Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 06.05.1983, Blaðsíða 3
^Ýl trinn Föstudagur 6. maí 1983 3 Hlelgai----------------------- pústurínn Blað um þjóðmál, listir og menningarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Ómar Valdimarsson, Ingólfur Margeirsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónas- son, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórsdóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Sigurður Svav- arsson (bókmenntir & leiklist), Sigurður Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tónlist), Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagn- fræði), Guðbergur Bergsson (myndlist), Gunnlaugur Sigfús- son (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz), Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson, Guðjón Arngrímsson, Guð- laugur Bergmundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga Dóra Björnsdóttir, Banda- ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans- son, Bretlandi, Ólafur Engil- bertsson, Sþáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Arnlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir. Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir Dreifing: Sigríður (T.) Steina. Sími 85885 kl. 05-07 Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Setning og umbrot Al prent hf. Prentun: Blaðaprent hf. Að axla ábyrgðina Sameining Félags íslenskra rit- höfunda og Rithöfundafélags íslands árið 1974 var árangur ára- langrar baráttu rithöfunda fyrir sameiginlegu stéttarfélagi. Hags- munir þeirra höfðu löngum þurft að víkja fyrir innbyrðis deilum og pólitískum þrætum sem veiktu mjög samningamátt rithöfunda gagnvart útgáfuaðilum. Með stofn- un Rithöfundasambandsins stóðu rithöfundar saman sem aldrei fyrr og eftir þann tíma voru tvímæla- laust gerðir bestu samningar fyrir hönd rithöfunda þótt enn sé langt í land hvað marga þætti kjaramála þeirra snertir. En Adam var ekki lengi í paradis. Eftir sameininguna fór fljótlega að bera á gömlu ágreiningsmálunum aftur; pólítísk þröngsýni, persónu- níð og metingur einkenndi fundi sambandsins og slævði málefnalega umræðu og sundraði samstöðu um sjálfsögðustu kjaramál. Helgarpósturinn birtir í dag grein um tvö ágreiningsmál sem komið hafa upp í Rithöfundasam- bandinu. Annað fjallar um tillögu um lagabreytingu sem felur í sér inntöku höfunda fræðirita í sam- bandið en hitt segir frá þeim póji- tísku deilum sem geisuðu í Rit- höfundasambandinu og urðu þess valdandi að 21 félagi sagði sig úr samtökunum og endurreisti Félag islenskra rithöfunda sem stéttarj- félag. Bæði þessi mál eru dæmigerð fyrir þann vanþroska er virðist ein- kenna stéttabaráttu rithöfunda. Hluti af skýríngunni er eflaust sá, að hagsmunasamtök rithöfunda eru ennþá ung og þau litt þróuð í félags- og kjaramálabaráttu. Hins vegar verður ekki um það deilt að ákveðnir einstaklingar og hópar innan raða rithöfunda setja óverðug þrætuefni á oddinn og hafa bolmagn til þess að tefja eða fyrirgera aðkallandi hagsmunamál- um innan Rithöfundasambandsins. Mörg mál kalla á samstöðu rit- höfunda. Launasjóður rithöfunda er ófullnægjandi, rithöfundasjóð- ur of rýr, gjald fyrir útlán bóka er reginhneyksli og betur mætti standa að samningum við útgefend- ur og aðra aðila sem útvarp og sjón- varp. Fjöldi annarra verkefna bíður úrlausnar. Því má ekki gleyma að margt hef- ur verið vel gert í málum rithöfunda á undanförnum árum t.d. er tilkoma þýðingasjóðsins ánægjuefni. En betur má ef duga skal, og án samstöðu fá rithöfundar litlu áorkað í hagsmunamálum s'ínum. Það hlýtur því að vera von og trú allra íslendinga sem unna íslensk- um bókmenntum og menningu að rithöfundar axli ábyrgð sína, slíðri vopnin og takist sameinaðir á við þau verkefni sem við blasa. Vorrósarolían sem dugar best Snemma í gærmorgun sá ég flugu skríða á rúðunni í stofuglugganum hjá mér. Hún var allt annað en virðuleg, eiginlega litlaus og hérumbil gegnsæ á rúð- unni. Auk þess var hún mjó og veikluleg, hálf- skjögrandi á fótum enda