held, að það gangi betur og betur eftir því sem menn njóta betri endurhæfingar og skilningur almennings vex og menn átta sig á því, að blindur maður er ekkert sér fyrirbæri. Það liggur við að mér finnist stundum kost- ur að vera blindur. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég skyldi fá þetta helgarviðtal út á annað en blinduna! Skyldi ég hafa fendið tækifæri til að ferðast jafn víða ef ég væri ekki sjón- laus“? — Skiptir það þig miklu máli að vera þjóð- þekktur maður? „Auðvitað skiptir það töluvert miklu máli að eftir því sé tekið sem maður tekur sér fyrir hendur, ég tala nú ekki um ef það getur orðið til þess að leiðrétta hag annarra manna. Ef ég get notað mína persónu til að þjóna alþýð- unni, þá þykir mér það stórkostlegur kostur. Hitt er annað mál, að það er viss ókostur að það skuli ekki vera tekið mark á öðrum en þeim, sem hafa skapað sér vissan orðstír. Draumurinn er auðvitað sá, að árum hinna blindu verði þannig fyrir borð komið að ekki þurfi að koma til svona heiftarlegra hags- munaárekstra, eins og raun ber vitni, og menn verði í stakk búnir til þess að meta starfshæfni þeirra og getu með tilliti til annars en blind- unnar. Menn eiga rétt á sömu störfum í þjóð- félaginu þrátt fyrir að þeir séu konur og þrátt fyrir að þeir séu blindir, en ekki af því að þeir eru blindir eða kvenkyns“. Persónuskerðing — Þið bræður eruð mjög oft nefndir í sömu andránni, hvernig er að vera hluti af svona tvíeyki, ef svo má kalla það? „Það er mikil persónuskerðing, þegar tví- burar eru jafn ólíkir og við erum. Það er ó- neitanlega slæmt, að annar skuli ekki geta að- hafst ýmislegt án þess að hins sé getið. Við er- um ekki í sama flokki, við höfum ekki ánægju af sömu tónlist og við umgöngumst að sumu leyti sinn hópinn hvor. Við höfum aldrei tekið þátt í því að semja tónlist saman, og hvers vegna eigum við þá ekki að vera tveir sjálf- stæðir einstaklingar? Auðvitað getum við líka að vissu leyti beitt okkur sem tvíeyki". — Þú saknar þess að það skuli ekki hafa verið litið meira á ykkur sem tvo sjálfstæða einstaklinga? „Ég sakna þess ekki, mér bara gremst þegar aðgerðir annars eru skrifaðar á reikning beggja. Þú kannaðist við lag sem heitir Vest- mannaeyjar eftir okkur tvíburana, það lag samdi ég. í útvarpi er stundum leikið lag, sem heitir Fréttaauki og það er klæmst á nöfnum okkar beggja. Annað hvort erum við kallaðir Gísli Arnþórsson eða Arnþór og Helgi Gísla- synir eða Arnþór og Gísli Helgasynir. En þetta lag er eftir mig. Ég hef verið í fyrirsvari fyrir Kínversk-íslenska menningarfélagið og Gísli fyrir Vísnavini og þessu er öllu meira og minna ruglað saman“. — Þú segir, að þið séuð mjög ólíkir, en hvernig semur ykkur? Eruð þið góðir vinir? „Þegar á reynir vinnum við saman“. — Ég heyrði ykkar bræðra fyrst getið, þeg- ar þið komuð fram með lagið Vestmannaeyj- ar, hefur tónlistin alltaf átt mikil ítök í þér? „Ég hef haft gaman af tónlist alveg síðan ég var smábarn. Eg hlusta töluvert mikið á tón- list, ég glamra líka fyrir sjálfan mig, en að vísu er það ekki nógu markvisst hin seinni árin. Mér þykir stundum betra að geta túlkað hug- hrif mín í tónum heldur en orðum“. Viðkvæmur stíll — Hvernig tónlist hlustarðu mest á, hvern- ig tónlist semurðu? „Ég hlusta á allar tegundir tónlistar, og núna er ég að reyna að dunda við að semja sönglög í gamaldags klassískum, viðkvæmum stíl. Ég er alveg handviss um að ef allir þeir sem telja mig óttalegan grimmdarsegg heyrðu það sem ég er að gera þessa dagana, þá fengju þeir kannski aðra hugmynd“. — Af hverju semurðu endilega lög í þessum stíl? „Ég er ákaflega viðkvæmur maður að eðlis- fari og ekki kannski mjög glaðlyndur. Þess vegna hef ég aldrei getað náð mér á strik i þessu svokallaða poppi. í öðru lagi finnst mér, að það hljóðfæri, sem ég hef yfir að ráða (píanó) gefi meiri möguleika í þessari tónlistartegund. Það má vel vera að ef ég væri í einhverjum tónlistarhópi eða hljómsveit þá sniði ég mig meira að því að semja fyrir þessa ákveðnu hljómsveit. En núna er ég að gera eitthvað, sem ég held að geti komið einum til tveimur flytjendum að notum“. — Hvenær semurðu, og hvernig? „Það tekur orðið mjög langan tíma hjá mér að ganga frá hverju lagi. Ég sem ekki á nein- um ákveðnum tímum sóilarhringsins. Ég til- einka gjarnan lög ákveðnu fólki, og einstaka sinnum geri ég lög samkvæmt beiðni manna. En oftast nær mistekst það. Magnús Ólafsson söngvari og leikari bað mig að semja fyrir sig lag, sem hann ætlaði að nota á hljómplötu, og ég hefði feginn viljað gera það fyrir Magnús, en það mistókst“. — Ég er sennilega ekki nógu gott