Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 3
'rinn Fimfntudagur 2
. júní1983
hlelgai--------
pústurinn
Blað um þjóðmál, listir og
menningarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson,
Ómar Valdimarsson,
Ingólfur Margeirsson
Útlit:
Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dáikahöfundar:
Hringborð:
Auður Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónas-
son, Magnea J. Matthíasdóttir,
Pétur Gunnarsson, Sigríður
Halldórsdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Sigurður Svav-
arsson (bókmenntir & leiklist),
Sigurður Pálsson (leiklist), Árni
Björnsson (tónlist), Sólrún B.
Jensdóttir (bókmenntir & sagn-
fræði), Guðbergur Bergsson
(myndlist), Gunnlaugur Sigfús-
son (popptónlist), Vernharður
Linnet(jazz), Árni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson,
Guðjón Arngrímsson, Guð-
laugur Bergmundsson, Jón
Axel Egilsson (kvikmyndir).
Utanlandspóstar:
ErlaSigurðardóttir, Danmörku,
Adolf H. Emilsson, Svíþjóð,
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi, Ólafur Engil-
bertsson, Spáni.
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Helga Haraldsdóttir og Páll
Pálsson.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri:
Guðmundur H. Jóhannesson
Auglýsingar: Áslaug G. Niel-
sen
Innheimta:
Helma B. Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Lausasöluverð kr. 20
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Ármúla 38, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Ármúla 38. Símar 81866 og
81741.
Setning og umbrot
Al prent hf.
entun; Blaðaprent hf.
Hver axlar þetta frelsi?
Útbreiösla myndbandatækja
hefur verið mjög ör síðustu árin.
Könnun, sem Helgarpósturinn
greinir frá í dag, gefur til kynna, að
þessi nýi miðill hafi náð mun sterk-
ari tökum á fólki, og þá ekki síst
börnum og unglingum, en margan
hefur grunað. Hér er um að ræða
könnun, sem nemendur við Fella-
skóla í Reykjavík gerðu á video-
neyslu skólasystkina sinna. Helgar-
pósturinn hefur orð fagmanna fyrir
því, að niðurstöðurnar gefi mjög á-
reiðanlega visbendingu um það,
sem er að gerast í þessum efnum.
Niðurstöðurnar leiða í Ijós, að
yfir 60% þeirra heimila, sem könn-
unin náði til, hafi yfir videotæki að
ráða. Yfir þriðjungur krakka á
aldrinum 6-15 ára horfa 1-2 í viku á
video og 12% krakkanna sjá sex
myndir eða fleiri í hverri viku.
Meira en helmingur unglinganna
horfir á video að vild alla vikuna og
réttur fjórðungur barna aðeins 6
ára má horfa eins og þeim sýnist.
Börn allt niður i 10 ára aldur
nefndu nöfn á hrollvekjum og
klámmyndum, sem þau höfðu séð -
myndum, sem alla jafna eru bann-
aðar krökkum yngri en 16 ára, þeg-
ar þær eru sýndar í kvikmyndahús-
um. Börn í öllum aldurshópum ját-
uðu að hafa orðið hrædd, fengið
m w
martraðir eða orðið andvaka í kjöl-
far myndanna á skjánum.
Þessar niðurstöður hljóta að
vekja foreldra og aðra uppalendur
til umhugsunar. Þær benda til þess,
að sögn fræðimanna, að þróunin sé
hér ótrúlega lík því sem gerst hefur
erlendis: sjónvarpsskjárinn hættir
að vera fjölskyldumiðill, börn og
unglingar tileinka sér hina nýju
tækni myndbandanna og verða
sjálfráð um það efni, sem þau horfa
á og þann tíma, sem þau verja
frammi fyrir tækinu. Hversu lengi
sem við deilum um kosti og galla
myndbandatækninnar, hljótum við
að vera sammála um að sá heimur,
sem blasir við í þeim tegundum
mynda, sem krakkarnir velja sér
helst, er ekki sá heimur, sem holl-
astur er óhörðnuðum börnum og
unglingum. Við ættum því ekki að
láta hjá líða að skoða þróunina hér
og erlendis og taka eitthvað til
bragðs með hliðsjón að henni. Síst
af öllu skulum við drekkja umræð-
unni í tali um frjálst val og mann-
réttindi, hversufalleg sem þau orð
kunna að vera. E.t.v. ættum við öllu-
heldur að velta fyrir okkur merk-
ingu slíkra hugtaka og þeirri spurn-
ingu, hvort börnin okkar séu svo úr
grasi vaxin að þau fái axlað ábyrgð
þ.eirra.
Aðeins kollubani
Á\llt í einu eru byssurnar
þagnaðar. Það er aftur
stund milli stríða. Púður-
reykinn hefur lagt frá og
tími til kominn að kanna
valinn. Ætli það sé ekki
mest missa í Víga-Gríms-
syni þeirra allaballanna,
sem nú liggur óbættur hjá
garði. Vimmi fór á taugum
og stökk fyrir borð og
Agúst Einarssonur hins
ríka ærðist með og lagðist
til sunds eftir honum. Ut-
haldið reyndist svo sem
engin stórútgerð; þeir
félagar verða fiskaðir upp
einhvern tíma seinna af
stærri júffertu með
haffærniskírteini í lagi.
Þannig fór um sjóferð þá.
Tuttugu ára trúlofun
maddömu Framsóknar og
allaballa við hirð Loðvíks
er lokið í bili. Hermanns-
sonur er genginn í Heina-
berg íhaldsins, enda kjör-
inn til ríkiserfða eftir föður
sinn af meirihluta þing-
flokks sjálfstæðismanna.
hringboröiö
í dag skrífar Jón Baldvin Hannibalsson
Þar með hafa kratar eign-
ast þrenn líf og eiga ólifuð
sex.
