Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 19
Jp&sturinn- Föstudagur 6. maí 1983 19 Hið rétta krydd Það er kunnara en frá þurfi að segja að hér á landi er áhugi á skák almennari en víðast annars staðar og að við eigum skákmenn sem jafnast á við bestu skákmenn margfalt fjölmennari þjóða. Það er einnig staðreynd að hér koma fram á hverju ári ungir menn sem virðast mikil skák- mannsefni. En um framtíðina er oft erfitt að spá. Ýmsir þessara verðandi snillinga renna rösklega af stað, komast upp í miðjar hlíðar, en þá er eins og þá bresti þrek og getu til að komast lengra. Það er eitthvert „kynlegt ættanna bland“ sem þarf í framúrskarandi skákmeist- ara. En ætla mér ekki þá dul að gefa uppskrift á verðandi heims- meistara í skák, enda hefur reynsl- an sýnt, að þær eru fleiri en ein, og víst er um það að stundum má rekja brestina til þess að það vant- ar saltkorn á einum stað eða of miklu — og röngu — kryddi hefur verið bætt í blandið. En þetta kemur ekki í ljós fyrr en á reynir og því er býsna erfitt að spá um framtíð ungra skákmanna. Einn af okkar ungu skákmönn- um hefur sýnt það oftar en einu sinni í keppni á erlendri grund, að hann getur hleypt sér í ham þegar mest á ríður og það hefur dugað honum til þess að vinna meiri sigra en flestir eða allir jafnaldrar hans. Þetta er Karl Þorsteins. Ég ætla ekki að rekja feril hans hér, en hann vann síðast góðan sigur á 11. exf6-Bxf6 12. Rf3! Að öðrum kosti gæti svartur leik- ið e- og d-peði fram og ætti þá öfl- ugt miðborð. 12. ..re5?! 13. Rg5-e4? Svartur stendur að vísu höllum fæti eftir h6 14. Rh7!, en það var þó skárra úrræði. Honum hefur séSt yfir næsta leik hvíts. 14. Dxe4! Svartur hafði talið að þetta væri ófæra vegna He8, en verður þess nú áskynja að ekki er allt sem sýn- ist: 14. -He8 15. Bc4+ og nú (a) Kf8 16. Rxh7 mát, eða (b) Kh8 16. Rf7+ Kg8 17. Rxd8+ Kf8 18. Re6 + . Hann hugsaði sig um uns fallöxin var farin að lyftast, en reyndi þá norðurlandamóti í Finnlandi á þessu ári og hér kemur ein af skákum hans þaðan. Hún sýnir djarfan og rösklegan skákstíl hans, og hvernig hann vinnur sig- ur með því að skyggnast dýpra undir yfirborðið en keppinautur hans. Karl hefur sjálfur sett skýr- ingar við skákina. Karl Þorsteins — J. Hvamme 14. ..rg6 15. Rxh7! og nú gafst svartur upp, því að mikið liðstap er framundan. Staðan eftir 14. leik hvíts Og annar lítill eðalsteinn frá skák- móti í Hollandi í fyrra: Mikael Tal — van der Wiel Óregluleg byrjun (Noregi) Sikileyjarleikur 1. e4-c5 2. Rf3-e6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-Bb4 1. c4-Rf6 8. Be4-Dc8 2. Rc3-e6 9. d3-R4xe5 3. Rf3-b6 10. Rxe5-Rxe5 4. e4-Bb7 ll. f4-Rc6 5. Bd3-c5 6. 0-0-Rc6 12. f5-g6 7. e5-Rg4 13. Bg5-gxf5 Þetta afbrigði er nýlega komið í tísku, en ég hef ekki mikla trú á því. 6. e5-Rd5 7. Bd2-Rxc3 8. bxc3-Be7 9. Dg4! Peð hvíts á drottningarvæng eru slitin í sundur, en hann hefur góð sóknarfæri og verður því að tefla hvasst. 