Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 6
6
Fimmtudagur 2. júní 1983
Helgai-----
.Oosturinn
Fyrr í vikunni lagði lögreglan haid á 2. tölublað Spegilsins að kröf u Ríkissaksóknara. Speglinum
hafði verið dreift á sölustaði s.l. föstudag í sjö þúsund eintökum og þar af Ieiðandi verið í sölu
alla þá helgi. Samkvæmt upplýsingum frá embætti saksóknara hefur verið lagt hald á umrætt tölu-
blað þar eð innihald blaðsins kann aö vera brot á lögum um klám og ærumeiðingar. Enn hefur
ríkissaksóknari.ekki tekið ákvörðun um hvort leyfð verði sala á 2. tölublaði Spegilsins eða það
gert endanlega upptækt.
En aðstandandi Spegilsins, sem er í yfirheyrslu Helgarpóstsins í dag, hefur séð leik við því: Hann
auglýsir að Spegillinn fáist á næstu lögreglustöð.
Nafn: tflfar Þormóðsson staöa: Starfsmaður Spegilsins
Fæddur:;Kvenfrelsisdaginn, lýðveldisárið Heimiii: Gr jótagata 9
Bifreið: PrÓflaUS Áhugamá!: Mannlífið Heimilishagir: Fráskilinn, j 5 synir
Aðeins kynferðislega sjúkir menn sem
geta lesið klám úr síðum Spegilsins
— Hvað var það í efni Spegilsins sem varð
til þess að lögreglan lagði hald á 2. tölublað
hans?
— Ég veit það sannarlega ekki en Spegill-
inn er rífandi ósvífinn og skemmtilega
fáránlegur. I raun og veru taka allir það til
sín sem í honum er, en enginn þarf að taka
neitt til sín persónulega.
— Að dómi margra innihélt þetta tölu-
blað sóðalegar klámmyndir og svívirðilegar
ærumeiðingar í garð einstakra manna?
— í fyrsta lagi eru myndirnar táknrænar.
í öðru lagi eru þær mótvægi við það tussu-
og brjóstaklám sem er til sölu í flestum
bókaverslunum og sjoppum. Enda voru við-
brögð margra sjoppueigenda þau að þeir
hringdu í mig sama kvöld og lagt var hald á
upplag Spegilsins og veltu því fyrir sér hvort
menn væru yfirleitt ólæsir í siðgæðiseftirlit-
inu, því sjoppuklámið væri miklu verra en
efni Spegilsins.
Þar að auki fylgir texti öllum þessum
myndum og því vonlaust að skilja mynd-
irnar nema að lesa hann með þeim. Ef ein-
hver hefur gert þessar myndir Spegilsins að
klámmyndum þá er það hið opinbera.
— Finnst þér slíkar „skopmyndir"
fyndnar?
— Ég get ekki svarað því öðruvísi en að
segja að lesandinn skilur ekki myndirnar
fyrr en hann hefur lesið textann, ef lesand-
inn er þá læs, og þá verða myndirnar spreng-
hlægilegar.
— Er þetta ekki argasta klám?
— Það er ekki til klám í þessu blaði nema
ef vera skyldi títuprjónastunga í mestu
klámmyndir sem framleiddar hafa verið á
Islandi — innheimtuauglýsingar sjónvarps-
ins.
En það er eins og prófessor Jónatan Þór-
mundsson sagði eitt sinn á fyrirlestri í Há-
skólanum: „Klámhugtakið er loðið og
teygjanlegtl*
— Blaðið hefur verið gagnrýnt fyrir aula-
fyndni?
— Þessu er mér ljúft að svara. A bls. 2
gefur að líta tilbúna heilsiðu auglýsingu,
byggða á sannleika um þrælahald um borð
t M/S Eddu. Þegar samstarfsmaður minn,
Hjörleifur Sveinbjörnsson, var yfirheyrður
vegna þessa máls, sagði hann eins og satt
var, að engin auglýsing væri í blaðinu. Ein-
kennisklæddur lögreglumaður greip þá
hlakkandi eintak af blaðinu, benti á síðu 2
og sagði: „Er þetta ekki auglýsing?!!“ Það
má því segja að meðal efnis í Speglinum sé
fyndni fyrir aula.
— Flokkast ekki efni blaðsins undir sjúk-
an húmor?
