Helgarpósturinn - 06.05.1983, Side 9

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Side 9
9 irinn Föstudagur 6. maí 1983 A kafi í Kafka Tíðum er það sannarlega ó- gerningur að vita af hverju nú- tímalistaverkin eru, en jafnframt skírskota þau til margra hluta í senn. Margræðið er einkenni þeirra og kannski hið eina tak- mark. Þess vegna kvartar áhorf- andinn undan því að listin veiti honum ekkert ákveðið svar. Hann verður einmana andspænis lista- verkinu, og það vill nútimamað- urinn ekki vera, alvanur ærust- unni, margmenninu, sínu sífellda blaðri. En er ekki þörf hans fyrir ákveðin svör kannski einmitt merki þess hvað hann er einmana þrátt fyrir alla kumíingjana og hið létta hjal og hávaða? Gott svar er góður vinur. En listin sem sprettur af tímanum hverju sinni vill ekki veita huggun í svörum. Stöðugt bregða listamennirnir upp fleiri og fleiri spurningum. Þeir hlaða upp óvissu á óvissu of- an. Og framandleikinn verður meiri og meiri í hinum æðri listum en aulahátturinn og barnaskapur- inn stöðugt meira æpandi í list- inni fyrir almenning. Verst eru þar leikhúsin með sína hræðilegu til- finningavellu, væmni og smjaður fyrir millistéttarsmekknum. En þannig hefur þetta verið ævinlega á tímum pólitísks öngþveitis, enda á það oft rót sína að rekja til til- finningavellu. Hún kemur í stað- inn fyrir hinar svo nefndu ærlegu tilfinningar. Það er gæfa myndlistarinnar að hún er ekki þrælbundin þjóð- félaginu, en hún ber þó mörk þess. Að vísu er nóg til af tilfinn- ingavellu á málverkasýningum hér, en það vill myndlistinni til happs að fjöldi málara sem sýna býr ekki yfir nægri tækniþekk- ingu eða hefur handbragð til að hella úr skálum væmninnar, þótt vilji sé fyrir hendi. Svo er líka að þeir myndlistarmenn sem ráða við tækni og handbragðið falla sjald- an í freistni væmni og tilfinninga- semi. Að þessu leyti bera þeir mikilu meiri virðingu fyrir listinni og sjálfum sér en rithöfundarnir, ljóðskáldin og leikhúsfólkið. I hæsta lagi gerast þeir einum um of smekklegir eða snurfusaðir. Sem er reyndar engin höfuðsynd. Slíkt er stundum meira að segja holl synd. Enginn skyldi halda að list Brynhildar Þorgeirsdóttur væri vella blásin í gler. En það er gler- list gjarna. List hennar fer bil beggja; hún er brothætt en um leið varanleg. Líklega er það at- hyglisverðast við verk hennar, hvað þau eru einhvern veginn á mörkunum án þess þau stígi síð- asta sporið og verði að lausn. Góðu heilji hafa þau valið hættu- stöðuna. Á ýmsan hátt minna þau á dýr. Þau gætu verið rottur sem eru jafnframt hvalir. Þau gætu verið lýs sem langar að vera flær. Ellegar eru þau dýr komið úr myndbreytingabók Kafka. Þó eru þetta ekki dýr úr bókmenntum. Þau eiga ekkert skylt við hin hræðilega smeðjulegu dýr sem barnabókahöfundar nota sem andlegt fóður handa börnum, með sinni mjálmkenndu skapgerð og tepruskap; jafnvel líka þegar þau sýna dirfsku í sínum „kyn- hlutverkumþ sem koma auðvitað úr kynflokkunarvélum nútímans. En dýr eru þetta eða öllu heldur mannsvínshugsun, í senn hlægi- leg og grátleg, mannleg og ófresk. Þau staulast einhvern veginn á- fram þung sem steinsteypa, með glerkamb, eins konar burstir aft- an á sér úr hrosshári, og á glerfót- um. Glerfæturnir vekja einslags ofboð í huga áhorfandans en um leið létti yfir hvað listamaðurinn leysir vel vanda þess að láta hart hvíla á brothættu. Við höfum á tilfinningunni að hinir mjóu gler- faetur hljóti að brotna undir stein- steypubúknum. En í senn grípur okkur fögnuður eins og andspæn- is byggingu úr gleri og