Helgarpósturinn - 06.05.1983, Síða 12
12
Föstudagur 6. maí 1983 irinn
haldinn er eftir að þetta mál gekk yfir, lætur
hann bóka mótmæli sín vegna þess, að ekki sé
unnt að meta fatlaðan einstakling til jafns við
ófatlaðan. Ég vildi gjarnan að Ólafur Jensson
svaraði einhvern tíma fyrir þessa bókun,
vegna þess, að ég var eini einstaklingurinn,
sem sótti um þessa stöðu. Ef Ólafur Jensson
hefði viljað meta mig til jafns við annan ein-
stakling, ófatlaðan, þá hefði þurft að standa
þannig að auglýsingunni, að hún hefði birst
víðar en í Lögbirtingi og fleirum hefði gefist
kostur á að sækja um hana. Það hefði jafn-
framt þurft að taka fram í auglýsingunni
hvaða menntun menn þyrftu að hafa og önnur
skilyrði til þess að þeir gætu hlotið þetta starf.
En ég vona að samstarfið við stjórn safnsins
verði gott og að fólkið átti sig á því, að það er
nauðsynlegt að ástunda samvinnu en ekki
sundrung.
Annars finnst mér, að sumir þessara stjórn-
armanna ættu hreinlega að láta málefni
blindra í friði og sinna þeim verkefnum, sem
þeir eru ráðnir til að stunda að öðru leyti“.
Fj órmenninga-
klíkan og greinar-
gerðin
— Heldurðu kannski, að ástæðan fyrir því,
að meirihluti stjórnarinnar hafnaði þér sé sú
að jafnvel þar gæti fordóma í garð blindra?
„Ég þori ekki að taka afstöðu í því máli, en
mér var hafnað án þess að við mig væri rætt
um þetta starf. Og auðvitað hlýtur maður að
halda, að hér sé fyrst og fremst um fordóma
að ræða.
í greinargerð sem fjórmenningaklíkan eða
fjórmenningarnir sendu frá sér eftir að þetta
mál komst í hámæli er gerð grein fyrir því í
hverju starfið sé fólgið. Þessari greinargerð
var síðan svarað af Sérkennarafélagi Islands.
I greinargerð fjórmenninganna er látið svo
sem ég eigi að sitja einn og einangraður, án
þess að hafa samstarf við nokkurn aðila. Því
er haldið fram, að ég þurfi að hafa samband
við ýmsar stofnanir og það eigi blindur maður
erfitt með að gera. Ég veit ekki betur en ég sé
á fleygiferð út um allan bæ á milli funda og
yfirleitt mjög virkur í félagsstarfi, þar sem ég
tek mig til. I öðru lagi er því haldið fram, að
ég eigi erfitt með að líta yfir þau námsgögn,
sem til greina komi að nota fyrir þá nemend-
ur, sem verða skjólstæðingar deildarinnar. Ég
vil vekja athygli á því, að það eru nemendur í
framhaldsnámi og endurmenritun sem þessi
deild á að annast.
Nemendur í framhaldsnám,i þurfa á gríðar-
lega fjölbreytiiegu námsefni áð halda og það
er ekki á færi nokkurs einstaklings að hafa
heildaryfirsýn yfir það námsefni, sem fram-
haldsskólar íslands bjóða upp á. Heldur hlýt-
ur að koma til samstarf þessarar námsbóka-
deildar og viðkomandi skóla hverju sinni.
Auðvitað viðurkenni ég, að blindur maður
á erfiðara með að líta yfir ýmis námsgögn og
ég viðurkenni að blindan hefur ýmsa ann-
marka í för með sér. En ég hefði ekki sótt um
þetta starf, ef ég hefði ekki vitað nokkurn veg-
inn út í hvað ég var að fara og ef ég þekkti ekki
mínar takmarkanir. Ég álít að þekki menn
sínar takmarkanir geti þeir gert hvað sem er.
Þegar maður segir ég get gert allt sem aðrir
geta, þá á hann sjálfsagt við að hann geti gert
allt sem aðrir geta, innan þeirra takmarka,
sem líkami hans og hugur setja honum“.
— Þú ert þá ekkert hræddur um að valda
ekki starfinu?