— Sjúkur húmor í blaðinu? Þá er þjóðin
sjúk því við speglum aðeins það sem er að
gerast í landinu.
— Því hefur heyrst fleygt að slikt tölublað
gæti aðeins geðveikur maður með brenglað
skopskyn gefið út?
— Stjörnufræðingar segja mér að ég sé
sexfaldur tvíburi.
— Þú sagðir í blaðaviðtali nýverið að það
hefði ekki komið þér á óvart að hald hafi
verið lagt á blaðið. Vissirðu upp á þig sök-
ina?
— Nei! Því miður var svar mitt í heild
ekki haft eftir mér í viðkomandi blaði. Eg
sagði nefnilega í áframhaldi af þessu, að
embættismenn og smáborgarar hefðu feng-
ið að sofa í friði í áratug og jafnvel áratugi.
Hins vegar væru þeir orðnir vanir því að
þeirra eigin pótintátar; leiðarahöfundar,
dálkasóðar og alls kyns svarthöfðar meiði
menn og brennimerki skipulega, og þá ekki
aðeins einstaklinga heldur einnig heilu hóp-
ana.
— Hverjir voru yfirheyrðir vegna þessa
máls?
— Samstarfsmaður minn: fyrrgreindur
Hjörleifur, prentsmiðjustjóri Odda og ég.
— Varstu handtekinn?
— Nei. Þrír menn frá embætti Iögreglu-
stjóra komu á heimili mitt og sýndu lög-
regluskírteini sín. Einn þeirra var einkennis-
klæddur. Þessir menn komu án úrskurðar,
en þar sem ég er óvenjulega samvinnulipur
og elskulegur maður, leyfði ég þeim að
leggja hald á upplagið og ýmis gögn, en
bannaði þeim að taka önnur svo sem plötur
og filmur í prentsmiðju og sjoppukvittanir
hjá dreifingarstjóra nema með úrskurði.
Hins vegar komu þeir næstu kvöld og
stálu plötunum og filmunum í prentsmiðj-
unni og fóru heim til dreifingarstjórans sem
lá á spítala og hnupluðu kvittunum. Þetta
kalla ég'trúnaðarbrot.
En eftir að þremenningarnir höfðu fengið
þau gögn hjá mér rétti Guðmundur Her-
mannsson fyrrverandi kúluvarpari mér
digra hönd sína og spurði hvort mætti ekki
bjóða mér í yfirheyrslu. Eg þáði það að
sjálfsögðu.
— Hver ákærði blaðið?
— Samkvæmt upplýsingum sem Ríkis-
saksóknari veitti mér er það elsti fulltrúi lög-
regluembættisins í Reykjavík. Hitt er annað
mál hvort hann er verkfæri fyrir aðra.
— Hvernig fór yfirheyrslan fram?
— Alls dvaldist mér hjá lögreglustjóra í
þrjá tíma. Eg var spurður í þaula hver ætti
blaðið, hver væri ábyrgðarmaður þess og
hverjir skrifuðu í blaðið.
— Og hverju svaraðir þú?
— Ég sagði að allar þessar upplýsingar
væri að finna í blaðhaus.
— En þar stendur hvergi hver er ábyrgð-
armaður Spegilsins?
— Nei, vissulega ekki en ég benti sak-
sóknara ríkisins á þá staðreynd — sem hann
reyndar vissi ekki — að ábyrgðarmanna er
hvergi getið í haus stærstu dagblaðanna;
Morgunblaðsins, Dagblaðsins/Vísis,
Tímans og Þjóðviljans.
— Hverjir skrifa blaðið?
— Það stendur hins vegar í haus blaðsins:
Bestu synir og dætur þjóðarinnar og nokkr-
ir aðrir.
— Mikið af efni þessa tölublaðs er í
margra augum ósmekkleg aðför að einkalífi
einstaklinga. Þarna eru til dæmis birtar
„dagbækur“ Ragnhildar Helgadóttur ný-
skipaðs menntamálaráðherra og ýjað að
nánum samskiptum hennar og manns henn-
ar?
— Það er sagt að maður hennar Þórður
sofi þegar hún kemur heim eftir erilsaman
dag og hún er dálítið döpur yfir því. Eflaust
langaði hana að spjalla við hann. Menn lesa
slíkt skens með eigin hugarfari upp á eigin
ábyrgð.
