Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 11
11
Jpiffsturinn
Fimmtudagur 2. júní "1983
Kjarnorkuvæðing
fjaðrafoki í Noregi og stjórnin skip-
aði rannsóknarnefnd í málinu.
Nefndin komst þó aldrei að neinni
niðurstöðu um það hvort einhverjir
embættismenn hefðu framið trún-
aðarbrot eða vitað að stöðvarnar í
Bb og á Jan Mayen væru hlekkir í
kjarnorkuvígbúnaði. Bandarísk
skjöl sem síðar hafa verið birt beina
þó augum manna að norska utan-
ríkisráðherranum Halvard Lange.
Margt bendir til þess, að hann hafi
þegar í maí 1958 vitað um Polaris á-
ætlunina og tengsl hennar við Lor-
an C stöðvarnar.
Danska friðarrannsóknatíma-
ritið Forsvar hefur kannað forsögu
dönsku Loran C stöðvanna. Þær
voru byggðar skv. leynilegum samn-
ingi milli stjórna Danmerkur og
Bandaríkjanna. Samningurinn var
ekki lagður fyrir þingið og afar
leynilega var að málum staðið. Það
er reyndar engan veginn víst, að
danska stjórnin hafi vitað hvað hún
var að gera er hún gaf leyfi til fram-
kvæmdanna á Eiði í Færeyjum og
síðar á Sild í Danmörku og Angis-
soq á Grænlandi.
Færeyingar voru eina þjóðin við
norðanvert Atlantshaf sem tor-
tryggði hin miklu umsvif banda-
rísku otrandgæslunnar. Þegar frétt-
ist af fyrirhuguðum framkvæmd-
um á Eiði í Straumey vorið 1959
krafðist Þjóðveldisflokkurinn nán-
ari skýringa á því sem þarna ætti að
fara fram og vildi þjóðaratkvæði
um málið en hótaði að öðrum kosti
að beita sér fyrir verkföllum. í
fréttaskeyti sem Mbl. birti af gangi
mála í Færeyjum 25. mars 1959 seg-
ir svo:
18
„Þegar lögmaður Færeyinga Pet-
er Mohr Dam kom með skipinu
Tjaldi til Þórshafnar frá Kaup-
mannahöfn í fyrrakvöld og hugðist
ganga á land, gerðu þjóðveldis-
menn, sem höfðu safnast saman á
bryggjunni, aðsúg að lögmannin-
um svo hann varð að fara um borð
aftur, en komst síðar í land undir
lögregluvernd. Áður hafði lýðurinn
barið hann og veitt honum pústra
allþunga. Skömmu áður en lög-
maðurinn kom heim til Færeyja,
hafði Þjóðveldisflokkurinn efnt til
útifundar á aðaltorgi Þórshafnar í
mótmælaskyni við fyrirætlanir um
byggingu ratsjárstöðvar í Straumey.
Um það bil 200 hræður tóku þátt í
útifundi þessum, en að honum
loknum hlupu margar þeirra ber-
serksgang niður við höfnina...
Fundarboðendur afhentu Dam
lögmanni mótmæli fundarins um
borð í Tjaldi, en hann talaði af brú-
arvængnum og vísaði mótmælun-
um á bug. Ræða hans drukknaði í
búkhljóðum þjóðveldismanna, og
þegar hann hugðist ganga í land
varð hann fyrir fyrrnefndu hnjaski
og var m.a. barinn í höfuðið með
kröfuspjaldi".
Fréttaskeyti þetta er miður vin-
samlegt í garð þjóðveldisflokksins
og sýnist samið af konunghollum
mönnum. Hér verður að hafa í
huga, að það var alls ekki kjarn-
orkuvæðingin sem Færeyingar voru
að mótmæla, þeir höfðu ekki frem-
ur en aðrir hugmynd um tengsl Lor-
an C stöðvarinnar við hana. Þeir
voru að mótmæla umsvifum er-
lends hers í landi sínu.
3. hluti birtist í HP eftir viku.
f Wfi TD Bílaleiga
ViJu 1 0-1-11- Carrental
BORGARTÚNI 24 - 105 REYKJAVÍK, ICELAND - T£L. 11015
Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla.
Sækjumog sendum. Símsvari allan sólarhringinn, kredit-
kortaþjónusta.
FLJÓT OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
BÍLATORG
BORGARTÚNI 24 500 m2 sýningarsalur.
(HORNI NÓATÚNS) MaibíKSÍði
SÍMI 13630 Bónstöð á staönum.
Muniö okkar hagstæðu greiðsluskilmála
Oplð:
Mánud—miðvd. kl. 9—18.
Fimmtudaga kl. 9—20.
Föstudaga kl. 9—22.
Laugardaga kl. 9—12.
JIS
Jón Loftsson hf
HRINGBRAUT 121
> — SÍMI 10600
i&MÓfltilKHðM
Grasmaðkur
í kvöld kl. 20
Næst síðasta sinn
Litli minn,hvað nú?
Gestaleikur frá Folketeatret
föstudag kl. 20
laugardag kl. 20
Cavalleria Rusticana og
Fröken Júlía
sunnudag kl. 20
Þrjár sýningar eftir
Miðasala 13.15—20. Sími
1-1200
LEiKFfcLAG
REYKIAVÍKUR
SÍM116620
<mj<9
UR UFI
ÁNAMAÐKANNA
9. sýn. i kvöld kl. 20.30.
Brún kort gilda.
10. sýn. sunnudag kl. 20.30.
Bleik kort gilda.
GUÐRÚN
föstudag kl. 20.30
Næst síöasta sinn á leikárinu.
Spilaþraut helgarinnar
LAUSN.
Vestur trompar tígul tíuna með
fjarkanum og lætur fimmið. Gefi
norður er nían látin. En nú lét
norður tíuna sem tekin var með
kóng. Suður kastaði tígli. Eina
von vesturs er að norður eigi þrjú
hjörtu og þrjú lauf. Hann spilar
ás, kóng og drottningu báðum
litunum og síðan litlu trompi.
Norður tekur slaginn en er nú
yfirbugaður. Verður að spila frá
áttu og drottningu í spaðanum og
fær ekki fleiri siagi.
SKILNAÐUR
laugardag kl. 20.30.
miövikudag kl. 20.30.
Síöasta sinn.
Miöasala í lönó kl. 14.—20.30
HASSIÐ
HENNAR
MÖN
MIÐNÆTURSYNING
í
AUSTURBÆJARBÍÓI
LAUGARDAG KL. 23.30
ALLRA SÍÐASTA SINN
MIÐASALA í
AUSTURBÆJARBÍÓI
KL. 16—21. SÍMI 11384.
Enskir
sófar
og
sófasett
Giæsiiegt
úrval
LITMYNDIR SAMDÆGURS!
Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17
Verzlið hjá fagmanninum
i
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F
LAUGAVEGI 178
REYKJAVIK
SIMI85811