Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 7
7 — og endurprentar eftir aldagömlum mótum í eigu Þjóöminjasafnsins Richard Valtingojer myndlistar- maður hefur snúið við tímanum varðandi prenttækni. Þessa dagana handprentar hann myndskreytta Ijóðabók í steinþrykki, en slík prenlun hefur ekki verið tiðkuð á Islandi i hálfa aðra öld. En gamalt handverk er ekki Ric- hard framandi; hann hefur á undanförnu ári hreinsað um 200 gömul prentmót í eigu Þjóðminja- safnsins og þrykkt afrit af þeim með tækni fyrri tíma. — Jú, þettaer rétt, sagði P.ichard Valtingojer við Helgarpóstinn, það munu vera 150 ár síðan bók var handprentuð á íslandi. Ég prenta 75 eintök! 60 verða til sölu en ellefu renna til höfundanna og eitt eintak fær Landsbókasafnið en sjálfur held ég þremur. Ég vil taka fram að bókin verður ekki endurprentuð. — Þetta er um margt sérstæð bók? — Já, en eiginlega er varla hægt að kalla þessa bók „bók“, því hér er um að ræða arkir sem brotnar eru sem opnur og komið fyrir í öskjum eða möppum sem Hilmar Einars- son bókbindari hefur hannað. Það mætti eiginlega kalla þessa mynd- skreyttu ljóðabók „möppubók!* — Hvað eru höfundar margir? i —Höfundar ljóða eru ellefu; þeir Baldur Óskarsson, Einar Bragi, Guðbergur Bergsson, Herdís Benediktsdóttir, Ingibjörg Har- áldsdóttir, Sigfús Daðason, Sigurð- ur A. Magnússon, Steinar Sigur- jónsson, Thor Vilhjálmsson, Þórarinn Eldjárn og Þorsteinn frá Hamri. Sýning — Hvernig hefur þú unnið myndskreytingarnar? — Ég hef leitast við að koma til- finningalega á móts við innihald ljóðanna, í stað þess að nota mynd- mál úr ljóðunum. Að mínu áliti er ljóðskáldið höfundur myndmálsins í kvæðunum og myndlistarmaður- inn á ekki að nota þær einkamyndir skáldsins. Höfundarnir hafa allir handskrifað ljóðin og það eykur líka hinn persónulega blæ þeirra eða tóninn í þeim. Laugardaginn þann 4. júní verð- ur haldin sýning á opnum möpp- unnar á Kjarvalsstöðum og stendur sú sýning til 12. júní. Þarna mun ég einnig sýna hina áteiknuðu steina sem notaðir voru við bókargerðina og höfundar munu lesa upp ljóð sín. Þá verður einnig tónlist flutt og alls verður þetta um tveggja tíma prógramm. — Og hvaö á eintakið að kosta? — Eintakið kostar 10 þúsund krónur. Ef salan á þessum 60 ein- tökum gengur vel, þá ætla ég að halda þessu áfram. Ég gæti vel hugsað mér að handþrykkja sams- konar bækur þrjá, fjóra mánuði á ári ef viðskiptagrundvöllur er fyrir slíkri „bibliófíí-útgáfu." Það má taka fram að fyrir milli- göngu Gunnlaugs Briem verður þessi bók sýnd á alþjóðlegri lista- sýningu í London í ár. Þrjú þúsund þrykk — Hvernig tóku höfundar i þessa hugmynd? — Mjög vel. Þeir voru allir til í þetta þegar ég hafði samband við þá. Ég lét þeim í té sérstakan pappír — svonefndan transferpappír — til að skrifa ljóðin á, en síðan var skriftin yfirfærð af pappírnum og á steininn sem notaður er til prentun- arinnar. Myndirnar vinn ég svo sér, þetta er litógrafía, og eftir prentun þeirra eru ljóðin þrykkt ofan í myndirnar. Þetta verður mikil prentun og margar umferðir þang- að til bókin er tilbúin. Ætli ég þrykki ekki þrjú þúsund umferðir með handafli áður en yfir lýkur. En þetta er mjög skemmtilegt, og gaman að nota pressuna mína í slík verk. Hana fékk ég reyndar að gjöf frá mínum gamla vini og læriföður Paul Weber, þekktum þýskum myndlistarmanni sem nú er látinn. Sjálf pressan er frá árinu 1887. Mót frá 