nývöknuð til lífsins og varla búin að átta sig á því að vera allt í einu orðin til. Þó var hún nú þarna kom- in til þess að uppfylla lög- málið um upprisu dauðra eins og hvað annað sem er lífsins megin á þessu ný- byrjaða vori og engu líkara en hún væri að hneigja sig framan í vorbirtuna. vonir, veitir halaklipptum mannlega reisn, gefur hug- deigum kjark, uppflosnuð- um jarðsamband, vekur dauða og hálfdauða til sjáfra sín, kveikir ástlaus- um ást og þeim sem elska meiri elsku. Og það sem meira er: Þetta er ókeypis allt. Það er bara að vitja þess. Nánari upplýsingar um lífsmögnun vorsins fást í skáldskap um vorið, t.d. í kvæðunum Vorvindar glaðir, Vorið er komið og grundirnar gróa o.s.frv. Ef einhver skyldi samt vera í vafa um hvernig á að fara að því að nálgast vorið leyfir undirritaður sér að jvinoboröió I dag skrifar Birgir Sigurösson Og fg sem ég stóð þarna við gluggann og horfði á hana fékk ég skyndilega verk í brjóstið; sársælan sviða: það var komið vor. Þessi aumingjalega lífvera á rúð- unni var vorboði. Ekki einn af vorboðunum ljúfu en vorboði samt og alveg jafngild lóunni og spóan- um, stelkinum og kríunni að því leyti. Ég flýtti mér inn í svefnherbergi, vakti konuna mína af værum svefni sunnudagsmorguns- ins og sagði: Það er komið vor. Flugurnar eru komn- ar. Og síðan fórum við út að ganga til þess að vita hvað við sæjum meira til vorsins. Það er svo langt á milli vora á íslandi að mað- ur verður að njóta vorsins þá loksins það kemur. Eða eins og segir á sölumennsk- umáli kúranna og lífs- eleksíranna: Látið ekki happ úr hendi sleppa; vitj- ið vorsins strax í dag. Það örvar blóðráðsina, bætir meltinguna, minnkar lík- urnar á krabbameini i sál- inni, endurfæðir hrelldar meira eftir en áður, hefur öruggara jarðsamband. 4» Fáðu þér stóran, full- þroska tómat. Hann er þrunginn af lífsfögnuði. Hámaðu hann í þig (ef þér þykjatómatar vondir gera agúrkur sama gagn). Þú verður sjálf (ur) þrungin (n) lífsfögnuði. 5. Horfðu ofan í mýrar- pytt. Taktu þér góðan tíma. Þar er ýmislegt á sveimi. Heimur í hnotskurn. Það staðfestir fyrir þér að lífs- aflið er allsstaðar að verki. 6. Hlustaðu á raddir vorsins nær og fjær; þyt í laufi og grasi, flugnasuð, tíst, fuglasöng. Þú finnur að þú ert í miðjum alls- herjarkór sköpunarverks- ins sem skaparinn byrjaði að æfa fyrir löngu. Þú ert kórfélagi. 7■ Umfram allt hlustaðu á þögnina. Vaktu úti eina vornótt ef þú getur komið því við, helst með elskunni þinni. Á vornóttu getur . þögnin orðið svo djúp að þú þorir vart að anda. Stakir fulgstónar úr fjarska dýpka þögnina enn meir. Þú munt finna til ei- lífðartilfinningar. Þú ert óaðskiljanlegur hluti af öllu. Varnaðarorð: Segðu ekki kaldlyndum og/eða geðlausum mönn- um frá ferðum þínum á vit vorsins. Það er að kasta perlum fyrir svín. Þeir munu kalla upplifanir þín- ar tilfinningasemi til þess að breiða yfir að þeir hafa skemmt sínar eigin tilfinn- ingar og til þess að gera lít- ið úr þínum. Slíka menn verður að umbera eins og hverja aðra misheppnun náttúrunnar. Þetta allt, sem nefnt er hér að ofan, og miklu meira en það er hluti af því sem hjálpar þér til þess að upplifa sjálfa (n) þig sem lifandi veru — menneskju. Og í sannleika sagt þá er vorið sjálft sú vorrósarolía sem dugar best. láta hér fylgja nokkar fá- tæklegar leiðbeiningar: 1. Sértu örþreytt(ur) og/eða áhyggjufull (ur) hangtu þá ekki yfir sjón- varpinu. Það ræktar upp í þér tómleika. Gakktu út, dragðu djúpt andann og vorilmurinn fyllir þig. 10 mínútur á kvöldi er nóg. Þú afþreytist og ert endur- nýjaður maður. Kynkvötin eykst og samfarir verða innilegri. 2. Fylgstu með tilhuga- lífi fuglanna. Tilburðir þeirra minna á ýmislegt í þínu eigin lífi fyrr og síðar. Áður en varir ertu farin(n) að brosa út að eyrum. Þér þykir bæði vænna um þá og sjálfa (n) þig og þína eigin dýrategund á eftir. Ekki veitir af. 3. Leggstu með andlitið ofan í svörð, mosa, lyng (að ógleymdum blómun- um) og andaðu djúpt að þér. Þú tilheyrir jörðinni

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.