9. ...0-0 10. Bd3 Hvítur gat unnið skiptamun með 10. Bh6 g6 11. Bxf8-Bxf8, en svartur hefur þá góðar bætur fyr- ir hann. 10. ..rf5 Betra var að reyna 10. -d6 14. Bxf5-Be7 15. Dh5-Bxg5 16. Dxg5-Re7 17. Be4-Bxe4 18. Rxe4-Dc6 19. Hxf7!-Kxf7 20. Df6 + -Kg8 21. Dxe7-Hf8 22. Hfl! og svartur gafst upp, því að eftir Hxfl+ 23. Kxfl er hann varnar- laus gegn Rf6+. Og 22. -Dc8 dug- ar ekki vegna 23. Dg5 mát. Spilaþraut helgarinnar Suður vinnur sex grönd. Vestur lætur hjarta. S Á-D-3-2 H D T Á-K-G-9-2 L K-D-3 S K-8-7-6 S 10-9 H 2 H Á-9-8-7-6-5-4 T D-10-8-6 T 7-5 L G-9-8-7 L 6-5 S G-5-4 H K-G-10-3 T 4-3 L Á-10-4-2 LAUSN: á síðu 23 Menu á I’ Á hjara veraldar Að afstöðnum alþingiskosningum fór ekki hjá því að ýmis atriði úr kvikmyndinni Á hjara verald- ar kæmu upp í huga mér eftir að hún hafði verið að velkjast í djúpum undirvitundarinnar um tíma. Þrjár konur af Kvennalista náðu kosningu — sam- tals verða konurnar níu á næsta þingi. Þar hafa fram að þessu setið margir „valdníðsluhrokapung- ar“ (svo notað sé orð úr myndinni) sem kunna ekki lehgur að hugsa í mannlegum stærðum. Dóttirin í myndinni, alþingismaðurinn, bræðir í lokin utan af sér klakabrynju valdníðsluhrokapungarefskák- arinnar sem hún hefur þurft að klæðast á Alþingi til að teljast gjaldgeng meðal manna, og gengur „frelsuð“ út í vorið — sem Kona — í tangótakti: stoltið í faðmi ástríðunnar.... Hún drekkir karl- kynseigindunum í sjálfri sér en ætlar að leyfa kven- kynseigindunum að blómstra á nýbyrjuðu vori. Það er undirstrikað á táknrænan hátt með „sensú- ell“ snertingu við svartan sand — jarðsambandi við náttúruna. En í alþingishúsinu hafa menn verið svo uppteknir við að ganga á auðlindir landsins með pappírsflóðum að þeir hafa fyrir löngu misst slíkt jarðsamband, misst sjónar á þeim dulúðugu öflum sem gera sambúð manns og náttúru mögu- lega. Nú er það von margra að örlög kjörinna fulltrúa Kvennalistans til Alþingis verði ekki þau sömu og greinir hér að framan, þ.e.a.s. að þær gangi þaðan út o£skelli hurðum. Vonandi bera þær gæfu til að frelsa karlkynið á Aiþingi, gera það kvenlegra, tosa því úr staursfari sjálfsánægju og valdhroka, fá það til að afskrifa orð eins og „vísitölufeluleik" og „út- flutningsbótarétt" og tjá sig á máli sem almennir kjósendur skilja. — Myndin Á hjara veraldar varar við vaxandi,stóriðju og ýjar að því að hún geti leitt þjóðina til ragnaraka. Að hún veiti viðkomandi byggðarlögum nábjargirnar í stað þess að færa þeim björg í bú... Vitið bér enn eða hvat? spyr Kristín Jóhannesdóttir að hætti völvunnar fornu. { blaðaviðtali sagði Kristín eitthvað í þá veru að góð kvikmynd væri gastrónómisk; hún ætti að hafa þannig áhrif á áhorfandann að hann langaði til að snerta og bragða á því sem fram væri reitt á hvíta tjaldinu, rétt eins og lokkandi mat. Og vissu- lega dekrar þessi mynd við mörg skilningarvit líkt og góður matur og örvar jafnframt starfsemi hinna ýmsu kirtla líkamans... Það