Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 4
Fimmtúdágur 2. júní i1983 irinn Gunnar Þór Hrafnhildur orðið andvaka, en 5% elsta hópsins svöruðu þeim spurningum játandi. Og á hvað horfa svo blessuð börnin? Efstar á lista allra aldurshópa eru gamanmyndir en uppáhaldstegund mynda breytist annars tölu- vert með aldrinum. Þannig horfa yngstu krakkarnir helst á teiknimyndir eins og við er að búast, en öllum aldurshópunum kemur saman um að hasarmyndir og sakamála- myndir séu vel þegnar. Áhuginn á hryllings- myndum vex með aldrinum: 24% — 43% — 61%. Sömu sögu er að segja um klámmyndir eða bláar myndir. Slíkar myndir sögðust 8% yngstu barnanna gjarnan horfa á, 19% krakka á aldrinum 10—12 ára og 33% á aldr- inu'm 13—15. Af kvikmyndum, sem krakkarnir nefndu og sögðust hafa séð, voru allar myndirnar, sem nefndar eru í upphafi þessarar greinar á lista krakka í elsta hópnum. Yngstu börnin fara þó ekki varhluta af klámi, ofbeldi og has- ar; á þeirra listum eru að finna myndir á borð við Jaws, Ást við fyrsta bit, Exorcist, Fíla- maðurinn, Dracula, Taxi Driver, Hot Bubble Gum, o.fl., sem naumast eru við hæfi 6 ára barna, enda eru flestar þessara mynda bann- aðar krökkum yngri en 16 ára þegar þær eru sýndar í kvikmyndahúsum. Nokkur sjá fræðslumyndir En varla sjá þau nú bara ofbeldi í videoinu — það hljóta að vera einhverjir Ijósir punktar, eða hvað? Því er fljótsvarað. Þegar spurt var hvemig myndir væri helst horft á, merktu 18% yngstu barnanna við fræðslumyndir, 7% krakka 10—12 ára og 8% þeirra elstu, 13—15 ára. Um efnið í videoinu segir í formála hóps- ins, sem vann könnunina: „Mest er framboð- ið á sakamála — og hryllingsmyndum, en gamanmyndir og aðrar myndir, sem bæði börn og fullorðnir geta horft á, eru ekki í miklu úrvali. Barnaefni er svo til eingöngu teiknimyndir og lítið hefur farið fyrir fræðsluefni fyrir myndbandatæki. Mun þó vera að rætast úr með fræðsluefni og mun ein verslun í Reykjavík vera með það á boðstól- um“. Þetta kemur nokkuð heim og saman við svör krakkanna við spurningum hópsins. Mest og helst er horft á það sem auðveldast er að ná í, það sem mest framboð er af. Um myndbandaleigur almennt segja krakk- arnir í formála sínum: „Þær hafa sprottið upp hvar sem er á landinu og virðast bera sig mjög vel. Ekkert eftirlit er með þessum mynd- bandaleigum og er eins og afgreiðslufólk viti ekkert um efni mynda þeirra, sem eru á boð- stólum" Hér mun talað af reynslu fremur en eftir vísindalega athugun, en reynslan er ekki alveg ómerk því nær allir krakkarnir í hópn- um hafa videotæki og videovæðinguna allt um kring og vita hvað þau segja í því sam- bandi. Enda varð ekki hjá því komist að hitta þau að máli og spyrja þau nánar um tildrögin könnunarinnar og hvað þeim fyndist um nið- urstöður hennar. Það eru allir með video Vinnuhópurinn taldi 10 manns; þau Guð- rúnu Helgu Guðbjörnsdóttur, Elínu Hrönn Einarsdóttur, Hrafnhildi Scheving, Sigurrós Friðriksdóttur, Ellu Kristínu Geirsdóttur, Önnu Ingvarsdóttur, Gunnar Þ. Ásgeirsson, Þóri Marínó Sigurðsson, Ágúst Guðjónsson og Ástu Guðjónsdóttur — öll að útskrifast úr 9. bekk Fellaskólans um þessar mundir. Sum þeirra voru raunar komin út um hvippinn og hvappinn en með aðstoð Sigrúnar samfélags- fræðikennara náðist þó í skottið á nokkrum til að spjalla við þau um verkefnið og video yfir höfuð. Fyrst var spurt, hvort það hefði komið þeim á óvart hversu víðtæk videoneysl- an hefði reynst vera. „Nei, alls ekki — það eru allir með video“, var svarið. — Og hvernig datt ykkur í hug að skoða einmitt þetta mál? Sigrún varð fyrir svörum: „Ég lagði heilann í bleyti til að finna verkefni handa krökkun- um í bekknum