„Sennilega væri það mikill sjálfbirgings-
háttur að vera ekki hræddur um að maður
valdi ekki ákveðnu starfi. Ef maður er ekki
hræddur, þá óttast ég að maður fyllist á-
kveðnu kæruleysi og láti hlutina danka, en ég
hef ekki áhuga á því“.
Klúður
— Þú vildir ekkert fullyrða um fordóma
áðan, en eru almennt mikilir fordómar gagn-
vart blindu fólki á íslandi?
„Ég held að ríki ákveðið vanmat í garð fatl-
aðra yfirleitt og það sannast best á því, að at-
vinnuveitendur eru tiltölulega tregir að ráða
þetta fólk í vinnu. í orði er almenningur til-
tölulega jákvæður, en á borði held ég að for-
dómar ríki.
Fyrir nokkrum árum sótti ég um stöðu
blaðamanns við Tímann. Mér var ekki ansað.
Ég gat þess að vísu í umsóknarbréfinu, að ég
væri blindur, en taldi upp þau hjálpartæki,
sem ég hef yfir að ráða til að geta sinnt blaða-
mannsstarfi. Þessu var ekki sinnt. Nú veit ég
ekki hvort það er siður hjá íslenskum fyrir-
tækjum að ansa ekki þeim sem þau ráða ekki
til starfa. Það mætti líka geta þess, að ég sótti
einu sinni um stöðu dagskrárfulltrúa hjá rík-
Helgarpóstsviðtalið Arnþór Helgason
viðtal: Guðlaugur Bergmundsson
mynd: Jim Smart
Sólskinsbjartan sumardag var
sjóndapur maður eitt sinn úti að
ganga. Hann kom að skærgulum
ljósastaur og uppi í honum grillti
hann í skilti, en gat ekki greint hvað
á því stóð. Hann gerði sér því lítið
fyrir og klifraði upp að skiltinu og
sá að þar stóð: Athugið að staurinn
er nýmálaður.
Þannig hljómar skrítla, sem Arn-
þór Helgason sagði mér með því
fororði, að blindum manni dytti
aldrei í hug að klifra upp í nýmálað-
an ljósastaur.
Arnþór er löngu landsþekktur
maður fyrir fjölmarga útvarpsþætti
sína, tónlist, og síðast en ekki síst
fyrir ötula baráttu fyrir mannrétt-
indum og hagsmunamálum
blindra.
Hann var nokkuð í sviðsljósinu á
dögunum, þegar meirihluti stjórn-
ar Blindrabókasafnsins hafnaði
honum í stöðu deildarstjóra
Blindrabókasafnsins. MenntamáJa-
ráðherra Ingvar Gíslason tók hins
vegar af skarið eftir nokkurt þóf og
veitti Arnþóri stöðuna.
Helgarpósturinn hitti Arnþór að
máli á heimili hans vestur á Nesi,
og spurði hann fyrst hvernig væri
að vinna á safninu eftir öll lætin.
„ Það er ekkert öðru vísi en áður. Að vísu hef
ég ekki tekið til starfa endanlega við þessa
svokölluðu námsbókadeild Blindrabókasafns
íslands, vegna þess að við eigum enn eftir að
fá tæknimann til að taka við af mér í hljóð-
bókagerðinni. Þetta er sami vinnustaðurinn
og þetta er að hluta til framhald af því, sem ég
hef verið að vinna. Ég ætti væntanlega að geta
farið af stað í næsta mánuðu með námsbóka-
deildina“.
— Verður ekki erfitt að vinna með stjórn
safnsins eftir að svo fór sem fór?
„Stjórn safnsins hefur ekki getað tekið þess-
um ósigri.
Það er rétt, að það komi fram, að meirihluti
stjórnarinnar virðist ekkert hafa lært og hefur
haldið uppi leiðindamálþófi á stjórnarfund-
um.
Það sem mér gremst einkanlega er það, að
annar fulltrúi Blindrafélagsins, Ólafur Jens-
son verkfræðingur, sem skipaður var af félag-
inu m.a. formanni þess til aðstoðar, skipar sér
í sveit þess meirihluta, eða þeirra sem ég kalla
fjórmenningaklíkuna. Á fyrsta fundi, sem