16. öld — Hvemig fékkst þú hugmynd- ina að þessari útgáfu? — Þannig var að ég sá bókasýn- ingu i Frankfurt fyrir nokkrum ár- um og voru handprentaðar bækur þar m.a. til sýnis. Mér datt þá í hug að þetta væri gamalt handverk sem mætti ekki glatast og reyndar var ég búinn að sjá Gutenberg-sýninguna á Kjarvalsstöðum. Þar var að finna gömul prentmót í eigu Þjóðminja- safnsins frá öndverðri 16. öld og allt fram til fyrri hluta 19. aldar. Þetta voru gömul trémót, svört af elli og steinharðri prentsvertu. Ég fékk þá hugmynd að gaman væri að hreinsa þessi mót og prenta með þeim á nýj- an leik. Úr varð að ég hreinsaði um 200 prentmót og þrykkti fyrir Þjóð- minjasafnið. Mótin hafa legið í eitt hundrað ár í Þjóðminjasafninu og myndirnar sjá nú loks dagsins íjós að nýju. Alls verða þetta 13 möppur sem fara til ýmissa stofnana og safna. — Hvernig hreinsaðir þú mótin? — Þau voru það gömul og full stífri svertu, að ég þorði ekki að nota sýrur heldur handhreinsaði mótin með tréskurðarhnífum frá fyrri öld. Það var mikið verk en skemmtilegt því inér fannst ég vera að skera myndirnar sjálfur og sú vinna var mér mikils virði. Það var iærdómsríkt að þræða í för hinna horfnu meistara, sagði Richard Valtingojer myndlistarmaður að lokum. — IM Richard Valtingojer í andblæ aldagamallar prentlistar: Þrjúþúsund umferðir með handafli þarf til að prenta 75 eintök. Kristján Jóhannsson og Veröld: Stórplata í haust — Kristján syngur í Madame Butterfly undir stjórn Ken Russel í sumar Kristján Jóhannsson óperusöng- vari og bókaklúbburinn Veröld hafa gert með sér samning um út- gáfu á hljómplötu, þar sem Krist- ján mun syngja við undirleik hljóð- færaleikara úr Lundúnasinfóní- unni undir stjórn ítalans Maurizio Barbacini. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það er komið að því, sem ég hef lengi beðið eftir. Það er varla til það hljómplötufyrirtæki á íslandi, sem ekki hefur óskað eftir að gera plötu með mér, en ég hef ekki viljað fara út í það fyrr en ég væri ánægðúr með sjálfan mig. Og það er komið að því núna“, sagði Kristján í sam- tali við Helgarpóstinn. Mjög verður vandað til gerðar þessarar plötu. Hljóðritun fer fram i London í upptökusölum EMI fyr- irtækisins og verður þetta það sem á ensku heitir „digital" upptaka. Upptökustjóri verður Björgvin Halldórsson. Að sögn Kristjáns verður tekið upp efni á tvær plötur, annars vegar íslenskt og skandinavískt efni fyrir markaði í þeim löndum og hins veg- ar ítalskt efni, bæði sönglög og ó- peruaríur, sem ætlað er fyrir al- þjóðlegan markað. íslendingar fá plötuna hins vegar í tvöföldu al- búmi og kemur hún út hjá Veröld í nóvember. Kristján fer innan skamms til íta- líu, þar sem hann mun syngja í Madame Butterfly eftir Puccini á tónlistarhátíð í Spoleto. Leikstjóri þeirrar óperu er enginn annar en sá frægi Ken Russell og verður ein sýn- ingin sendbeint út í sjónvarpi í Ev- rópu. Þá mun Kristján syngja í La Kristján Jóhannsson: Komið' að því að gera plötu. Traviata í París í haust, Rígoletto í Belgíu og eftir jól mun hann syngja í Toscu í Bretlandi. Hann söng Madame Butterfly þar við góðan orðstír í fyrra og hefur EMI í hyggju að taka fíutning þeirrar óperu upp á plötu í „live“ flutningi einhvern tíma næsta vetur. Victor Borge ájslandj Þjóðleikhúsið: Gamanleikur i tónlist. Höfundur ogflytjandi Victor Borge. Sýningarstjóri: Ronald Borge. Victor Borge er orðinn 74 ára gamall