Annars er dagbók Ragnhildar það fárán-
leg að ég get ómögulega trúað að nokkur
maður ímyndi sér að hún sé sönn. Hafi nú
menn fylgst með fréttum utan af heimi, vita
þeir að falsaðar dagbækur Hitlers hafa verið
mjög á döfinni í fjölmiðlum. Þetta er eins
konar glens á þær. Og maður spyr sig eftir
að hafa lesið innihald þessa tölublaðs
Spegilsins: Hvað var eiginlega í honum
efnislega sem varð til þess að lagt var hald á
upplagið? Þetta er reyndar góð spurning til
Ríkissaksóknara.
— Hvaðan eru þessar „klámmyndir“
fengnar?
— Eins og fram kemur í Speglinum eru
þær fengnar að láni hjá franska háðritinu
„Harakiri“ og égget fullyrt það vinur minn,
að þær myndir sem við notuðum eru bara
biblíumyndir miðað við hinar myndirnar.
— Finnst þér sjálfsagt að blöð eigi að
selja á Islandi eftirlitslaust?
— Leyfðu mér að ítreka enn einu sinni:
Þetta tölublað Spegilsins er ekki klámrit!!
Það eru bara kynferðislega sjúkir menn sem
geta lesið klám úr þessum síðum blaðsins,
og ákært það. Vesalings saksóknari situr svo
uppi með málið. En ef á að fara að beita rit-
skoðun hér á landi, þá er það æskilegt að rit-
skoðað sé fyrirfram svo menn viti hvað má
og hvað má ekki, svo menn fari ekki á haus-
inn með útgáfuna. Best væri náttúrlega að
siðferðisdeild saksóknara auglýsti skoð-
unartíma á handritum og myndum.
— Ferðu nú á hausinn með Spegilinn?
— Ég er nú þegar kominn á herðablöðin
og á Ieið á hausinn. Að sjálfsögðu mun ég
fara í skaðabótamál við saksóknaraembætt-
ið ef hinu opinbera snýst ekki hugur og gef-
ur upplagið laust.
—- Hvernig stendur 3. tölublað?
— Það er í vinnslu og væntanlegt, því ég
er enn ekki búinn að veðsetja eða selja hús-
eign mína — þriggja hæða einbýlishús í
hjarta borgarinnar — en segja má, að skuld-
irnar séu komnar upp undir ris.
— Hver hafa viðbrögðin verið eftir að
upplag Spegilsins var borið úr bókaverslun-
um og söluturnum af iögreglumönnum?
— Síminn stoppaði ekki um kvöldið.
Einkum voru það sjoppueigendur sem
spurðu hvort saksóknari ríkisins hefði verið
að horfa á kvikmyndina frá Tékkóslóvakíu
sem sýnd var þá í sjónvarpinu, en hún var
ágæt fræðslumynd um hvernig drepa eigi
tjáningarfrelsið.
— Var þetta kannski aðeins sölutrikk að
ganga svo fram af siðgæðishugmyndum
þjóðarinnar að blaðið yrði gert upptækt?
— Þessu neita ég að svara.
— Blaðamennskusaga þín einkennist af
árásum á máttarstólpa þjóðfélagsins; út-
gerðarmenn, bankastjóra, viðskiptajöfra,
prestastéttina og frímúrara. Ertu haldinn
einhverri öfund eða kynlegri þörf fyrir að
ráðast á þessa hópa?
— Ég hef alltaf verið haldinn mikilli þörf
að upplýsa almenning um hvað þessir menn
eru að bardúsa undir glæstu yfirborði.
Menn geta síðan lagt eigin dóm á hve siðleg
iðja þeirra er. Þar fyrir utan er ég haldinn
yfirgengilegri forvitni.
— Hefur Spegillinn nokkurn tilgang
undir þinni handleiðslu?
— Já, vinur minn. Hann heldur þjóðinni
vakandi með satírískum texta og gefur lista-
mönnum — rithöfundum, teiknurum og
skáldum — kost á því að koma hugmyndum
sínum og verkum á framfæri. Spegillinn er
með öðrum orðum menningartímarit og af
því leiðir að aðför hins opinbera að honum
er aðför að íslenskri menningu.
Og ég trúi því ekki að nýskipaður dóms-
málaráðherra og menntamálaráðherra láti
það viðgangast.
----------myndir: Jim Smart-
eftir Ingólf Margeirsson