og þetta var eitt þeirra. Reynd- ar kom mér til hugar að kanna videoneysluna vegna þess að kennararnir hér hafa heyrst kvarta undan svefnleysi yngri barnanna. Þau fara greinilega seint að sofa og koma í skólann á morgnana uppfull af lýsingum á myndum sem þau hafa verið að horfa á kvöldið áður. Það geta verið syakalegar lýsingar á verulega krassandi myndum, myndum sem eru bann- aðar börnum að öllu jöfnu. Nú, en sem sagt, Fjörugar hjúkkur, Ast viö fyrsta bit, Geöveikrahóteliö Halloween, Killer Nun, Erot- ica... Vildirðu að krakkarnir þínir dunduðu sér við svona lagað í frístundunum sínum? Þó kann svo sem vel að vera að þau hafi verið að horfa á einmitt mynd af þessu taginu í videoinu í gær. Líkurnar á því að þau hafi alla vega verið að horfa á video eru ekki svo litlar! Ef marka má könnun nokkurra nemenda við Fellaskóla í Breiðholti horfa 73% barna á aldrinum 6—9 ára a.m.k vikulega á video. Börn allt niður í 10ára höfðu séð hrollvekjur og klámmyndir, sem hafa verið bannaðar krökkum yngri en 16 ára í kvikmyndahúsun- um. Yfir 60% heimila hafa yfir videotæki að ráða og börn og unglingar verja tíma sínum í æ ríkari mæli fyrir framan skerminn. Stór hluti krakkanna sér allt upp í sex myndir eða fleiri í viku hverri. Það voru nokkrir nemendur í 9. bekk, sem ákváðu ásamt kennaranum í samfélagsfræði, Sigrúnu Halldórsdóttur, að vinna slíka könn- un sem verkefni. Stefnt var að því að athuga hversu víðtæk videoneysla væri meðal nem- enda í Fellaskólanum. Spurningalisti var sam- inn með aðstoð Þorbjörns Broddasonar fjöl- miðlafræðings. Spurt var m.a. hvort video- tæki væri á heimilinu, hversu oft krakkarnir horfðu á það, hversu lengi og með hverjum. Einnig voru krakkarnir beðnir að nefna titil á mynd sem þau hefðu séð vikuna áður en spurningarnar voru lagðar fyrir þau og hvort einhvern tíma gætti hræðslu, spennu eða jafn- vel svefnleysis eða martraða vegna video- myndar, sem þau hefðu séð. í Fellaskóla eru 1217 nemendur og svöruðu 813 þeirra spurningunum, þar af 196 6—9 ára krakkar (þar var tekið úrtak), 324 10—12 ára og 293 í aldurshópnum 13—15. Könnunin var gerð eftir að videoson lokaði, en þó leiddi hún í ljós að video er á rúmlega 60% heimila Fellaskólanemenda, ýmist einkatæki og/eða kapalkerfi eða leigutæki. Rúmlega þriðjungur krákkanna sagðist horfa flesta daga í videoið. Af þeim unglingum á aldrinum 13—15 ára, sem svöruðu spurning- unum, sögðust 53% horfa eins og þau vildu, þ.e. eins lengi og oft og þau kærðu sig um alla daga vikunnar. Á flestum heimilum virðist þó slökkt um miðnættið og flest börn í yngsta aldurshópnum (6—8 ára) kváðu slökkt fyrir miðnætti heima hjá sér. En 18% spurðra barna í þeim aldurshópi sögðust þó mega horfa á videoið eins og þau vildu sjálf. Spurt var með hverjum horft væri; fjöl- skyldunni, vinum og kunningjum eða einn. í ljós kom að algengast er að horfa með fjöl- skyldunni, einkum í yngri aldurshópunum. Fæstir horfa einir en þó 16% í aldurshópnum 6—9 ára. Eftir því sem krakkarnir eldast fær- ist það í vöxt að þau horfi með vinum sínum, en það sögðust 46% yngstu krakkanna gera en 62% þeirra elstu. Fleiri en sex myndir á viku Ein spurningin hljóðaði þannig: Hve marg- ar myndir hefur þú horft á í video í síðustu viku? Um þriðjungur sagðust enga mynd hafa séð. Mörg höfðu séð 3 eða tæp 10% en 12% höfðu séð fleiri en sex! Eins og við er að búast, verða yngri börnin fremur hrædd eftir að hafa horft á myndirnar, eða 33%. Af elsta aldurshópnum sögðust 15% hafaorðið hrædd fyriráhrif kvikmyndar í videoinu. 17% yngstu barnanna sögðust hafa fengið martraðir og jafnmörg þeirra hafa

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.