og ferðast ennþá um heim- inn til þess að skemmta fólki. Það er haft fyrir satt að nærri tíu millj- ónir manna hafi komið að sjá sýn- ingar hans sem kváðu vera um 5000 talsins. cŒeiÁ/íáf Borge er danskur en flúði Dan- mörku 1940 og hefur síðan þá átt heima í Ameríku. Taldi hann sig ekki óhultan fyrir nasistum, eink- anlega dönskum, vegna þess hve hann hafði gert mikið grín að þeim. Borge er menntaður klassiskur píanisti og var reyndar undrabarn á því sviði og það leynir sér ekkert þegar hann tekur til við.að spila að þar er verulega fær píanóleik- ari á ferðinni. En eins og hann segir sjálfur „Ég lofaði góðu og lofaði góðu og lofaði og lofaði.. þangað til ég varð að fara að vinna fyrir mér. Það varð reyndar auð- veldara en nokkur þorði að í- mynda sér: Ég hætti einfaldlega að leika á píanóið og byrjaði að tala. Það kom þó að því að ég hafði ekki fleira að tala um... svo ég byrjaði aftur að spila... og öf- ugt...“. Borge var farinn að skemmta með þessum hætti, að spila og tala,áður en hann yfirgaf Dan- mörku. Þegar til Ameríku kom var hann bæði blankur og mál- laus, en hann lærði brátt ensku og tók upp þráðinn á nýju tungumáli að hluta, því tónlistin er sem betur fer alþjóðlegt tungumál. Varð hann brátt vinsæll en endanlega slær hann í gegn árið 1953 þegar hann setti á svið eins manns sýn- ingu sína Gamanleikur í tónlist á Broadway, en hún gekk 849 sinn- um og er það met eins manns sýn- ingar skráð í Heimsmetabók Guinness. Síðan hefur hann farið sigurför um heiminn. Hann hefur komið fram í ótal löndum, gert útvarps-og sjónvarpsdagskrár og nokkrar hljómplötur. I hverju liggja svo vinsældir Borge? Því má kannski svara í sem allra stystu máli á þá leið að hann sé svo skemmtilegur. En það segir nú ekki mikið. Lykillinn að vinsældum hans er e.t.v. það hversu fjölbreytt „Victor Borge sameinar flest það sem prýða má frábæran skemmtikraft“, segir Gunn- laugur m.a. í umsögn sinni skemmtilegheit hans eru og sum- part óvenjuleg. Tónlistargrín Borge er öldungis óvenjulegt. Bæði orðaleikir hans með nöfn tónskálda og tónverka og ekki síð- ur þegar hann tekur til við að leika sér með tónverk á píanóið, bland- ar saman eða ruglar saman þekkt- um verkum. Það getur orðið hreint óborganlegt. Gamansögur hans eru einnig. fjölbreyttar, einkennast fyrst og fremst af góðlátlegu gríni, þar sem hann sjálfur er oft í aðalhlut- verki. Á sviði er Borge frábær gaman- leikari. Þar skipta mestu máli andlitshreyfingar hans, en hann * notar einnig ýmis trikk í anda þöglumyndanna af stakri hófsemi og smekkvísi, og verða þau ennþá fyndnari fyrir vikið. Borge kann einnig þá list góðra skemmtikrafta að „spila á salinn“, notfæra sér það andrúmsloft sem skapast í salnum og virkja það í sýningunni. Það er mikil kúnst fyrir einn mann að hafa heilan sal algjörlega á valdi sínu í heilt kvöld. Victor Borge sameinar flest það sem prýða má frábæran skemmti- kraft. Hann er agaður listamaður í grunninn, hefur mjög vandaða og lifandi sviðsframkomu og kímnigáfu og frásagnarhæfileika sem vart eiga sína lika. Það leyndi sér ekki á sýning- unni í Þjóðleikhúsinu á sunnu- daginn að áheyrendur kunnu vel að meta þennan frábæra skemmtikraft, salurinn var ýmist í keng af hlátri eða hlustaði með stakri andagt á píanóleik hans. Sjaldan hafa fagnaðarlæti að lok- inni sýningu verið jafn langvinn og einlæg.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.