Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 2. júní 1983 Jijústurinri
Listdansskóli Þjóðleikhússins:
Nemendasýning.
Stjórnandi: Ingibjörg Björnsdóttir.
Engin Iistastarfsemi getur
blómstrað án þess að eiga sér ein-
hversskonar grunn. Eitt besta
dæmið um það er hið ótrúlega
blómaskeið sem nú stendur yfir í
tónlistarlífi landsins, en það er ó-
tvírætt árangur byltingar í tón-
mennta-og tónlistarkennslu sem
átt hefur sér stað í landinu síðustu
tvo áratugi eða svo. Svipað á einn-
ig við um myndlist og ekki er laust
við að leiklistarstarfsemin í land-
inu hafi tekið nokkurn fjörkipp
eftir að Leiklistarskóli ríkisins var
settur á fót.
Með'fullri virðingu fyrir öðrum
listgreinum þá er listdansinn sú
listgrein sem krefst hvað lengstrar
og agaðastrarþjálfunar af þeim
sem hana stunda. Nú hefur ís-
lenski dansflokkurinn verið starf-
andi í einn áratug og fyrir löngu
sannað fullan tilverurétt sinn,
þrátt fyrir erfiðar aðstæður, og
ber nýjasta sýning hans á ballett-
inum Fröken Júlía eftir Birgitt
Cullberg þar frábært vitni.
Listdansskóli Þjóðleikhússins
er sá grunnur sem dansflokkurinn
stendur á. Dansararnir hafa
menntast í honum og skólinn sér
flokknum fyrir nýliðum og auka-
kröftum þegar á þarf að halda.
Nemendasýning Listdansskól-
ans var að mörgu leyti ánægjuleg.
Atriðin báru þess víða vott að
vera miðuð við að þjálfa tiltekna
hópa í skólanum, en er ekki ein-
mitt nemendasýning til þess að
sýna hvaða þjálfun og hvaða ár-
angri nemendur hafa náð.
Fyrsta atriðið sem hét Gæsa-
mamma við tónlist eftir Ravel,
stef úr ýmsum ævintýrum, var
þannig saman sett að þar komu
fram hlið við hlið þrír aldurs-
flokkar. Var þar gaman að sjá
hvernig hverjum hópi voru fengin
verkefni við hæfi hvers og eins.
Síðan komu þrjú stutt atriðir
Ungverskur dans. Úr skemmtana-
iðnaðinum og Draumsýn þar sem
nokkrir eldri nemendur sýndu
listir sýnar og var þar margt
skemmtilega gert og fjörlegt.
Síðasta atriðið Op. 10 við tón-
list Debussy sáu elstu nemendurn-
ir um. Þar kom greinilega fram að
i þeim hópi eru margir efnilegir
dansarar sem gaman verður að
fylgjast með í framtíðinni.
I lok sýningarinnar veitti þjóð-
leikhússtjóri þeim Helenu Jó-
hannsdóttur og Láru Stefánsdótt-
ur styrk úr nýlega stofnuðum
Listdanssjóði Þjóðleikhússins.
Þær eru báðar nýliðar í íslenska
dansflokknum og hafa verið nem-
endur Listdansskólans. Þær hafa
báðar sýnt að þær eru vel að þess-
um styrk komnar. Mig langar til
að senda þeim sérstakar ham-
ingjuóskir, því þær eru báðar
gamlir nemendur mínir, þó eins
og gefur að skilja í alít öðrum
fræðum sé.
G.Ást.
Neöanjaröarlestin skröltir
í Félagsstofnun stúdenta
Vont er að missaáf lestinni. Verra
er þó að missa af Neðanjarðarlest-
inni, leikriti eftir Imamu Amiri
Baraka. Þetta sáu Alþýðulcikhúss-
menn í hendi sér og bjóða nú síð-
búnum farþegum í þrjár ferðir. Sú
fyrsta hefst á laugardag í Félags-
stofnun stúdenta.
„Við frumsýndum á Borginni og
höfðum þar tvær sýningar. Þá urðu
eigendaskipti á staðnum og nýju
eigendurnir gáfu okkur gott orð um
áframhald að afloknum breyt-
ingum á húsnæðinu. En þá var það
orðið of fínt fyrir sýninguna eins og
hún var. Við hrökkluðumst því út
og það er ástæðan fyrir því að sýn-
ingar hafa legið svo lengi niðri“,
sagði Sigurður Skúlason leikari í
samtali við Helgarpóstinn, en
Sigurður fer með annað aðalhlut-
verkið í leiknum.