steinsteypu. eftír Guðberg Bergsson Fæturnir undir dýrunum eru odd- hvassir og nísta því jörðina, nísta sálina í áhorfandanum svo hann fær verk í tennurnar. Samt vitum við að tilvera slíkra dýra getur að- eins.sært jörðina. Vitaskuld ættu svona myndir að prýða torg. Líklega nytu högg- myndirnar sín betur i stærra formi en þær eru í. Sem uppeldistæki eru þau einnig frábær. Það er hollt hverjum manni að sjá hvern- ig listamaður leysir vanda „flugs þungans“. Sem þjóðfélagsleg fyr- irbrigði eru myndirnar ágætar. Ef gengið er fram hjá þeim fær mað- ur á tilfinninguna að fæturnir hljóti að láta undan og allt hrynji. En það hrynur ekki fremur en þjóðfélagið þótt Alþingi sé úr gagnsæjumglersálum. Hrunið fer eftir hæfni listamannsins eða al- múgans: að hrynja eða standa! Hvorugur hefur hrunið nokkurn- tíma, hvorki almenningur né lista- maðurinn. En báðir geta dáið, sem er allt annað. Gert væri meira í menningar- málum hér ef i áhrifastöðum væru aðrir en þeir sem líta á sig sem „skrifstofumenn“ og ef á Al- þingi væru aðrar sálir en glersálir og ef fólk væri ekki svona gjarnt á að fara í glerham, sem þolir ekk- ert mótlæti þá brotnar hann og fer í fýlu eða verður eintómur útúr- snúningur. En þannig eru íslensk- ir framámenn í menningarmál- um. Og það er svo undarlegt, að þótt nýrri og yngri menn komi í staðinn, fullir af róttækni, þá eru þeir ekki óðar búnir að fá launin sín í umslagi en þeir byrja að kveina og kvarta í gamlastílnum yfir að ekkert fé sé til listaverka- kaupa. „Ekkert til í kassanumþ segja þeir eins og frystihúsaeig- endur hér áður. Og svo er auðvitað ekkert gert. Sýningar Brynhildar Þorgeirs- dóttur eru í Gallerí Langbrók, Amtmannsstíg 1 og í Nýlistasafn- inu Vatnsstíg 3 B og eru opnar til 6. maí. Sýningin í Langbrók er ólík sýningunni í Nýlistasafninu. í Langbrók eru viðaminni verk, til skrauts og augnayndis, en of lík feneyjagleri (nema liturinn) og jafnvel rómverskum buðkum til að þau geti vakið verulega athygli. En ef þau eru látin standa öfugt þá batna þau. Mig grunar að Brynhildi Þor- geirsdóttur láti ekki að vera smá- brotin. Að vera ekki smábrotin er erfitt, en það er vel þess virði að vera það sem maður er. Það kann að skaða mann, en það skellir manni aldrei flötum. Myndir af öllu mögulegu Guðmundur Karl Ásbjörnsson opnar um helgina sýningu á vatns og olíumyndum að Kjarvalsstöð- um. Myndirnar eru einkum af landslagi, en einnig skipum, hús- um, andlitum, eða „nánast öllu“, eins og listamaðurinn sagði. Allar eru myndirnar figúratívar. Guðmundur Karl nam við ríkis- listaháskólann í Flórens í fjögur ár frá 1960 til 1964 og síðan í Barce- lona árið eftir. Hann hefur síðan unnið hér heima við list sína, ef undan er skilið eitt ár í Þýskalandi. Guðmundur Karl hefur áður sýnt á mörgum einka og samsýningum hér heima og erlendis. Sýning hans stendur frá 7. til 23. maí. Guðmundur Karl Ásbjörnsson og ein mynda hans liíwin Háskólabíó: * * Strok milli stranda (Coast to Coast). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Dyan Cannon, Robert Blake. Leikstjóri: Jóseph Sargent. Maöur nokkur á vesturströnd Ameríku kemur konu sinni fyrir á geö- veikrahæli á austurströndinni og hyggst þannig losa sig við hana. Kon- an strýkur hins vegar úr vistinni og heldur vestur. Gamansöm mynd. Húsið-Trúnaðarmál. íslensk kvik- mynd, árgerð 1983. Handrit: Björn Björnsson, Snorri Þórisson og Egill Eövarðsson. Lelkendur: Lllja Þóris- dóttir, Jóhann Slgurðarson, Þóra Borg, Helgl Skúlason, Róbert Arn- finnsson. Brfet Héðlnsdóttir. Leik- stjóri: Eglll Eövarösson. Húsið er vönduð spennumynd, sem vafalaust á eftir að höfða til margra. Hún ber vitni um meiri fagkunnáttu en aðrar íslenskar myndir til þessa. Með skáldlegum neista i mótun viðfangs- efnisins hefði hún orðið verulega eftirminnileg. Bæjarbíó: *** Húsið. l’slensk kvikmynd, árgerð 1983. Leikstjóri: Egill Eðvarðsson. Hefur farið sigurför um Reykjavik. Hvernig fer hún i Gaflarana? Bíóhöllin: Ungu læknanemarnir (Young Doctors in Love). Bandarisk kvik- mynd, árgerö 1982. Leikendur: Michael McKean, Sean Young, Hector Llzondo. Leikstjóri: Gary Marshall. Þessi mynd er hættuleg heilsunni: áhorfendurfáóstöövandihláturskast. Læknanemar bralla margt á Borgó. Þrumur og eldingar (Creepshow). Bandarísk, árgerð 1982. Leikendur: Hal Holbrook, Adrienne Barbeau, Fritz Weaver, Viveca Llndfors. Handrit: Stephen Klng. Leikstjóri: George A. Romero. * Fimm stuttar myndir i einni. Grinhroll- vekjur i gamla stilnum. En þvi miöur er litiö um gríniö og hiollir eru fáir. Þó eru tvær sögurnar nokkuð sæmilegar. Lífvörðurinn (My Bodyguard). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Chris Makepeace, Adam Baldwin, Matt Dillon. Leikstjóri: Tony Bill. Ungur piltur er áreittur í skóla og hann ræður sér þess vegna lífvörð. Gaman- mynd um alvarlega hluti. Atlantic Clty. Bandarísk kvikmynd, árgerð 1981. Leikendur: Burt Lancaster, Susan Sarandon. Leik- stjóri: Louis Malle. *** Stórgóö mynd, sem gerist i strandbæ i N.Y. Lancaster er fantalegur leikari. Litli lávarðurinn (Little Lord Fonten- roy). Bresk kvlkmynd. Leikendur: Ricky Schroeder, Alec Guinness. Hugljúf mynd um litinn lávarö, sem hittir annan stærri. Porky’s. Bandarisk kvikmynd. Leik- endur: Don Monahan, Mark Herrier, Wyatt Knight. Gaggómynd um ástir og strandlíf unglinga. Gamansöm gamanmynd. Allt á hvolfi (Zapped). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Scott Baio, Willle Ames, Robert Mandan, Felice Schachter. Leisktjóri: Robert J. Rosenthal. Regnboginn: ** í greipum dauðans (First Blood). Bandarisk, árgerö 1982. Handrit: Stallone, o.fl. Leikendur: Sylvester Stallone, Brian Dennehy, Richard Crenna, Jack Starrett. Leikstjóri: Ted Kotcheff. Trúboðarnir (Two Missionaries). ítölsk-amerisk kvikmynd. Leikendur: Bud Spencer, Terence Hill. Leikstjóri: Franco Rossi. Félagarnir eru komnir aftur á stjá. Nú eru þeir í prestabúningi i Vestur- Indium. En ef maður þekkir þá rétt, eru þeir nú ekki par heilagir. Til móts við gullskipið (The Golden Rendez-vous). Bresk kvikmynd. Leikendur: Richard Harris, Gordon Jackson, John Vernon, David Jan- sen, John Carradine. Leikstjóri: Ashley Lazarus. Spennumynd, gerð eftir sam- nefndri skáldsögu Alistair MacLean um sjórán og fleira skemmtilegt. Á hjara veraldar. ísiensk kvikmynd, árgerð 1983. Leikendur: Arnar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Þóra Friðriksdóttir. Handrit og stjórn: Kristin Jóhannesdóttir. Á hjara veraldar er ótrúlega þaul- hugsað verk, — í smáu og stóru. Kristin leikur sér I tima og rúmi og dregur fram fjórar megin víddir kvik- myndalistarinnar með sérkennilegri hætti en ég minnist aö hafa séö áður á hinu hvíta tjaldi — mynd, íexta, hljóð og leik.. Hreinn galdur i lit og cinemaskóp. *** Laugarásbíó: Dóttir kolanámumannsins (The Coalminer’s Daughter). Bandarísk kvlkmynd, árgerð 1981. Leikendur: Sissy Spacek, Tommy Lee Jones. Leikstjóri: Michael Apted. Skemmti- leg mynd um amerísku dreifbýlis- söngkonuna Lorettu Lynn. ★ ★ ★ framúrskarandl ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góö ★ þolanleg Q léleg Stjörnubíó: * * * Tootsie. Bandarlsk kvikmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff- man, Jessica Lange, Terry Garr, Charles Durning. Leikstjóri: Sidney Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum ( aðalhlutverkinu og sýnir afburða- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maður hlær oft og hefur litið gleðitár í auga þegar upp er staðið. — LYÓ Þrælasalan (Ashanti). Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Michael Caine, William Holden, Peter Ustl- nov, Omar Sharif. Caine og gifurlega falleg kona eru læknar i Afriku. Henni er rænt og hún seld arabískum oliugreifa. Fallegt landslag, en annaö ekki. Ulfaldarnir skilja islensku. * Austurbæjarbíó: Nana. Frönsk-ltölsk-amerísk kvik- mynd, árgerö 1983. Gerö eftir sam- nefndri skáldsögu Emile Zola. Leikendur. Katya Berger, Jean- Pierre Aumont. Zola er einhver mesti rithöfundur 19. aldarinnar. Saga hans um Nönu fjallar um unga stúlku, sem gerist gleöikona. Hér er tekið á efninu frem- ur léttum tökum. Nýja bíó: Skuggar fortíðarinnar (Search and Destroy). Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Perry King, Don Stroud, Tisa Farrow, Park Jong Soo. Leik- stjóri: William Fruet. Upphaf sögunnar er í Vietnamstrið- inu, þar sem nokkrir félagar úr sór- sveitum berjast. Tiu árum siöar er einn þeirra myrtur í Ameriku og vinirn- ir gruna ákveðinn Vietnama. Þeir hyggja á hefndir. Karate og fleira. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise: Api að vetrarlagi (Un Singe en Hiver). Frönsk kvikmynd, árgerð 1962. Leikendur: Jean Gabln, Jean Paul Belmordo, Suqanne Flon. Leikstjóri: Henri Verneuil. Tveir náungar fara á fyllerí i litlu þorpi og setja allt á annan endann. Sýnd i E-sal Regnbogans miðvikudag 11. maí og fimmtudag 12. mai kl. 20.30. MÍR: Hamlet. Sovésk kvikmynd, árgerö 1864. Leikendur: Innókenti Smoktunovskí, M. Nazvanov, E. Radsin. Leikstjóri: Grfgorí Kozintsév. Rússar spreyta sig á samnefndu meistaraverki eftir Vilhjálm Nadd- hristi og tónlistin, sem leikin er undir öllu er eftir Shostakovits. Sýnd á sunnudag kl. 16. Öllum heimill ókeyp- is aðgangurl Bíóbær: Ljúfar sæluminningar (High School Memories). Bandarfsk kvikmynd, árgerð 1980. Leikendur: Aneta Haven, Jamie Gillis, John Lesley. Rugbyliö er á keppnisferöalagi, en spilararnir komast víst litið út fyrir rúmstokkinn. Spennandi verkefni. Hrakfallabálkurinn. Bandarisk kvik- mynd með og eftir hinn frábæra Jerry Lewis. Gamanmynd í sérflokki. Sýnd á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16. Tónabíó: Bardaginn um Johnson-hérað. — sjá umsögn í Listapósti. tonlist Nýi tónmenntaskólinn Ármúla 44: Tvennir tónleikar um helgina. Á laug- ardag kl. 17 veröa samspils- og ein- leikaratónleikar nemenda. Á sunnu- dag kl. 17 verða svo Ijóða- og óperu- tónleikar með fjölbreyttu efni. Allt i til- efni 5 ára afmælis skólans. Austurbæjarbíó: Breska poppsveitin The Fall, ásamt Bubba og co. og Iss á hörkutónleikum á föstudag ( kvöld). Einstakt tækifæri. Kjarvalsstaöir: Nýbylgjuhópurinn Musica Nova held- ur tónleika á sunnudag kl. 20.30. Margt forvitnilegra verka á efnis- skránni. Þjóðleikhúsið: Píanósnillingurinn Martin Berkofsky heldur tónleika á mánudag, 9, mal, kl. 20.30. Leikin verður tónlist eftir annan snilling, Franz Liszt. Miðasala er haf- in. Austurbæjarbíó: Tónmenntaskóli Reykjavíkur heldur síðustu vortónleika sína laugardag- inn 7. mai kl. 14. Eldri nemendur skól- ans koma fram og leika einleik og samleik á ýmis hljóöfæri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.