hefur að því er virðist pirrað suma, m.a. þá sem heimta (sósíalrealiskan) „röklegan“ botn í hvert einasta smáatriði lista- verka. Skítt fyrir þá. Þetta var um andlegt fóður myndarinnar, og þá er að víkja að því sem þar er matreitt í eiginlegum skilningi. Móðirin og sonurinn fara í verslunarleið- angur í Hagkaup sem frægt er orðið. Þar geisar móðirin mjög og fárast að hætti frávita húsmóður: „Setja upp kartöflur! Setja upp kartöflur! Tvisvar á dag í heila öld!“ Hún hefur ekki lyst á að kaupa neitt í þessu likhúsi þar sem allt er gaddfreðið, bragðlaust og lyktarlaust, vafið innan í plast. Og hún tárast fyrir framan plastþakið appelsínufjall og strunsar út. Síðan hafa þau mæðginin væntan- lega farið út í fiskbúð, þvi þegar heim er komið baka þau karfa grafinn í salti og brauð, hvort tveggja á lystaukandi hátt fyrir áhorfandann, jafn- framt því sem deighnoð sonarins er nokkuð svo erótískt. í framhaldi af þessu er sjálfsagt að birta upp- skriftir að karfa (eða öðrum fiski) bökuðum í salti, viðeigandi sósu og góðu kryddbrauði sem gaman er að hnoða. Menu a l‘Á hjara veraldar, gjörið þið svo vel! Fiskur bakaöur í salti Meðal suðrænna þjóða, t.a.m. þeirra sem búa við fiskignótt Miðjarðarhafsins (sem verður æ mengaðra, að vísu hagsýnum húsmæðrum til mik- illar hrellingar), er algengt að baka fiska í heilu lagi grafna í salti. Segja má að það sé einhver einfaldasti framleiðslumáti á fiski sem um getur. Eina skilyrð- ið er að fiskurinn sé flunkunýr, því hann er ekkert kryddaður, að öðru leyti en því náttúrlega að hann dregur í sig saltbragðið. Þið getið hvort heldur sem er bakað fiskinn slægðan eða óslægðan. Ýmsar tegundir koma til greina, svo sem ýsa, flatfisktegundir, og svo náttúr- lega karfi. ' Setjið ofninn á 175 gr. C. Þekið botninn á grunnu, eldföstu fati með grófu salti. Leggið hreinsaðan fiskinn þar á, þeKið hann salti og vætið það dálítið svo það festist saman raðið sem þéttast. Bakið fiskinn í ofninum í u.þ.b. klukkutíma. Þá er saltið orðið að skel sem þið þurfið að höggva ykkur í gegnum til að komast að fiskinum; klaufhamars er þó ekki þörf. Berið fiskinn fram með góðri sósu, s.s. þeirri sem uppskrift fer að hér á eftir, og nýju brauði. Ef þið hafiö jafnframt til hrásalat, fer betur á að borða það á undan fiskinum, til að rugla ekki bragðlauk- ana með of mörgum brögðum samtímis. Möndlusósa Einföld og bragðgóð fiskisósa, ættuð frá New Orleans, þar sem karfi og hans líkar eru mikið etnir. Uppskriftin gerir u.þ.b. 3 dl af sóju. 3 dl smjör 1 tsk nýmalaður svartur pipar 3 msk ferskur sítrónusafi 2 msk af smáttsaxaðri steinselju (eða 1 msk af þurrkaðri) 2 dl af möndluflögum Bræðið smjörið í þykkbotna potti eða pönnu, við vægan hita. Þegar smjörið tekur að brúnast - takið þið pottinn af hellunni og hrærið saman við það pipar, sítrónusafa og steinselju. Hrærið í — við það myndast dálítil gufa. Þegar hún hjaðnar setjið þið möndluflögurnar saman við og sétjið pottinn aftur á helluna. Látið sósuna malla þar til smjör og möndluflögur hafa brúnast og hrærið í á meðan. Kryddjurtabrauð Þetta er feikigott brauð. Deigið má annað hvort móta í tvö snittubrauð, jafnlöng"bökunarplötunni, eða eitt kringlótt brauð, að hætti sonarins í Á hjara veraldar. 