tónskáld. Mig skortir að ýmsu leyti þekkingu til að færa fram þær hugmyndir, sem brjótast innra með mér“. Austrið er rautt: Kína. — Þú ert mikill Kínavinur, gerðistu það vegna pólitískra skoðana þinna eða af öðrum ástæðum? „Það var hrein tilviljun, og svo merkileg til- viljun að það er eiginlega engu líkt. Það var í september 1967 að við vorum stödd hjá kunn- ingjakonu okkar hér í bæ, Andreu Oddsteins- dóttur. Þar sá móðir mín fallegan heklaðan dúk á borðum og henni var sagt, að þetta vaeri kínverskur dúkur og fengist í versluninni Ís- torg. Ég hafði heyrt, að þar væri hægt að fá austurlenskar hljómplötur, en þá hafði ég mjög mikið yndi af grískri og arabískri tón- list. Við ákváðum því að fara í ístorg. Þar fengust þá eingöngu kínverskar hljómplötur og í vonbrigðum mínum keypti ég tvær. Þar af var önnur kórverk í kínversk-vestrænum stíl, og í þessu kórverki var ákaflega sérstætt stef í upphafi þriðja þáttar. Skömmu síðar var ég eitthvað að fikta i út- varpi og heyri þá þetta stef, og kemst að því að þetta er Radio Peking. Ég kom hingað til náms í Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og Atli Heimir Sveinsson kenndi okkur söng. I fyrsta tímanum segir hann: krakkar, viljiði heyra vinsælasta lagið í Kína? Það heitir Austrið er rautt. Þá var þetta sama lagið. Ég tók mig til og skrifaði útvarpinu í Peking og fékk frá þeim svar og hélt uppi mjög miklu sambandi við Kína í menningarbyltingunni. Þannig þróaðist þetta stig af stigi. Þegar Kín- versk-íslenska menningarfélagið var endur- vakið, komst ég þar fljótlega í stjórn og þetta hefur undið upp á sig. Það má eiginlega segja, að þessi hljómplata hafi orðið undirstaða mikils hluta lífs míns eða frístundavinnu“. Gekk í Framsókn til að fylgja eftir kenningum Maos — Pólitíkin kom þessu þá ekkert við? „Ekki að öllu leyti. Ég skal taka það fram, að ég er og var á þessum menntaskólaárum ákaf- lega vinstri sinnaður. Svo gerðist það, að ég fekk sent mikið af blöðum frá Kína, sem ég gat ekki lesið nema með hjálp ættingja minna, sem voru furðu þolinmóðir að berjast fram úr þessum harða menningarbyltingará- róðri. Árið 1973 fékk ég lestrartæki, sem heit- ir ritsjá og breytir venjulegu letri í þreifanlegt letur, þannig að maður finnur upphleypta mynd af stafnum, sem maður les. Eftir að ég náði tökum á þessu tæki, las ég ekkert annað en kínverskan áróður svo mánuðum eða árum skipti, og kynnti mér rækilega kenningar Maos. Ég hreifst af þeim, og það svo mjög, að ég held, að Mao Zedong s,é einn af þeim mönnum.sem hefur mótað hvað mest mína lífsstefnu". — Nú ertu í Framsóknarflokknum og í fljótu bragði virðist þetta ekki fara mjög vel saman. „Nei, geturðu þá ráðlagt mér annan flokk, sem ég ætti heldur að vera í“? — Kannski ekki, en hvernig fer þetta sam- an? „Framsóknarflokkurinn er samvinnuflokk- ur og maoisminn er samvinnustefna ef henni er rétt fylgt. Ég gekk í Framsóknarflokkinn til þess að geta fylgt eftir kenningum Maos for- manns um að þjóna alþýðunni. Morgunblað- ið gerði mikið grín að þessu um daginn, enda mega menn gera það. Þetta virðist í augum margra mjög hlægilegt. En ég held að með því að þjóna hagsmunum alþýðunnar sé maður um leið að byggja upp eigin velsæld. Með þvi að hlynna að öðrum gerirðu lífsskilyrði þín í leiðinni öll mannlegri og betri. Þú stuðlar að bættum mannlegum samskiptum og velferð eins er varla hægt að segja, að sé á kostnað annars. Ef við höfum óánægjuhópa í þjóð- félaginu, hlýtur sú óánægja ætíð að bitna á þeim, sem betur mega sín“. — Þú hefur farið þrisvar til Kína, hvernig er að ferðast um land, sem maður getur ekki séð? „Það byggist töluvert mikið á því með hverj- um þú ert. Ég hef alltaf haft mjög góða ferða- félaga, sem hafa lýst fyrir mér á mjög mynd- rænan hátt því, sem fyrir augu og eyru hefur borið. En það er fyrst og fremst menningin og andrúmsloftið, sem ég er að kynna mér. Mig skiptir minna máli það, sem fyrir augun ber. Ég er löngu hættur að hafa áhyggjur af útliti hlutanna11. — Hvað hefurðu helst lært af Kínverjum? „Eftir því, sem maður kynnist Kínverjum betur, þeim mun betur áttar maður sig á því, að þeir eru ákaflega flókin manngerð. Ég held, að það sem maður getur fyrst og fremst lært af Kínverjum sé viss ögun og viss sam- vinna. En að fara að meta hvað maður hefur lært af einni þjóð annarri fremur er ákaflega erfitt. Eftir að hafa ferðast mjög víða er mað- ur nokkuð betur í stakk búinn að gera sér grein fyrir því hvað betur má fara í manns eig- in landi“. „ffl CP lönflu hættur uö uaia ðUflflfljUP al dtiiii UlUt' anna”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.