Hvað gerðist fleira? Jú,
gamli Ayjatollah Thorodd-
sen felldi fánann og slíðr-
aði sverðið eftir hálfa öld á
hafi úti. Og heldur
hnakkakerrtur af strand-
staðnum sem heiðurskaft-
einn um borð í Eddu m.s.
Var það nokkuð fleira?
Varla. Jú, Geirsarmur-
inn er genginn inn í fyrr-
verandi ríkisstjórn með
sjálfan guðföðurinn í
fararbroddi og Thorodd-
sena í halarófu - í staðinn
fyrir allaballa, sem nú
víkja sæti. Það er allt og
sumt. Þar með eru orðin
kaflaskipti í þessari Sturl-
ungu 20stu aldar um ættar-
samfélag og ríkisvald í
þjóðveldi Islendinga.
Þegar vorar langar mig
aftur vestur að Djúpi, heim
í Ögur. Þar Iifði ég 7 sæl-
ustu sumur lífsins. Við tók-
arheiði forsetakosninga-
vorið ’51. Steingrímur er
nú ekki farinn að leggja
þann veg enn og gerir varla
úr þessu.
Lýður var mikill vinur
Asgeirs síðar forseta og
vildi veg hans sem mestan.
Þótt ég fylgdi sér Bjarna
kom það í minn hlut að
halda á svartri leðurtuðru
Lýðs, þar sem við hús-
vitjuðum á hverjum bæ um
Strandir og hann rak áróð-
ur fyrir Asgeiri en ég fyrir
Vesturbæjarklerkinum.
Lýður hafði betur, því að í
mal sínum hafði hann
brennivín til að dreypa út í
kaffið, en ég ekkert.
I þessum leiðangri okk-
ar sá ég Hermann Stranda-
goða í fyrsta sinn. Vegna
áróðurs Lýðs ýfðust
Strandamenn við honum
móti séra Bjarna. Fundur
var haldinn í Hólmavi k.
Hermann bóndi stóð á
tröppum samkomuhúss-
braggans, á pokabuxum,
og heilsaði með handa-
bandi. Hann var minni
vexti en ég hugði en knáleg-
ur og náði þó Lýð varla í
öxl. Þarna varð ég vitni að
því, 12 vetra sveinn, að
Strandagoðinn laut í lægra
haldi fyrir blindu, örvasa
gamalmenni, sem ekki
þoldi Hermanni að leiða
íhaldið (séra Bjarna) til
hásætis.
Hermanni fataðist máls-
vörnin og þótti mér garpin-
um brugðið. Þarna skildi
ég að við Lýður höfðum
ekki farið erindisleysu um
Strandir.
A. heimleiðinni kenndi
Lýður mér landsfræga vísu
Hermanns upp úr kollu-
máli: Ævi mín var eintóm
leit/ eftir villtum svani/ en
eg er eins og alþjóð veit/
aðeins kollubani.
Þessi vísa lýtur lögmáli
tragediunnar. Svo lét Lýð-
ur fljóta með' umsögn
Hriflu-Jónasar, þegar
hann spurði fall Tryggva i
Strandasýslu. Ö-hö, það
var ekki kollurinn (á hon-
um Hermanni); það var
kollan.
Strandamenn hafa
mörgum manninum forð-
að úr greipum „réttvísinn-
ar“. Kollubani í gervi lög-
reglustjóra var einhvern
veginn þeim að skapi.
Miklir sérvitringar,
Strandamenn, enda allir
frændur mínir. Kannske
maður láti verða af því að
bregða sér vestur til að
safna kröftum fyrir næstu
orrustu.
— JBH
Þannig hafa þeir sjálf-
stæðismenn afneitað for-
manni sínum þrisvar: Einu
sinni í prófkjöri, einu sinni
í kosningum og loks þegar
þeir hlutuðu milli þeirra
Geirs og Hermannssonar,
og völdu þann síðar-
nefnda. Framsóknarmenn
allra flokka, sameinist! r—
Þið hafið engu að tapa —
nema völdunum.
Kommarnir vildu ólmir
fresta 1. júni til þess að
freista „sögulegra sátta"
við íhaldið. En var vísað á
bug eins og börðum rökk-
um.
Aður en fylkingar sigu
saman var almælt að við
kratar værum taldir af í
pólitískum óbyggðum. En
okkur Amunda tókst að
snúa vörn í sókn og skutum
bæði Vilmundarvinum og
feministum ref fyrir rass.
um mó, tíndum egg, hirt-
um dún, heyjuðum á engj-
um, reiddum heim á klakk,
renndum fyrir fisk, héld-
um töðugjöld og þágum
laun í fríðu. Ilminn úr fjör-
unni leggur enn fyrir vit
mér og Ögurböllin eru
ógleymanleg.
I Ögur kom eitt sinn
sem oftar einhver höfðing-
legasti maður, sem ég hef
augum litið og mestur
vegagerðarmaður á sinni
tíð: Lýður Jónsson. Hann
var mikill maður vexti,
stórskorinn, karlmannleg-
ur, hlýr í viðmóti. Eg batzt
miklu ástfóstri við hann.
Eftir okkar fyrsta fund
fékk ég það embætti að
halda í spotta fyrir hann,
þar sem hann mældi fyrir
vegum um alla Vestfjörðu.
Þar með mældum við fyrir
vegi yfir Steingrímsfjarð-