15 g. pressuger (eða 1 Vi tsk perluger) 2 dl volgt vatn 2 tsk salt 2 msk söxuð steinselja (eða 1 msk þurrkuð) 1 2 msk smátt saxaður púrrulaukur 2 msk þurrkað basil u.þ.b. 300 g hveiti egg til að pensla með. 1. Leysið gerið upp í líkamsheitu vatni (aðeins heit- ara ef um perluger er að ræða). Hrærið kryddi og púrru saman við vökvann og hnoðið hveitinu smám saman saman við. 2. Hnoðið deigið betur á borði, bætið í það hveiti þar til það er orðið mjúkt og samfellt. Setjið það aftur í skálina, leggið klút yfir og látið deigið lyfta sér á trekklausum stað í u.þ.b. klukku- stund. 3. Skiptið deiginu í tvennt oghnoðið í tvær lengjur, jafnlangar bökunarplötunni. Leggið þunnan klút yfir og látið deigið lyfta sér að nýju í u.þ.b. 45 min. 4. Setjið ofninn á 225 gr. Skerið sentímeteradjúpan skurð eftir brauðinu endilöngu og penslið það með eggi. Gjarnan má strá grófu mjöli eða hveitikími yfir. 5. Bakið brauðið í miðjum ofni í 15-20 mín. og penslið það tvisvar nieð vatni meðan á bökun- inni stendur. í þetta brauð má'að sjálfsögðu nota aðrar krydd- jurtir en basil, s.s. dill, myntu og rósmarín. Og ekki spillir að hræra 1-2 mörðum hvítlauskrifjum sam- an við eggið sem penslað er með. Ef þið kjósið að hnoða úr deiginu eitt kringlótt brauð er það hins vegar bakað á neðstu rim við 200 gr. hita i 30-35 mín. , Að komast burt Móður, dóttur og son í Á hjara veraldar dreymdi öll um að komast burt, hvert á sinn hátt. Ólíkar út- gönguleiðir systkinanna enduðu í blindgötu, þau höfðu verið að flýja sjálf sig og upprunann og sneru við (eða fóru í hring?) — öll höfum við okk- ar djöfla að draga eða flýja, en við komumst vænt- anlega ekki langt fyrr en eftir uppgjör við þá. En sumir eru eirðarlausir og vilja burt, burt, sama hvað það kostar, eins og Sigfús Daðason lýsir í prósaljóðinu sem slær botninn í þennan pistil. Með þessu ljóði vil ég senda Kvennalistakonum baráttu- kveðjur í von um að þær beri gæfu til að blása burt „hið dáða uppburðarleysi" og „hina guðdómlegu hræsni“ sem oftsinnis háfa slegist um völd á Al- þingi. Ljóðið Að komasi burt birtist í síðustu ljóðabók hjartfólgins Sigfúsar, Fá ein Ijóð, 1977: Svo mörgum brœðra vorra varð þetta að dýpstu hvöt lífs þeirra: að komaat burt. Að komast burt úr foraðinu, og loftleysinu, og sjálfsánœgjunni, hroká smádjöflanna, siðferðisdýrðþrjótanna; burt frá hinni sæluríku fylgispekt og hinu dáða upp- burðárleysi og hinni guðdómlegu hrœsni; burt frá allsleysi andans og doða llfsins. — Hvað sem það kostaði, einveru, útskúfun, annarlegar kvöld- stundir, eld, járn, og sundurhöggna rót: að komast burt. I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.