Sem fyrr verða djasstónleikar
Tískuljónanna á undan og á eftir
sýningu leikritsins og geta gestir þá
stytt sér stundir með léttum veig-
um.
Fyrsta sýning Neðanjarðarlestar-
innar í Félagsstofnun stúdenta
verður kl. 21 á laugardag, en næstu
sýningar verða á sama tíma á mánu-
dag og fimmtudag í næstu viku.
Látið ekkiumykkur spyrjast að
þið heltist úr lestinni, Neðanjarðar-
Iestinni.
Sigurður Skúlason og Guðrún Gísladóttir í hlutverkum
blökkumannsins og hvítu stúlkunnar í Neðanjarðarlestinni,
Menningarkvöld
fyrir útlendinga
íslenska óperan ætlar að efna til
skemmtidagskrár fyrir erienda
ferðamenn í júlí og fram í ágúst til
styrktar starfsemi sinni. Dagskrá
þessari, sem verður á föstudags- og
laugardagskvöldum, er ætlað að
kynna ísland sem menningarland.
Ferðamönnunum verður boðið
upp á íslenska tónlist, myndlist og
rímur, auk þess sem sýnd verður
landkynningarkvikmynd. Þá verð-
ur einnig boðið upp á kaffiveiting-
ar.
Kynningarbæklingur um
skemmtanir þessar mun liggja
framrni á gistihúsum, bílaleigum,
ferðaskrifstofum og öðrum þeim
stöðum, sem erlendir ferðamenn
koma á. Auk fastra sýninga áður-
nefnd kvöld, geta hópar pantað sér-
staka skemmtun fyrir sig.
N.IÓKVAKI*
Föstudagur
3. júní
20.40 Á döfinni. Birna Hrólfsdóttir kynnir
viðundur helgarinnar. Menningin
lengi lifi. Niður með menninguna.
20.50 Steiniog Olli. Gamanmyndasyrpu-
brotaflokksbrot. En þá var öldin
önnur. Svo segir i kynningu. Mis-
jafnt er mannanna spé.
21.15 Þjóðsagnapersónan Gandhi. Rik-
harður Attenborró filmaði sögu
kallsins og einhverjir aðrir filmuðu
filmuna og segja frá kalli. Ég veit
ekki i hvaöa veldi þessi mynd er.
21.40 Nicaragua. Reagan styður aftur-
haldsöflin í Nicaragua. Ég styð
stjórnvöld. Þetta er bresk frétta-
mynd um ástandið í landinu.
22.00 Hamingjuleitin (The Pursuit of
Happiness). Bandarísk bíómynd,
árgerö 1970. Leikendur: Michael
Sarrazin, Barbara Hershey, Robert
Klein. Leikstjóri: Robert Mulligan
Þokkálegasta mynd um efnilegan
ungan pilt, sem fer í hundana.
Skólapiltur, sem ekur á gamla konu
og verður henni að bana. Uppreisn-
arandi og fleira og fleira.
Laugardagur
4. júní
17.00 íþróttir. Bjarni Felixson minnir okk-
ur á kjörorð dagsins: Allir út að
hlaupa.
20.35 ðstaðfestar fregnir herma. Ég
segi þaö enn og aftur: Eldgamlir
þættir og illa eltir. Sumt ágætt.
Breskt fréttaskop, eins og áður hef-
ur verið sagt.
21.05 Forboðnir leikir (Jeux interdits).
Frönsk biómynd, árgerð 1952. Leik-
endur: Brigitte Fossey, Georges
Poujouly. Leikstjóri: René Clément.
Algert meistaravert, sem gerist í
striðinu. Segir frá ungri stúlku og
ungum pilti, sem fara í forboðna
leiki, sem minna á athæfiö allt um
kring. Takið eftir Brigitte Fossey,
litlu stúlkunni. Fossey er nú ein virt-
asta leikkona Frakka.'
22.35 Uppreisnin á Vfgfara (Damn the
Defiant). Bresk bíómynd, árgerð
1962. Leikendur: Alec Guinness,
Dirk Bogarde, Maurice Denham,
Anthony Quayle. Leikstjóri: Lewis
Gilbert. Sjóorrustur á hafi úti (sic) á
tímum Naflajóns og uppreisn um
borð i skipi á hafi úti. Brimsalt bún-
ingadrama.
Sunnudagur
5. júní
18.00 Sunnudagshugvekja. Margrét
Hróbjartsdóttir safnaðarsystir flytur
og vekur til umhugsunar.
18.10 Nóttin milli ára. Rétt fyrir afmælið.
Ég vil verða sex ára, segir ung
hnáta.
18.30 Daglegt brauð í Dúfubæ. Briki-
brauö og kringlur.
18.45 Palli póstur. Pósturinn Páll og kött-
urinn Njáll. Ertu úti aö syngja.
Brúðumynd.
19.00 Sú kemur tið. Framtiðarsýn
franskrateiknara. Hollt fyrir börnin.
20.35 Sjónvarp næstu viku. Guðmundur
Ingi Kristjánsson segir markverö
tiðindi.
20.50 Fólk í fiski. Sigurður Grímsson
gerði þessa mynd á árunum 1979-
80 og segir frá fiskifólkinu, í landi og
á hafi.
21.30 Ættaróðalið. Loksins, loksins. Allt
búið. Maðurinn orðinn sáttur við
minningar sínar. Og þá er allt gott
og blessaö.
Föstudagur
3. júní
7.00 Bæn og fleira. Allt í réttri röð. Og ég
kominn i sumarfri. Jibbi.
9.05 Jónína Ásthildur. Ung stúlka, sem
skemmtir unga fólkinu næstu vik-
urnar.
10.35 Mér eru tornu minnin kær. Minn-
ingar eru mætar. Segir Einar frá
Hermundarfelli.
11.05 Ég man þá tið. Hermann Ragnar
Stefánsson segir frá ömmu og
unglingsárum hennar.
15.00 Miðdegistónleikar. Fiölan hans
Paganinis sólar alla upp úr skón-
um.
16.20 Heillakötturinn. Æskusaga um
Charles Dickens. Frábærar
skemmtisögur með uppeldisgildi.
Enda norrænar.
17.30 Nýtt undir nálinni. Kristin Björg
Þorsteinsdóttir kynnir vinsæl lög og
ný.
20.40 Sumarið mitt. Annað tveggja er.
Stella Sigurleifsdóttir er eins árs og
hefur aöeins lifað eitt sumar. Eða:
Stella hefur alltaf lifað á Noröur-
pólnum.
23.00 Kvöldgestir. Jónas kemur á bók.
Laugardagur
4. júní
8.50 Leikfimi. Jónina er svo fjandi
hress, aö það ætti að sæma Fálka-
oröunni inn á hana.
9.30 Óskalög sjúklinga. Lóa Guðjóns-
dóttir og félagar kynna sibreytileg
lög.
11.20 Sumarsnældan. Og sumarsnúður-
inn. Kattaþáttur fyrir helgarbörnin.
15.10 Hafnarfjörður 75 ára. Til hamingju,
Gás og aðrir fulltrúar. Fast þeir
sækja sjóinn, á afmælinu, mælinu.
16.40 Á ferð. Ragnheiöur Davíösdóttir og
Tryggvi Jakobsson velja nokkur
umferöarlög og reglulegar reglur.
20.30 Sumarvaka. Af undarlegri þjóð i
gylltu mistri og sem vill í skó. Burt
með leistann.
23.00 Laugardagssyrpa. Alltaf jafn
svakalega sniöugir, þessir piltar. Og
farnir að kynna alls kyns fólk úti i
bæ. Þorgeir útvarpsrásarforstjóri
og Páll.
Sunnudagur
5. júní
10.25 Út og suður. Sá Friörik Páll við sjó-
mannadeginum? Fáum viö aö
heyra af svaðilförum á söltum sæ?
Alla vega gaman.
11.00 Sjómannamessa í Dómkirkjunni.
Biskupinn og Þórir Stephensen
blessa landsins björgunarmenn og
væntanlega okkur hin llka.
14.00 Frá útisamkomu sjómannadags-
ins í Nauthólsvik. Þar verða mörg
fögur orðin látin falla. En hvað fá
menn i bakiö? Ríkisstjórnarstrákar
og verkalýðsforkólfar ræða og
heiðra aldraöa sjómenn. Tryllidaga-
glamuryrði. Eins og i tómri tunnu.
15.15 Söngvaseiður. Trausti Jónsson og
félagar kynna Loft Guðmundsson,
íslenskan sönglagahöfund. Fund-
vísir menn og snjallir.
16.25 Sigling f Sacramentodal. Anna
Snorra fékk sér eyðimerkurbát,
þegar hún var í Kaliforníu. A
mannamáli heitir þaö úlfaldi.
19.25 Myndir. Jónas er alltaf með salt-
bragö í munninum. Og myndrænar
Ijóöalíkingar líka. Skáld hann Jón-
as.
21.00 Sigllng. Guðmundur Hallvarðsson
sér um sjómannadagskrá.
22.35 Kveðjulögskipshafna. Sjómanna-
lögin sungin og leikin fram á nótt.
Gylfi Ægisson í fullu fjöri. Róman-
tikin líka.